Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 5
j J5i,rnmtuclagur'19:rianúarr1989 Sverrir Hermannsson fyrrverandi alþingismaður og landsbankastjóri: 820 ÞOS KR J0LAB0NUS FRA ALÞINGI 5 Sverrir Hermannsson landsbankastjóri fékk 6 mánaða biðlaun frá Alþingi I desember á síð- astaári. Allan tímann varhann áfullum bankastjóralaunum I Landsbankanum. „Sérstætt mál en við töldum okkur ekki stætt á öðru en greiða þetta í desember," segir Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, fékk vænan launabónus í desember á síðasta ári. Sverrir fékk á einu bretti greidd biðlaun sem alþingismaður að upphæð kr. 820 þúsund. Sverrir staðfesti þetta í samtali við PRESSUNA og það gerði einnig Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis. Sverrir sat út þingtímann sl. vor en þinglausnir fóru fram 11. maí. Þann 17. sama mánaðar settist Sverrir svo í stól bankastjóra við Landsbankann. Þrátt fyrir þetta fékk Sverrir biðlaun alþingismanns frá 1. júní til 1. desember en biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi sem í dag er kr. 135.707 á mánuði. DESEMBERLAUNIN 1,4 MILLJÓNIR? Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fékk PRESSAN ekki uppgefið hver laun bankastjóra við ríkisbankana eru í dag, en bankaráðin semja beint um laun við bankastjórana. Skv. traustum heimildum innan bankakerfisins nema mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans nálægt 300 þúsund kr. og auk þess fá þeir „þrettánda mánuðinn" greiddan í desember eins og aðrir bankastarfs- menn. Það hafa því verið vænar launaávísanir sem Sverrir leysti út i jólamánuðinum. Tvöföld banka- stjóralaun auk sex mánaða upp- safnaðra þingfararlauna, eða skv. þessu nálægt einni og hálfri milljón. Lög um laun starfsmanna ríkis- ins fjalli' um biðlaun ríkisstarfs- manna og ráðherra og þar er ský- laust ákvæði um að taki sá, er bið- launa nýtur stöðu í þjónustu ríkis- ins, þá falli nir^ir greiðsla biðlauna gf stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunur- inn til Ioka biðlaunatímans. Þegar alþingi afgreiddi biðlaun Sverris í desember var hins vegar stuðst við lög um þingfararkaup alþingismanna frá árinu 1980. Lagaákvæðið hljóðar á þessa leið: „Alþingismaður sem setið l+ur á alþingi eitt kjörtímabil eða lengur á rétt á biðlaunum er hann hœttir þingmennsku. Biðlaun jafnhá þingfararkaupi skv. 1. grein skal greiða íþrjá mánuði eftir eins kjör- tímabils þingsetu en í sex mánuði eftir þingsetu í tíu ár eða lengur. Reglur um eftirlaun þingmanna skal skipa með sérstökum lögum. Gegni alþingismaður 'starfi hjá ríki eða ríkisstofnun með þing- mennsku skal hann þá njóta launa hjá ríki eða ríkisstofnun skv. mati viðkomandi ráðuneytis, þó aldrei hœrra en 50%. Kjaradómur skal ákveðaþingfararkaup skv. 1. grein, húsnæðis- og dvalarkostnað skv. 2. grein og ferðakostnað skv. 4. grein. Ákvörðun Kjaradóms skal gildafrá 1. október ár hvert til 30. september næsta ár. Verði verulegar og al- mennar breytingar á launum, húsa- leigu eða dvalarkostnaði opinberra starfsmanna á gildistíma ákvörð- unar Kjaradóms skal Kjaradómur taka ákvörðun sína til endurskoð- unar. Skrifstofustjóri alþingis skal úrskurða um reikninga þá sem al- þingismönnum skulu endurgreiddir skv. 3. og 5. grein. Vilji alþingis- maður ekki una úrskurði skrif- stofustjóra getur hann skotið hon- um til úrskurðar forseta alþingis sem fella endanlegan úrskurð. “ EFTIRLIT ÚTILOKAÐ Friðrik Ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir að þessi bið- laun Sverris hafi átt að greiða reglu- lega á mánaðarfresti strax eftir að hann lét af þingmennsku. „Lögin eru alveg fortakslaus hvað þetta varðar. Það segir ekkert í þeim um að biðlaun verði felld niður ef þing- maður hefur störf annars staðar. Viðgetum ekki veriðað hafa eftirlit með því hvað menn eru að gera eftir að þeir hverfa út af þingi,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik að Sverrir hafi ekki komið með reikn- ing heldur hafi það verið hans rétt- ur að fá þessi laun. Að sögn hans fóru þessar greiðslur í gegnum launadeild fjármálaráðuneytisins. „Það má segja að þessi töf á greiðslu til Sverris hafi stafað af því að menn vildu skoða þetta mál nánar. Svo dróst þetta en var gert upp í desember í einu lagi,“ segir Friðrik. — Af hverju þótti ykkur ástæða til að skoða þetta sérstaklega? „Bæði hér á Alþingi og í launa- deild fjármálaráðuneytisins hefur mönnum kannski þótt þetta nokk- uð sérstæit mál og af þeirri ástæðu þótt rétt að skoða það sérstaklega. Frá okkar sjónarhóli séð er þetta einfalt mál. Lögin segja að það eigi að greiða þetta að fullu og það er ekkert annað tekið fram í þeim. Eftir nokkurra mánaða þref ákvað skrifstofustjóri Alþingis að greiða full biðlaun ofan á laun Sverris í Landsbankanum, þvert á allar venj- ur um greiðslur biðlauna til opin- berra embættismanna, ráðherra og forseta íslands. Þegar Sverrir settist i bankastjóra- stólinn samdi bankaráðið við hann um bankastjóralaun. Erfitt reynist að fá uppgefið hversu há laun bankastjórar rikisbankanna hafa að meðtöldum öllum aukasporslum og hlunnindum. Traustir heimilda- menn blaðsins telja þó að þau nemi allt að 300 þús. krónum á mánuði og auk þess fái bankastjórar tvöföld laun i desember, likt og aðrir banka- starfsmenn. Okkur er ekki stætt á öðru en fara eftir lögunum," segir Friðrik. RÍKISENDURSKODUN 0G LAUNADEILD Á ANNARRI SKODUN Arnhildur Á. Kolbeinsdóttir, deildarstjóri í launadeild fjármála- ráðuneytisins, segir að sér sé ekki kunnugt um að önnur regla gildi um alþingismenn en aðra ríkis- starfsmenn. „Það fær enginn bið- Iaun hjá okkur, hvort sem hann er alþingismaður eða opinber starfs- maður, ef hann hefur störf að nýju,“ segir hún. í sama streng tekur Halldór Á. Sigurðsson ríkisendurskoðandi í samtali við PRESSUNA. Halldór sagðist telja ótvírætt að launadeild fjármálaráðuneytisins ætti að stöðva greiðslur biðlauna til allra þegar þeir hæfu aftur störf. Biðlaunin til Sverris Hermanns- sonar eru að verða vandræðamál í kerfinu og hefur það þegar verið tekið til athugunar innan fjármála- ráðuneytisins skv. heimildum PRESSUNNAR. Fyrir liggur að Sverrir fékk greidd grunnlaun þing- manns í sex mánuði en allan þann tíma sat hann á fullum launum sem bankastjóri í Landsbankanum. Afgreiðsla málsins vafðist fyrir skrifstofu alþingis þar til í desem- ber að ákveðið var að verða við þessu. Skv. upplýsingum úr fjár- málaráðuneytinu er þessi afgreiðsla öll með eindæmum. Þar er starfs- mönnum sem rétt eiga á biðlaunum greitt mánaðarlega. Sverrir fékk hins vegar sínu framgengt í einu lagi og neitar því sjálfur, þrátt fyrir orðalag laganna, að hér sé raun- verulega um biðlaun að ræða — heldur nokkurs konar kjarauppbót (sjá viðtal við Sverri). Þess má í lokin geta að laga- ákvæði um ráðherra og forseta ís- lands gera aðeins ráð fyrir því að þeir njóti biðlauna fram til þess að nýtt starf er fundið. Ráðherrar halda að vísu fullum biðlaunum ef þeir gegna engu öðru starfi en þing- mennsku, þ.e. allt að sex mánuðum. EKKI BIÐLAUN HELIÍUR KJÖR segir Sverrir Hermannsson bankastjóri „Já, já. Ég fékk þetta greitt. Þetta var greiðsla fyrir 6 mánuði fram til 1. desember,“ segir Sverrir Hermannsson bankastjóri í samtali við PRESSUNA. „í raun og veru er það svo að það er ranghermi að kalla þetta biðlaun, eins og Iögin segja. Þetta er bara inni í kjörum alþingis- manna. Menn fá þetta greitt alveg án tillits til þess hvað af þeim verð- ur. Þeir fá þetta meira að segja greitt þótt þeir fari á eftirlaun. Þetta er ekki biðlaunategund heldur bara kjaraákvæði. Það er alrangt að kalla þetta biðlaun, þvi það er ekki bið eftir neinu. Þetta er kjaraákvæði í launum sem ákveðið var með lögum fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Sverrir. „Þeir sem hafa setið á þingi skemur en tíu ár fá þessi laun í þrjá mánuði og þeir sem hafa ver- ið lengur en tíu ár fá sex mánuði. Ég var á þingi í samtals 18 ár. Það sama á við um ráðherra. Ég fékk greidd laun út janúar 1988 þótt ég hætti sem ráðherra í byrjun júlí árið á undan. Eðli biðlauna er hins vegar það að þú hefur ekki laun í fyrra starfi þínu nema fram til þess tíma er þú færð annað sambærilegt starf. Þetta er eðli biðlauna, en þarna er ekki um það að tefla. Þetta eru ekki biðlaun heldur bein kjara- ákvæði í Iögum um launakjör al- þingismanna." — Fékkstu þetta ailt greitt í einu lagi? „Já, að vísu var það svo að þeir gerðu þetta allt upp við mig í einu lagi. Einhverntíma í byrjun desember og skattar voru auðvit- að dregnir af þessu um leið. “ — Hvað er þetta há upphæð? „Þegar búið var að draga lífeyr- issjóðsgjöld og skatta frá er þetta eitthvað innan við 500 þúsund. Heildarupphæðin er eitthvað um 820 þúsund. Ætli skattíwnir hafi ekki verið um 300 þús.“ — Hver eru þá laun þín sem bankastjóra? „Ég hef það ekki í höndunum og verð að biðja þig að fá usiplýs- ingar um það hjá öðrum.“ — Finnst þér cðlilegt að fá þessi laun sem þingmaður ofan á bankastjóralaunin? „Það liggur ljóst fyrir að það er vel gert við menn með þessu en þessi lög settu þingmenn á sínum tíma.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.