Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 7. des. 1989 sjúkdómar og fólk Æðahnútar Ég stóö á H verfisgötunni í rigning- arsudda og reyndi að veifa í leigubil. Bíllinn minn var í viögerð og ég þurfti að komast yfir þveran bæinn og aftur til baka og kunni ekki á al- menningsvagnakerfið, þó skömm sé frá að segja. — Ég verð að fara að læra á strætó aftur, sagði ég spek- ingslega við sjálfan mig og horföi á vagnana renna upp að stoppistöð- unum, fyllast af farþegum og aka af stað en ég stóð eftir með þumalinn út í loftið eins og þýskur túristi á leið um landið. — Þetta gengur ekki, hugsaði ég, og rölti niður á BSR til að fá bíl. Nokkrir snaggaralegir bíl- stjórar sátu við spil og tafl, þegar ég rak hausinn inn á stöðina og spurði hvort einhver væri laus. — Sýnist þér það ekki, sagði einn glaðhlakka- lega, hér eru allir lausir og liðugir. Maðurinn hló hátt og stóð upp og sagði mér að gera svo vel. Við rölt- um út í bílinn hans, settumst upp í og ég sagði honum hvert ég vildi fara, hann setti mælinn af staö og við ókum út af stæðinu. — Er alltaf nóg að gera? spurði ég, til að segja eitthvað. — Þetta er svona reytingur sagði bílstjórinn, lítið á daginn en þeim mun meira um helgar og á nóttunni. Það hefur eiginlega ekk- ert verið að gera í dag, ég fékk nokkra túra um hádegið upp í Glæsibæ meö nokkra höfðingja, sem voru aö drekka sig niður og fóru á Ölver. Veistu annars hvað þeir kölluðu Glæsibæ? sagði hann og glotti. — Nei sagði ég. — Æðahnút- inn, sagði hann og hló, eða Kaffi Varicose veins á enskunni. Af hverju heldurðu að þeir kalli þetta æðahnútinn? — Mig rennir grun í það, sagði ég og brosti glaðhlakka- lega framan í bílstjórann og eitt and- artak vorum við eins og tveir sam- særismenn sem bjuggu yfir sam- eiginlegu leyndarmáli. — Það er svo mikið af kellingum þar með æða- hnúta, sagði bílstjórinn og hló dátt, annars sagði ég piltunum að ég væri með æðahnúta líka svo þeir skyldu bara vara sig. — Hvað sögðu þeir þá? sagði ég kumpániega. — Þeir sögðu: Hvenær ætlarðu að leysa hnútinn? Bílstjórinn skellihló og var hinn kátasti. — Þetta voru bestu pilt- ar, þeir voru svo kurteisir, að þeir báðu mig að stoppa þarna á Ijósun- um svo einn gæti ælt út um glugg- ann. Sumir hefðu nú bara ælt í bíl- inn. En heyrðu, ert það ekki þú sem ert alltaf aö skrifa um læknisfræöi í blöð? — Jú, sagði ég. — Heyrðu, af hverju skrifarðu ekki um æðahnút- ana mína? Fótur yfir gírstöng Við stoppuðum á rauðu ljósi og hann vatt hægri fætinum yfir gír- stöngina og til mín á framsætið. — Sjáðu, sagði hann og dró upp buxnaskálmina, þetta er alveg fer- legt. Ég leit á fótinn, og sá, að hann var með mikla æðahnúta á leggn- um. — Þetta er verra hérna uppi á lærinu, sagði hann og ég hélt eitt augnablik, að hann væri á leiðinni úr buxunum til að sýna mér herleg- heitin. Hann dró þess i stað niður sokkinn með miklum erfiöismunum til að sýna mér æðahnútinn við ökklann, og sagði mér söguna af því, þegar hann var á leiðinni aö láta skera þetta. Það var komið grænt Ijós en hann skeytti því engu og hélt áfram að tala, enda óhægt um vik aö keyra bílinn, þar sem hann var meö hægri fótinn uppi í sætinu hjá mér. — Ég ætlaði í aö- gerð þegar Reagan og Gorbaséff komu til landsins, var búinn að fá pláss og allt en hætti við til að missa ekki af öllum tekjunum í kringum þá. Nokkrir bílar voru farnir að flauta fyrir aftan okkur, svo hann dró niður skálmina og upp sokkinn og leit fyrirlitlega í afturspegilinn og tautaði: „Djöfuls stress í þessu utan- bæjarfólki." Við ókum af stað með látum og hann hélt áfram að segja mér sögur af æðahnútunum. Önnur einkenni og meöferö — Annars geta einkennin veriö mun verri, sagði ég, ef þetta er mjög slæmt þá veröur blóðflæðið frá fót- unum ófullnægjandi og margir kvarta þá undan bjúgmyndun, og skóm sem verða alltof þröngir, þeg- ar líða tekur á daginn. Margar kon- ur sem eru með slæma æðahnúta eiga til dæmis erfitt með að standa lengi upp á endann og kvarta undan því. — Þetta er býsna algengt, sagöi bílstjórinn, ég þekki helling af fólki með svona æðahnúta. — Já, sagði ég og líkurnar á æðahnútum eru auknar hjá þeim sem eru mjög feitir, háir eða vanfærir eða vinna í kyrr- stöðu standandi upp á endann. — Ætli lífverðir drottningarinnar séu ekki með æðahnúta? sagði bílstjór- inn og fór að segja mér frá ferð sem hann hafði nýlega farið í með alla fjölskylduna til Englands og séð dát- ana sem þar standa teinréttir upp á endann við konungshöllina, Elisa- betu til halds og trausts. — Hvað á ég annars að gera við þessu? spurði hann. — Þú skalt fá þér teygjusokka og vera í þeim, sagði ég, reyndu svo að hafa fæturna hátt þegar þú situr og horfir á sjónvarp. Stundum er þetta svo rannsakað með æða- myndatöku og þá er reynt að gera sér grein fyrir því hversu margar æðar eru skemmdar og hvernig ástandið á lokunum er. — En með- ferðin, þýðir nokkuð annað en að skera þetta? spurði bílstjórinn. — Það held ég ekki, þetta er tiltölulega lítil aðgerð sem kölluð er stripp- ing.Það minnir mig nú bara á strip-tease sagði bílstjórinn og sagði mér stutta sögu af strip-búllu sem hann hafði heimsótt í Berlín endur fyrir löngu. Það var áður en þeir rifu múrinn bætti hann við og glotti. Hvílík brjóst hún hafði, maður gleymir þeim aldrei. — Já, sagði ég, en aðgerðin er sem sé kölluö stripping og þá er náð í æðina gegnum smáskurði á fætinum og hún dregin út. Þetta er einföld að- gerð sem gefst yfirleitt alltaf ágæt- lega og flestir ná sér fullkomlega. — Ég fer kannski einhvern tímann í þessa aðgerð, sagði bílstjórinn, en það er svo djöfull mikið að gera hjá mér núna. Nú er jólavertíðin að byrja, allar glöggveislurnar og fjörið í kringum þær, Við vorum nú komn- ir á áfangastað og hann bremsaði, leit á mælinn og sagði: Þú færð af- slátt ef þú skrifar greinina um æða- hnúta fyrir mig. — Sjálfsagt sagði ég. Ég fór út úr bílnum og horfði á eftir honum renna á braut og lofaði sjálfum mér því upp á æru og trú að gera einhvern tímann alvöru úr þvi að læra á almenningsvagnakerfiö. SELDIHANN TUKTHÚSIÐ LEYFISLEYSI? Braut hann flöskurnar viljandi? í samtalsbók Eðvarös Ingólfssonar, metsölu- höfundar, er þessum spurningum og mörg- umfleiri nú loksins svarað af þjóð- sagnapersónunni sjálfri Árna Helga- syni, fréttaritara, gamanvísnahöfundi, sýsluskrifara, skemmtikrafti, útgerðarmanni, umboðs- manni, póstmeistara og spaugara. Árni í Hólminum hefur alltaf komið á óvart með hnyttnum tilsvörum, kveðskap og söng. í bókinni ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR! lýsir hann dvöl sinni á Eskifirði og í Stykkishólmi og segir ótal gamansögur af sér og samferðamönnum sínum - sumar ævintýrum líkastar. Ef spurt er eftir fróðleik, skemmtun og hraðri atburðarás, þá er svarið: ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR. ------------------------jÆSKANh

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.