Alþýðublaðið - 25.04.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Mið Gullfo si kom: Nýtísku danslög fyrir piaoo og harmonium. Skólar, kenslnbækur, Salon- mnsik f störu úrvali Hljógfærahús Reykjavíkur, L»ugaveg 18. E.s. Gullfoss fer héðan á miðvikudag 26. april, kl. 5 síðdegis beint til Kaupmannahafnar. H. f. Eimskipafélag- íslands. Á Bðrgst.st]*ætl 21 B er ódýrast og bezt gert við prfm usa og bamavagna. — Lakk og koparhúðaðir jámmuatr. — Vinnan vönduð Verðið sanngjarnt. E.s. Sterling fer héðan i strandferð austur um iand á morgun (miðvikudag), kl. 6 siðdegis. 6 rammof onplötur, nálar, plðtnalbúm, íjaðrir, ails kooar yarahintar í grammofóna, Fiðlu8trengir og strengir á ðnnnr strengjahljóðfæri fyrir liggjandi. Hljóðfærahús RYíkur, Laugaveg 18 E.s. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn 6. maí næstk., um Austfirði til kReykj víkur. Síðan fer skipið samkvæmt áætlun sinni frá Reykjavík 17. maí, um Austfirði og Leith til Kaupm.hafnar. H. f. Eimskipafólag’ íslands. Ritstjóri og abyrgö.rmaður: ólafur Friðriksíon. Pientsmiðjan Gutenoerg. Edgar Rice Burrougks-. Tarzan. ,Uss, uss, Philander, uss, ussl“ sagði Porter í við- vörunarróm; „þér gleymið sjálfum yður“. „Eg hefi engu gleymt hingað til prófessor Porter. En að því er snertir yðar tignu lífsstöðu og virðulegu kærur, þá kemur fyrir að minnið bregst mér“. Prófessorinn þagði nokkra stund, myrkrið huldi hið ógeðslega bros, sem afskræmdi enn meir hrukkótta andlitið hans. Alt i einu tók hann til máls. „Sjáið til, Philander", sagði hann í ögrandi róm, „ef þér eruð að leita að vígi, þá skuluð þér snarast úr frakkanum, koma niður til jarðar, og svo skal eg lumbra á yður, eins og eg gerði bak við hlöðuna forðum". „En hvað mér þykir vænt um þessa rtskorun", sagði Philander gapandi af undrun. „Þegar þér sýnið manns- bragð á yður, þá þykir mér vænt um yður; en ein- hvern, veginn finst mér að það hafi kómið svo nauða- sjaldan fyrir nú síðast liðin 20 ár". Prófessorinn rétti magra skjálfandi höndina út í myrkrið og lagði hana á öxlina á gamla vini sfnum. „Fyrirgefið mér Philander", sagði hann hægt. „Það eru ekki full 20 ár, og guð veit, hversu mjög eg hefi reynt til að bera mig eins og maður, sökum Jane og yðar, síðan guð tók hina frá mér“. Philander tók í höndina, sem lögð hafði verið á öxl honum og ekkert hefði betur getað samstilt sálir þeirra. Peir þögðu stundarkorn. Ljónið fyrir neðan þá gekk órólega fram og aftur. Þriðja veran á trénu var hulin af dökka skugganum upp við stofninn. Hún var líka þögul — hreyfingarlaus eins og myndastytta. „Það voruð þér, sem dróguð mig upp í tréð á síðustu stundu", sagði prófessorinn að lokum. „Eg þakka yður lífgjöfina". „En það var ekki eg, sem dió yður hér upp“, sagði Philander. „Hamiugjan góðal Eg þafði af ósköpunum alveg steingleymt að það þreif einhver í mig og dró mig líka upp 1 tréð — það hlýtur einhver, eða eitthvað að vera hjá okkur á trénu". „Á?“ sagði prófessor Porter. „Eruð þér alveg viss um það Philander?" „Handviss, prófessor", svaraði Philander, „og egheld að við ættum að þakka honum fyrir, hver sem það er. Hann hlýtur að sitja hér á hægri hönd yðar, prófessor", bætti hann við. Rétt í þeirri svipan fanst Tarzan apabróðir, að ljónið væri búið að slóra nógu lengi fyrir neðan tréð. Hann teygði frara höfuðið og rak upp hræðilegt og ögrandi mann-apa-öskur, svo að gömlu mennirnir hrukku í kút. Þeir hnipruðu sig saman á greininni, skjálfandi af ótta. Þeir sáu, að ljónið nam staðar, þegar það heyrði öskrið, en hraðaði sér slðan inn í skóginn og hvarf sjónum. „Jafn vel ljónið skelfur af ótta", hvíslaði Philander. „Stórmerkilegt, stórmerkilegt", nöldraði prófessor Porter og greip óðslega í Philander, til þess að ná aftur jafnvæginu, sem hræðslan hafði gert svo miklu örðugra. En báðum til óheilla vildi svo til, að Philander hafði í þann svipinn ekkert til þess að styðja sig við, svo að þetta nægði til þess, að hann misti llka jafnvægið. Augnablik riðuðu þeir, ráku síðan upp mjög óvísinda- leg óp — og steyptust á höfuðið í vingjarnlegum faðm- lögum. Dálítil stund leið svo, að hvorugur hreyfði sig. Þeir voru sem sé báðir vísir um það, að slík tilraun mundi leiða þáð í ljós, að þeir væru stórmeiddir og limlestir og gætu engan veginn komist lengra. Loks hætti prófessor Porter á það að hreyfa annan fótinn. Hann varð steinhissa, þegar hann fann að það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.