Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 27
r Sc f ú', .- 1 .'.M.' ' 1 'i Fimmtudagur 19. janúar 1989 sjonvarp FIMMTUDAGUR 19. janúar Stöö 2 kl. 16.30 UNGIR SÆFARAR*** (Sea Gypsies) Bandarísk, 1978. Leikstjóri Stewart Raffill. Aðalhlutverk: Rohert Log- an, Mikki Jamison-Olsen og Heat- her Ratty. Falleg fjölskyldumynd sem segir frá föður á siglingu um heiminn ásamt dætrum sínum. í fylgd með þeim eru blaðamaður og flóttadrengur og ævintýrin fara heldur betur að gerast þegar þau missa bát sinn. Nú er ekki lengur gaman á ferðum, lífið gengur út á að komast af. Ríkissjónvarpið kl. 21.50 LESTARRÁNIÐ (Panic on the 5.22) Bandarísk sjónvarpskvikmynd frá árinu 1974. Leikstjóri: Harvey Hart. Aðalhlutverk: Lynda Day George, Andrew Duggan, Laurence Luckinbill og Ina Balin. Farþegar í lestarvagni fyllast ör- væntingu þegar þrír vopnaðir ræn- ingjar taka vagninn á sitt vald í New York. Farþegarnir virðast ekki eiga mikla möguleika á að sleppa lif- andi, þar til einn þeirra gripur til sinna ráða. Stöö 2 kl. 21.50 SPORFARI** (Blade Runner) Bandarísk, 1982. Leikstjóri: Ridley Scott. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Rutger Hauer, Sean Young, Edward James Olmos, Daryl Hannah og Joanna Cassidy. Handrit þessarar myndar þykir fremur ruglingslegt og söguhetj- urnar lítt til þess fallnar að verða eftirminnilegar. Myndin gerist í Los Angeles 21. aldarinnar, nákvæm- lega árið 2019, þegar fyrrverandi lögreglumaður er fenginn til að rekja slóð afburðagreindra vél- menna. Vélmennin eru á leið til jarðar og Harrison Ford í hlutverki löggunnar má hafa sig allan við að stöðva þá áður en þeir ná að skemma heiminn. 27 SUNNUDAGUR 22. janúar Stöö 2 kl. 23.45 HARDJAXLARNIR** (The Last Hard Men) Bandarísk, 1976. Leikstjóri: Andrew V. McLaglen. Aðalhlut- verk: Charlton Heston, James Co- burn, Michael Parks og Barbara Hershey. Smekklaus vestri, fullur af bar- smíðum og öðru þvílíku. Barnshaf- andi eiginkona ræningja er drepin af lögreglumanni og þegar ræning- inn losnar leitar hann hefnda. Hann (þ.e. ræninginn) rænir dóttur lögreglustjórans og hótar öllu illu. Myndin þykir ekki góð og leikur Parks eini ljósi punkturinn. Alls ekki við hæfi barna. FÖSTUDAGUR 20. janúar Stöö 2 kl. 16.35 BRJÓSTSVIÐI* * * (Heartburn) Bandarísk, 1986. Leikstjóri: Mike Nichols. Aðallilutverk: ' Meryl Streep, Jack Nicholson, Jeff Dani- els, Maureen Stapleton og Milos Forman. Endursýning (lokasýning) á þessari stórkostlegu mynd sem byggir á metsölubók blaðakonunnar Noru Ephron og segir frá hjónabandi hennar og rannsóknarblaðamanns- ins Bobs Woodward. Hjónaband- ið virtist í himnalagi þar til barns- hafandi frúin komst að því að eigin- maðurinn var ekki alltaf á fundum þegar hann sagði svo vera. Stórgóð- ur leikur Meryl Streep og Jacks Nicholson gerir þessa mynd að einni þeirra sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Stöð 2 kl. 21.45 ÓSPEKTIR Á ALMANNAFÆRI (The Trial of the Chicago Eight) Bandarísk. Leikstjóri Jeremy Kagan. Aðalhlutverk: Elliot Gould, Martin Sheen, Robert Carradine og Peter Boyle. Myndin segir frá réttarhöldum í máli sem bandarísk stjórnvöld höfðuðu á hendur átta mönnum vegna nýrra laga um fjöldaóeirðir. í lögunum var svo kveðið á að hvers konar uppreisnarsamsæri og róstur sem hvettu til bardaga eða óróleika vörðuðu við alríkislög, og var ákæra þessi rakin til óeirða sem urðu á ráðstefnu demókrata árið 1968. Réttarhöldin urðu eins og í fjölleikahúsi, eins og mynd þessi sýnir. Ríkissjónvarpið kl. 23.30 DANNY ROSE Á RROADWAY*** (Broadway Danny Rose) Bandarísk, 1984. Leikstjóri: Woody Allen. Aðalleikendur: Woody All- en, Mia Farrow og Nick Apollo Forte. Bráðskemmtileg mynd sem þó er ekki endilega full af boðskap, enda enginn að biðja um slíkt. Woody Allen er hér í hlutverki hálfhallær- islegs umboðsmanns sem reynir af öllum mætti að koma áður frægum söngvara upp á stjörnuhimininn að nýju. Ýmsir góðir leikarabrandarar fjúka og flestir ættu að skemmta sér ágætlega. Stöö 2 kl. 23.45 ÓLÖG** (Moving Violation) Bandarísk, 1976. Leikstjóri: Charl- es S. Dubin. Aðalhlutverk: Stephen McHattie, Kay Lenz og Lonny Chapman. Dæmigerð eltingaleikjamynd sem segir frá því þegar lögreglumaður einn hefur ekkert þarfara að gera en elta unga stúlku og ungan pilt um allt land. í þessari mynd er lögreglu- maðurinn „sá vondi“, hann skaut annan Iögreglumann og þegar hann gerði sér grein fyrir að tveir menn höfðu orðið vitni að atburðinum var þeim ekki vært lengur í þorp- inu. Stöö 2 kl. 01.20 GOTT GEGN ILLU (Good Against Evil) Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1977. Leikstjóri: Paul Wendkos. Aðalleikendur: Dack Rambo, Elyssa Davalos og Richard Lynch. Mynd fyrir neðan meðallag, strang- lega bönnuð börnum. Rithöfundur nokkur verður ástfanginn af konu sem djöfullinn hefur valið til að bera barn sitt. Þau skötuhjú kalla til prest og upphefjast nú miklar særingar sem engu barni er hollt að horfa á. LAUGARDAGUR 21. janúar Stöð 2 kl. 12.35 LOFORÐ í HYRKRINU** (Promises in the Dark) Bandarisk, 1979. Leikstjóri Jerome Hellman. Aðalhlutvérk: Marsha Mason, Ned Beatty og Susan Clark. Vel gerð mynd en nokkuð dapurleg um sérstakt samband læknis við unga stúlku sem haldin er krabba- meini. Lokasýning. Stöð 2 kl. 21.25 GUD GAF MÉR EYRA*** (Children of a Lesser God) Bandarísk 1986. Leikstjóri: Randa Haines. Aðalhlutverk: Marlee Matlin, William Hurt, Piper Laurie og Philip Bosco. Kennari við heyrnleysingjaskóla heillast af ungri hreingerningakonu þar, sem augljóst er að býr yfir miklum hæfileikum. Ýmis vanda- mál koma upp í ástarsambandi þeirra. Leikkonan Marlee Matlin, sem er mállaus í raunveruleikanum, hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd. Ríkissjónvarpið kl. 21.40 KEPPINAUTAR Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1983. Leikstjóri er Robert Day og aðalhlutverk í höndum Richards Chamberlain og Rods Steiger. Myndin segir frá tveimur mönnum sem heyja miskunnarlaust kapp- hlaup til að komast fyrstir manna á Norðurpólinn. Stöð 2 kl. 23.10 ORRUSTUFLUG- MENNIRNIR* * (Flying Tigers) Bandarísk, 1942. Leikstjóri David Miller. Aðalhlutverk: John Wayne, John Carrolt, Anna Lee, Paul Kelly og Mae Clarke. Þessir Flying Tigers eru ekki þeir sömu og komu hér við í síðustu viku að sækja fisk. Þessir eru ungir bandarískir orrustuflugmenn sem herja á japanskan flugher rétt fyrir árásina á Pearl Harbor. Spennandi senur innan um. John Wayne í aðal- hlutverkinu sem leiðtogi flugsveit- arinnar. Inn í spennuna fléttast svo smáástarskot flugmanns og hjúkr- unarkonu. Rikissjónvarpið kl. 23.20 SAMRÝLISFÓLK*** (Echo Park) Bandarísk-austurrisk, 1986. Leik- stjóri: Robert Dornhelm. Leikarar: Susan Dey, Thomas Hulce, Michael Bowen, Christopher Walken og Richard Marin. í daglegu amstri eiga þrír vinir drauma um betri tíð. Stöö 2 kl. 00.55 SILKWOOD*** Bandarísk, 1983. Leikstjóri: Mike Nichols. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Kurt Russell og Cher. Silkwood er mynd byggð á sann- sögulegum atburðum og segir frá lífi og dauða Karenar Silkwood. Myndin gerist að miklu leyti á vinnustað Karenar, í kjarnorkuveri í Oklahoma. Það kemur sér illa fyr- ir vinnuveitendur þegar Karen fer að skipta sér af öryggisástandi kjarnorkuversins og þegar hún fórst í bílslysi árið 1974 þótti það gerast á heppilegasta tíma. Nokkuð þykir skemma fyrir myndinni að allir sem fylgdust með fréttum af þessu máli vita nákvæmlega hvern- ig hún endar. Enginn óvæntur endir og mynd sem ekki þykir við hæfi barna. Rikissjónvarpið kl. 15.00 JÚLÍUS SESAR Leikrit eftir William Shakespeare í uppfœrslu breska sjónvarpsins BBC. Leikstjóri: Herbert Wise. Að- alhlutverk: Charles Gray, Keith Michell, Richard Pasco, David Collings, Virginia McKenna og Elizabeth Spriggs. Stöð 2 kl. 23.20 Á SÍÐASTA SNÚNINGI* * (Running Scared) Bandarísk, 1986. Leikstjóri: Peter Hyams. Aðalhlutverk: Gregory Hines, Billy Crystal og Steven Bauer. Tvær götulöggur í Chicago velta fyrir sér að hætta, en verða að leysa eitt mál áður en af því getur orðið. Þeir skreppa yfir til Flórida . . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.