Pressan - 07.12.1989, Page 22

Pressan - 07.12.1989, Page 22
22 Fimmtudagur 7. des. 1989 Aldarafmæli bókaútgáfu Arni Bergmann, ritstjóri Þjóöviljans, Bogi Ágústsson, fréttastjóri rík- issjónvarpsins, og eiginkona hans, Jónína María Kristjánsdóttir kennari. Afhending viöurkenninga til höfunda tíu bestu bókanna í ár. Á mynd- inni má m.a. sjá Thor Vilhjálmsson, Elínu Pálmadóttur og Svövu Jak- obsdóttur, en þaö rétt glittir í Einar Kárason, Vigdisi Grímsdóttur og nornnni \ /•> I i rl nMi ■ Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var heiöursgestur á afmælisfagnaði bóka- útgefenda. Henni á vinstri hönd situr Jón Karlsson, núverandi formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Anna Valdimars- dóttir, sálfræöingur og eiginkona Jóns, sit- ur á milli forsetans og Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráöherra. Síðastliðið þriðjudagskvöld var á Hótel Sögu 100 ára afmælisfagnaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda og var þá m.a. tilkynnt hvaða tíu bækur hefðu verið valdar athyglisverðustu bækur ársins. Fjöidi manns var í hófinu og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Stefan Jónsson, rithöfundur og fyrrum fréttamaöur, í góöu yfiriæti á milli eiginkonu sinnar og Þuríðar Pálsdóttur söngkonu. Örnólfur Thorsson bókmenntafræðingur, Sigurður A. Magnússon rit- höfundur og Siguröur Svavarsson kennari. Það var til skamms tíma mjög út- breiddur misskilningur meðal útgef- enda að bókasöfnin drægju úr sölu á bókum. Ég tel þetta alrangt og í raun má segja að bókasöfnin ýti frekar undir sölu bóka heldur en hitt. Hér eru bækur til sýnis allan ársins hring, án þess að tekið sé gjald af sýningargestum. Þetta eru hlutlausir sýningarsalir þar sem ekki er gert upp á milli höfunda eða útgefefnda og góðar bækur selja sig sjálfar. Það er líka útbreiddur mis- skilningur að bókasöfnin fái bæk- urnar endurgjaldslaust. Það er öðru nær. Við greiðum fullt verð fyrir þær bækur sem hingað eru keyptar, ásamt söluskatti. Þar af leiðandi fögnum við því ákaft að fella skuli niður virðisaukaskatt af bókum á næsta ári, eins og reyndar flestir hljóta að vera ánægðir með. Það hlýtur að vera útgefendum nokkur hvatning þegar ákveðið er hvort gefa eigi út einhverja bók, tök- um Ijóðabók sem á að koma út í fá- um eintökum sem dæmi, að bóka- söfnin skuli vera til. Af þeirri bók ættu að seljast a.m.k. 40 eintök, bara til bókasafnanna, 40 eintök sem annars myndu ekki seljast! Við kaupum nefnilega allar íslenskar bækur sem út koma. Gaspur landsfeðranna Hinu er svo ekki að neita að manni blöskrar oft þegar landsfeð- urnir gaspra við hátíðleg tækifæri um þessa geysimiklu bókaþjóð og að á þeim tímum þegar sjálfstæði virðing gagnvart þeim á öðrum sviðum vera litlu meiri. Til dæmis um það tókst þeim að sniðganga bókasöfnin algjörlega í því málrækt- arátaki sem staðið hefur yfir að und- anförnu. Fæstir ráðamanna okkar virðast gera sér minnstu grein fyrir mikilvægi safnanna sem menning- ar- og málræktarmiðstöðva!" Konur salta karla Nú hafa bókasöfn á undanförnum árum mætt breyttum venjum með útleigu myndbanda og annarra hluta sem kannski eru í beinni sam- keppni við bækurnar. Er það skyn- samleg þróun að þínu mati? þjóðarinnar var í hvað mestri hættu hafi það verið bókin, sjálft fjöregg þjóðarinnar, sem bjargaði sjálfstæði hennar. Þrátt fyrir allan þann fagur- gala virðast aldrei vera til peningar fyrir bókum hjá hinu opinbera og laun bókavarða eru þau lægstu í op- inbera geiranum. Slík er nú virðing- in fyrir bókinni á borði. Á undanförnum árum virðist verð á bókum hafa hækkað heldur meira en sem nemur hækkun á fjárveit- ingum til bókakaupa. Þetta hefur eðlilega orðið til þess að keyptum eintökum hefur fækkað og þar gæti ein skýringin á samdrætti í útlánum legið. En það er ekki nóg með að yfir- völd skuli ár eftir ár horfa upp á bókasöfnin líða fyrir það fjársvelti sem þau eru beitt heldur virðist Útlán hjá Bókasafni Kópavogs FJOLDI ÚTLÁNA 180000 - 160000 — 140000 — 120000- 100000 - 80000 — 60000 — 40000 — 20000 — 0- 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 „Já, það tel ég alveg hiklaust. Við leigjum hér út púsluspil, plötur og geisladiska, auk myndbandanna sem þú minntist réttilega á. Þetta tel ég allt vera þroskandi miðla, þrátt fyrir að ég telji engan vafa leika á því að bókin er þeirra fremst. Við lestur bókar ertu t.d. ekki háður raf- magni, eða hraða annarra. Mér finnst hins vegar vera sjálfsagt að bjóða upp á úrval myndbanda með fræðslu- og menningarefni auk betri kvikmynda. Við leggjum áherslu á myndir byggðar á skáldsögum eða ævisögum. Einnig höfum við hér úr- val íslenskra kvikmynda og til dæm- is um íslenskt efni erum við hér með frábært efni eftir Osvald Knudsen. Þetta er ekki gert í gróðaskyni, heldur eingöngu af þjónustu við neytendur. Það er annars athyglisvert að meirihluti notenda hér á safninu er konur. Hlutföllin eru um 60% gegn 40%, konum i vil, og slíkt er vitan- lega illt afspurnar fyrir karlana. Bókasöfn hafa einhverra hluta vegna verið stimpluð sem einhvers- konar kvennastofnanir, en slíkt er náttúrulega eins og hver önnur fá- sinna. Mér þykir a.m.k. ekki gott til þess að vita að karlar séu hugsan- lega verr læsir og verr lesnir en kon- ur, jafnvel þó segja megi að tölu- verðar líkur séu á því að karlar kaupi sér frekar bækur en konur. Lestur góðra bóka einskorðast nefnilega hvorki við kyn né aldur. Bókin hentar læsum, alltaf."

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.