Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. júní 1989 11 gera þátt um þetta gamla og merki- lega hús. Illugi Jökulsson skrifar handritið og hefur umsjón með þættinum í samvinnu við Þorgeir Gunnarsson. Þátturinn um lðnó verður á dagskrá í sumarlok . . . d arðeigendur í Garðabæ hafa margir ráðið til sín unglinga úr vinnuskóla kaupstaðarins til að koma lagi á garða sína eftir vetur- inn. Fólk hefur þó oft rekið upp stór augu þegar því hefur verið sendur reikningurinn frá vinnu- skólanum. Fyrir tæplega tveggja daga vinnu þriggja krakka í garðin- um hjá sér fékk Garðbæingur einn til dæmis nýlega reikning upp á tuttugu þúsund krónur. Þegar hann i forundran spurðist fyrir um það hjá vinnuskólanum hvort þetta gæti verið rétt var honum svarað því til að gjaldið væri 400 krónur á tím- ann fyrir hvern ungling og í því væru innifalin laun flokksstjóra, leiga fyrir verkfæri o.þ.h., auk þess sem fast gjald fyrir slátt væri 2.500 krónur. Var einhver að segja að smákapítalismi væri dauður úr öll- um æðum?... I tímaritinu Heimsmynd, senr væntanlegt er úr prentsmiðju innan fárra daga, mun vera forvitnileg grein eftir Ólaf Ilannibalsson sem nefnist 14 pólitísk hneyksli. Þar má lesa sitthvað um þau hneykslismál sem komið hafa upp og svona vegna ástandsins í pólitískri sið- menningu íslendinga má geta þess að öll komu hneykslismálin upp á síðasta ári eða eitt á mánuði og vel það að jafnaði. Þá birtir tímaritið einnig hrikalega hagspá eftir Vil- lijálm Egilsson hagfræðing . . . ^80 er mikið feimnismál hjá æðisflokknum hversu af- mælishátíðin í Háskólabíói mis- heppnaðist hvað mætingu flokks- manna varðar — bíóið var hálf- tómt. Heimildir PRESSUNNAR greina frá því að þarna hafi verið um að ræða fyrsta verkefni Ólafs Haukssonar, fv. ritstjóra Samúels, fyrir Sjálfstæðisflokkinn og átti ekki að verða hið síðasta. Hvað sem úr verður er ljóst að flokksmenn hlýddu ekki kallinu frá Ólafi og þungbúna liðinu í Valhöll og vafa- mál að framkvæmd næstu kosn- ingabaráttu verði i höndum sömu manna... B^íýhafnar eru tökur á Stein- barni, verðlaunaleikriti þeirra Vil- borgar Einarsdóttur og Kristjáns Friðrikssonar. Litlu munaði að ekkert yrði úr því aðalleikarinn, Helgi Skúlason, gekk af skaftinu með örstuttum fyrirvara. í skyndi var leitað til Rúriks Haraldssonar og tók hann hlutverkið að sér... I haust kemur út bók eftir Elínu Pálmadóttur, blaðamann á Morg- unblaðinu. Bókin er um frönsku Is- landssjómennina sem voru hér við veiðar fram á þessa öld. Elín hefur safnað efni í bókina í mörg ár og út- gefandi er Almenna bókafclagið... t ál nemandans í Tjarnar- skóla er í mörgu hið kyndugasta. Skólastýrurnar neituðu að útskrifa nemandann á þeirri forsendu að dráttarvextir af skólagjöldum væru ógoldnir. Skólagjöld nemenda eru hinsvegar greidd fyrirfram og þess vegna verður tvísýnt hvort réttmætt er að innheimta dráttarvexti af þeim . . . | eikfélag Reykjavíkur er að flytja upp í Borgarleikhús, þar sem allt verður víst betra og fullkomnara en niðri í Iðnó. En ekki ódýrara: Þarna verður t.d. 50 milljóna króna vindu- kerfi til að hífa upp leikmyndir og ljósabúnað, 30 milljóna króna hljóðkerfi og leikljós upp á 40 milljónir. Enda þótt Iðnó hafi ekki skartað svona fíneríi í gegnum tíð- ina er sjónvarpið nú samt að láta Lífeyrissjóðir eru samtrygglng! Samtrygging felst meðal annars í því að þeir sem njóta örorku-, maka- eða barnalífeyris fá almennt langtum hærri lífeyri en sem nemur greiddum iðgjöldum til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sumir halda hins vegar að lífeyrissjóðir séu eins konar bankabók, þ.e. iðgjöldin fari inn á sérreikning hvers og eins sjóðfélaga og greiða skuli lífeyri eins lengi og innistæðan endist - en ekki lengur! Um 1700 sjóðfélagar með um 400 börn njóta örorku-og barna- lífeyris hjá SAL-sjóðunum. Hætt er við að örorku- og barnalífeyrir yrði rýr ef eingöngu ætti að miða við greidd iðgjöid bótaþeganna. Lífeyrissjóðir eru ekki bara bankabók. Peir eru langtum meira! Lífeyrissjóðir eru samtrygging sjóðfélaga! Mundu það! SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA - Samræmd lífeyrisheild -

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.