Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 12

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 19. janúar 1989 Islensk stúlka œtlar í 20 vikna rútuferð um Afríku „Ætlarðu að éta þig?" ævintýri kosti 270 til 300 þús- und krónur, þegar upp er staðið. Inni í þeirri tölu eru t.d. 4.000 krónur í vasapen- inga á viku hverri, en ferða- lagið tekur a.m.k. sextán vik- ur og lýkur í Nairobi í Kenýa. Þá er hins vegar boðið upp á fjögurra vikna framhaldsferð niður aö landamærum Suður- Afríku, fyrir þá sem vilja. Matur er hafður með frá Evrópu, þó einnig sé verslað á mörkuðum í Afríku, svo ekki ætti að vera mikil hætta á magakveisu sökum nýstár- Marín sér vist ekki meiri snjó á næstunni, en þarna yljar hún sér viö myndirnar í ferðabæklingn- um — full eftirvæntingar. legs mataræðis. Samferða- menn Marínar verða að öllum líkindum frá ýmsum löndum, en töluvert mun vera um Norðurlandabúa í þessum ferðum. Ferðalangarnir sofa í tjöldum allan tímann, fyrir ut- an þrjár nætur, þegar gist verður á hóteli. PRESSAN óskar Marín að sjálfsögðu góðrar ferðar!_ Jónína Leósdóttir N'DJAMENA alternati route througn Nigeria Mörg höfum við gaman af að ferðast, en ætli margir myndu treysta sér í ferðina, sem hún Marín Hrafnsdóttir er að leggja í? Marín Hrafnsdóttir frá Skeggstöðum i Austur-Húna- vatnssýslu er heldur betur að leggja land undir fót um þessar mundir. í gær, mið- vikudag, flaug hún til Lund- úna og um helgina stígur hún þar um borð i trukk, sem verður „heimili“ hennar næstu mánuðina. Marín er nefnilega að fara í sextán til tuttugu vikna ferð frá London og suður um alla Afríku. Marín frétti fyrst af þessari Afríkuferð á kynningu Ferða- skrifstofu stúdenta í Mennta- skólanum við Sund, þar sem MADfílD ■...smmv-------------- Á þessu korti má sjá leiðina, sem Marin fer i rútunni. hún var þá við nám. Hún ásetti sér að komast í svona ferðalag, hvað sem hver segði — og hún hefur svo sem fengið að heyra ýmis- legt. „Ætlarðu að láta éta þig?!“ sagði t.d. einhver og margir hafa fórnað höndum yfir því að ung stúlka ferðað- ist mánuðum saman í annarri heimsálfu án þess að a.m.k. einn „landi“ væri með í för- inni. En Marín veit hvað hún vill og nú er hún lögð af stað. Fyrst þurfti hún þó að fá tólf sprautur og gera ýmsar aðrar ráðstafanir. Hún þurfti t.d. að kaupa naglabursta, sem er mikiö nauðsynjatæki á ferða- lögum um eyðimerkur, því sandurinn smýgur auöveld- lega inn undir neglurnar. Og hún verður að hafa með sér sápur, sjampó og aðrar hrein- lætisvörur til allrar ferðarinn- ar, þar sem slíkur „munaður" fæst óvíða á leiðinni. Marín gerir ráð fyrir að þetta Slegið er upp tjaldbúðum á hverju kvöldi og hjálpast ferða- langarnir að við að matreiða og þvo upp og slikt. En það hlýtur ýmislegt óvænt að koma fyrir á jafnlangri ferð um þennan fjarlæga heims- hluta — og þá er um að gera að vera jákvæð- ur og lita á björtu hliðarnar. láta ALLIR VELKOMNIR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.