Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 22

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 15. júní 1989 Á FLÖTTA UNDAN KLÍSTR ,,lslenskt þióðfélag er st ingu einstal<lingsins. ÞecJ að henda því eins og ón^ væri að hafa löggiltan af? þriðjudögum/7 fólk rhannað til að ræna sjólfsvirð- orðið fulloroið ó helst pappakassa. Hreinlegra ► sem væri opinn ó • u Rósberg G. Snædal er tuttugu og tveggia óra, að mestu sjálfmenntaður i saumaskap og hönn- un. Hann hannar búningana i leikritið VÍrginia Woolf, sem frumsýnt verður i Iðnó i næstu viku. Honum finnst svolitið gaman að ganga fram af fólki, þó ekki nándar nærri eins skemmtilegt og þegar hann var ynqri i heimabæ sinum Akur- eyri. „Þú þekkir mig um leið og þú kemur á Hótel Borg. Ég er dökkhærður, meðalmaður á hæð og verð með bleika jólasveinahúfu og sautjánda júni-f lagg.## GREIN: ANNA KRISTINE MAGNLISDÓTTIR - MYNDIR: EINAR ÓLASON Honum fannst strákaleikir aldrei skemmtilegir og þegar eldri bróðir hans vildi að hann tæki þátt í indíánaleikjum pantaði hann að vera galdralæknirinn: „Þá þurfti ég nefnilega ekki að hlaupa um og öskra, held- ur gat verið að saxa niður njóla með gler- brotum." Hann var ekki hár í loftinu þegar hann festi kaup á fyrstu saumavél sinni, mörgum í fjölskyldunni til hrellingar. Hann hefur komið víða við í atvinnulífinu og seg- ist búinn að sjá að saumaskapurinn sé það skemmtilegasta sem hann fæst við. Núna er hann að leggja síðustu hönd á búninga fyrir leikritið Virginia Woolf, sem nýr leikhópur, Virginía, ætlar að frumsýna í Iðnó í næstu viku. Rósberg G. Snædal er aðeins 22 ára en þetta er í annað skipti sem hann hannar ákveðnar kröfur á mann í sambandi við við- horf manns til lífsins svo og kynhegðunar manns. Maður má til dæmis ekki vera „gay“ í hvítasunnusöfnuðinum. Þá móðgaðist ég alveg óskaplega og hætti. Fannst þetta brot á mannréttindum — sem það og er“. Ægilega skemmtilegt að vera „weird##! Hann segist vera fljótur að fá leið á ákveðnum hlutum og saumaskapurinn sé það eina sem hann hafi aldrei fengið nóg af: „Ég byrjaði snemma að fikra mig áfram, níu ára. Ég var föndrari sem barn en á ungl- ingsárunum var ég farinn að sauma á sjálfan mig. Mér fannst ægilega skemmtilegt að vera „weird“ — undarlegur kölluðu Akur- eyringar það,“ segir hann hlæjandi. Hann bætir við að hann hafi aldrei skilið skráka- leiki: „Ég bara náði þeim ekki. Stelpur voru hins vegar að mínu skapi. Auðvitað hef ég kannski verið útundan á þessum árum, en ég kærði mig bara ekki um annað og þess vegna tók ég ekkert eftir því! Annars held ég að ég sé mjög dæmigerður krabbi. Krabbar eru yfirleitt mjög leiðinleg börn...“ Hann segir að áður fyrr hafi sér þótt gam- an að ganga fram af fólki: „Ég var svona ungur uppreisnarseggur. Maður vegur og metur, og þegar maður sér að það er eitt- hvað bogið við umhverfið verður auðvitað að gera eitthvað, í staðinn fyrir að nýta sér það eins og ég geri núna. Mér þótti voða gaman að gera eitthvað sem pirraði fólkið í kringum mig.“ í framhaldi af þeirri yfirlýsingu spyr ég hvort Akureyri hafi verið of lítill staður fyrir hann: „Jú, ég fann það best þegar ég var hættur að vera barn. Akureyri er ágætur staður, en ef maður vill þroskast á sinn hátt, en ekki eins og Akureyringar vilja, þá er best að flytja. Þar er allt svo samtvinnað, ættar- böndin sterk, allt hlekkjað hvað við annað og hvert smáuppþot verðursvo „gígantískt". búninga fyrir stórt leikrit. Hið fyrra var „Nashyrningarnir" sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sýndi í vetur. Háim kynntist Ieikurum og leikhúslífi no’rður á Akureyri og þegar hann flutti til Reykjavíkur 18 ára gamall gerðist hann ráðskona hjá Guðlaugu Maríu Bjarnadótt- ur leikkonu og Ólafi Hauki Símonarsyni rit- höfundi. „Ég var bústýra hjá þeim og bjó þar í nokkra mánuði. Gætti barnanna og bjó til matinn.“ Þar sem gamlar konur tala tungum Guðlaugu Maríu hafði Rósberg kynnst í leikhúsinu á Akureyri þar sem hann var hvíslari og aðstoðarmaður í söngleiknum um Edith Piaf. „Síðan vann ég með Mess- íönu Tómasdóttur leikmyndateiknara í barnaleikritinu „Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir“. í því leikriti lék ég einnig og ákvað þá að leikur væri ekki mín deild. Mér finnst baktjaldamakkið miklu skemmti- legra.“ Á æskuárunum var hann ákveðinn í að verða annaðhvort dýralæknir eða prestur. Hann segist sennilega hafa haft áhuga á dýr- um því hann hafði ofnæmi fyrir þeim þegar hann var yngri: „Ég taldi mér trú um að ef ég færi að vinna með dýr hyrfi ofnæmið. Ég gæti kannski læknað það þannig." Áhuginn á preststarfinu varð þó öllu meiri: „Ég gekk meira að segja í hvítasunnu- söfnuðinn," segir hann brosandi. „Mér fannst hann svo óskaplega spennandi. Þetta var svo „wild“ trú, gamlar konur að tala tungum og svoleiðis. Það er ekki nema von maður hrifist, svona leikhús hafði ég aldrei séð. Hvítasunnusöfnuðurinn hafði líka „ritúal“, niðurdýfingarskírnina og annað. — Já, já, ég var skírður," svarar hann. „Of- an í einhverjum polli sent var fullur af flug- um og ég sá enga dúfu!“ Hann segist hafa hætt í söfnuðinum þeg- ar hann uppgötvaði að „þar eru lagðar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.