Pressan - 07.12.1989, Page 7

Pressan - 07.12.1989, Page 7
Fimmtudagur 7. des. 1989 7 kvæmd þegar hjón eiga í hlut. í Bandaríkjunum veit ég hins vegar aö mæöur reyna að tryggja afdrif barna sinna með því að útbúa erfða- skrá með ósk um að þau verði í um- sjón sambýliskonunnar, ef móðirin fellur frá. Það eru hins vegar ekki eingöngu gallar við að eignast barn innan samkynhneigðs sambands. Við lesbíur höfum það m.a. fram yfir önnur pör að hvor aðilinn sem er getur tekið að sér að ganga með barnið eftir þvi hvernig stendur á, t.d. varðandi vinnu, heilsufar eða annað — oft ákveða konurnar líka að eignast báðar. Barneignir okkar geta aldrei verið samruni beggja einstaklinganna í ástarsambandinu, en það verður ekki á allt kosið... Auðvitað geta þó báðar konurnar myndað sömu tengsl við barnið, þrátt fyrir að einungis önnur sé líf- fræðileg móðir þess, alveg eins og t.d. stjúpforeldrar." Ætlaði að eignast barn með vini mínum — Vildir þú vita hver faðirinn væri, ef þú færir út í tækni- frjóvgun, eða yrði hann að vera ókunnur? ,,Ég held, að mér þætti betra að þekkja föðurinn. T.d. myndi ég vilja gera skriflegan samning við hann til þess að ekkert færi á milli mála varðandi umgengnisrétt, fram- færslu og annað. Það er best að hafa allt slíkt á prenti, svo ekki komi til ágreinings síðar." — Myndir þú þá leyfa föðurn- um að fá umgengnisrétt? ,,Ég er ekki alveg viss. Afstaða mín hefur nefnilega breýst svolítið að undanförnu, þar sem ég íhugaði barneignir fyrst áður en ég fór i sambúð. Ég á góðan kunningja, sem er hommi, og við vorum á tímabili að hugsa um að eignast saman barn. Við vorum raunar ekki alveg búin að skipuleggja þetta, en ég var sam- þykk því að við ættum barnið sam- an og hann umgengist það. Hann var ekki tilbúinn til að ala barnið upp og var því sáttur við að það byggi hjá mér, þannig að allt virtist geta gengið upp. En svo hitti ég konu og stofnaði með henni heimili og þær aðstæður hafa breytt ýmsu. Ætli þetta færi ekki mikið eftir því hver faðirnn væri og hvernig sam- band okkar væri... Ég útiloka a.m.k. ekki að ég gæti samþykkt að hann hefði umgengnisrétt og að barnið þekkti hann sem „pabba". Eiginlega finnst mér það fyrirkomu- lag að mörgu leyti aðlaðandi." Vinur minn vill verða sæðisgjafi — Það er ekkert afskaplega flókið að framkvæma frjóvgun- ina, þó „gamla, góða aðferðin“ sé ekki notuð? „Nei, þetta er alls ekki flókið mál. í raun og veru snýst málið eingöngu um að setja sæðið inn í leggöngin og það er hægt að gera með ýmsu móti — t.d. með nálarlausum sprautum. Aðalatriðið er að sæðið sé ekki látið bíða lengi. Oft vilja sambýliskonur m.a.s. frekar framkvæma frjóvgunina heima en að fara í sjúkrahús. Þannig eiga þær þessa stund í sameiningu í stað þess að önnur sé lögð inn á stofnun og hin komi hvergi nærri. Margar lesbíur velja því þann kost að gera þetta sjálfar. Hitt er svo ann- að mál að það þarf gjarnan að gera margar tilraunir áður en frjóvgunin tekst og þá fer kannski mesti róman- tíski glansinn af þessu ... En þannig er því líka farið með gagnkyn- hneigð pör. Það tekst sjaldnast í fyrstu tilraun að „búa til barn". — Hefurðu rætt hugsanlegar barneignir ykkar sambýlis- kvennanna við fjölskyldu þína? „Ég hef minnst á þennan mögu- leika við nánustu vini, systkini mín og maka þeirra og þau hafa öll tekið þessu afskaplega vel. Þau sjá ekkert þessu til fyrirstöðu, enda á ég sem betur fer vel upplýsta vini og fjöl- skyldu sem styður mig á allan hátt. Einn gagnkynhneigður vinur minn hefur meira að segja boðist til þess — í fúlustu alvöru — að vera sæðis- gjafi, ef ég láti til skarar skríða. Mér þótti mjög vænt um það tilboð." Lesbíur fljótar að kenna sjólfum sér um vandamólin — Þekkirðu einhverjar lesbí- ur, sem hafa eignast börn eftir að hafa sjálfar framkvæmt frjóvgunaraðgerð? „Já, úti í Bandaríkjunum kynntist ég tveimur konum, sem þá áttu von á barni og eru núna búnar að eign- ast son. Þær fengu tæknifrjóvgun á sjúkrahúsi og þegar ljóst var að hún hefði tekist ríkti mikil gleði meðal vinahópsins. Mér var m.a. boðið í veislu til að fagna þessari tilvonandi fæðingu og það var mjög skemmti- legur gleðskapur. Þær sambýliskon- urnar voru búnar að innrétta barna- herbergið og það vantaði ekkert nema barnið! Þetta eru konur á fertugsaldri, sem hafa búið saman í ellefu ár. Þær keyptu sér hús í sameiningu, stækk- uðu það og lagfærðu — og þá voru þær tilbúnar til að eignast eitthvað meira en ketti, eins og þær komust að orði. Svo þær drifu bara í mál- inu . . . Ég held, að lesbíur fari yfirleitt ekki út í barneignir fyrr en þær hafa komið sér vel fyrir og eru orðnar sannfærðar um að geta boðið barni upp á góð lífskjör. Við erum kannski undir meira álagi en aðrar konur hvað þetta varðar. Okkur finnst við verða að vera einhverjar ofur- mömmur til þess að „sanna okkur". Við erum líka dauðhræddar um að kynhneigð okkar bitni á ein- hvern hátt á barninu og ef eitthvað bjátar á byrjum við á þvi að leita or- sakanna í þeirri staðreynd að við er- um lesbíur. Ég las eitt sinn lýsingu á hræðslu lesbíu, þegar dóttir hennar kom grátandi heim úr skólanum einn daginn og sagði: „Af hverju getum við ekki verið eins og venju- legar fjölskyldur?" Konan fraus og hugsaði mér sér að núna kæmi skellurinn. En þá hélt barnið áfram að útskýra mál sitt: „Við borðum aldrei kjöt og förum miklu sjaldnar í bíó en fjölskyldur vina minna!" Málið snerist sem sagt alls ekki um það að mamman bjó með konu en ekki karlmanni, en lesbíur eru fljót- ar að kenna sjálfum sér um, ef börn- unum líður illa. Það er því sjálfsögð krafa lesbía, sem og annarra kvenna einna eða í sambúð, að geta fengið tæknifrjóvgpn í gegnum hið opinbera heilbrigðiskerfi." GLÆSILEG, FJARSTÝRÐ HLJÚMTÆKJASAMSTÆÐA - 9 0 0 C D Okkur tókst að útvega eina sendingu afþessum frábærn samstæðum fyrir jólin á sérstaklega hagstæðu verði. Þeir sem fyrstir verða geta nú eignast alvöru hljóm- tæki með stórkostlegum afslætti. Gleðilegt jóla- tilboð frá Japis. M A G IM A R I GEISLASPILARI Ú T V A R P KASSETTUTÆKI PLÖTUSPILARI HA TALARAR FJARSTYRSNG 60 wött sínus vid 8 ohm, fjarstýring 18 bita, fjórfalt lciðrcttingar- kcrfi, fjarstýring FM-stcrco, LB, MB, 24 stöðva minni, fjarstýring Tvöfalt mcð raðspilun, tölvu- stýrt, dolby, fjarstýring Alsjálfvirkur mcð T4P tón- höfuð, fjarstýring 60 vvött, scrhannaðir fyrir gcislaspilara 23 liða. Stýrir öllum tækjTim stæðunnar JAPISS BRAUTARHOLTI 1 KRINGLUNNI, • AKUREYRI

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.