Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 15. júní 1989 í vikunni Stefnir í milljarð í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsinu verður lokað i febrúar á næsta ári. Þá verður ráðist í gagngerar endur- bætur á húsinu, ytra sem innra. Gísli Al- freðsson þjóðleik- hússtjóri segir að stefnt sé að því að sýningar geti aftur hafist í leikhúsinu í árslok 1990. Verið er að svip- ast um eftir bráðabirgðahúsnæði fyrir leikstarf- semina á meðan á viðgerðinni stendur, en ekki er enn búið að ganga endanlega frá því máli. Flestir sem láta sig málefni Þjóðleikhússins varða eru þeirrar skoðunar að ásigkomulag húss- ins sé orðið það hrörlegt að allsherjarendurbætur á því séu löngu tímabærar og nú reyndar orðnar óhjákvæmilegar. Byggingin er komin töluvert til ára sinna. Þjóðleikhúsið var formlega tekið í notkun á sumardaginn fyrsta 1950 en steypt upp heilum áratug áður samkvæmt teikningum Guð- jóns Samúelssonar, þá húsameistara ríkisins. Fyrir utan steypuskemmdir vegna veðrunar eru innviðir orðnir feysknir og allur tæknibúnaður for'nfálegur og úr sér genginn. Nýtt þjóðleikhús ódýrara? Byggingarnefnd Þjóðleikhússins, sem átt hef- ur allnáið samstarf við starfsfólk leikhússins, er nú að ganga frá heildarkostnaðaráætlun vegna endurbótanna, sem verður kynnt fjárveitingar- valdinu í lok júlí. Formaður byggingarnefndar er Skúli Guðmundsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins. Endurbæturnar óhemjukostnaðar- samar vegna slóða- háttar í viðhalds- málum Skúli segir að lausleg athugun á kostnaði við við- gerð á ytra borði Þjóðleikhússins, sem gerð var í fyrra, hafi hljóðað upp á 250 til 280 milljónir króna. í sambandi við þessar tölur verður að hafa í huga forsendur sem giltu fyrir ári en eiga alls ekki við lengur. Ef einnig er höfð hliðsjón af því að endurbæturnar innanhúss veröa ekki síður umfangsmiklar én viðgerðin utan á húsinu er - etki talið óvarlegt að geta sér þess til að kostnað- aráætlunin muni nú hljóða upp á a.m.k. 500—700 milljónir króna. Þetta eru miklir fjármunir. Gunnar St. Ólafs- son, verkefnastjóri byggingarnefndar, segir end- urbætur á mannvirkjum oft geta orðið kostnað- arsamari en að byggja frá grunni.í Þjóðleikhúsið vantar m.a. nýtt loftræstikerfi, nýjar raflagnir, hentugri innréttingar, fullkomnari tækniútbúnað og síðast en ekki síst þarf að lagfæra gamla hönn- unargalla. Það er líka talað um að nauðsynlegt sé að reisa viðbyggingu við leikhúsið. En væri þá ekki bara best að rífa gamla Þjóðleikhúsið og reisa nýtt? Ef einungis væri hugsað um kostnað- arhliðina — burtséð frá öllum tilfinningalegum sjónarmiðum um sögulegt giltji þessa húss — þá væri það e.t.v. ekki fráleit hugmynd. Borgarleik- húsið, svo dæmi sé nefnt, á fullbúið að kosta 1.300 milljónir samkvæmt vísitölu sem er miðuð við 1. janúar á þessu ári. Miðað við hvernig kostnaðaráætlanir standast venjulega hér á landi er ekki ólíklegt að endurbæturnar muni ná vel upp í milljarð íslenskra króna. Ætli það sé þó ekki vafasamt að íslendingar vilji fórna gamla Þjóðleikhúsinu þrátt fyrir rándýra andlitslyftingu? Samt gerðu þeir vel i því að fara að sýna fyrirhyggju og draga ekki hálfu aldirnar að huga að viðhaldi opinberra bygginga eins og hingað til. ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON ...tókst samkomulag um kaup lönaöar-, Verslunar- og Alþýöubankaáhlut rlk- isins í Útvegsbankanum og þessu fylgir að innan árs muni bankarnir fjórir sameinaðir I einn viö- skiptabanka. ...var fólk hvatt til þess af forystu ASÍ og BSRB aó skilja bílana eftir heima í tvo daga til aö mótmæla veröhækkun á bensíni. Þátttakan varó öllu minni en í mjólkurverkfallinu I fyrri viku. ...kyrrsetti flugmálastjórn Boeing 737-400-þotur Flugleiöaeftiraðsprunga fannst í hreyfilsdiski samskonar vélar á Bret- landi. Athugun á Flug- leiöavélunum hefur ekki leitt neitt athugavert i Ijós. ...var haldinn fjölmennur borgarafundur í Reykjavík þar sem eignarskatts- hækkun var harölega gagnrýnd fyrir að koma illa niður á ekkjum og ekklum. Fjármálaráö- herra segir gagnrýnina úr lausu lofti gripna og eng- inn ekknaskattur sé til. Ný valdamiðstöð í Evrópu UTSYN ÓMAR FRIORIKSSON Á þingi Evrópu- bandalagsins 24. maí sl. var sam- þykkt að skylda all- ar sjónvarpsstöðvar í bandalagsríkjun- um til að auka stór- lega framboð á sjónvarpsefni sem framleitt er í Evrópu á kostnað efnis frá Bandaríkjunum. Raunar gengur samþykktin svo langt að skyida stöðvarnar til að hafa evrópskt efni að meirihluta á dagskrá og verði þessu fyrir- komulagi komið á ekki síðar en í árslok 1990. Ráðherranefnd EB fékk málið til meðferðar í gær, 14. júní, og var talið nokkuð víst að þar yrði þessi ákvörðun þingsins samþykkt. Ríki EB kaupa árlega sjónvarpsefni frá Bandaríkjunum fyrir 6—700 milljónir dollara. Fulltrúar banda- rískra framleiðenda hafa eðlilega áhyggjur af þessari Evrópuþróun og stunda þrýstiaðgerðir á þingmenn í Strassborg, en án árangurs. Þetta mál er eitt dæmi af mörgum á síðustu árum og mán- uðum þar sem Evrópuþingið er farið að láta æ meira til sín taka, sérstaklega á sviði umhverfis- og mengunarmála, þar sem samþykktir þingsins hafa mikilsverð áhrif í löndum EB. í æ fieiri mál- |um hefur þingið tekið ráðin af ráðherranefnd bandalagsins. Jacques Delors, formaður framkvæmda- nefndar' Evrópubandalagsins, spáir því að innan tíu ára muni a.m.k. 80% allrar löggjafar sem beint eða óbeint snertir hagsmuni VesturÆvrópu- |búa eiga uppruna sinn að rekja til ákvarðana EB. Og nú eru aðeins þrjú ár þar til kominn verður á hindranalaus innri markaður í EB. Öll þessi mál munu að meira eða minna leyti snerta hagsmuni íslands, hver svo sem staða okkar verður gagnvart Evrópu á næsta áratug. Það er því ekki lítil ástæða fyrir íslendinga að fylgjast vel með þró- uninni innan EB og nú eru það kosningarnar til Evrópuþingsins sem athyglin beinist að. Harðvítug kosningabarátta Fyrir réttum áratug fengu kjósendur EB-Iand- anna fyrst rétt til að kjósa fulltrúa sína í beinum kosningum til EB-þingsins. Næstkomandi sunnudag, 18. júní, fara fram kosningar til þings- ins og er háð harðvítug kosningabarátta í EB-ríkjum þessa dagana. Framan af voru völd Evrópuþingsins mjög tak- mörkuð. Á síðustu árum hefur þetta verið að breytast og með lagabreytingu árið 1987 voru völd þingsins formlega aukin. Það þykir því eftir Harðvítug kosninga- barátta til Evrópu- þingsins meiru að slægjast en áður að fá þingsæti innan EB. Meðal frambjóðenda í kosningununr í næstu viku eru þekktir stjórnmálaleiðtogar, s.s. Valery Giscard d ’Estaing, fyrrv. Frakklandsforseti, og þrír fyrrv. forsætisráðherrar; Leo Tindemans, Belgíu, Bettino Craxi, Ítalíu, og Laurent Fabius, Frakklandi. Bandaríska tímaritið Business Week segir í nýlegri úttekt á Evrópuþinginu, sem það kallar raunar „hina nýju valdamiðstöð Evrópu“, að margir stjórnmálamenn í Evrópu telji eftir- sóknarverðara að ná þingsæti á Evrópuþinginu en að komast á þjóðþing í eigin landi. Vitnar tímaritið í þekktan franskan íhaldsmann sem á sæti á þinginu. Hann telur að innan tíu ára verði allar pólitískar ákvarðanir sem skipta einhverju verulegu máli í Evrópu teknar á Evrópuþinginu og öðrum æðstu stofnunum bandalagsins. Muni utanríkis- og öryggismál einnig færast inn á þennan vettvang. „Evrópuþingið er ekki lengur brandari. Það hefur náð áhrifum og nú er ástæða til að fara að taka það alvarlega, “ segir fréttaritari The Sunday Times í Strassborg. Til þessa hefur meirihluti á þinginu verið til hægri. Fréttaskýrendur telja að ekki þurfi nema átta þingsæta sveiflu til vinstri í kosningunum á sunnudaginn til að rniðju- og vinstrimeirihluti nái völdum á Evrópuþinginu. Spáð er auknum áhrifum græningja, sem talið er að gæti fjölgað úr 13 þingfulltrúum í 25. Kosningabaráttan í EB-löndum hefur hefur verið hörð undanfarna daga. í Bretlandi lita íhalds- og rerkamannaflokkarnir á árangur kosn- inganna sem mælikvarða á stöðu flokkanna þar í landi. í kosningaáróðri sínum varar Thatcher Breta við að hleypa sósíalistum til áhrifa „inn um bakdyrnar“, eins og það er orðað, með því að veita vinstri frambjóðendum aukið brautargengi inn á Evrópuþingið í kosningunum. í raun eru íh- aldsmenn í Bretlandi klofnir í afstöðunni gagn- vart EB, en skoðanakannanir benda til að fulltrúarVerkamannaflokksins muni styrkja sig í sessi með heilsteyptari stefnu í Evrópumálunum. Niðurstaða í Evrópukosningunum á Ítalíu er tal- in muni hafa afgerandi áhrif á myndun nýrrar ríkisstjórnar þar í landi. Talið er að miklu skipti fyrir flokksformennsku Kohls kanslara í Þýska- landi hvernig til tekst í kosningunum nú, en kristilegir demókratar halda flokksþing í haust. Illskeytt kosningabarátta á sér stað á Spáni og klofningur í röðum hægrimanna fyrir kosning- arnar í Frakklandi er talinn geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir íhaldsmenn þar í landi. Kjósendur óhugalitlir Þrátt fyrir sifellt meiri áhuga stjórnmála- manna á málum Evrópuþingsins kæra kjósendur sig kollótta. Lítill áhugi sýnir sig í skoðanakönn- unum og búist er við dræmri kjörsókn í mörgum löndum. Fulltrúar stórfyrirtækja líta málið öðr- um augunr. Skv. Business Week stunda nú full- trúar fyrirtækja og hagsmunaaðila þrýstiað- gerðir á Evrópuþinginu, sem minna orðið um nrargt á „lobbyisma" á Bandaríkjaþingi. Trúlega er það sterkari vísbending en flest annað um vax- andi völd og áhrif þingsins. Þessa dagana stendur yfir ráðherrafundur aðildarríkjanna i EFTA og snýst hann einkum um hvaða stefnu EFTA-ríkin eiga að taka gagnvart EB. Þegar einn sameigin- legur innri markaður EB verður kominn á árið 1992 líkja margir bandalaginu við sambandsríki 320 milljóna manna. Þó íslendingar vilji ekki ganga í EB verðum við að laga okkur að þróun- inni í Evrópu og hagsmunir á ótal sviðunr nrunu markast af ákvörðunum sem teknar eru í höfuð- stöðvum bandalagsins. Þá mun nauðsynlegt að gaumgæfa valdahlutföllin innan Evrópuþingsins og hugsanlega gætu íslendingar átt eftir að slást í hóp „lobbyistanna“ í Strassborg. ..var birt skoðanakönnun félagsvlsindastofnunar á fylgi flokkanna. Skv. henni nýtur Sjálfstæðis- flokkurinn nú 39,3% fylg- is, Framsókn, Alþýðu- flokkur og Kvennalisti bæta lltillega við sig en aðrir flokkar tapa. Rúm- lega 50% svarenda sögð- ust vera andvíg ríkis- stjórninni en 23% segjast styðja hana. ...skipaói ríkisstjórnin nefnd til að gera tillögur um hvernig megi rétta af fyrirsjáanlegan 3,5 millj- arða kr. hallarekstur rlk- issjóðs. ...sendi menntamálaráö- herra skólastjórum Tjarn- arskóla áminningarbréf vegna útskriftarmálsins sem PRESSAN sagði frá I síðustu viku. ...hófst laxveiði I nokkrum helstu laxveiðiám lands- ins. Átta laxar fengust fyrstu tvo tímana I Laxá i Aðaldal, en laxveiöi I flest- um ám hefur verið treg vegna vatnavaxta. ...fann björgunarsveit hjón I Þórisdal heil á húfi eftir að þau höfðu villst í þoku og gengið um i á þriðja sóiarhring. ...kom fram að atvinnu- leysi í maí var óbreytt frá apríl eða um 1.800 manns að meðaltali I mánuðin- um, sem er 1,4% af mann- afla á vinnumarkaðnum. ...var séra Pétur Þórarins- son kosinn sóknarprestur í Glerárprestakalli. ■

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.