Morgunblaðið - 21.04.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 21.04.2004, Síða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 39 TILKYNNINGAR Snjóflóðavarnir á Trölla- giljasvæði, Norðfirði í Fjarðabyggð Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á fyrirhugaðar snjóflóðavarnir á Tröllagiljasvæði á Norðfirði í Fjarðabyggð. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 26. maí 2004. Skipulagsstofnun. Skútustaðahreppur, Mývatnssveit Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 1996-2015. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skútu- staðahrepps 1996-2015 samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingartillagan felst í afmörkun iðnaðar- svæða í Kröflu þar sem nýting jarðhita er nú stunduð og iðnaðarsvæða þar sem jarðhitanýt- ing er hugsanleg í nánustu framtíð. Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn, frá og með miðvikudeginum 21. apríl 2004 til miðvikudags 19. maí 2004. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingar- tillöguna. Frestur til þess að skila inn athuga- semdum er til miðvikudagsins 2. júní 2004. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Skútu- staðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við breyt- ingartillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Mývatnssveit, 14. apríl 2004. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Auglýsing um skipulag í Kópavogi Bryggjuhverfi í Kópavogi. Deiliskipulag. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipu- lagi bryggjuhverfis í utanverðum Fossvogi. Deiliskipulagssvæðið afmarkast í austur af opnu svæði undir bæjarvernd, af Vesturvör og norðurmörkum lóðanna nr. 12, 14, 16 og 20 í suður, af lóðamörkum Hafnarbrautar 30 í vestur. Til norðurs afmarkast svæðið af land- fyllingu sem mun ná 100-150 m út í Fossvog miðað við núverandi fjöruborð. Í tillögunni er gert ráð fyrir 460 íbúðum í þriggja til fimm hæða húsum. Á deiliskipulagssvæðinu er tekið frá svæði fyrir leiksskóla. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir smábátahöfn og möguleika á klúbb- og þjónustustarfsemi við hana. Á jarðhæðum fjögurra húsa við smábátahöfnina er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 17. febrúar 2004 ásamt greinar- gerð, skipulagsskilmálum og fylgiskjölum. Nánar vísast til kynningargagna. Lyngheiði 21. Deiliskipulag. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipu- lagi við Lyngheiði 21. Í breytingunni felst heim- ild til að starfrækja hárgreiðslustofu í hluta bíl- skúrs á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 29. mars 2004. Nánar vísast til kynningar- gagna. Tillögurnar verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 8:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudög- um frá kl. 8:00 til 14:00 frá 21. apríl til 21. maí 2004. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 7. júní 2004. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNA mbl.is FJÖLSKYLDUHJÁLP Íslands stendur fyrir söfnuninni „Hlúum að íslenskum börnum“ sem ætlað er að kosta börn frá efnalitlum heimilum til að dvelja í vikutíma í sumarbúðum eða taka þátt í leikjanámskeiðum að eigin vali. Söfninun hófst 15. apríl og stendur til 3. maí. 15.000 hringingar þarf í síma 9015050 til styðja 300 börn til dvalar í sumarbúðum eða taka þátt í leikjanámskeiðum. 20 apríl sl. höfðu 239 styrkt verkefnið, segir í frétta- tilkynningu. Safna fyrir efnalítil heimili FEMÍNISTAFÉLAG Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem það harmar „þá aðför sem dómsmálaráð- herra hefur gert að jafnréttisstarfi í landinu með viðbrögðum sínum við áliti kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar hæstaréttardóm- ara,“ eins og segir þar. Í ályktuninni segir m.a.: „Jafnrétt- islög voru sett til að tryggja að þegn- ar landsins hefðu úrræði þegar brot- ið væri á þeim á grundvelli kynferðis og til að vinna bug á kerfisbundinni mismunun.“ Þá segir: „Með viðbrögðum sínum við áliti kærunefndar hefur dóms- málaráðherra gefið þau skilaboð að ekki sé mikilvægt að fylgja landslög- um, nánar tiltekið jafnréttislögum. Það er áfall bæði fyrir lýðræði, rétt- arkerfi og jafnréttismál í landinu.“ Í tilkynningunni segir einnig að samkvæmt sáttmálum Sameinuðu Þjóðanna og Evrópusambandsins sé aðgerðarleysi ekki kynhlutlaust, það vinni beinlínis gegn jafnrétti kynj- anna. „Víðtækar rannsóknir á sviði kynjafræða og jafnréttismála hafa sýnt að jafnrétti kynjanna mun ekki nást með aðgerðaleysi.“ Femínistafélagið skorar á ráða- menn að sýna yfirlýstan vilja sinn um framgang jafnréttis í verki en til að svo megi verða sé nauðsynlegt að forystumenn í íslenskum stjórnmál- um afli sér þekkingar á sviði jafn- réttismála. Harma við- brögð dóms- málaráðherra EFNT verður til hagyrðingakvölds í Borg í Grímsnesi í kvöld, miðviku- dag, og hefst það klukkan 20.30. Hagyrðingarnir sem fram koma eru Ómar Ragnarsson, Magnús Halldórsson frá Hvolsvelli, Unnur Halldórsdóttir frá Borgarnesi og Birgir Hartmannson frá Árborg. Árni Johnsen mun stjórna samkom- unni. Hagyrðingakvöld í Grímsnesi LEIKLISTARFÉLAG Seltjarnar- ness frumsýnir leikritið Saumastof- una eftir Kjartan Ragnarsson í kvöld kl. 20 í Félagsheimili Seltjarn- arness. Leikstjóri er Bjarni Ingv- arsson. Á þriðja tug áhugamanna um leiklist taka þátt í uppsetningunni og hafa m.a. bæjarstjórinn, sókn- arpresturinn og heimilislæknirinn lagt leikhópnum lið. Tónlistin er í höndum Hermanns Arasonar og Sindra Heimissonar. Næstu sýningar eru á föstudag og laugardag kl. 20 og sunnudaginn kl. 15. Saumastofan á Seltjarnarnesi Námskeið byggt á bókinni Hver tók ostinn minn? Gísli Blöndal markaðs– og þjónusturáðgjafi, hefur boðið námskeið byggt á bókinni Hver tók ostinn minn? Markmiðið er að opna vitund – skapa jákvætt við- horf til breytinga. Hver tók ostinn minn? er dæmisaga um félagana Lása og Loka og mýsn- ar Þef og Þeyting, sem lifa í vellyst- ingum við gnægð osta í völundarhúsi í Ostalandi. Lífið lék við félagana uns einn góðan veðurdag að osturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Við fylgjumst með viðbrögðum þeirra í síbreytilegri veröld. Sálarangist Loka og Lása og ákafri leit músanna að nýjum osti. Upplýsingar um námskeiðið er á www.gisliblondal.net. Á NÆSTUNNI LIONSKLÚBBARNIR Freyr Reykjavík og Lionsklúbbur Sel- tjarnarness færðu sl. mánudag Auði Guðjónsdóttur 650.000 kr. styrk upp í gerð kvikmyndar um aðgerðir gegn mænuskaða. Auður hefur barist fyrir því að koma upp á einum stað öllum upplýsingum sem hægt er að fá um skaða á hrygg. Á myndinni eru: Gunnar Bjarna- son, formaður Lionsklúbbsins Freys, Magnús Tryggvason, gjald- keri Freys, Sverrir Sigfússon for- maður fjáröflunarnefndar Freys, Gunnar Kr. Gunnarsson í fjáröfl- unarnefnd Freys, Sverrir Helga- son, ritari Freys, Kristján Sigfús- son, formaður Lionsklúbbs Sel- tjarnarness, Guðjón Jónsson, ritari Lionsklúbbs Seltjarnarness, og Örn Johnson, gjaldkeri Lionsklúbbs Sel- tjarnarness, ásamt Auði Guðjóns- dóttur. Morgunblaðið/Jim Smart Veittu styrk til kvikmyndagerðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.