Morgunblaðið - 21.04.2004, Side 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 35
Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir fyrir
hlýhug og samúð við andlát og útför
ODDS ÁGÚSTS BENEDIKTSSONAR
frá Hvalsá
í Steingrímsfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks (3. hæðar) á
sjúkradeild Hrafnistu Hafnarfirði.
Guðbjörg Gunnarsdóttir,
Benedikt Ágústsson, Jóna Guðlaugsdóttir,
Ingi Ágústsson, Svala Marelsdóttir,
Óskar Ágústsson, Margrét Sigurðardóttir,
Svavar Ágústsson, Sumarrós Jónsdóttir,
Gísli Ágústsson, Hrafnhildur Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vináttuhug við andlát og útför
ástkærs sonar míns og bróður okkar, mágs,
frænda og vinar,
BJÖRNS HALLGRÍMS GÍSLASONAR,
Austurbergi 36,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til E.T. ehf., Einars og Tryggva
og starfsmanna þeirra.
Blessun Guðs veri með ykkur öllum.
Sigrún Einarsdóttir,
Sigurhanna Erna Gísladóttir,
Einar Jóhann Gíslason, Dyljá Erna Eyjólfdóttir,
Halldór Gíslason, Anne May Sæmundsdóttir,
Gísli Gunnar Sveinbjörnsson, Guðrún Bergmann,
Jóhann G. Gíslason, Guðlaug Ingibergsdóttir.
vexti sínum, draumum og vænting-
um. Þóru langaði til að verða hjúkr-
unarkona en fékk ekki þann draum
uppfylltan. Ég hlustaði upprifinn á
sögu hennar og mig langaði mikið til
að skrá hana, sögu óvenjulegrar konu
sem fórnaði sér fyrir aðra. Þrátt fyrir
úrtölur lækna stóð Þóra af sér veik-
indin, braggaðist og átti áfram nokk-
ur góð ár í Lönguhlíðinni og síðar
Droplaugarstöðum.
Þóra hélt mikið upp á son minn,
Dag Sölva. Við heimsóttum hana
reglulega síðustu árin og það voru
gagnkvæmar ánægjustundir. Hún
dekraði hann, líkt og mig forðum, á
kökum og sætindum. Á aðfangadag
komum við ávallt við hjá henni og
óskuðum hvert öðru gleðilegra jóla.
Við minnumst Þóru með söknuði
og þakklæti fyrir allt sem hún gerði
fyrir mig og mína fjölskyldu. Þóra var
sannfærð um að það væri framhalds-
líf. Njóttu þess. Far í friði elsku Þóra.
Sigurjón Ólafsson.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Kunnuglegar kvöldbænir þínar
leiddu mig í svefninn. Og ef ég vildi
ekki vera ein beið mín alltaf pláss
undir þykkri og mjúkri sænginni
þinni.
Þú sagðir mér frá kisunni sem
sofnaði hjá þér en vaknaði aldrei aft-
ur.
Við skyldum aldrei halda of fast.
Þú kenndir mér að búa til grauta
fyrir börnin mín og sagðir mér að
vera góð við manninn minn og að
skamma ekki börnin.
Og að ég skyldi ekki ganga um ber-
fætt þegar herramenn tækju ofan
hattinn.
Þú varst einstök kona.
Þín
Helga Ólafsdóttir.
Þóra Jónsdóttir valdi sér engan
annan dag en upprisudag frelsarans
til að kveðja þennan heim, södd líf-
daga.
Ég sat hjá Þóru er hún kvaddi okk-
ur á páskadagskvöld og hélt til ann-
ars heims, sem var hennar fullvissa,
en Þóra var mikill nýaldarsinni á sín-
um yngri árum.
Fyrir mörgum árum lofaði ég því
að skrifa nokkrar línur um hana, eftir
hennar dag.
Þar skyldi skrifað „og aldrei talaði
hún illa um nokkurn mann“ og að
sjálfsögðu stend ég við það.
Þóra hafði mjög svo ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum og
lá ekkert á þeim og gat verið býsna
dómhörð, eitt má þó segja að þrátt
fyrir hvatvíslegar skoðanir talaði hún
ávallt af vinsemd og virðingu um þá
sem látnir voru.
Ég á ekki von á öðru en að hún
fylgist enn með okkur frá nýjum
heimkynnum og haldi áfram að hafa
skoðanir á mönnum og málefnum.
Í gegnum tíðina hef ég og mín fjöl-
skylda heimsótt og haft mikil og góð
samskipti við Þóru. Það var alltaf vin-
sælt af krökkunum mínum að heim-
sækja Þóru, enda alltaf til nammi í
skál og sagt „ég held að barnið megi
fá einn mola í viðbót“.
Við fjölskyldan söknum þessarar
skörulegu, ákveðnu en þó blíðu konu.
Blessuð sé minning Þóru okkar.
Stefán Jóhann Björnsson
og fjölskylda.
✝ Jón Gauti Birgis-son fæddist í
Reykjavík hinn 23.
nóvember 1959.
Hann lést á Líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi aðfaranótt
þriðjudagsins 13.
apríl sl. Foreldrar
hans eru Svanhildur
Erna Jónsdóttir, f.
16.7. 1935, og Birgir
Sigmundur Boga-
son, f. 16.11. 1935, d.
29.10. 1990. Svan-
hildur og Birgir áttu
auk Jóns Gauta fjög-
ur börn saman en þau eru: Sigrún
Elín, f. 3.10. 1957, sonur hennar
er Birgir Sveinn, f. 6.4. 1991,
Kristján Einar, f. 20.10. 1958,
ur í Háskólabíói eða allt fram á
árið 2002. Jón Gauti var virkur fé-
lagi í Hestamannafélaginu Gusti í
Kópavogi enda var hestamennsk-
an hans aðal áhugamál. Hann var
liðtækur í keppnum félagsins um
margra ára skeið og vann til
margra verðlauna. Hann greip öll
tækifæri sem gáfust til þess að
sinna þessu áhugamáli og ferðað-
ist mikið um landið á hestum.
Hann vann meðal annars sem leið-
sögumaður fyrir Íshesta ehf. og
Hestasport sf. í Skagafirði og fór
margar ferðir frá Syðra-Lang-
holti með erlenda ferðamenn um
landið.
Jón Gauti hafði gaman af öllu
sem tengdist tölvum og lauk nám-
skeiðum og las mikið til að auka
við þekkingu sína á því sviði. Árið
2002 tók hann próf í þjónustu net-
kerfa en starfaði ekki við það
nema lítillega.
Útför Jóns Gauta verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
sambýliskona hans er
Angela Berthold, f.
24.4. 1963, Sigríður
Ósk, f. 4.7. 1961, og
Bogi Örn, f. 11.6.
1972, kvæntur Soth-
eavy Soth, f. 26.8.
1974, og eiga þau tvö
börn, Katrínu Láru, f.
8.2. 2003, og Jónatan
Soth, f. 15.4. 2004.
Birgir átti einn son
fyrir hjónaband, Al-
bert, f. 9.9. 1957.
Jón Gauti var ógift-
ur og barnlaus.
Jón Gauti ólst upp í
austurhluta Kópavogs og lauk þar
gagnfræðaprófi. Hann lærði bif-
vélavirkjun en vann þó lengst af
sem sýningarmaður og tæknimað-
Eftir harða baráttu við krabba-
mein varð hann frændi minn, hann
Nonni Gauti, að láta undan. Það er
alltaf erfitt þegar fólk hverfur úr
þessum heimi en skelfilegt þegar
fólk fellur frá á besta aldri.
Leiðir okkar Nonna Gauta lágu
saman fyrstu átta til tíu árin hans.
Hann var þriðja barn systur minnar
og mágs og þar sem ég var á ákjósan-
legum aldri sem barnapía á árunum
5́7–́66, þá 12–21 árs, gætti ég hans og
þeirra oft.
Mér er Nonni Gauti sérstaklega
minnisstæður fyrir það hvað hann
var alltaf glaður, jákvæður og róleg-
ur. Annars var þetta með rólegheitin
tvíbent, sérstaklega þegar hann var
á aldrinum eins til fimm ára. Maður
þurfti að gæta sérstaklega vel að því
hvað hann hafði fyrir stafni þegar
ekkert heyrðist í honum og ólíkt
eldri bróður sínum gerðist það oft.
Það má eiginlega segja að hann hafi
sótt í að vera einn og dundaði sér þá
við það sem hann hafði fyrir stafni
drjúglanga stund.
Eftir barnapíuárin lágu leiðir okk-
ar ekki oft saman, m.a. vegna þess að
ég bjó um árabil úti á landi eftir nám.
Þó man ég eftir að Nonni Gauti kom
til mín á Hellu, þegar ég bjó þar, til
þess að fá klippingu áður en hann fór
til Ástralíu til dvalar með þarlendri
stúlku. Fyrir utan börnin mín held
ég að Nonni sé sá eini sem kom til
mín í þessum erindagjörðum, ef til
vill vegna þess að ég gerði engar at-
hugasemdir við skoðanir hans á því
hvernig hárið ætti að vera.
Með þessum orðum vil ég kveðja
þennan ágæta frænda minn og lýsa
yfir mikilli samúð með móður hans
og systkinum vegna þessa ótíma-
bæra fráfalls hans.
Jón Gauti.
Hinn 13. apríl síðastliðinn slökkn-
aði á óstýrilátum loga. Jón Gauti
bróðir minn, eða Nonni eins og við í
fjölskyldunni kölluðum hann alltaf,
kvaddi þetta líf aðeins 44 ára að aldri.
Af miklu hugrekki og ótrúlegum
styrk háði hann tiltölulega stutta en
harða baráttu við krabbameinið og
varð eins og svo margir að gefa eftir.
Nú þegar hann er farinn og sorgin
fær að komast að þá rifjast upp stutt
ævi hans. Einhver sagði eitt sinn að
við systkinin værum mjög ólík en
Nonni væri ólíkastur. Þótt þetta hafi
verið sagt í hálfgerðu gríni er sann-
leikskorn í þessu. Við sögðum oft að
Nonni væri ekki alveg eins og fólk er
flest en ég held að í raun hafi hann
verið eins og flestir vilja vera. Hann
var frjáls. Hann lét ekki beint vel að
stjórn og hann gat setið og hlustað á
góð ráð velviljaðra en stóð síðan upp
og fór sínar leiðir. Oft fannst mér
eins og hann væri að fylgja einhverri
hugmynd sem hann vissi ekki einu
sinni sjálfur að væri til staðar. Hann
vissi bara að hann ætlaði að gera
hlutina eins og hann vildi gera þá.
Hann fór því oft aðrar leiðir en flestir
gerðu og þótt hann hafi stundum
komist að því að hann hefði betur
farið að góðum ráðum þá gerði það
ekkert til því oft er lengri leiðin
skemmtilegri en sú styttri.
Sem barn var Nonni mjög rólegur
og dundaði sér gjarnan við að „laga“
ýmsa hluti. Það þurfti ekki bilun til
og hann gat setið tímunum saman
með nefið ofan í einhverju tæki sem
hann hafði áhuga á. Á endanum tókst
honum alltaf að ná tökum á „vanda-
málinu“, fyrr gafst hann ekki upp. Ef
eitthvað síðan bilaði í alvöru þá redd-
aði hann því bara. Sumar aðferðir
hans voru dálítið óhefðbundnar en
þær dugðu. Þetta kalla ég hæfileika,
þ.e. að standa ekki bara, fórna hönd-
um og segjast ekki geta hlutinn.
Hann reyndi bara aftur og aftur og
aftur, ef með þurfti, þar til hann
„gat“. Og þessi hæfileiki fylgdi hon-
um alla ævi. Ég man eftir því að þeg-
ar hann var unglingur keypti hann
sér ónýtt mótorhjól og gerði það upp
án þess að hafa lært nokkuð til þess.
Þegar hann svo fékk prófið þá átti
hann hjólið uppgert. Og það virkaði.
Enn í dag finnst mér þetta hafa verið
ótrúlegur sigur fyrir strákling. Hann
varð síðan bifvélavirki og fórst það
ágætlega úr hendi þótt hann hafi
ekki starfað lengi við það. Hann fékk
mjög fljótt áhuga á tölvum og eins og
fyrr þá fikraði hann sig áfram þar til
hann kunni nóg til að „bjarga“ mál-
unum. Síðan fór hann við og við á
námskeið til þess að læra meira og
undir það síðasta, með próf í hendi,
hafði hann hug á að vinna í þeim
geira alfarið. Honum entist þó ekki
ævin til þess að gera alvöru úr þeim
draumi sínum.
Þótt Nonna hafi oft þótt gott að
vera einn og dunda sér við áhuga-
málin sín, var hann vinamargur og
alveg frá því hann var lítill strákur
líkaði fólki almennt vel við hann.
Hann var glaðlegur og alltaf var
stutt í hláturinn. Hann hafði mikla
kímnigáfu og hafði gaman af einföld-
um uppákomum í lífi fólks. Hann var
dálítið stríðinn en fannst þó aðallega
gaman að stríða þeim sem hann vissi
að gætu tekið því vel. Ég veit að hann
naut alltaf samverustunda sinna með
vinnufélögum og vinum. Vinir hans
hafa misst góðan félaga og hans
verður saknað víða.
Hann vann í næstum tuttugu ár
sem sýningamaður og tæknimaður í
Háskólabíói og eignaðist hann þar
marga góða félaga en einn stærsti
vina- og kunningjahópur Nonna var
hestamenn. Hann starfaði á þeim
vettvangi í sumarfríum sínum en
hestamennskan var einnig hans
helsta áhugamál. Það sem honum
þótti skemmtilegast var að fara á
hestum í góðra vina hópi út í náttúr-
una. Hann fór margar slíkar ferðir
um landið og skilst mér að í þessum
ferðum hafi mjög skrautlegar og
skemmtilegar minningar orðið til.
Sem lítill áhugamaður um hesta
minnist ég þó aðallega þess að þegar
Nonni bjó hjá mér og syni mínum um
stund þá fór hann ferð eftir ferð, kom
heim drulluskítugur, brosandi út að
eyrum og skildi ekkert í því að ég
væri ekki hamingjusöm að fá skítinn
inn á heimilið, aftur og aftur. Hann
hristi bara hausinn og hefur líklegast
vonast til þess að ég næði því ein-
hvern daginn út á hvað þetta gekk.
Síðustu vikurnar í lífi Nonna voru
mjög erfiðar. Þær hefðu þó eflaust
orðið erfiðari ef hann hefði ekki feng-
ið að dveljast á líknardeild Landspít-
alans. Ég veit að ég tala fyrir hönd
allra, bæði fjölskyldu og vina, þegar
ég segi að sú aðhlynning sem hann
bróðir minn fékk undir lokin var
ómetanleg. Hún einkenndist af virð-
ingu og auðmýkt, virðingu fyrir lífi
Jóns Gauta og auðmýkt fyrir því sem
koma varð.
Stuttu áður en Nonni dó sagði
hann við mig að vera ekki að hafa
alltaf þessar áhyggjur. Hann þurfti
ekkert að tala við neinn fagmann um
það sem framundan væri. Hann ætl-
aði bara að hafa opinn huga og sjá
hvað gerðist. Ég hefði mátt segja
mér þetta sjálf því líklega hefur hann
bara viljað mæta dauða sínum eins
og hann mætti öllu í lífinu, með opn-
um huga og sjá svo bara hvað gerð-
ist.
Hann var hugrakkur hann Nonni
og nú þegar hann ríður inn í sólsetrið
þá kveð ég hann og þakka honum all-
ar samverustundirnar þótt þær
hefðu mátt vera fleiri.
Hvíl í friði, Nonni minn.
Þín systir
Sigrún Elín.
Á föstudaginn langa kvöddust vin-
irnir Bjarni og Nonni. Þeir voru svo
að segja samferða inn í þennan heim
veturinn 1959 þegar þeir fæddust inn
í fjölskyldur sem höfðu ýmislegt
saman að sælda. Síðustu vikur tóku
þeir sér tíma í að rifja upp gamlar
minningar, þær elstu voru frá æv-
intýralegum sumarferðum fjöl-
skyldnanna að Krossum þegar þeir
voru litlir. Þar fóru feður þeirra á
selveiðar, spiluðu bridge, óku veg-
leysur og veiddu í soðið. Ekkert jafn-
aðist þó á við alvöru bílaleik pjakk-
anna á bílum feðra sinna á
vitleysingabrautinni úti við Björnsá.
Þeir voru samferða mestalla skóla-
gönguna, unglingsárin liðu hratt og
voru varla liðin þegar við systurnar
fléttuðumst inn í vinahóp Nonna.
Ýmislegt var brallað þessi ár. Þeir
vinir höfðu meiri áhuga á billiard,
bíóferðum og bílaviðgerðum en ég,
þó var mér alltaf velkomið að vera
með. Þeim tókst að fá mig til að taka
þátt í bílamálun með sér, handmál-
uðum við þá appelsínugula bjöllu og
eigandinn borgaði meira að segja
fyrir verkið.
Nonni var geðgóður, sérvitur og
gat brosað eða hlegið að því sem gat
reitt aðra til reiði. Eitt sinn þegar
Nonni kom með plötur til að spila
rugluðust plötur og umslög dálítið
hressilega, en það var ekkert tiltöku-
mál og þannig liggja þær í geymslum
ennþá. Fyrstu jól dóttur okkar kom
Nonni við á aðfangadag og læddi
pakka undir jólatréð, hann hafði
þennan hátt á þar til hún óx upp úr
dótabúðunum. Fyrir henni var
Nonni playmokall og bíókall því hún
var ein þeirra sem fengu að vera í
„glerinu“ í bíóinu. Synir okkar
þekktu Nonna sem tölvukall og
höfðu óbilandi trú á honum í þeim
efnum. Oft leið langur tími milli þess
sem Nonni heimsótti okkur enda
hafði hann annan takt í sólarhringn-
um en flestir aðrir þegar hann vann í
bíóinu. Þeir Nonni og Bjarni voru
vinnufélagar á tímabili en umfram
allt góðir félagar og vinir. Fyrir hönd
fjölskyldunnar – sem þakkar sam-
fylgdina.
Ágústa.
JÓN GAUTI
BIRGISSON
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Fleiri minningargreinar
um Þóru Jónsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Þær gleymast oft þakkirnar og
á Þóra Jónsdóttir margar slíkar
ósagðar frá mér. Þakkir fyrir allt
það sem hún veitti mér á liðnum
áratugum. Þóra gaf en tók ekki og
á henni sannaðist að peningalegur
auður er ekki forsenda ríkulegra
gjafa.
Haf þú þökk fyrir allt það góða
sem þú gerðir mér.
Ólafur.
HINSTA KVEÐJA