Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 7

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. desember 1988 7 PRESSU d lista Frjálsrar vcrslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins kemur meðal annars fram að árið 1987 hefur verið olíufyrirtækjum lands- ins erfitt. Þannig hefur veltan að raungildi dregist saman um 19% hjá ESSO, um 10% hjá Skeljungi og um 13% hjá OLÍS. Framreiknað virðist hagnaður olíufyrirtækjanna um leið hafa minnkað á milli ára úr 415 milljónum í 285 milljónir króna. Engin breyting hefur hins vegar orðið að ráði á starfsmanna- fjölda þeirra og heildareignir langt umfram heildarskuldir. Veldi þess- ara félaga á toppnum hefur þó held- ur betur minnkað síðustu árin. Árið 1979 var ESSO í 5. sæti en 1987 komið niður í 11. sæti. SHELL var í 10. sæti en nú í 16. sæti. Og OLÍS var í 11. sæti en nú í 20. sæti... tla mætti að meðallaun væru tiltölulega svipuð hjá mann- aflafrekustu sveitarfélögum lands- ins, ákveðnir samningar í gildi og mönnum haldið stíft við sem lægsta taxta. Hví ætti t.d. sveitarfélag með 700 starfsmenn að greiða mun hærri meðallaun en sveitarfélag með 500 starfsmenn? Staðreyndin virðist samt vera sú að opinberir starfsmenn sveitarfélaganna hafi ærna ástæðu til að hugleiða hvort ekki borgi sig að flytja sig um set. í tímaritinu Frjálsri verslun kemur nefnilega í ljós að Akureyrarbær er yfirburða sveitarfélag í launa- greiðslum á við önnur sveitarfélög landsins. Miðað við hóflegan fram- reikning voru meðallaun 771 starfs- manns Akureyrar nefnilega nálægt 150 þúsundum króna á mánuði í fyrra, en næsthæstu meðallaunin voru á Siglufirði, um 90 þúsund á mánuði að núvirði. Munurinn þarna á milli er með öðrum orðum um 67%! Næstu sveitarfélög í röð- inni voru Sauðárkrókur, Seyðis- fjörður og Reykjavík með meðal- laun á bilinu 83—85 þúsund en lægstu meðallaunin meðal stærstu sveitarfélaganna voru greidd í Vest- mannaeyjum, þar sem 367 starfs- menn fengu ekki nema um 46 þús- und krónur á mánuöi að núvirði. Með öðrum orðum er dæmigerður starfsmaður Vestmannaeyjabæjar með þrisvar sinnum lægri laun en dæmigerður starfsmaður Akureyr- arbæjar. Allir norður... Bslandsvinurinn Wolfman Jack er farinn að láta í sér heyra að nýju i heimalandi sínu, Bandaríkjunum. En nú ýlfrar hann ekki lengur og vælir eftir taktföstu rokki sjötta áratugarins. Gamli úlfur er byrjað- ur að leika kántrítónlist og sendir hana meira að segja út frá Nash- ville, háborg dreifbýlissmellanna. Hins vegar fá fleiri að njóta hæfi- leika hans en einungis Nashville- búar og nágrannar þeirra. Þættirnir eru sendir út um gervihnött og nást því um öll Bandaríkin. Gott ef ekki væri meira að segja hægt að hala úlfinn niður hér á landi ef samn- ingar tækjust við The Nashville Network Radio... ram hefur komið í fréttum að mörg sveitarfélög eigi í verulegum erfiðleikum vegna skulda útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja við þau. Hrikalegar tölur hafa verið nefndar í þessu sambandi, að skuldir þess- ara fyrirtækja nemi jafnvel 100— 155% af heildarárstekjum viðkom- andi sveitarfélaga. En það eru ekki bara útvegsfyrirtæki sem skulda sveitarfélögunum, önnur eru rnörg hver að rukka ríkið unt háar upp- hæðir, einkanlega vegna skóla- mála. Fram hefur kornið t.d. að skammtímakröfur Grýtubakka- hrepps, sem í stærstu dráttum er Grenivík, hafi numið nteira en árs- tekjum hreppsins, en kröfurnar voru 22,7 milljónir um áramótin. í því tilfelli voru um 15 milljónir krafna á ríkið vegna skólantála en aðeins 2—3 milljónir vegna útgerð- arfyrirtækisins Kaldbaks... vini i hljómsveitinni Brimkló. Hún hefur nú verið endurreist og kemur í fyrsta skipti fram opinberlega á nýársfagnaði veitingahússins Broadway. Bítlavinafélagið hefur fengið til liðs við sig fyrrum bassa- leikara Austfjarðahljómsveitarinn- ar Lólu... á hefur einn hinna uppruna- Iegu Bítlavina helst úr lestinni. Har- aldur Þorsteinsson bassaleikari er hættur og genginn til liðs við gamla c ^^tóru launþegasamtökin, Kennarasamband íslands, ASl, BSRB og fleiri, undirbúa mikla viku, 12—18. mars á næsta ári, þar sem málefni fjölskyldunnar verða á oddinum. Þetta þykir boða breyttar áherslur í baráttu þessara samtaka, sem síðustu misseri hefur nær ein- göngu snúist urn krónur og aura... v ið heyrum að það sé víðar skorið niður í löggæslunni en bara í mannaráðningum almennra lög- reglumanna. Ýmsar sérdeildir fá víst að finna fyrir niðurskurðar- hnífnum ógurlega á þessum siðustu og verstu tímum og svo mun vera nú, að til dæmis þurfi ýmsir starfs- menn fíknieínadeildar að taka almenningsvagn í vinnuna í stað þess að aka í bíl í eigu hins op- inbera eins og áður tíðkaðist . . . r w Getum nú boöiö þennan fullkomna og hentuga Bondstec örbylgjuofn á ótrúlega hagstæðu og milliliðalausu heildsöluverði beint til þín 18 lítra, 500 vatta, affrysting, snúningsdiskur. Nákvæmur íslenskur leiöbeiningarbæklingur fylgir. Sparið tíma, fé og fyrirhöfn, með Bondstec og lækkið um leið rekstur heimilisins. VERÐ AÐEINS 13.850 STGR. Opið mánudag—fimmtudag frá kl. 9—22 föstudag frá kl. 9—19 laugardag frá kl. 10—16 OPUS-VERSLUN SEM ER TIL FYRIR ÞIG. síi SNORRABRAUT 29 62-25-55

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.