Pressan - 07.12.1989, Page 21

Pressan - 07.12.1989, Page 21
Fimmtudagur 7. des. 1989 21 Bækur og lestur þeirra hafa löngum verið rík- ur þáttur í lífi þeirrar þjóðar er byggir hina af- skekktu, harðbýlu eyju hér í norðri, sem heitir því kuldalega nafni; ísland. Frá örófi alda hafa menn skráð það sem fyrir augu þeirra hefur bor- ið og skáld hafa látið Ijós sitt skína. Við sem bú- um hér í dag njótum góðs af éljusemi forfeðra okkar, það er þeim að þakka að við skulum í dag geta lesið um kappa eins og Njál og Gunnar, Berg- þóru og Hallgerði. Það má jafnvel þakka þeim að í dag skuli enn vera hér menn sem sjá ástæðu til að skrá hugsanir sínar á blað. Það eru enn til menn sem skrifa það sem fyrir augu ber, stílfæra það og búa svo um hnútana að við og afkomendur 1 okkar munum áfram fá að njóta þess að lesa okk- ur til um landið okkar og umheiminn, lesa fræði- bækur og skáldverk, ævisögur og Ijóðabækur. En það er ekki nóg að rithöfundar og fræði- menn sjái um skrásetninguna og útgefendur um útgáfuna, það erum við, neytendurnir, lesend- urnir, sem verðum einnig að standa okkar „pligt“. Það er í raun í okkar valdi hvort áfram munu koma út bækur hér, á okkar tungu, fyrir okkur, um okkur og að sjálfsögðu aðra líka. Menn hafa stundum verið með miklar bölsýnis- spár í garð bókarinnar og sagt að nú væri að því komið að fólk hætti að lesa, tími bókarinnar væri liðinn undir lok. Samt virðist það nú vera svo að bókin heldur býsna vel velli í samkeppninni við aðra fjölmiðla, því vissulega má tala um bókina sem fjölmiðil. Það versta sem gæti hins vegar hent varðandi stöðu bókarinnar hjá „bók- menntaþjóðinni“ íslensku er að börnin, hið full- orðna fólk framtíðarinnar, hætti að alast upp við lestur bóka. Með þeirri þróun yrði sjálfstæði hinnar fámennu þjóðar sem hér býr vissulega stefnt í voða, því eins og margoft hefur verið bent á eru tunga okkar og þekking á íslensku þjóðlífi og háttum nokkurs konar hornsteinn þess sjálf- stæðis sem við búum við, einskonar fjöregg ís- lensku þjóðarinnar. í bókaflóðinu Þegar fólk leitar sér fróðleiks af einhverju tagi er bók- in jafnan skammt undan. Það er þó gjarnan lausnin að skunda í næstu bókabúð og leita þar að þeim bókum sem hugurinn girnist, hvort sem um er að ræða fræðibækur eðasvokallaðarafþreyingarbókmenntirívíðustumerk- ingu þess orðs. Það vill oft gleymast að í f lestum sveitar- félögum eru bókasöfn, staðir þar sem fólk getur fengið lónaðar bækur um allt milli himins og jarðar! En hvernig skyldi bókasöfnum hafa reitt af í þeirri byltingu sem átt hefur sér stað varðandi möguleika fólks á að finna sér eitthvað til dægrastyttingar? Skyldi mynd- bandabyltingin vera að ganga af bókinni dauðri? Erum býsna kót Hrafn Harðarson er bæjarbóka- vörður í Kópavogi. Með öðrum orð- um yfirmaður Bókasafns Kópavogs. Blaðamaður hitti Hrafn að máli og spurði fyrst hvort safnið stæði af sér fyrrgreinda samkeppni? ,,Eg get ekki sagt annað en að við séum sæmilega kát hér. Útlán hafa að vísu óneitanlega dregist nokkuð saman á undanförnum árum, en eins og meðfylgjandi súlurit sýnir glöggt virðist sem útlánum sé að fjölga á ný Það sem við hins vegar höfum hvað mestar áhyggjur af er sú tilfinning okkar sem hér störfum, að útlánum barnabóka fari sífækk- andi. Það er að mínu mati afar mik- ilvægt að börn læri ung að nýta sér þá möguleika sem bókasöfn bjóða upp á. Hér geta þau fengið þær bækur sem hugur þeirra girnist og læri þau á söfnin strax eru mun meiri líkur á að þau nýti sér þau í framtíðinni. Ein skýring minnkandi útlána barnabóka gæti verið sú að í skólun- um hefur farið fram gífurlega mikið uppbyggingarstarf á síðustu árum og nýti krakkarnir þau söfn mikið er ekki fjarri lagi að segja að skýring- arinnar sé að hluta til að leita þar. Við höfum í gegnum tíðina reynt að rækta samband okkar við börn hér í Kópavogi og sem dæmi má nefna að til okkar koma reglulega börn af dagheimilum baejarins, frá dagitiæðrum að ógleymdum skóla- börnum hér í bæ. Við bjóðúm jafn- frámt upp á sögustundir fyrir ýngstu börnin í þeim tilgangi að kynna fyr- ir.þeim bækur og sýna þeim hvers- lags námur fróðleiks óg skemmtun- ar þær éru. Lestur er í raun ekkert annað en íþrótt: Börninlæra að lesa í skólunum og til að viðhalda þeirri kunnáttu þúrfa þau að iðka íþrótt- ina — halda áfram að þjálfa sig í lestrinum. Ef við höldum áfram að tala um lestur sem íþrótt og þjálfun þeirrar íþróttar má segja að bóka- söfnin séu nokkurs konar þrekþjálf- unarstöðvar bókaorma. Þeir krakkar sem á annað borð komast upp á á lagið með að lesa ung lesa oft af hreinni áfergju allt þar til unglingsárin taka við. Þá virð- ist sem áhuginn á lestri bóka dvíni en hann kviknar oft á ný um það leyti sem fólk fer að búa og stofnar eigið heimili. Við höfum ótvírætt tekið eftir því að þeir krakkar sem byrjað er að venja við bókasafnið hér strax á leikskólaaldri og koma hingað í sögustundir eru hér fastir gestir allt fram að fermingu. Þetta styður þá Bókin er fiöregg bióóormnar ri ... ..CrmannbókasatnsKópovogs _ Viðlal viS Hrotn HarSorson, ytirmarm „Útlán virðast vera að aukast á ný." Hrafn Harðarson. kenningu að fari krakkar að lesa sér til gagns og gamans ung og læri að nýta sér bækur og bókasöfn séu þau mun betur í stakk búin til þeirra hluta þegar þau eldast og þurfa á því að halda að nota söfnin, ýmist vegna skóla eða vinnu.“ Margarhijlur . afCartland Hvað með breyttar áhersíur við- skiptavina ykkar. Verðið þið vör við að fólk leiti eftir öðrum tegund'um bóka í dag en það gerði fyrir t.d. 10 árum? „Já því er ekki að neita. Ég get til dæmis nefnt að myndbanda- og út- varpsrásáæðið hefur orðið þess , valdandi að eftirspurn eftir’ afþrey- ingarbókmenntum á borð við bæk- • ur eftir Theresu Charles og Barböru Cartland hefur stórminnkað. Fyrir 6—9 árum þurfti manneskja sem • var aðframkomin af lestrarþörf slíkra bóka að láta sér lynda að löng bið var eftir þeim. í dag getum við boðið upp á margar hillur, fullar af þessum bókum, einfaldlega vegna þess að eftirspurnin er minni. Nú vill fólk öðruvísi bækur. Það leitar að fræðsluefni allskyns, ævi- sögur eru ofarlega á óskalistanum, ferðabækur, reynslusögur og þann- * ig mætti lengi telja. Við teljum okk- ur verða þess áskynja að fólk'- fær þessa áfþreyingu, svokallaða „sápu“, í sjónvarþinu. En við verð- um vör við fleiri tengsl við sjónvarp- ið. Sem dæmi má nefná að þegar verið er að sýná eitthvért ákveðið fræðsluefiii á annarri hVorri sjón- varpsrásinni er mjög algengt að eft- irspurn eftir bókum um sarna efni aukist til muna. Neytendur eru sem betur fer farn- ir að gera sér grein fyrir því að bóka- söfnin geta sinnt þörfum þeirra. Hingað kemur til dæmis alltaf auk- inn fjöldi skólafólks og er það vel. Bókasafnið er smám saman að breytast úr „afþreyingarlestrarverk- smiðju" í upplýsinga- og fræðsluset- ur. Þaö tel ég að sé mjög í anda þessa þjóðfélags sem gerir síauknar kröfur um að fólk fylgist með því sem er að gerast í kringum það hverju sinni og auknar kröfur um menntun einstaklinganna. Hingað á fólk alltaf erindi og hing- að er það alltaf velkomið. A þessu hefur m.a. eldra fólk hér í Kópavogi áttað sig, því það færist sífellt í vöxt að það eigi stefnumót hér, komi hingaö og fái sér kaffisopa, gluggi í blöðin og spjalli hvert viö annað." Blöskrar stjórnlaus útgófa Nú líður að jólum, sem eins og svo oft áður væri hægt að kenna við bókina. Bókajól, rétt eins og talað er um jólabækur. Hvert er þitt álit á því jólabókaflóði sem nú flæðir yfir markaðinn? „Mér blöskrar hreinlega það stjórnleysi sem virðist ríkja í útgáfu- málum hér á landi. Hér koma út u.þ.b. 400 titlar á tæpum tveimur mánuðum og það hlýtur að verða til þess að markhópur útgefenda, kaupendur bóka, eigi erfitt með að komast yfir allan þann aragrúa efnis sem á boðstólumer. Sem aftur verð- ur til þess að fjöldi frambærilegra bóka verður undir í samkeppninni. Um 90% allrar bókaútgáfu hér á landi fara fram á þessum tíma og þ’að hlýtur.að vera hverjum mánni Ijpst að skynsamlegra væri áð drejfa henhi á lengri tíma.. Ég sé fyrir mér.nokkurs konar jól í hverjum mánuði. Þá á ég við að út- gefendur og bókasöfnin gætu tekið höndum saman og efnt til bóka- kynninga um hver- mánaðamót. Þar gætu höfundar komið fram og lesið úr verkum sínum og ýmislegt fleira væri hægt að gera til að auka áhuga fólks á bókum og lestri þeirra. Umsjón með bókablaði: Árni Magnússon. Myndir: Einar Ólason.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.