Morgunblaðið - 21.04.2004, Qupperneq 44
DAGBÓK
44 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í
dag eru væntanleg
Wani Cell, Ophelia og
Ice Bird.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag fer Hanseduo frá
Straumsvík.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Skrif-
stofa s. 551 4349, fax.
552 5277, mataraðstoð
kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulín,
kl. 13 postulín, kl. 13.30
Leshringur í fund-
arsalnum.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handavinna, kl.
10.30–11.30 heilsu-
gæsla, kl. 13–16.30
smíðar og handavinna,
kl. 13 spil.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
12.30 bað, kl. 9–12 gler-
list, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 13–16.30
bridge/vist, kl. 13–16
glerlist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 að-
stoð við bað, kl. 10 leik-
fimi, kl. 14.30 bankinn,
kl. 14.40 ferð í Bónus.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 opin verslunin,
kl. 13.30 bankinn, kl.
11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Postulíns-
málun og leirmótun kl.
9–16.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Kl. 10.30 guðsþjónusta.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kvenna-
leikfimi kl. 9.30, 10.20
og 11.15, handa-
vinnuhorn kl. 13,
bridge í Garðabergi kl.
13–17, tálgunarnám-
skeið kl. 15. Skráning
stendur yfir í kínverska
leikfimi.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Skrifstofan
er opin í dag frá kl. 10–
11.30, viðtalstími í Gjá-
bakka kl. 15–16. Kl. 9–
17 myndlistarsýning.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli.
Opnað kl. 9, myndment
kl. 10–16, línudans kl.
11, glerskurður og billj-
ard kl. 13, pílukast kl.
13.30. Dansleikur í dag,
síðasta vetrardag, kl.
20.30. Cabrí Tríó leikur
fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Söngfélag FEB, kóræf-
ing kl. 17. Línudans-
kennsla kl. 19.15.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sími 575-7720. Kl. 10–
16.30 vinnustofur opn-
ar, kl. 10.30 gamlir leik-
ir og dansar, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30 kóræfing.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10–17 handavinna,
kl. 9.30 boccia, kl. 9.30
og kl. 13 glerlist, kl. 13
félagsvist, kl. 16 hring-
dansar, kl. 16.15 tré-
skurður, kl. 17 bobb.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
10 ganga, kl. 11 handa-
vinnustofan opin.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður
og banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 og kl. 10–11 jóga, kl.
10.30 samverustund, kl.
15–18 myndlist.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun fimmtudag
Keila í Mjódd kl. 10.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 vinnustofa, kl. 14
félagsvist.
Vesturgata 7. Kl. 10
sund, kl. 10–11.30
ganga, kl. 9.15–16
myndmennt, kl. 12.15–
14.30 verslunarferð, kl.
13–14 spurt og spjallað,
kl. 13–16 tréskurður.
Vitatorg. Kl. 8.45
smiðja, kl. 10 búta-
saumur, bókband, kl.
13 föndur og kóræfing,
kl. 12.30 verslunarferð.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13–
16 keramik, taumálun,
föndur, kl. 15 bókabíll-
inn.
Hafnargönguhóp-
urinn. Kvöldganga kl.
20 miðvikudaga. Lagt
af stað frá horni Hafn-
arhúsins.
Sjálfsbjörg, Hátúni 12,
19.30 félagsvist.
ITC Fífa, fundur í
kvöld kl. 20.15 í Safn-
aðarheimili Hjalla-
kirkju, Álfaheiði 17,
Kópavogi. www.sim-
net.is/itc/fifa Netf. itc-
fifa@isl.is, Sími: 698
0144
Minningarkort
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s.
568 8188.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík.
Í dag er miðvikudagur 21. apríl,
112. dagur ársins 2004. Síðasti
vetrardagur. Orð dagsins:
Ég hefi elskað yður, eins og fað-
irinn hefur elskað mig.
Verið stöðugir í elsku minni.
(Jh.. 15, 9.)
Þorvarður Tjörvi Ólafs-son segir í grein á
Sellunni að rannsóknir
sýni að stór hópur at-
vinnulausra í Danmörku
fái afar takmarkaðan
ábata eða tapi jafnvel
beinlínis á því að vinna í
stað þess að þiggja at-
vinnuleysisbætur. „Meg-
inskýringin á þessu er
samverkandi áhrif at-
vinnuleysistrygginga,
skatta og velferðarkerf-
isins,“ segir Þorvarður
Tjörvi.
Rekur hann fyrir-komulag atvinnuleys-
isbóta í Danmörku. „Um
80% launafólks eru með-
limir í atvinnuleysistrygg-
ingarsjóðum, svoköll-
uðum a-kössum, sem
tryggja fólki um 90% fyrri
launa í dagpeninga í allt
að fjögur ár verði fólk at-
vinnulaust. Þeir sem eru
ekki meðlimir í a-kassa
geta fengið félagslega að-
stoð (kontanthjælp) frá
sveitarfélaginu sem sam-
svarar 80% af hámarks-
dagpeningum, oftast um
110 þúsund ísl. kr. At-
vinnuleysisbætur eru því
mjög myndarlegar í Dan-
mörku samanborið við
önnur lönd. Ýmiss konar
greiðslur frá hinu op-
inbera eru tekjutengdar í
Danmörku. Atvinnuleys-
ingjar (og námsmenn eins
og Íslendingar þekkja) fá
mun hærri húsaleigu- og
barnabætur og verulega
lækkun á dagvist-
unargjöldum samanborið
við þá sem eru í vinnu. Þá
eru skattar háir og þrepa-
skiptir í Danmörku sem
eykur enn á jaðarskatt-
laginguna. Loks skiptir
einnig máli að bætur
skerðast við auknar
tekjur maka þannig að
maki í hjónabandi, þar
sem báðir aðilar eru á
kontanthjælp, þarf að fá
verulega há laun til að það
borgi sig að þiggja þau.
Sumar rannsóknir benda
til að byrjunarlaun þurfi
að vera um 300 þúsund ísl.
kr. til að vega upp skerð-
ingu bóta. Slík byrj-
unarlaun er ekki að finna
á hverju strái í Dan-
mörku, hvað þá fyrir lág-
menntaða einstaklinga
sem tala kannski misgóða
dönsku. Þessir samverk-
andi þættir letja fólk til að
leita að vinnu og læsa
suma í atvinnuleysisgildru
til langs tíma.“
Þorvarður Tjörvi segirum að ræða grund-
vallarvanda í dönsku þjóð-
félagi. „Jaðarskattlagning
hefur gengið út í öfgar og
haft veruleg vinnuletjandi
áhrif á stóran hóp fólks.
Danskir stjórnmálamenn
hafa hins vegar ekki dug í
sér til að ráðast í upp-
skurð á öllu kerfinu og nú-
verandi valdamenn hafa
kosið að láta hnífinn bíta á
innflytjendum. Vandinn
verður hins vegar ekki
leystur nema með því að
lækka skattlagningu á
vinnuafl og draga úr
tekjutengingunni í bóta-
kerfinu. Listin er hins
vegar að gera þetta án
þess að kasta markmiðinu
um sanngjarnan jöfnuð í
þjóðfélaginu fyrir borð í
leiðinni.“
STAKSTEINAR
Atvinnuleysisgildra
í Danmörku?
Víkverji skrifar...
Kunningi Víkverja háir hetjulegabaráttu við tóbaksfíknina. Hann
tók upp á því fyrir nokkru að nota
Nicotinell-tyggjó til að sefa sárustu
löngunina.
Kunningjanum finnst þó heldur
dýrt að kaupa 84 töflur á liðlega 1600
krónur og náði ekki upp í nef sér fyrir
hneykslan þegar skammturinn var
hækkaður um 200 krónur fyrir
skemmstu. Miðað við gengisþróun
undanfarið ætti tyggjóið að lækka í
verði. Þegar hann spurðist fyrir um
ástæðuna í apótekinu sem hann versl-
ar við var honum svarað að innflytj-
andinn hefði hækkað verðið, en fram
undir mánaðamótin væri boðinn 15
prósenta afsláttur. Kunninginn er
sannfærður um að svona við-
skiptahættir þrífist í skjóli fákeppni
enda eru það fáir aðilar sem skipta á
milli sín innlenda lyfjamarkaðinum.
x x x
Víkverji fór í nokkrar ferming-arveislur fyrir og um páskana og
allar voru þær með misjöfnum hætti
eins og vera ber en börnin yfir sig
ánægð og sæl. Hann heyrði líka sögur
af ýmsum sem stóðu í þessu stússi og
jafnvel nokkrar sem hljóðuðu upp á
að allt húsið væri tekið í gegn fyrir
veisluhöldin eða að fólk væri að ganga
fram af sér við undirbúning og hafa
áhyggjur af þessum degi allt að ári
fyrirfram.
Þá kemur að rúsínunni í pylsuend-
anum. Góð vinkona Víkverja var að
láta ferma barnið sitt um daginn og
viku fyrir stóra daginn barst talið að
því að nú þyrfti hún að fara að huga
að undirbúningi. Víkverji var stein-
hissa og orðlaus um stund. Minnugur
allra frásagnanna af fólkinu sem var
að undirbúa þetta mánuðum saman
sagði hann: Hvað með hárgreiðsluna,
fötin, sálmabókina, árituðu servíett-
urnar, kertin, blómin, matinn og hús-
næðið. Var hún ekki að fara yfir um af
áhyggjum? Nei, hún sagðist hafa
heila viku til að undirbúa allt saman
og veislan yrði heima. Til að gera
langa sögu stutta þá mætti Víkverji í
veisluna og viti menn: Hann hefur
aldrei farið í huggulegri ferming-
arveislu.
x x x
Víkverji keypti skötusel á dögunumog á ekki orð til að lýsa hrifningu
sinni á hráefninu. Fiskurinn var glæ-
nýr og í huganum dásamaði Víkverji
að búa svo nálægt sjónum.
Hann var hins vegar hálffúll yfir
háu verði, þurfti að borga um 1.500
krónur fyrir kíló, og frágangur í mat-
vöruversluninni var ekki í takt við
verðið sem borgað var. Halinn var
skorinn í klunnalegar sneiðar og þær
ekkert snyrtar til.
Víkverji veltir fyrir sér hvers
vegna ekki er lagt meira upp úr góðri
þjónustu í matvöruverslunum sem
gera út á það að bjóða t.d. gott kjöt-
og fiskborð.
Associated Press
Víkverji á kunningja sem er að
berjast við tóbaksfíkn en er
hneykslaður á verði nikótíntyggjós.
Óþarfa rukkanir
ÞAR sem ég stend alltaf í
skilum við Orkuveitu
Reykjavíkur þá var ég
nokkuð hissa þegar ég fékk
rukkun frá þeim senda út
13. apríl 2004. En þar sem
ég greiddi minn reikning
14. apríl spyr ég: Hvað
skyldi það kosta glerbáknið
á Bæjarhálsi 1 að senda
svona óþarfa rukkanir?
Líklega þurfa þeir ekki að
spara á þeim bæ. Eða hver
skyldi borga þegar upp er
staðið?
Guðrún Magnúsdóttir,
Kleppsvegi 40.
Upplýsingar
um sólarvörn
ÉG hringdi upp á húð- og
kynsjúkdómadeild til að
spyrja hvort þeir hefðu ráð
handa mér um sólarvörn
fyrir smábarn sem væri á
leið til sólarlanda. Það er sí-
fellt verið að vara fólk við
húðkrabbameini og maður
vill þess vegna fá að vita
hvernig á að meðhöndla
ungbarnahúð. Hvort þeir
ráðlegðu eina tegund um-
fram aðra. Mér fannst ég
ekki fá neinar markvissar
upplýsingar eða aðstoð
þarna.
Ég vil fá að vita hvaða
stuðul af sólarvörn ég eigi
að kaupa. Finnst mér að
gefa eigi út bæklinga með
öllum upplýsingum sem
hægt sé að nálgast um
hvernig nota eigi sólar-
varnarefni, klæðnað og
annað svo fólk viti hvað
gera eigi þegar farið er til
útlanda.
Guðrún.
Konur og leikhús
ÉG fylgist mjög vel með
leikhúsmálum og finnst
gaman að fara í leikhús.
Undanfarið hefur verið
mikið stangast á og æsing-
ur vegna stöðu leikhús-
stjóra sem er að losna, sér-
staklega í Kastljósi. Þar
hafa komið fram konur sem
finnst gengið fram hjá kon-
um við ráðningar í leikhús-
um. Finnst mér að konur
sem taka þátt í svona um-
ræðum mættu vera prúðari
en þær eru. En við eigum
eina konu, Þórhildi Þor-
leifsdóttur, sem er leik-
stjóri sem mér finnst að
ætti að koma til greina í
leikhússtjórastöðuna hjá
Þjóðleikhúsinu.
Leikhúsunnandi.
Tapað/fundið
Budda
týndist
RAUÐBRÚN budda,
smellt saman, týndist mið-
vikudaginn 14. apríl sl. lík-
lega við Álfheima eða ná-
grenni. Í buddunni eru
bíllykill og húslyklar. Upp-
lýsingar í síma 820 7749.
Armband
í óskilum
GULLARMBAND fannst
á Ásvallagötu. Upplýsingar
í síma 551 3938.
Leðurjakki
seldur í misgripum
17. APRÍL sl. var Kvenna-
kórinn Léttsveitin með bás
í Kolaportinu.
Það óhapp gerðist að leð-
urjakki eins kórfélaga var
seldur – eða tekinn í mis-
gripum. Jakkinn var næst-
um nýr, dökkbrúnn með
hettu, fóðraður með renni-
lás og hnepptur. Sá sem er
með jakkann hafi samband
við eiganda í síma 565 7226
eða 865 2562.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 hvítleitur, 4 greind, 7
garm, 8 kjánar, 9 hagn-
að, 11 forar, 13 espa, 14
þorpari, 15 dett hálf-
vegis, 17 bára, 20
óhreinka, 22 skyldmenn-
ið, 23 víðar, 24 snaga, 25
fjármunir.
LÓÐRÉTT
1 hraka, 2 hrósar, 3
væskill, 4 brytjað kjöt, 5
máttug, 6 hressa við, 10
rödd, 12 kolefnisduft, 13
borða, 15 snjór, 16 úði, 18
máttvana, 19 ræktuð
lönd, 20 svara, 21 nabbi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 merfolald, 8 fljót, 9 næðið, 10 ugg, 11 rýrir, 13
arður, 15 svell, 18 listi, 21 iða, 22 kotið, 23 nakin, 24
ranglátir.
Lóðrétt: 2 erjur, 3 fætur, 4 langa, 5 láðið, 6 æfir, 7 æður,
12 ill, 14 rói, 15 sókn, 16 eitla, 17 liðug, 18 Langá, 19
sekki, 20 inna.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html