Pressan - 07.12.1989, Síða 6

Pressan - 07.12.1989, Síða 6
6 Fimmtudagur 7. des. 1989 VIÐTAl: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Guðrún er dæmigerð ung ís- lensk kona; Ijóshærð, lagleg, grönn og hressiieg. Hún er 28 ára gömul, nýkomin úr löngu námi í Bandaríkjunum og í óða- önn að aðlagast aftur tslensku þjóðfélagi. Guðrún er í sambúð og þar sem þrítugsaidurinn nálgast er ekki óeðlilegt að fólk eigi von á að hún verði brátt ófrísk, eins og kvenna er gjarnan siður við svipaðar kringumstæður. Og vÍ8t langar Guðrúnu að eignast barn, en það getur orðið svolítið snúið að láta þann draum rætast. Guðrún er lesbía og til þess að hún og sambýliskona hennar geti stofnað fjölskyldu verða þær annaðhvort að fá tækni- frjóvgun í heilbrigðiskerfinu eða sjá sjálfar um að framkvæma frjóvgunina. PRESSAN hitti Guðrúnu að máli fyrir skemmstu og var hún fyrst spurð að því hvort tæknifrjóvgun væri orðið sérstakt baráttumál sam- kynhneigðra kvenna. „Nei, tæknifrjóvgún snertir alls ekki eingöngu lesbíur. Aukin um- ræða um þetta mál tengist breyttri stöðu kvenna í vestrænum þjóðfé- lögum, bæði gagnkynhneigðra kvenna og lesbía. Við getum núna séð fyrir okkur sjálfar og framfleytt (jölskyldii, svo það er ekki lengur nauðsynlegt að karlmaður sé í spit- inu sem fyrirvinna. Pess vegna eru konur í auknum mæli farnar að íhuga tæknifrjóvgun, ef þær langar til að eignast barn og eru í aðstöðu til að sjá því farborða. Konur eru sem sagt ekki lengur dæmdar tii að vera bárnlausar, þó draumaprinsinn láti bíða eftir sér." Fólk er hætt að roðna við að segja „hommi" eða „lesbía" — Hefur þú sjálf ákvedid að hafa þennan háttinn á? „Ég hef ekki enn kannað af neinni alvöru þann mögúleika að fá tækni- frjóvgun, enda er ég tiltölulega ný- komin til landsins eftir langa dvöl við nám í Bandaríkjunum og hef haft um annað að hugsa. Hins vegar hef ég orðið mikið vör við umræðu um tæknifrjóvgun meöal lesbía á ís- landi — t.d. í Samtökunum '78. Margar þeirra eru farnar að velta þessu fyrir sér og eru ekkert feimn- ar við að segja að þær vilji eignast barn. Raunar veit ég um eina, sem hefur fært það í tal við kvensjúk- dómalækni að sig iangi til að eign- ast barn. Hann tók henni mjög vel. Hér á landi hafa málin ekki þróast svo lángt að lesbíur hafi með sér einhver stuðningssamtök vegna frjóvgana. Mér virðist hins vegar allt stefna í að það gerist í framtíðinni, vegna þess hve margar konur eru farnar að lýsa áhuga sínum á þessu. Margar lesbíur eiga hins vegar börn frá fyrri samböndum við karlmenn, þar sem þær hafa annaðhvort ekki uppgötvað kynhneigð sína fyrr en seint... eða ekki getað horfst í augu við hana. Paö er annars athyglisvert að kon- ur eru yfirleitt töluvert eldri en karl- ar, þegar þær „koma úr felum". Kannski gerum við ekki jafnmiklar kröfur til lífsins og karlmenn. Að einhverju leyti á þetta örugglega rætur að rekja til uppeldisins, því það er alið upp í stelpum að geðjast öðrum og gera eingöngu það sem ætlast er til af okkur. Auðvitað er þetta ekkert algilt, en til skamms tíma var þetta töluvert ríkur þáttur í mótun kvenna. Á allra síðustu árum er hins vegar að koma fram hópur ungra kvenna, sem kæra sig ekki um að stofna til sambanda við karla og hafa jafnvel aldrei prófað það. Nú er talað heil- inikið um samkynhneigð — t.d. í skólum, fjölmiðlum og bókum — og fólk horfist iðulega fyrr í augu við kynhneigð sína og þorir fyrr að lifa samkvæmt henni en á meðan aldrei var minnst á þessi mál. Þetta er ekki jafnmikið „tabú" og áður og þess vegna ekki lengur alveg óyfirstígan- legur þröskuldur. Fólk er meira að segja hætt að roðna, þó það segi orð eins og lesbía eða hommi! Þegar þetta unga fólk stofnar til fastra sambanda með persónu af sama kyni á það þess vegna oft ekki að baki „venjuleg" ástarsambönd eða kannski hjónabönd — og þar með ekki heldur börn. Þar af ieið- andi verður nokkuð örugglega meiri umræða um tæknifrjóvgun meðal samkynhneigðra þegar lengra líður." — Hefurdu kannað hver yrði lagalegur réttur barns, sem þú myndir eignast í sambúð með konu? „Ég hef ekki formlega kannað lagalegu hliðina á málinu hér á landi, ég veit að við gætum örugg- lega ekki ættleitt barn saman og ef- laust gætum við ekki haft sameigin- legt forræði yfir barni, sem önnur hvor okkar eignaðist. Auk þess er tæknifrjóvgun eingöngu fram- sem er í sambúð með annarri konu og langar til að eignast barn.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.