Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 19. janúar 1989 BASL DANANS, sem byggði Hóladómkirkju fyrir 200 árum, gef- ur erfiðleikum nútímahúsbyggjenda ekkert eftir — nema síður sé. íslendingar Æ ^ Ertu að sligast af áhyggjum vegna hússins eða íbúðarinnar, sem þú ert að byggja? Þá áttu marga sálufélaga. Einn slíkur stóð t.d. svefnlaus og úrvinda í þínum sporum fyrir tvöhundruð árum, þegar Hóladómkirkja var í byggingu. Margir Islendingar kannast af eigin raun viö það basl, sem getur fylgt húsbygging- um. Slíkir erfiðleikar eru þó ekki eingöngu fylgifiskur nú- tímahs. Það var t.d. síður en svo tekið út með sældinni að koma upp Hóladómkirkju, eins og fram kemur í bók Helge Finsen og Esbjörns Hiort, „Steinhúsin gömlu á Islandi" sem Kristján Eldjárn þýddi og Iðunn gaf út fyrir rúmum áratug. Þar má lesa um hinar hræðilegustu raun- ir, sem danskur stjórnandi kirkjubyggingarinnar lenti í hér á landi, og gefa þær byggingarkvölum samtímans ekkert eftir — nema síður sé. Hafist var handa við bygg- ingu nýrrar kirkju á Hólum árið 1757 og var Jóhanni Sabinsky múrarasveini fengið það verkefni. Áður höfðu menn þó deilt um það, hvort senda ætti einn múrarasvein til íslands I þrjú ár eða þrjá sveina í eitt ár. Fyrri hug- jnyndLrLyarö. ofaaá og „mun. ástæðan vera sú að (kirkju- stjórnarjráðið hefur aðhyllst þá skoðun Magnúsar (Gísla- sonar) amtmanns að íslend- ingar eigi sjálfir að læra að byggja steinhús“. Þessi eini sveinn átti sem sagt að verða nokkurs konar kennari f steinnámi og múrverki hér á landi og hafði hann þrjú ár til að Ijúka kirkjubyggingunni. HEIMTfl BRENNIVÍN OG TÓBAK! Sabinsky steig á skipsfjöl 27. júní 1757 með kalktunnur og verkfæri og kom til ís- lands rúmum mánuði síðar. Upp frá því sendi hann árlega skýrslu til Danmerkur um framgang verksins og eru þær enn til. Fyrsta skýrslan er skrifuð mánuði eftir kom- una til Hóla og þar segir múr- arasveinninn m.a.: „Þegar ég kom til Hóla hinn 6. ágúst með miklu erf- iði og vandræðum, yfir fjöll og firnindi með bygginaretn- ið, og ætlaði síðan að fara að höggva grjótið, þá vantaði verkamenn. Á hverjum degi bað ég hans háæruverðug- heit Gísla Magnússon biskup að útvega mér handlangara, því að á staðnum var enginn annar sem lét sig verkið neinu skipta. Herra biskupinn skrifaði þá herra Magnúsi Gíslasyni amtmanni að hann sæi um að senda mér hjálp- armenn, en engir komu. Þá samdi herra biskupinn við heimamenn sína um að þeir gengju í grjótnámið, en fyrst I stað voru mörg Ijón á vegi. Til dæmis varð ég að byrja á að láta vera veg hátt ofan úr fjalli og niður I dalinn til þess að steinarnir kæmust niður eftir með þokkalegu móti. Þessi byrjun stóð þó ekki nema tvo daga, því ég fékk ekki haldið þessum verka- mönnum. Svo varð ég að hanga verklaus í nokkra daga, þangað til biskupinn hóaði aftur saman nokkrum mönnum, og hafði ég þá einn daginn tvo menn, hinn dag- inn þrjá, sjö eða sex menn, en ekki dugði það til að flytja grjótið svona hátt ofan úr fjalli, og dögum oftar rigndi svo mikið að allt varð sleipt og hættulegt að vinna. Nú vil ég tilkynna hinu háa stjórnar- ráði hvers vegna ég get ekki fengið vinnukraft hjá amt- manninum og öðrum kirkju- yfirvöldum. Það er af því að verkamennirnir heimta kost og tvö mörk á dag. Og kost- urinn er sem hér greinir: brauð, smjör, fiskur, brennivín og tóbak, auk þess skó eins og þeir þurfa." LEGGJAST, EF MflÐUR LÍTUR AF ÞEIM Vesalings Sabinsky hefur átt von á því að almúginn á staðnum ynni að verkinu með honum í nokkurs konar þegnskylduvinnu, eins og bændur í Danmörku voru skikkaðir til við svipaðar að- stæður. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum, enda segir síðar í skýrslunni: „Mér er Iffsins ómögulegt að halda áfram með mönnum sem hafa svona lítið verksvit og eru auk þess svo furðulegir að þeir snerta ekki á nokkr- um sköpuðum hlut fyrr en þeir eru búnir að láta á sig þykka vettlinga, og þeir eru svifaseinir og latir og hafi maður ekki sífellt auga með þeim setjast þeir eða leggj- ast. Þannig reyna þeir á þolinmæðina, því þeirtala eins og þeir væru konung- bornir og láta ekki reka sig til eins eða neins.“ Eftir að yfirvöld í Dan- mörku fengu þessa fyrstu skýrslu Sabinskys í hendur var hvorki meira né minna en gefin út konungleg fyrirskip- un um að fólk í nágrenni Hóla skyldi aðstoða við bygg- ingu kirkjunnar — hvort sem því líkaði betur eða verr. Og það þýddi ekkert að heimta tóbak og brennivin fyrir vikið! En eitthvað hefur múrara- sveinninn Iíklega verið skammaður bréflega fyrir að halda ekki nógu vel á spöð- unum, því hann byrjar skýrslu ársins 1758 á þvi að verja sig. Hann segir þar m.a.: „í fyrsta lagi er aðeins einn múrara- sveinn sem hefur allt verkið á herðum sér og er skyldugur til að vera á staðnum æ og alltaf og halda öllu í röð og reglu og vinna sitt verk. Nú á ég hálfa mílu vegar upp i fjallið þar sem grjótnámið er, og ég á þrjár mílur til kaup- staðarins, þar sem ég get búist við aö verða að vera á hverjum degi til að aðstoða við að láta flytja efnið og sjá um allt. Hver á þá á meðan að vinna mitt verk, sem er þó mjög mikil múraravinna?“ KEYRI ÞÁ ÁFRAM Á EIGIN REIKNING Það var hins vegar ekki nóg með að Sabinsky hefði mikið að gera. Hann var líka í stökustu peningavandræðum og kvartaði sáran yfir dýrtíð- inni: „Það kostar mig ákaf- lega mikið að komast af hér á landi, alla hluti verður að kaupa dýrt af því að maður er ókunnugur, og þó getur maður ekki fengið allt. Það er eitthvað annað í Kaupmanna- höfn, þar sem ég get lifað á helmingi minna... Aftur á móti ef ég er hér á íslandi og á að fá þá til að vinna vel, þá verð ég að keyra þá áfram meö mínu eigin brennivíni og tóbaki, annars gengur ekkert hjá þeim. Hjá herra biskupin- um verð ég að borga tvöfalt og dýrt, hjá herra kaupmanni Pensen er þannig ástatt fyrir mér aö ég hef ekki getað staðið I skilum við hann og verð svo að gefa honum

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.