Pressan - 07.12.1989, Qupperneq 18

Pressan - 07.12.1989, Qupperneq 18
18 Fimmtudagur 7. des. 1989 SÖNN SAGA ÚR BÓK ÞÓRU EINARSDÓTTUR I VERND » Stjáni var gæðablóð. Hann var einn af skjólstæðingum Verndar. Heilan vetur var hann kokkur og yfirmaður eldhússins á vistheimili samtakanna á Stýrimannastíg 9. Hann var góður starfsmaður og bar heill heimilisins fyrir brjósti. Stjáni mátti ekkert aumt sjá. Þegar úthýsa þurfti einhverjum af hinum svokölluðu „úti- gangsmönnum", sem sjaldan kom fyrir, var varast að láta Stjána vita af því. Hann hefði með ánægju gengið úr rúmi fyrir hvern sem var. Fyrir kom að hann bjó þegjandi um sig á gólfinu til að rýma fyrir öðrum. Stjáni hafði átt samastað í Bjarnaborg i áraraðir á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Fyrir kom að hann „gafst upp á pakkinu", eins og hann komst að orði. Þá var það Kjallarinn, eða Síðumúli, vegna áfengissekta. Stundum var honum þó skotið inn hjá Vernd til hressingar og hvíldar. Það var haustið sem hann vann í eldhúsinu að eft- irfarandi stórviðburður gerðist. Mágur Stjána, embættismaður úti á landi, lést. Þetta urðu mikil og óvænt tíðindi fyrir Stjána og alla sem til þekktu. Að vísu hafði Stjáni hvorki heyrt né séð manninn. Engu að síður var hinn látni heiðursmaður, sem átti gott eitt skilið, lífs og liðinn. Hann hafði óbeint verið Stjána innan handar í kunningjahópi. Haldið í skefjum slettirekuskap kunningja og sett þeim vissar skorður í sambandi við áreitni þegar uppúr sauð. Jarðarförin átti að fara fram í Reykjavík. Hófust nú miklar umræður meðal starfsfólks og vist- manna á hvern hátt Stjáni skyldi koma þar við sögu með sóma og virðingu. Stjáni var á nálum. Skrapp oft útí bæ að ráðgast við vini sína. í Bjarnaborg var setið á rökstólum fram á nætur. Þar komu til spánnýir kunningjar sem vildu eiga Stjána að vini, svo þýðingarmikill var hann orðinn í augum þeirra. Stjáni fékk ráð úr öllum áttum, hvernig hann ætti að haga sér í erfisdrykkjunni o.s.frv. Einn bauðst til að lána honum skó, annar vesti, sá þriðji göngustaf. Stjáni bar þetta allt und- ir mig. Sagðist ekki vilja láta hafa sig að fífli en var með sjálf- um sér bæði glaður og hreykinn. Ekki var laust við að hann setti sig á háan hest við uppþvottinn sem allir voru nú boðnir og búnir að hjálpa til við. Þær heiðurskonur Lóa Kristjánsdóttir og Unnur Sigurðar- dóttir, sem sátu við saumavélina dag út og dag inn á þessum árum við fataviðgerðir fyrir samtökin, voru tilbúnar með fatnað handa Stjána sem hæfði fínni jarðarför. Starfsfólk og vistmenn höfðu lagt saman í loðhúfu sem Stjáni hafði í áraraðir óskað sér framar öðru. Hinn stóri dagur nálgaðist. Stjáni hætti að geta sofið. Stappað var í hann stálinu, því jarðarförinni varð ekki frest- að. Haldin var „generalprufa". Stjáni stikaði um eldhús og ganga með höfðingja- og alvörusvip við aðdáun áhorfenda. Ég var ein á skrifstofunni þennan merkisdag. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri var í Litla-Hraunsferð. Gluggar skrifstofunnar vissu út að götunni. Ég sá — með nokkru stolti — hvað Stjáni stikaði niður götuna, í svörtum frakka með loðhúfu og göngustaf. Allt í einu nam hann staðar og sneri við. Hvað er nú á seyði? Stjáni kom heldur framlágur inn á skrifstofuna og sagði: Eia bókanna í „flóðinu “nú fyrírjólin heitir Aflífi og sáJ og eru þar á ferð- inni endurminningar Þóru Einars- dóttur. Þóra er m.a. kunn fyrir starf sittí Verndogá Indlandi oghefurhún frá mörgu fróð/egu að segja — og sumar frásagnJrnar eru þar að auki alveg bráðskemmtiJegar. Við fengum Jeyfi hjá SkjaJdborg, sem gefur bókina út, til þess að birta úr henni Jítið brot. Er hér um dag- sanna sögu að ræða, sem gerðist hér á okkarísa kalda Fróni, þófrásögnin minni einna helst á atriði úr frönsk- um farsa. TEIKNINCAR: ARNÞÓR HREINSSON — Ég er hættur við allt saman. — Ert þú eitthvað skrýtinn eða hvað? — Ég er tannlaus! Ég var fyrir löngu hætt að taka eftir því að Stjána vantaði tennurnar. — Hvað gerðir þú við tennurnar sem við létum þig hafa í fyrra? — Eg stampaði þeim, sagði Stjáni titrandi röddu. — Stampaðir þú tönnunum þínum? — Ja-já. Þú verður að bjarga mér! — Það er enginn tími, jarðarförin fer að byrja. Farðu fram í eldhús. Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinn sem tanngómum var stampað fyrir brennivíni, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég hringdi til tannlæknisins, eins af velunnurum samtak- anna — „bak við tjöldin". — — Heyrðu, ég hef séð hjá þér fullar skálar af allskonar tanngómum, líklega einhverju drasli sem þú ætlar að fleygja. — Ertu eitthvað verri, vertu ekki að tefja mig. — Mig vantar tennur handa Stjána okkar svo hann komist til að vera við jarðarför. Tannlæknirinn þekkti Stjána. — Það er ekki á þig logið. Ég sagði honum svo alla söguna um undirbúninginn, til- hlökkunina og þær vinsældir sem Stjáni hafði aflað sér út á þetta. — Láttu karlfjandann koma. Stjáni hentist niður götuna og gleymdi göngustafnum í flýtinum. Hann hringdi til mín frá tannlækninum. — Tennurnar skrölta í mér. — Hafðu munninn lokaðan og steinhaltu þér saman. Flýttu þér í kirkjuna og komdu heim strax á eftir. — Láttu karlinn koma strax með tennurnar til mín eftir jarðarförina, sagði tannlæknirinn. Tíminn leið. Einn klukkutími, tveir, þrír. Ekki birtist Stjáni. Tannlæknirinn hringdi og gat varla komið upp orði fyrir æs- ingi. — Hvar er karlinn? Ég verð að fá tennurnar STRAX. Það er komin kerlingarbeygla norðan úr Þingeyjarsýslu til að sækja þær. KLUKK. Hann skellti á. Guð minn almáttugur. Ég hringdi til lögreglunnar. Heppnin var með mér. Hinn mikli mannkostamaður Páll Eiríksson var á vakt. Ég sagði honum allt af létta og bað hann ásjár. — Allt í lagi. Allur flotinn í höfn. Við finnum karlinn. Tannlæknirinn hringdi. — Tennurnar eru á leiðinni, flýtti ég mér að segja. Skrúfaðu frá sjarmanum, talaðu við hana um ættfræði. — Ég er búinn að því. — Draugasögur? — Æi þegiðu, ég er uppgef- inn. Það heyrðist í sírenum lög- reglubíla um allan miðbæinn. Klukkutími leið. Hvað átti ég að gera? Loksins, loksins hringdi tannlæknirinn. — Þær eru komnar. Látið mig ekki heyra í ykkur framar. — Við fundum karlinn niðri á bryggju, dinglandi löppunum fram af bryggjusporðinum ásamt félögum sínum, öllum draugfullum, sagði löggan. Ég sá í anda tannlækninn skola í hasti af gómunum og setja uppí konukindina. Þetta mál var leyst. Ut um gluggann sá ég hvar Stjáni kom skjögrandi heim með plastpoka í hendinni. Hann var frakkalaus og án loðhúf- unnar. Hann kom inn og sagði: — Nú sá ég það sem ég hef reynd- ar alltaf vitað, að lögreglan er snarvitlaus. Þarna koma þeir aðvífandi að manni blásaklausum á bryggjusporðinum, þar sem við nokkrir félagar erum við veiðiskap, og rífa úr manni tennurnar. Það blæðir úr gómunum. Allt annað láta þeir vera, hélt hann áfram með vandlætingu. — Hvað annað? spurði ég. — Nú svona ýmislegt sem mér var gefið við jarðarförina, sagði Stjáni og benti á plastpokann. Ég hafði mig ekki í það að líta ofan í hann. — Ég er annars kominn til að sækja dótið mitt. Ég er far- inn. Stjáni hvarf um hríð. Nú, mörgum árum seinna, þegar ég lít yfir þessa frásögn í dagbókinni minni, minnlst ég þess að í mörg ár hitti ég aldrei Stjána, að hann minntist ekki á þann atburð þegar lög- reglan reif útúr honum tennurnar, en lét allt annað ósnert, á bryggjusporðinum forðum. Hann mundi auðheyrilega ekki eftir því hvernig tanngóm- arnir voru tilkomnir. Það var líka eins gott.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.