Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 21
Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900
poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is
Reimar og drifbúnadur
Stykkishólmur | Á vorin er
uppskeruhátíð kóra á Íslandi. Kór-
ar fara í söngferðlag til að kynna
árangur erfiðis vetrarins og leyfa
fleirum að njóta ávaxtanna. Í leið-
inni er um skemmtiferð að ræða
fyrir kórfélaga, einn þáttur í starf-
seminni til að hafa gaman af.
Eldri félagar í Karlakór Reykja-
víkur hafa starfrækt kór í fjölda-
mörg ár. Hann er skipaður félögum
sem hættir eru að syngja með að-
alkórnum og öðrum þeim sem
finnst þeir vel eiga heima í þeirra
hópi. Hér er um fjölmennan kór að
ræða og eru söngmenn yfir 50 tals-
ins.
Kórinn fór í söngferðalag á Snæ-
fellsnesið á laugardaginn. Um miðj-
an dag söng kórinn fyrir íbúa Snæ-
fellsbæjar í Ingjaldshólskirkju og
um kvöldið voru tónleikar í Stykk-
ishólmskirkju.
Á tónleikunum var flutt fjöl-
breytt söngdagskrá. Í tilefni ferð-
innar á Snæfellsnesið söng kórinn
lagið „Brimlending“ eftir Áskel
Jónsson við texta Davíðs Stef-
ánssonar. Efniviðurinn er sóttur til
atburðar við Hellissand árið 1876.
Þrátt fyrir að meðalaldur kór-
félaga sé í hærra lagi var söngur
þeirra kröftugur og hljómmikill og
voru áheyrendur ánægðir með söng
þeirra og þökkuðu fyrir sig með
góðum undirtektum. Stjórnandi
kórsins er Kjartan Sigurjónsson.
Einsöngvari á tónleikunum var Ei-
ríkur Hreinn Helgason og undir-
leikari Bjarni Jónatansson.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur á tónleikum í Stykkishólmskirkju. Á
myndinni með kórfélögum er stjórnandinn Kjartan Sigurjónsson og Eirík-
ur Hreinn Helgason, sem söng einsöng með kórnum.
Eldri karlakórsfélagar
heimsækja Stykkishólm
Stykkishólmur | Félagið Embla í
Stykkishólmi verður með sína árlegu
vorvöku sumardaginn fyrsta. Félag-
ið, þar sem konur eru eingöngu fé-
lagar, hefur starfað í Stykkishólmi til
margra ára. Fastur liður í starfi fé-
lagsins er að bjóða upp á vorvöku í
lok vetrar.
Að þessu sinni er bryddað upp á
þeirri nýjung að bregða á leik í
Íþróttamiðstöðinni sumardaginn
fyrsta kl. 15–17. Þar verður fjöl-
breytt dagskrá fyrir fólk á öllum
aldri.
Í íþróttasalnum verður brugðið á
leik og rifjaðir upp ýmsir leikir sem
gaman er að fara í úti í góðu veðri.
Má þar nefna leiki eins og Hollý-hú
(Nafnasto), Pílaranda, Danskan
(boltaleik), Bimm-bamm, 10-20 og
fleira skemmtilegt.
Í anddyrinu og í skólastofum
verða ýmsar sýningar. Má þar nefna
sýningu sem nefnist: Stykkishólmur,
fortíð og framtíð, þar sem sýndar
verða skipulagstillögur frá ýmsum
tímum. Þar er hægt að sjá hvernig
menn hafa séð uppbyggingu staðar-
ins fyrir sér allt frá árinu 1850 og
fram á þennan dag. Einnig verða
sýndar teikningar af nýbyggingum í
Stykkishólmi og nágrenni, þar sem
m.a. verða sýndar teikningar að
nýrri sumarhúsabyggð sem senn
mun rísa í námunda við bæinn.
Landslagsarkitekt mun sýna hug-
myndir að skipulagi garða ásamt
nýrri tillögu að endurskipulagningu
tjaldsvæðisins. Blómabúðin Hvönn
kynnir sumarblóm og runna.
Þá verður í gangi myndasýning úr
Ljósmyndasafni Stykkishólms. Ým-
islegt fleira verður til sýnis, svo sem
úrklippusafn Ólafíu Gestsdóttur og
ljósmyndir úr fórum listasmiðsins
Baldurs Þorleifssonar.
Embla með
vorvöku
Fljót | „Ég held að það verði for-
gangsverkefni stjórnar LS á þessu
ári að reyna að ná til baka þeirri
verðlækkun á afurðaverði á innan-
landsmarkaði sem varð síðastliðið
haust. Það er nauðsynlegt að setjast
niður með sláturleyfishöfum og ræða
þessi mál og ná samkomulagi um
ákveðið lágmarks viðmiðunarverð
eins og var hér fyrir nokkrum árum.
Að mínu mati klúðraðist þetta á Sel-
fossfundinum á sínum tíma en það er
algerlega óviðunandi staða að sauð-
fjárbændur hafi ekkert um verðlagn-
ingu afurðanna að segja. Standi bara
utan við allt slíkt og velti því fyrir sér
hvar og hvenær þeir fái sínu fé slátr-
að og megi jafnvel vera þakklátir ef
einhver vill taka féð af þeim,“ sagði
Jóhannes Sigfússon, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda, þeg-
ar hann ávarpaði aðalfund skag-
firskra sauðfjárbænda á dögunum.
Á fundinum urðu að vonum tals-
verðar umræður um þá tekjulækkun
sem sauðfjárbændur urðu fyrir á síð-
asta ári þegar greiðslur fyrir dilka-
kjötið lækkuðu umtalsvert, einnig
útflutningsskyldu á kjöti og horfurn-
ar á þessu ári. Á fundinum kom m.a.
fram að sala á dilkakjöti í fyrra var
mjög svipuð og árið á undan en
birgðastaða kindakjöts er nú betri
en fyrir einu ári. Aðeins var eftir að
flytja út liðlega 600 tonn af fram-
leiðslu ársins 2003 í byrjun mars.
Hins vegar virðist ótrúlega erfitt að
fá uppgefið það verð sem sláturleyf-
ishafar eru að fá fyrir það kjöt sem
þeir flytja út.
Að sjálfsögðu er lítið farið að ræða
um hver útflutningsprósentan verð-
ur á komandi hausti, enda veltur á
miklu hvernig sala á dilkakjöti geng-
ur yfir sumarmánuðina. Mögulegt er
þó að hún lækki því sauðfé í landinu
mun hafa fækkað um tuttugu þúsund
miðað við ásetningsskýrslur frá
haustinu 2003.
Smári Borgarsson bóndi í Goðdöl-
um var endurkjörinn formaður fé-
lagsins á aðalfundinum og fulltrúar
auk hans á aðalfund LS í sumar
verða Agnar H. Gunnarsson, Mikla-
bæ, og Jóhann Már Jóhannsson,
Keflavík.
Á fundinum voru veittar viður-
kenningar fyrir úrvalshrúta í hér-
aðinu sem komu til dóms haustið
2003. Besti veturgamli hrúturinn var
frá Flatartungu í Akrahreppi.
Keldudalsbúið ehf. í Hegranesi fékk
viðurkenningu fyrir besta fullorðna
hrútinn og hæstdæmdi lambhrútur-
inn var frá Þrasastöðum í Fljótum.
Verðum að ná sem mestu af af-
urðaverðslækkuninni til baka
Jóhannes Sigfússon, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Bændur á aðalfundi Skagfirskra sauðfjárbænda vildu hækka afurðaverð.
Ólafsfjörður | Landupplýsingakerfi
Ólafsfjarðar (LUKOL) var nýlega
formlega opnað almenningi með
aðgengi á netinu. Verkefnið hefur
staðið yfir í rúm tvö ár með söfn-
un gagna og tengingu við aðra
gagnagrunna, s.s. þjóðskrá og
fasteignamat. Fór opnunin fram á
Brimnes hóteli í Ólafsfirði að við-
stöddum starfsmönnum Ólafs-
fjarðarbæjar, bæjarstjóra og bæj-
arfulltrúum og starfsmönnum
verkfræðistofunnar Hnits sem
unnu verkið, auk fjölmargra ann-
arra, s.s. starfsmanna nærliggj-
andi sveitarfélaga.
Tilgangurinn með þessu land-
upplýsingakerfi er að safna saman
öllum landfræðilegum upplýs-
ingum bæjarfélagsins í einn
gagnagrunn. Þarna er að finna
upplýsingar um m.a. fráveitulagn-
ir, vatnsveitulagnir, hitaveitulagn-
ir, lóðamörk og heimilisföng.
Verkfræðistofan Hnit tók loft-
myndir af öllu bæjarfélaginu þeg-
ar árið 2001, þegar bæjarstjórn
tók ákvörðun um að fara út í þetta
verk. Var flogið í 1.500 metra hæð
yfir þéttbýli en í 4.000 metra hæð
yfir dreifbýli; úr þessum gögnum
var búinn til samfelldur loft-
myndagrunnur af öllu bæjarfélag-
inu, þar sem fram koma hús, vega-
kerfi og göngustígar, önnur
mannvirki eins og t.d. bryggjur og
flugvellir, einnig vatnafar, strand-
línur, ár, vötn og hæðarlínur. Sím-
inn og RARIK hafa notað þessa
grunna til að setja sín gögn inn,
svo sem símalagnir og dreifikerfi
rafmagns.
Hnit hýsir öll gögn í sínum
gagnagrunnum og þar á meðal
vefkortasíðuna (www.merca-
tor.hnit.is/website/olafsfjordur)
sem jafnframt er aðgengileg frá
heimasíðu Ólafsfjarðarbæjar.
Landupplýsingakerfi Ólafs-
fjarðar opnað almenningi
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri Hnits, kynnir verkið þegar
Landupplýsingakerfi Ólafsfjarðar var formlega opnað.