Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 15

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. janúar 1989 15 Charlie BIRD Parker Á næstunni tekur Bíó- borgin til sýningar kvik- myndina BIRD, en hún fjall- ar um einn mesta saxófón- snilling sem uppi hefur verið, Charlie Parker. Þótt undar- legt megi virðast er það eng- inn annar en hörkutólið Clint „Dirty Harry“ East- wood sem framleiðir og leik- stýrir myndinni, en hann er að sögn kunnugra geysilegur djassáhugamaður. Þykir hann hafa gert hina ágæt- ustu kvikmynd, ef marka má viðbrögð gagnrýnenda erlendis. Með hlutverk Charlies Parker fer leikarinn Forest Whitaker, sem m.a. hefur leikið í kvikmyndun- um Platoon og Good Morn- ing Vietnam. Fyrir hlutverk sitt í myndinni fékk hann verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki á Cannes-há- tíðinni í fyrra. Við töku myndarinnar BIRD (gælunafn Charlies Parker) var þeirri tækni beitt að notast við upprunalegan saxófónleik Parkers af göml- um hljóðupptökum, en und- irleikurinn strokaður út og nýr settur í staðinn. Þetta er gert til að sýningargestir hlusti á djassinn með mestu mögulegu hljómgæðum en heyri samt sem áður upp- runalegan saxófónleik meistarans. Charles Christopher Parker jr. fæddist 24. ágúst árið 1920 í Kansas City í Bandaríkjunum. Þar ólst hann upp og þegar hann var 11 ára gaf móðir hans hon- um saxófón og þar með var ísinn brotinn. Eftir að hafa spilað með skólahljómsveit í fjögur ár, að vísu á baritón- horn, ákvað hann að hætta í skóla og gerast atvinnutón- listarmaður, aðeins 15 ára gamall. Hann átti þó erfitt uppdráttar meðal tónlistar- manna í heimaborg sinni og fljótlega læddist skuggi inn í líf hans í formi eiturlyfja og áfengis. Þessi skuggi átti eft- ir að fylgja honum allt til dauðadags. Þrátt fyrir mótlætið og fíknina hafði Charlie Parker þegar skapað sér einstakan stíl árið 1937 og var þessi stíll hans svo mikil nýjung að tónlistarmenn þess tíma áttu erfitt með að sætta sig við hann. Þetta var Bebop-ið sem þarna var komið fram á sjónarsviðið og má segja að Parker hafi verið sá sem fann það upp og byggir nútíma- djass að miklu leyti á þessari tónlistarstefnu. Tveimur árum síðar, árið 1939, fluttist Charlie Parker til New York og þar hitti hann fyrir Dizzy Gillespié með trompetinn í höndun- um. Á komandi árum áttu þeir eftir að vinna mikið saman og gefa út hljómplöt- ur. Frá 1940—-’44 vann Charl- ie Parker með ýmsum þekkt- um djassmönnum s.s. Noble GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Sissle, Earl Hines, Cootie Williams og Andy Kirk. Hann ferðaðist um og spil- aði með hljómsveit Billys Eckstein árið 1944, en sú hljómsveit varð fyrst djass- sveita til að hafa Bebop, hinn nýja djass, á stefnuskrá sinni. í september það sama ár hljóðritaði Parker fyrstu hljómplötu sína með lítilli djasshljómsveit (Combo) og í febrúar og maí árið eftir hljóðritaði hann, ásamt Dizzy Gillespie, Miles Davis (trompet), Argone Thornton (píanó), Curley Russel (kontrabassi) og Max Roach (trommur, en hann er núna að gefa út hip-hop-plötu!!) hljómplötuna The Savoy Sessions. Þessi plata stað- festi að Bebop-ið var komið til að vera en þrátt fyrir að platan innihéldi meistara- stykki á borð við Now’s the Time og Ko Ko skelltu djass- gagnrýnendur skollaeyrum við henni og virtasta djass- tímarit heims, Down Beat, var heldur ekki hrifið og gaf plötunni enga stjörnu. Eftir þetta yfirgaf Charlie New York og settist að í Los Angeles. Þar tók hann upp á nokkrum mánuðum alls unt sex breiðskífuren rétt eins og í New York mætti hann and- stöðu í LA. Þvi tók hann það til bragðs að sökkva sér í hyl- dýpi eiturlyfjanna af fullum krafti. Og kvöld eitt mið- sumars árið 1946 var hann handtekinn af lögreglunni og sakaður um fíkniefna- neyslu. Við handtökuna brotnaði hann algerlega saman andlega og næstu sex mánuðum eða svo eyddi hann í sjúkrahúsi. Eftir að vistinni þar lauk hóf hann aftur spilamennsku í Los Angeles, en flökkueðlið var ríkt í honum. Hann var á sí- felldum þvælingi milli LA, New York og annarra borga á austurströndinni, spilaði með hinum og þessum mönnum. En loks kom að því að Evrópubúar fengju að njóta spilamennsku hans. Það var árið 1949 er hann kom fram á Parísar-djasshátíðinni. Til Norðurlanda kom hann svo árið 1950 og í þeirri ferð var platan BIRD IN SWEDEN hljóðrituð. Upp úr þessu fór að bera sífellt meira á veik- indum Charlies Parker, bæði andlegum og líkamleg- um. Hann var kominn með magasár og lifrin hafði beð- ið varanlegan skaða af geysi- mikilli áfengisdrykkju hans, en dæmi eru til að hann hafi drukkið allt að átta tvöföld- um viskísjússum fyrir tón- leika, enda kom það oftar en ekki fyrir að hann mætti allt- of seint á tónleika, þá í mið- ur góðu ástandi. Síðustu fimm ár ævi sinn- ar vann hann óreglulega og var langt frá sínu besta, en gat þó sýnt snilldartakta við og við. Charlie „Bird“ Park- er kom síðast fram í Bird- land-klúbbnum (klúbburinn er skírður í höfuðið á hon- um) þann 4. mars árið 1955. Viku síðar lést hann í íbúð vinkonu sinnar, baróness- unnar Nicu de Koenigsberg, þá útbrunninn áfengis- og fíkniefnaneytandi. En það er álit flestra djass- áhugamanna að áhrif saxó- fónmeistarans Charlies Parker á djass séu ómælan- leg og að veröldin eignist aldrei aftur annan slíkan. ■ Parker er einn áhrifamesti saxófónleikari sem uppi hefur verid.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.