Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 28

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 28
<#• I fréttum af 75 ára afmæli Eim- skips var sagt frá því að engin veisluhöld yrðu í tilefni dagsins — önnur en afhending heiðurspen- inga. Ólafur Ragnar Grímsson kunngjörði hins vegar á fundi á rauðu ljósi á Selfossi að sér og Jóni Baldvin Hannibalssyni væri ásamt forseta, seðlabankastjóra og öðrum fyrirmennum boðið i sannkallaða konungsveislu á Hótel Sögu að kvöldi afmælisdagsins. Jón Bald- vin kæmist hins vegar ekki þar sem hann yrði í Vínarborg þennan dag. Þegar Eiríkur Jónsson Stjörnu- fréttastjóri leitaði frétta um þessa konungsveislu hjá Eimskip vildu þeir ekkert segja. Ljósmyndari Pressunnar ætlaði á svæðið að mynda herlegheitin, en starfsmenn Eimskips hentu honum út. Svo náin var öryggisgæslan, að hljómsveitin sem átti að spila fyrir veislugesti varð að sýna sérstaka passa til að komast í salinn. við sitt. Eftir því sem næst verður komist tókst það að mestu leyti og situr því allt fast í þessari sérkenni- legu deilu. Meðal þeirra breytinga sem gera átti, og eru eftir því sem fréttist komnar til framkvæmda, var að fá sérstaka þýðendur til að taka að sér þýðingar fyrir 19.19. Starfið var auglýst laust til umsóknar og bárst fjöldina allur af umsóknum. Þetta starf mun þó vera sýnd veiði en ekki gefin. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR voru í boði 75 þús. krónur fyrir starfið, sem kannski þykir ágætt, ef sá hængur væri eki á að vinna þarf alla daga, jafnt sunnudaga sem aðra. Og ef við- komandi starfsmaður vill frí, er veikur eða forfallaður af öðrum sökum; verður hann að finna sér af- leysingamann og borga honum úr eigin vasa... c ^^jónvarpsáhorfendur voru ekki allir vissir um það hvort þáttur um Leonard Cohen fjallaði um listamanninn sjálfan eða þáttagerð- armanninn, Hrafn Gunnlaugsson, vini hans og félaga. En svo mikið var í þáttinn lagt að leita varð út fyr- ir sjónvarpið um aðstoð við tækni- vinnu; meðal annars var klipping þáttarins keypt hjá Hrafni Gunn- laugssyni, einkafyrirtæki, Hagamel 17, fyrir 40 þúsund krónur. ■ — að hefur farið mjög vaxandi ao tryggingafélögin neiti að láta gera við „tjónabíla" heldur kaupi þá af eigendunum, borgi þeim jafn- vel út án þess að taka við bílnum. Þetta er aðallega vegna þess að mik-. ið misræmi hefur myndast milli markaðsverðs og viðgerðarkostn- aðar, en grunnregla félaganna er að kaupa bílana ef viðgerðarkostnað- urinn telst rrleira en 50% af mark- aðsverðinu. Sem dæmi mánefnaað á árunum 1983—1985 keyptu Sam- vinnutryggingar að meðaltali 8,5% tjónabíla, árið 1986 fór hlutfallið upp í 11,6%, í 15,2% árið 1987 og 1988 verður hlutfallið líklega hátt í 16%. Nú er því nálægt sjötti hver bíll keyptur samanborið við tólfta hvern bíl fyrir örfáum árum... ^fundaherferð formanna A-flokkanna um landið er þegar farin að skila árangri. Vaxandi þíða er nú milli A-flokkanna og kemur hún fram í ýmsum myndum. Fyrr í vikunni var til að mynda haldinn óopinber umræðufundur milli ýmissa áhrifamanna í Alþýðu- bandalagi og Alþýðuflokki, aðal- lega af yngri kynslóðinni. Fundur- inn fór fram í bækistöðvum Al- þýðubandalagsins á Hverfisgötu og var samvinna og hugsanlega sam- eining A-flokkanna rædd þar kvöldlangt. Fundinn sátu um 20 manns. Skipuð var sérstök nefnd til að fjalla áfram um þessi málefni og er ráðgert að halda framhaldsfund innan tíðar og boða fleiri úr báðum flokkum á fundinn. „Á rauðu ljósi“ er greinilega grænt ljós á samvinnu A-flokkanna... Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöld til lífeyrissjóða í áföngum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætt-i 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. b...................... verulegum erfiðleikum um þessar mundir og eru skuldir fyrirtækisins gífurlegar. Eitthvað hefur þó tekist að grynnka á þeim með því að selja ýmsa starfsemi sem í gangi hefur verið og draga verulega saman segl- in. Helsta verkefni forlagsins undir lokin var að undirbúa gríðarlega mikla og vandaða útgáfu á öllum verkum þjóðskáldsins Jónasar Hlallgrimssonar, þar sem í áttu aði vera, auk Ijóða hans og skáldskapar i lausu máli, ritgerðir um náttúru- fræði og fleira. Verkið átti að vera sambærilegt að gæðum við hinar vönduðu útgáfur forlagsins á ís- lendingasögunum og Sturlungu, sem gefnar voru út á næstliðnum árum. Ekki tókst forlaginu hinsveg- ar að ljúka því að ganga frá verkinu til útgáfu og á endanum tók Prent- smiöjan Oddi verkið upp í stóra skuld. Það eru því allar líkur á að þessi langstærsta prentsmiðja landsins taki þátt í slagnum á bóka- markaðnum, ekki aðeins sem prentaðili, heldur og einnig sem út- gefandi þegar fram líða stundir... d ^^■eilur þýðenda og Stöövar 2 hafa verið í deiglunni að undan- förnu. Eins og kunnugt er ákvað stöðin að láta þýðendur gera tilboð í þýðingar og ná þar með niður kostnaði við verkið. Þýðendum þótti þetta súrt epli og bundust samtökum um að bjóða ekki í verk- ið, enda hefði það þýtt umtalsverða kjaraskerðingu fyrir þá. Að vísu áttu þeir þýðendur sem eftir verða á stöðinni að halda sömu launum og áður, en þar sem þeim hefði fækkað mjög þyrftu þeir að leggja á sig mun meiri vinnu til að halda þeim laun- um. Stöðvarmenn létu sér ekki segj- ast við þessa samstöðu og hófu ákafar úthringingar þar sem þeir létu að því liggja við einstaka þýð- endur að þegar væru höggvin skörð í þeirra raðir og því væri best fyrir þá að samþykkja þau kjör sem í boði væru. Þýðendur svöruðu þessu með úthringingum á eigin vegum og reyndu að stappa stálinu í sína menn og fá þá til að halda fast Umsamið hlutfail iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenh: 4% iögjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuöi hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við- bættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 1/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Hluti starfsmanna: 1,0% 2,0% 3,0% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. 1987 1988 1989 Hluti atvinnurekenda: 1,5% 3,0% 4,5% SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. byggingamanna Lsj. bygg.iönaðarmanna í Hafnarf. Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar Lsj. Félags garðyrkjumanna Lsj. framreiðslumanna Lsj. málm- og skipasmiða Lsj. matreiðslumanna Lsj. rafiðnaðarmanna Lsj. Sóknar Björg, Húsavík Austurlands Vestmanneyinga Rangæinga Lsj. verkamanna, Hvammstanga* Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Suðurnesja verkafólks í Grindavík Hlífar og Framtíðarinnar Lsj. verksmiðjufólks Lsj. Vesturlands Lsj. Bolungarvíkur Lsj. Vestfirðinga Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði Lsj. Iðju á Akureyri Lsj. Sameining, Akureyri Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj —

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.