Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 7. des. 1989 litilræði af hóruhúsi Næsta vorfagnar íslenska þjóöin því aö hálf öld er liöin frá því aö landið var hernumiö. Þetta hefur í alla staði veriö hin Ijúfasta lota, byrjaði meö heimsstyrjöld sem gaf svo vel í aöra hönd aö hægt var aö leggja grunninn aö því velferðarþjóðfélagi sem landsmenn búa viö í dag og ekki hefur eftirleikurinn veriö lak- ari, landið veriö hersetiö af vinum, velunnurum og bandamönnum okkar, sem mega ekki til þess hugsa aö illa fari fyrir okkur þegar kjarn- orkustyrjöld brýst út í heiminum. Þessvegna kallaö varnarliö. Þaö hefur, einsog gengur og gerist, tekiö ís- lendinga mislangan tíma aö sætta sig viö þaö aö vera hersetnir. Menn voru meö svolítinn uppsteyt fyrir nokkrum áratugum, svo dvínaöi andstaöan gegn hersetunni og nú er svo kom- iö aö ekki er nóg meö aö fólki sé orðið sama um þaö þó hér sé erlendur her, heldur telja flestir þaö æskilegt og hafa menn þá einkum í huga þá staðreynd aö í kjarnorkustyrjöldum hlýtur aö vera ósköp notaleg tilhugsun aö vita af varnarliði í hlaðvarpanum. Aö ekki sé nú talað um þá staðreynd aö ís- lendingum koma meira en litlar tekjur af varn- arliðinu. Samkvæmt skýrslu utanríkisráöuneytisins á síðasta ári runnu hvorki meira né minna en átta milljarðar (áttaþúsund milljónir) í beinhöröum peningum frá varnarliöinu til íslendinga. Dálaglegur vasapeningur fyrir þá sem þess njóta. Og lítill vandi fyrir „oss fáa, fátæka, smáa" aö gleyma því aö vér séum hersetnir þegar ágóö- inn er hafður í huga. Sannleikurinn er nefnilega sá aö þó þaö sé óskastaða hverrar þjóöar aö vera hersetin í kjarnorkustyrjöld er þó sýnu hlýlegra, nota- legra og praktískara að vera hersetinn á friðar- tímum, því þá gengur allt sinn vanagang og ekkert andskotans vesen. Afturámóti er hætt viö aö herseta í kjarn- orkustyrjöld yröi átakanlega skammvinn. Eöa einsog sagt var í Miðbæjarskólanum þegar ég var krakki: — Elskiði friðinn og strjúkiöi kviðinn. Þó undarlegt megi viröast kveða stundum viö hjáróma raddir manna og kvenna sem una því ekki aö veriö sé aö reisa hernaöarmannvirki um allar trissur og þá helst þar sem landvættir höföu áöur aösetur: á Reykjanesi, Hornafiröi, Langanesi og Bolavíkurfjalli. Þetta sama fólk ætlar 'vitlaust aö veröa vegna þess aö verið er aö byggja eldsneytis- birgöastöövar í Helguvík, kjarnorkuhelda stjórnstöö á Miðnesheiði, varastjórnstöö í Grindavík, hliöarbrautirá Keflavíkurflugvelli aö ekki sé nú talað um allan gauraganginn útaf herflugvelli sem gæti verið bæöi notalegur, skemmtilegur og praktískur á bökkum Laxár í Aðaldal. Það er einsog þessir menn geri sér ekki Ijóst aö vofa atvinnuleysisins grúfir yfir stórvirkum vinnuvélum íslenskra verktaka. Þaö er til lítils að vera meö góða mjólkurkú og sleppa mjöltunum. Þaö besta viö þetta allt er þó að við getum öll veriö meö góöa samvisku vegna þess aö öll hernaðarmannvirki sem reist eru á friðartím- um eru, eðli málsins samkvæmt, byggö til friö- samlegra nota, flugvellir, flugstöövar, radar- stöövar, stjórnstöövar, olíustöðvar og kjarna- sprengjuvarnarvirki. Allt í friösamlegum tilgangi. Já, meira aö segja hafiö, landiö og loftið þjóna aöeins friönum einum, þaö er aö segja þartil til ófriöar dregur. Og herinn er í landinu til að varðveita þenn- an viövarandi friö sem mun haldast, ef guö lof- ar, þartil stríöiö byrjar. En hversvegna að vera aö mögla? Þaö er nefnilega ekki til neins aö vera að berj- ast á móti hernaðarmannvirkjum í hersetnu landi. Fólki hættir til aö einblína á afleiðinguna en gleyma orsökinni. Sannleikurinn er nefnilega sá að á meðan ís- land er hersetiö, þá er ísland hernaöarmann- virki, og, ef ég skil þetta allt rétt, í þágu friðar og farsældar fyrir íslensku þjóöina. Og þjónar umfram allt heimsfriönum. Það er aö segja á friðartímum. Reynslan af heimsstyrjöldinni síðari er sú að þegar landiö var hernumið 10. maí 1940 varö hver krókur og kimi í landinu hernaðarmann- virki: skólar, sjúkrahús, Vatnsmýrin, Sundhöll- in, Þjóöleikhúsiö, Arnarhóllinn, Akraborgin, sem þá hét Laxfoss eöa Fagranesiö, vegir, firö- ir, víkur og vogar. Konurnar uröu hernaðarmannvirki og mennirnir ekki síður, já þjóðin öll og er það raunar enn og verður á meöan landiö er herset- iö. Hóruhús eru bönnuð á íslandi. En ef nú slíkur rekstur yrði leyföur i landinu og þá til aö efla heimilisfriöinn væri til lítils aö vera sífellt aö fjargviörast útaf því hvaöa aö- ferðir maddaman og dömurnar notuöu til aö mjólka kúnnana, leggja bann við lauslæti á staönum, fara í mótmælagöngu þegar til stæöi aö gera viö sligaða legubekki eöa skipta á rúm- unum, já, eöa banna stúlkum hússinéaö taka peninga fyrir aö gera do-do. Öll þessi umsvif væru bara eölileg afleiðing af rekstri slíkrar stofnunar, en orsökin hóruhús- iö sjálft. Af hverju leiðir aö ekki er hægt að koma í veg fyrir dónaskapinn nema meö því aö hætta rekstrinum. En þaö verður ekki gert meöan maddaman er á mála hjá fastagestunum og stúlkunum finnst gaman og líður vel í vinnunni. Hættum þessvegna aö einblína á afleiðing- arnar af því ástandi sem íslenska þjóðin óskar sér helst. Reynum heldur aö njóta orsakanna. Hernámsins. Annaöhvort eru hóruhús leyfð eöa þau eru bönnuö. Þaö er nú heila máliö. HAUSTHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉLAGSINS VINNINGAR: SAMEIGINLEGUR VINNINGUR: 3 Subaru Legacy • Öflugri krabbameinsvarnir! Station 4WD. 4 Hálf milljón upp í bifreið aö eigin vali. 33 Ferö meö Samvinnuferðum-Landsýn eða vörur frá Japis eða Húsasmiðjunni fyrir 100 þús. kr. 60 Vörur frá Heimilistækjum eða IKEA eða Útilífi fyrir 50 þús. kr. STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.