Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. janúar 1989 9 Bara álagningarmál hér heima segir Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra „Þetta er bara álagningarmál hér innanlands og skv. athugun- um þeirra sérfræðinga sem um þetta hafa fjallað, rekst þetta ekkert á við skuldbindingar okkar gagnvart EFTA,“ segir Ólafur R. Grímsson fjármála- ráðherra. „Áfengis- og tóbaksverslunin getur auðvitað lagt mismunandi á ýmsar tegundir, eins og hún hefur gert. Hins vegar verður verðið sem íslensku framleið- endurnir fá fyrir sina vörú heimsmarkaðsverð,“ segir fjár- ntálaráðherra. Stangast ekki á við samninga segir Ólafur Davíðsson framkvœmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda „Við höfuin gert tillögu uin að verðlagningu á bjór verði hagað með þeim hætti að inn- lend framleiðsla njóti nokkurr- ar verndar," segir Ólafur Dav- iðsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslcnskra iðnrekenda. „Við teljum að sú aðferð sem byggist á mismunandi álagnlngu áfengisverslunarinnar stangist ekki á við neina samninga sem ísland hefurgert. Við teljum því að þetta gangi ekki gegn við- skiptasamningum okkar við EFTA eða Evrópubandalagið. Það má benda á að svipaðar aðferðir eru notaðar í nágranna- löndum okkar og ég held að það sé samdóma álit allra, einnig op- inberra aðila, 'að þetta fyrir- komulag brjóti ekki í bága við neina samninga," segir Ólafur. Þetta er ófrágengið mál segir Guðrún Ásta Sigurðar- dóttir fuUtrúi í tolladeild fjármálaráðuneytisins „Það er ekki búið að ganga frá þessu máli. Ég veit hins vegar að utanrikisráðuneytið hefur verið að skoða þetta og senni- lega verður þetta borið upp á fundum EFTA,“ segir Guðrún Á. Sigurðardóttir í tolladeild fjármálaráðuneytisins. „Við höfum rætt þessi mál, en það hefur engin niðurstaða fengist ennþá. Það hefur a.m.k. engin kæra borist ennþá,“ segir hún. Guðrún segir að þrátt fyrir að ekki fáist niðurstaða strax verði þessari verðlagningu beitt þegar bjórinn fær græna Ijósið 1. mars. „Það er þá spurning hvort hin EFTA-löndin gera athuga- semdir og leyfa okkur að halda þessu áfram í einhvern ákveðinn tíma eða hvort við verðum að bakka með þetta fyrirkomu- lag,“ segir Guðrún. Þegar bjórinn kemur er allt eins líklegt að innlenda fram- leiðslan verði undir i sam- keppninni við vinsælar bjór- tegundir ef stjórnvöld fá ekki að stýra neyslunni vegna samninga íslands við Fríverslunar- samtök Evrópu EFTA. Pressu- mynd/Einar Óla- son. SKÝLAUST BROT Á EFTA-SAMNINGI? Verðmunur á innlendum og útlenskum bjór Verðlagningarreglur fjármálaráðuneytisins og ÁTVR á bjórnum vefjast fyrir sérfrœðingum ráðuneytanna. Ymsir telja að aldrei fáist staðist að selja innflutta bjórinn á hcerra verði en íslenska bjórinn vegna fríverslunar. ríkisráðuneytinu, segir aftur á móti að það liggi ekkert fyrir um það hvernig þetta mál ætlar að þróast og vildi ekkert um það segja. „Almennt get ég sagt að það er ekki heimilt að vera með mismunandi verð nema þegar um alveg sérstakar ástæður er að ræða, s.s. mismun- andi framleiðslukostnað í löndun- um,“ segir hann. „Ef aðeins er um skattlagningu eða aðrar opinberar álögur að ræða er ekki heimilt að mismuna í verði — nema fengin verði sérstök heimild fyrir því,“ segir hann. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að verðlagningarregl- urnar séu háðar því á hvaða verði áfengisverslunin kaupi bjórinn. „Erlendi bjórinn er verðlagður þannig að ef innlendur og erlendur bjór kostar það sama í innkaupum til okkar, þá verður erlendi bjórinn 25% dýrari sé hann fluttur inn í neytendaumbúðum. Þetta miðast alfarið við innkaupsverð þannig að verði erlendi bjórinn dýrari verður verðmunurinn meiri. Verði hann ódýrari getur hann orðið minni,“ segir Höskuldur. Höskuldur vildi ekkert segja um hvort verðmismununin stangaðist á við EFTA-samninga og vísaði því til fjármála- og utanríkisráðuneyt- anna. FRAMLEIDENDUR GÆTU KÆRT Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur ekki miklar áhyggjur af því að þessi „iðnaðar- vernd“ brjóti í bága við fríverslun- arsamninga, heldur hafi fengist niðurstaða ónefndra sérfræðinga á þá lund að þetta brjóti í engu gerða samninga við EFTA eða EB (sjá viðtal). Þrátt fyrir fyrirspurnir virtust þá sérfræðingar í utanríkis-, við- skipta-iðnaðar - og fjármálaráðu- neytunum hvergi hafa koinist að slíkri niðurstöðu, heldur er málið umdeilt. Það hefur þó einnig verið tekið til skoðunar í viðskipta- og iðnaðarráðuneytunum. Menn voru á einu máli um að þessi óvissa þýddi ekki að breyta þyrfti reglunum fyrir 1. mars, en afleiðingarnar, ef um brot reynist vera að ræða, gætu komið fram í því að framleiðendur í Evrópu kærðu málið til stjórn- valda í heimalandi sínu. Sendiráð hérlendis gætu einnig kvartað við íslensk stjórnvöld og málið yrði síð- an tekið upp á sameiginlegum vett- vangi þjóðanna innan EFTA. Verði um augljóst brot að ræða þýðir það að erlendi bjórinn verður á endan- um seldur á sama verði og innlend- ur bjór. Stjórnvöld hyggjast stýra framleiðslunni inn á innlendu öl- gerðina eins og frekast er unnt. Erlendis tíðkast slíkt líka, en þar er beitt öðrum aðferðum til að tryggja neyslu „heimabruggunar“. Sú að- ferð að beita beinum verðlagningar- ákvörðunum er hins vegar sérís- lenskt fyrirbrigði og stangast að öll- um líkindum á við fríverslunar- skuldbindingar. í dag kl. 11 verða tilboð umboðsmanna bjórtegunda opnuð í Áfengis- og tóbaksversluninni. Alls munu 14 sækja um að koma tegundum sínum inn í áfengisútsöl- urnar þegar bjórbanninu verður aflétt eftir sex vikur. Aðeins þrjár tegundir verða útvaldar. Fjármálaráðuneytið og ÁTVR hafa þegar gefið út reglur um verðlagningu bjórsins. Til að vernda innlenda framleiðslu hefur verið ákveðið að íslenski bjórinn verði seldur ódýrast, innfluttur bjór sem átappaður er hér á landi verður 12,5% dýrari, en erlendur bjór í dósum 25% dýrari en innanlandsframleiðslan. Þessi ákvörðun virðist að margra mati stangast ber- sýnilega á við samning íslands við EFTA, Fríverslunar- bandalag EvrópU. Meginatriðið í fríverslunarsamn- ingi íslands og EFTA gengur út á að vörur séu tollfrjálsar og að ekki megi beita neinum aðgerðum til að samkeppnisstaða innfluttrar vöru verði lakari en þeirrar vöru sem framleidd er í innflutningslandinu. Hið umdeilda ákvæði í samning- um íslands og EFTA segir orðrétt: „Aðildarrikin skulu ekki leggja beint eða óbeint á innfluttar vörur nein fjáröflunargjöld, sem hærri eru en þau, sem lögð eru beint eða óbeint á sams konar innlendar vör- ur, eða beita slíkum gjöldum, svo að sams konar innlendum vörum sé veitt raunveruleg vernd...“ SKIPTAR SKOÐANIR Að mati Kjartans Jóhannssonar, formanns utanríkismálanefndar, er ÓMAR FRIÐRIKSSON það ótvírætt svo að þessi verðlagn- ingaráform fái ekki staðist gagnvart samningi okkar við EFTA. Þegar PRESSAN leitaði upplýs- inga um þetta mál innan ríkisgeir- ans kom berlega í ljós að það hefur vafist mikið fyrir mönnum. Guð- rún Á. Sigurðardóttir segir að mál- ið sé ekki komið á hreint og sé í athugun í utanríkisráðuneytinu. Sveinn Á. Björnsson sendiherra, sem fer með málefni EFTA í utan- Samkvæmt nýjustu fregnum frá Bretlandi er ýsan ekki bara bráðholl, heldur getur neysla þessa hvunndagsfisks ráðið bót á barnleysi. ÝSA EYKUR FRJÓSEMI Bresk dagblöð fluttu í gær fregnir af því að Matvæla- rannsóknarstofnunin þar í landi hygðist í framtíðinni ráðleggja barnlausum hjónum að borða ýsu, þar sem hún virðist auka frjósemi fólks. FRÁ FRIÐRIKI ÞÓR GUÐMUNDSSYNI, BLAOAMANNI PRESSUNNARí LUNDÚNUM Við íslendingar höfum lengi vitað að ýsan er bráðhollur fiskur. Nú hafa Englendingar hins vegar uppgötvað nýjan eiginleika ýs- unnar, ef marka má greinar og viðtöl í tveimur breskum dagbiöð- um í gær. Segir þar frá mat- reiðslumanninum Alister Mc- Gregor, sem loks varð pabbi eftir að hafa reynt i níu ár að eignast barn með Mandy, konu sinni. Alister gekkst undir uppskurð í örvæntingarfullri tilraun til að geta orðið faðir, en það tókst ekki og læknar kváðu upp þann úr- skurð, að þau hjónin myndu aldrei geta eignast börn saman. Þetta varð þeirn báðum mikið áfall, en þrátt fyrir yfirlýsingar læknanna ákvað Alister að reyna áfram. Hann vissi að fiskur var afar holl fæða og tók sig því til og borðaði ýsu á hverjum einasta degi — þrisvar á dag. Það liðu ekki nema örfáir nrán- uöir þar til hin 32 ára gamla Mandy varð barnshafandi og í apríl 1987 eignuðust þau dóttur. Og ekki nóg með það... Þeim hjónum fæddist þar að auki drengur fyrir skemmstu og eru Alister og Mandy að sjálfsögðu himinlifandi. „Ég trúði því eigin- lega aldrei að ýsumatarkúrinn myndi virka, en hann gerði það svo sannarlega. Ég á tvö lítil börn, sem sanna það!“ sagði hinn hreykni faðir í samtali við bresku pressuna í gær og brosi út að eyr- um. Eiginkonan tók undir og sagði: „Þetta er ótrúlegt. Við höfðum alveg gefið upp vonina um að eignast börn, eftir að hafa reynt án árangurs í heil niu ár.“ Breska Matvælarannsóknar- stofnunin ætlar I framhaldi af rannsókn á þessu máli að bæta ýsu á lista sinn yfir þau matvæli, sem hjónum, sem eiga við frjó- semisvandamál að stríða, er ráð- lagt að neyta. En af er það sem áð- ur var hjá Aiister McGregor. Næsta skref hjá honum verður nefnilega að gangast undir ófrjó- semisaðgerð, þar sem þeim hjón- um þykir nú nóg komið af barn- eignum. Já, ýsa var það heillin...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.