Pressan - 07.12.1989, Side 13

Pressan - 07.12.1989, Side 13
Fimmtudagur 7. des. 1989 13 PRESSU I Morgunblaðinu í gær er greint frá því í nokkuð stórri frétt að Kol- finna Baldvinsdóttir, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra og Bryndísar Schram, muni verða drottning á NATO-hátíð sem haldin verður í Norfolk í Bandaríkjunum í vor. Kol- finnu sjálfri var hins vegar ekki kunnugt um að hún ætti að gegna þessu drottningarhlutverki fyrr en í gærmorgun þegar Eiríkur Jóns- son, dagskrárgerðarmaður hjá Að- alstöðinni, óskaði eftir henni í viðtal til að ræða um þennan titil. . . Þ ótt Aðalstöðin sé ennþá ung hafa menn þar staðið frammi fyrir vandamálum eins og margir stjórn- endur þekkja. Starfsfólk ku hafa reiknað skakkt út hvernig yfirmað- ur Bjarni Dagur Jónsson yrði og hann þykir ákveðnari og slyngari en fólk þar reiknaði með. Nýlega sagði Bjarni Dagur upp tveimur stúlkum úr auglýsingadeild þar sem honum þótti þær lélegir starfs- kraftar. Við heyrum að eftir upp- sögnina hafi stjórnendur Aðalstöðv- arinnar komist að því að stúlkurnar höfðu gefið vinum og vandamönn- um fríar auglýsingabirtingar. Önn- ur stúlknanna hafði komið á Aðal- stöðina af Bylgjunni og hefur aftur tekið til starfa þar. Það mun hafa ruglað einhverja viðskiptavini stöðvanna í ríminu að sama stúlkan skyldi bjóða auglýsingar á mis- munandi verði hjá tveimur stöðv- um með nokkurra daga millibili. . . H^Éikil óánægja rlkir nú hjá flugfreyjum hjá Flugleiðum eftir að Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, lýsti því yfir við stjórn Flugfreyjufélags- ins að „flugfreyjur færu í taugarnar á honum". Mun þetta viðhorf forstjór- ans hafa smitað út frá sér og ekki alls fyrir löngu gekk undirskrifta- listi um skrifstofur Flugleiða þar sem starfsfólk félagsins skrifaði und- ir að það lýsti vanþóknun á kröfu- gerð flugfreyja í síðasta verkfalli... aðilar hönd á plóginn við gerð skaupsins þetta árið og meðal þeirra sem nefndir eru er Gísli Rúnar Jónsson. Framlag Stöðvar 2 til skaups er þáttur með Marteini Mos- dal. Eftir miðnættið munu báðar stöðvar leggja áherslu á að sýna úr- vals kvikmyndir og þá frumsýnir Stöð 2 til dæmis myndina Arthur með Dudley Moore. . . Þ ann 15. desember verða haldnir stórtónleikar í Laugardals- höllinni. Það eru íþróttafélagið Fram, Bubbi Morthens og um- boðsmaður hans Þorsteinn Krag og Helgi Björnsson söngvari sem hafa veg og vanda af tónleikunum. Mikill undirbúningur hefur verið í gangi, s.s. vegna löggæslu, og mun ákveðin upphæð af hagnaði renna til neyðarathvarfs Rauða kross- ins. A tónleikunum kemur Bubbi fram með nýja sveit sína, Lamana, og svo rokksveitin Síðan skein sól. . . ♦ M rás 2 hanga á veggjum fyrir- mæli frá Stefáni Jóni Hafstein um að ekki megi byrja að leika jólalög þar fyrr en 7. desember. Frjálsu út- varpsstöðvarnar, Bylgjan, Stjarn- an og Aðalstöðin, munu hins vegar hafa gert með sér samkomulag um að byrja að leika jólalög síðasta laugardag, 2. desember. . . I^Éyiega var greint frá því að rannsókn Hollustuverndar fyrir Félag kjötiðnaðarmanna á kryddi hefði leitt í ljós gífurlegt magn gerla í kryddinu og langt umfram það sem staðlar erlendis leyfa. Nú h'afa íleiri kryddtegundir verið rannsak- aðar og enn og aftur kemur sama niðurstaða í Ijós. Dæmi eru þess að gerlafjöldi í hverju grammi skipti tugum milljóna og myglusveppir greindust í einni kryddtegund. Fé- lag kjötiðnaðarmanna sendi heil- brigðisyfirvöldum bréf þar sem lýst var þungum áhyggjum vegna þessa og benti á að erlendis væri krydd sem þetta dæmt ósöluhæft. Enn hafa engin viðbrögð borist frá yfir- völdum en kryddinnflytjendur eru sumir ekki ánægðir með þetta fram- tak kjötiðnaðarmanna og halda þvi fram að kjötiðnaðarmennirnir geymi kryddið of lengi og því aukist gerlafjöldinn. Á móti benda kjötiðn- aðarmenn hins vegar á að á krydd- umbúðunum sé hvergi að finna dagsetningar um geymslutíma. . . II mun vera unnið að því að fá söngkvartettinn heimsfræga Man- hattan Transfer til að koma fram á Hótel Islandi næsta vor. . . Leiðrétting í síðasta blaði var því ranglega haldið fram í mola vegna misskiln- ings að gildistími við stöðumæla við ákv. götur í borginni hefði verið lækkaður niður í hálftíma. Stað- reynd málsins mun vera sú að há- niarkstími nokkurra mæla á þessu svæði hefur alltaf verið 30 mín. En nú 'hefur borgarráð samþykkt að lengja hámarkstíma alls 227 stöðu- mæla úr einni klukkustund í tvær klst. M.a á Túngötu, við Ingólfs- stræti, Kirkjutorg, Rauðarárstíg og Frakkastíg. Verða þessar breytingar væntanlega gerðar á næstu 1^2 vikum. Biðjumst við velvirðingar á þessari villu. Ritstj. 5 ár án bletta - eða nýtt teppi ÓKEYPIS! Loksins- eru þau komin teppin sem þola næstum allt: Marquesa Lanal Núna geturðu teppaklætt fleti sem hingað til var óhugsandi að hafa á teppi vegna bletta og slits. Skoðaðu ábyrgðarskilmálana. Marquesa Lana er ný bylting í teppagarni. Marquesa Lana er að auki þrautprófað af hlutlausum rannsóknarstofnunum með tilliti ttl slit- þols, fjaðurmagns og eiginleika til að halda áferð sinni - þetta er aukatrygging fyrir þig. Takið eftir að Gemini-lykkjuteppin og Royal Berber eru frábær að gæðum og inni- halda hvorki meira né minna en 880 g af garni á fermetra. Blettalaus teppi lengi lifi: Marquesa Lana. Aðeins í Teppabúðinni! Mælum, rífumgömlu teppinaf-gerumtil- boð og leggjum nýju teppin fljótt og vel. ABYRGÐ: 5 ára biettaábyrgð! Myndist, innan 5 ára frá kaupdegi blettur, sem ekki tekst að þrifa úr skv. leiðbeiningum, eða sérfræðingar okkar ná ekki úr þá skiptum viö orðalaust um teppi hjá þér. 5 ára slitþolsábyrgð! Slitni teppið f gegn innan 5 ára frá kaup- degi, skiptum við þvf slitna út með nýju teppi. 5 ára litaheldni! Láti teppi lit innan 5 ára frá kaupdegi, skiptum viö þvf upplitaða út með nýju teppi. Ath: Ábyrgðin fellur úr gildi við misnotkun, skemmdarverk eða náttúruhamfarir. Gemini - teppi ofin úr Marquesa Lana Einkar sterk gæðateppi með þéttum lykkjum og góðu undirlagi. 16 ferskir litir. Framleitt úr 100% polypropylene. Hentar á alla heimil- isfleti. stigahús og skrifstofur. Full ábyrgð. Breidd: 400 cm. Efnismagn: 880 gr. m2 c ^^jónvarpsstöðvarnar ætla ekki að standa fyrir áramótadansleik um þessi áramót. Ríkissjónvarpið verður að vanda með sitt áramóta- skaup en gríðarleg leynd hvílir yf- ir því hverjir það eru sem skrifa það í þetta sinn. Samkvæmt okkar heimildum leggja nokkrir þekktir TEPPABUÐIN GÖLFEFNAMARKAÐURINN, SUÐURLANDSBRAUT 26. Sími 91-681950.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.