Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 7

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. janúar 1989 7 Þrjár breskar myndir á hvíta tjaldinu 1989 Lof a góðu Kvikmyndaunnendur eiga von á ýmsu góðgæti á þessu ári, eins og endranær. Þrjár glænýj- ar breskar myndir lofa t.d. góðu, enda leikararnir ekki af verri endanum. Sú fyrsta nefnist „The Lonely Passions of Judith Hearne“ („Einmanalegar ástríður Júditar Hearne“) og er það hin frábæra rauðhærða leikkona Maggie Smith, sem fer með annað aðalhlutverkið. Mótleikari hennar er heldur ekki af verri endanum, því það er Bob.Hoskins. Maggie leikur ógifta mið- aldra konu, sem verður ástfang- in af Bob og heldur að hann ætli að kvænast sér. Það er hins veg- ar mesti misskilningur, því hann er óprúttinn flagari og hefur einungis áhuga á peningunum, sem hann heldur að hún lumi á. Önnur áhugaverð mynd úr Bretaveldi kallast „The Dress- maker“ („Saumakonan") og er þar í aðalhlutverki hin gamal- reynda leikkona John Plow- right, en hún er eiginkona Laurence Oliviers. Myndin gerist í Liverpool á stríðsárun- um og leikur Joan fullorðna konu, sem gerir sitt besta til að ung frænka hennar fái ekki not- ið lífsins. Þriðja enska myndin, sem von er á á næstunni, er gerð af Monty Python-genginu. Eins og fyrri myndir þeirra félaga er þessi eflaust líka þannig, að menn annaðhvort elska hana eða þola hana alls ekki — því húmorinn er svolítið sérstakur. Myndin nefnist „Erik the Viking“ („Víkingurinn Eirík- ur“) og fjallar um afskaplega dyggðugan víking, sem ekki er par hrifinn af framkomu sumra félaga sinna á erlendri grundu. John Cleese leikur Svarta- Hálfdán í þessari kvikmynd og tók það hlutverk fram yfir til- boð frá Hollywood um að leika á móti Meryl Streep og Clint Eastwood. H0SKVUFUJ6VÉUN í JAPAN Litla flugvélin, sem Þjóöverjinn Mathias Rust flaug til Moskvu og lenti á Rauöa torginu, hefur skipt um eiganda. Rikur Japani keypti hana á dögunum og hefur hann komið vélinni fyrir í Tókýó. Ekki fékk Rust þó að fljúga henni þang- að, heldur var flugvélin send með skipi til japanska auðjöf- ursins, sem ekki fæst til að segja hvað hann borgaði fyrir gripinn. FYRSTU EVRÓPUBÚARNIR MEÐ ALNÆMI Komið hei'ur í Ijós, að norsk hjón og dóttir þeirra voru líklega fyrstu Evrópubúarnir, sem fengu alnæmi. Þau dóu öll þrjú árið 1976, en blóðsýni úr þeim voru fryst þar sem aldrei fékkst úr því skorið hvaða sjúkdómur það var, semdró þau til dauða. Nú hefur blóð- ið verið rannsakað og í því fannst alnæmisveiran illræmda. Maðurinn var sjómaður og hafði m.a. siglt til Afríku og Karabíska hafsins. Hann veikt- ist fyrst árið 1966, þegar hann var einungis tvítugur, og konan hans fékk sömu einkenni ári siðar. Það sama ár fæddist þeim dóttir, sem einnig fékk útbrot og sýkingar, érftvær eldri dætur hjónanna eru við hestaheilsu enn þann dag í dag. Litla stúlkan virðist því hafa verið t'yrsta barnið í heiminum, sem fékk veiruna í móðurkviði. Hjónin bjuggu í 10 þúsund manna bæ í Noregi og hafa allir ibúarnir farið í alnæmis- próf. Sem betur fór reyndist enginn þeirra smitaður. NORRÆNA RAÐHERRANEFNDIN Framkvæmdanefndin auglýsir stöðu TVEGGJA DEILDARSTJÓRA Önnur deildarstjórastaðan er við 3. sérdeild og hin við sérdeild 5. Norræna ráðherranefndin er samvinnustofnun fyrir ríkis- stjórnir Norðurlanda. Sam- vinnan nær yfir alla megin- þætti féiagsmála. Framkvæmdanefnd ráðherra- nefndarinnar hefur bæði frumkvæði og annast fram- kvæmdir fyrir nefndina. Framkvæmdanefndinni er skipt í 5 sérdeildir: Fjárhags- og stjórnunardeild, upplýs- ingadeild og skrifstofu aðal- ritara. Skriflegar umsóknir sendist til: Nordiska Ministerrádet Generalsekreteraren Store Strandstræde 18 DK-1255 Köbenhavn K Danmark Sérdeild 3 ber ábyrgð á samvinnu Norðurlanda á sviði vinnumarkaða, vinnuumhverfi, jafnrétti ásamt fé- iags- og heilbrigðismálum. Sérdeild 5 ber ábyrgð á samvinnu um svaeðisbundin mál, jarðrækt, skógrækt, fiskveiðar, samgöng- ur/flutninga og umferðaröryggi, ferðamál ásamt neytenda- og mat- vælamálum. Deildarstjórastöðurnar felast í því að bera ábyrgð á, skipuleggja og stjórna starfsemi viðkomandi deilda. Deildarstjórinn á að hafa frumkvæði að og þróa starfssvið deildarinnar í samvinnu við annað starfsfólk deildarinnar. Gert er ráð fyrir að deildarstjórinn geti haft víðtækt samband við viðkomandi ráðherranefnd, embættismanna- nefndir og aðra samstarfshópa og einnig við yfirvöld, þingmenn o.fl. Deildarstjórinn á að vera fulltrúi framkvæmdanefndarinnar á fund- um ráðherranefndarinnar og emb- ættismannanefnda. Umsækjendur þurfa að hafa - staögóöa, fræðilega og hagnýta menntun - haldgóða stjórnunarlega reynslu frá störfum hjá einka- eða opin- berum fyrirtækjum. Starfið gerir miklar kröfur til sam- starfshæfni og sjálfstæðis, jafn- framt því að geta tjáð sig skýrt á einhverju af þeim tungumálum sem notuð eru: Dönsku, norsku eða sænsku. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á norrænni samvinnu og/eða á einu eða fleiri af þeim málefnum sem viðkomandi sérdeild fjallar um. Framkvæmdanefndin býður góð vinnuskilyrði og góð laun. Ráðning er tímabundin með samningi til 4 ára með möguleika á framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á fríi frá störfum á ráðningartímanum. Vinnustaðurinn er Kaupmannahöfn. Framkvæmdanefndin er hjálpleg með útvegun á húsnæði. Norrænar samstarfsstofnanir vinna að jafnrétti kynjanna og vænst er umsókna jafnt frá konum sem körl- um. Nánari upplýsingar um stöðuna varðandi sérdeild 3 veitir núverandi deildarstjóri Birgit Raben og varð- andi sérdeild 5 núverandi deildar- stjóri Terje Tveito. Harald Lossius starfsmannastjóri veitir upplýsingar um ráðningarskilmála. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 1989. MmBm !">'V4 Vl «4 Boðgreiðslur V/SA - reglubundnum greidslum komið í fastan farveg V'SA Greiðslur færðar með tölvuboðum: * áskriftargjöld blaða og tímarita * afnotagjöld útvarps og sjónvarps * rafmagnsreikningar * endurnýjun happdrættismiða Boðgreiðslur VISA spara tíma, fé og fyrirhöfn. Skilvísar tryggar greiðslur þrátt fyrir annir eða fjarvistir, draga úr amstri, bið og umstangi, ónæði heima fyrir og létta blaðberum störf. Aðeins eitt símtal og málið er leyst: Morgunblaðið © 69 11 40 Stöð 2 © 67 37 77 Ríkisútvarpið © 68 59 00 Das © 1 77 57 Rafmagnsveita Reykjavíkur © 68 62 22 LATTU BOÐGREIÐSLUR VISA GREIDA GÖTU ÞÍNA! VISA 'Mmwm BOÐBERI NÝRRA TÍMA í GREIDSLUMIÐLUN

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.