Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 19. janúar 1989 pltttur Óþœgilegir dagar Það tók Eyjólf Kristjánsson um ár að vinna þessa fyrstu sólóplötu sína, Daga. Hann byrjaði í október árið 1987 og lauk sér ekki af fyrr en ári síðar. Af þessu mætti því draga þá ályktun að Dagar væru fram úr hófi metnaðarfull, vönduð og skemmtileg plata. Reyndar er ég viss um að Eyvi (eins og hann er kallaður af nánustu vinum og vandamönnum) hefur verið fullur af metnaði og viljað gera góða plötu. Ég held þó að hann hafi vandað sig einum of mikið, því Dagar eru að mínu mati ákaflega gerilstieydd plata, vantar allt líf í hana. Samt sem áður er tæknilega hliðin í fínu lagi, alltof fínu lagi, enda er Eyvi með pottþétta iðnað- armenn með sér, Mezzoforte- drengina Friðrik Karlsson (gítar), Jóhann Ásmundsson (bassa), Eyþór Gunnarsson (hljómborð, út- setningar) og Gunnlaug Briem (trommur, útsetningar). Englend- ingurinn Nick Cathcart Jones kem- ur einnig við sögu sem upptöku- maður og útsetjari, ásamt helling af öðru toppfólki í bransanum, þó það orð eigi svo sannarlega ekki við Björgvin Halldórsson sem því mið- ur syngur á móti Eyva í lofgjörð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar til vinnuþrælkunar landans, laginu Átján tímar á dag. Eyjólfur hefði betur sleppt því að dusta rykið af Bjögga, sem því miður er búinn að endurreisa Brimkló (dæmalaus for- tíðarfikn sem tröllríður íslensku skemmtanalífi þessa DAGANA!). Það fylgir því óþægileg tilfinning að hlusta á Björgvin Halldórsson þenja raddböndin, hans timi er löngu liðinn. Reyndar fylgir því ein- hver ónotatilfinning að hlusta á Daga Eyjólfs Kristjánssonar, því hún er yfirmáta væmin og skortir gjörsamlega öll átök og togstreitu, allt slétt og fellt. Að auki hefur slatti laga plötunnar heyrst áður, s.s. í Júróvisjón, og ekki dregur sú staðreynd úr óþægindatilfinning- unni sem skapast við hlustun. Það eina sem getur talist gott við Daga er texti Sverris Stormskers í laginu Gott. Hann er eins og flugbeittur rýtingur í „bakið“ á textum Aðal- steins Ásbergs, meinfyndinn og beinskeyttur eins og Sverris er von og vísa. Og af þeim ellefu lögum sem eru á plötunni finnst mér það síðasta best, því það þýðir að Dagar Eyjólfs Kristjánssonar eru á enda. ■ BÁRUJÁRNSROKK er það sem koma skal í bandarísku útvarpi Á fimm árum höfum við þurft að ganga í gegnum þróun í útvarpsmálum sem margar aðrar þjóðir hafa haft mörg ár og jafnvel áratugi til að melta og meðtaka. Þar af leiðandi er kannski engin furða að sumum sé bumbult. Víðast hvar um heiminn þykja músíkútvarpsstöðvar jafnsjálf- sagðar og kvikmyndahús og bank- ar. Hins vegar eru þær ætíð talsvert umdeildari. Við íslendingar erum síður en svo einir um að skiptast á skoðunum um músíkstöðvarnar okkar. Jafnvel Bandaríkjamenn láta þung orð falla um sinn útvarps- stöðvafrumskóg. Sumir hverjir að minnsta kosti. Aðdáendur heavy metal-rokks eða bárujárnsrokks vestra telja sig allt að því jafnsvelta og skoðanabræður þeirra á litla ís- Iandi. En nú kann að verða breyting á stefnunni vestanhafs áður en langt um líður. FRAM Á NÆSTU ÖLD Satellite Music Network — skammstafað SMN — ætlar sér stóra hluti á markaði bárujárnstón- listar í framtiðinni. Að sögn eins stjórnenda stöðvarinnar reiknar hann með því að sú tónlist sé það næsta sem eigi eftir að seljast í risa- upplögum í Bandaríkjunum og jafnvel að vera í tísku nokkuð inn á tuttugustu og fyrstu öldina. Þessi stöð sendir efni sitt til ann- arra útvarpsstöðva um gervihnött. Þær gerast áskrifendur að dag- skránni og fá að skjóta sínum eigin auglýsingum inn á milli í þar til gerðum hléum. SMN reyndi árið 1987 að selja bárujárnsprógrömm til banda- rískra útvarpsstöðva. Tilraunin tókst ekki nema miðlungi vel. For- ráðamenn SMN viðurkenna að þeir hafi verið fullfljótir á sér og ekki undirbúið jarðveginn nægilega vel. En nú á að reyna aftur. ÚTVARPS- LÆKNIRINN Nýja bárujárnsdagskráin hefur hlotið nafnið Z-Rock. Til að þróa hana var kallaður til einn fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna í tón- listarútvarpi, Lee Abrams, oft nefndur útvarpslæknirinn. Hann fann upp form sem alla jafna er kallað album-rokk (AOR). Það er hið vinsælasta í Bandaríkjunum þessi árin en er farið að þynnast all- verulega út að mati Abrams. Hann segist sannfærður um að bárujárns- tónlistin sé það sem koma skal vestra næstu árin. Nú er það ekki svo að bárujárns- rokk sé öllum að skapi. Langt því frá. Hlustendahópurinn í Banda- ríkjunum er talinn mjög ungur. Með öðrum orðum sá hópur sem útvarpsstöðvar sjá sér engan hag í að gera til hæfis. Auglýsendur telja sig sömuleiðis ekkert hafa þessum hópi að bjóða. Táningar eru ekki stórneytendur. — Þess má til gam- ans geta að bárujárnsrokkplötur eru taldar vera um fimmtán tii tuttugu af hundraði allra sem seldar eru hér á landi. Kaupendahópurinn er hins vegar ekki nema sjö til átta prósent af heildinni. Heimilda- maður Pressunnar benti jafnframt á að bárujárnsrokk seldist svo sem fimmtán hundruð prósentum betur en sem næmi spilun í íslensku út- varpi! En þó svo að hlustendahópurinn sé almennt ungur að árum seljast bárujárnshljómplötur sífellt betur og betur vestan hafs. Heavy-Metal hljómsveitir troðfylla hljómleika- hallir og komi menn í heimavistir bandarískra framhaldsskóla fer ekkert á milli mála á hvað er aðal- lega hlustað. Músíksíður skóla- blaðanna eru undirlagðar báru- járnsfréttum. Og það sem meira er: þegar unglingar hafa á annað borð ánetjast bárujárnsrokkinu standa þeir með sínum mönnum gegnum þykkt og þunnt eins og dæmin sanna. SÍGANDI LUKKA En væntanlega er ekki nóg að veðja á einhverja eina tegund tón- listar bara vegna þess að hún höfðar sterklega til unglinga. Að sögn Lee Abrams er hins vegar orðin þörf fyrir eitthvað nýtt í bandarísku út- varpi. Þó svo að ýmiss konar tón- listarstefnur eigi sér trygga aðdá- endur eru þær orðnar hversdags- legar. Unglingar hlusta aðallega á album-rokkstöðvarnar. Ekki vegna þess að þeir séu ánægðir með tón- listarstefnuna þar heldur vegna þess að enginn annar hefur upp á neitt betra að bjóða. Lee Abrams gerir sér grein fyrir því að það verður á brattan að sækja næstu árin. Auglýsendur vilja ekkert með bárujárnsrokk hafa fyrst um sinn. Tónlistin er jú æst, hávær og framandi (hver kann- ast ekki við lýsinguna sem upplifði það er rock’n’roll varð vinsælt á sjötta áratugnum?XÞað er ekki nóg með að auglýsendur neiti að viður- kenna tilvist bárujárnsrokksins. Starfsmenn útvarpsstöðva eiga sömuleiðis eftir að kyngja því. Ráða verður nýja plötusnúða til að spila bárujárn og þeir ásamt eig- endum fyrstu stöðvanna verða að sætta sig við að spila fyrir daufum eyrum almennt fyrsta kastið. „Mín trú er sú,“ segir Abrams, „að einn góðan veðurdag sýni ein- hver smástöð með litinn sendi slíka prósentuaukningu í hlustun að stór stöð á niðurleið sjái sér hag í að veðja á nýtt form, bárujárnsrokk. Hugsanlega getur það freistað stór- fyrirtækis svo sem Anheuser Busch eða einhvers annars að prófa að auglýsa. Ef svo fer er björninn unn- inn. Þá koma hinir í halarófu og líkja eftir frumherjunum. En til þess að þetta geti gerst verða ein- hverjir að taka áhættu." ÆPANDI ÚTVARPSÞULIR Þegar nýtt form ryður sér til rúms í bandarísku útvarpi þarf það að vera á flestan hátt ólíkt öllu því sem fyrir er. Þar af leiðandi reiknar Lee Ábrams með því að útvarpsþulir eða plötusnúðar bárujárnsstöðv- anna þurfi að hljóma allt öðruvísi en þeir sem fyrir eru. „Þeir koma tæpast til með að þurfa að tala rnikið," segir hann. „En það er kostur ef þeir geta æpt dálítið. Og þeir þurfa helst að gæta æpt hærra og lengur en nokkur dagskrárgerðarmaður sem nú er i störfum hjá útvarpi. Það er ekki víst að allir skilji það sem þeir koma til með að segja og það skiptir held- ur ekki máli!“ Lee Abrams bætir því við að ef fer sem horfir með þróun báru- járnsrokks í Bandaríkjunum fái ekkert stöðvað það að upp spretti útvarpsstöðvar sem einbeiti sér að því. Plötusala fer vaxandi. Táning- arnir sem nú eru ánetjaðir rokkinu eldast og halda áfram að hlusta. Þær tónlistarstefnur sem fyrir eru eiga sínar stöðvar og sinn hlust- endahóp. Markaðurinn er því staðnaður og þarf að fá eitthvað nýtt. „Ef fer sem horfir," segir Lee Abrams, „verður bárujárnsrokk ráðandi í bandarísku útvarpi nokk- ur ár inn í tuttugustu og fyrstu öld- ina. Þá staðnar það eins og allt ann- að. Á þessari stundu er ómögulegt að segja hvað kemur í staðinn. En það kemur eitthvað annað. Verið viss.“ ■

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.