Pressan - 07.12.1989, Page 26

Pressan - 07.12.1989, Page 26
26 Fimmtudagur 7. des. 1989 Á KaHÁgúst ÚHsson, teikariog Spaugstofukari, í PRESSUviðtaii f EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON Við Karl Ágúst Úlfsson leikari höfðum mælt okkur mót á kaffihúsi klukkan eitt. Hann mætti tíu mínútum fyr- ir tilsettan tíma. Eg mætti hálfri mínútu síðar. Hann pantaði sér kaffi og brauð- sneið með reyktum laxi. Ég ákvað að bíða með mína pönt- un. Karl Ágúst gaut augunum á manninn við næsta borð. Ég horfði á mennina sem sátu úti við gluggann. Við þögðum bæði. Klukkutíma síðar bað Karl Ágúst um reikninginn, greiddi hann og gekk út. Næstum því á sömu mínútu stóð ég upp og ákvað að fara. Kari Agúst gekk út af Hressó. Ég gekk út af Hótel Borg. Það er ekki á hverjum degi sem maður lætur sig hafa það að bíða í klukkustund eftir viðmælanda. Karl Ágúst hefur líka annað við tímann að gera en bíða eftir blaðamönnum og það var þess vegna sem við ákváðum að hittast næsta morgun á heimavelli. Hann sagðist vakna klukkan hálfátta á morgnana, en óskaði samt ekki eftir minni nær- veru svo snemma: „Ég þarf að koma börnum á dagheimili. Komdu um tíu." Og það var því um tíuleytið næsta morgun, í dimmviðri og grenjandi rigningu, sem ég hljóp milli húsa við Ránargötuna, götuna sem Karl Ág- úst hafði fyrst búið við fyrir 13 ár- um. Mín beið sjóðandi heitt kaffi hjá húsráðanda sem vildi fá að ljúka við leika annaö fólk, alls ekki. Mér finnst fólk aftur á móti yfirleitt spennandi apparöt og hef gaman af því að velta því fyrir mér. Slíkt kem- ur sér vel þegar maður þarf að setja sig inn í hugsanagang annarrar manneskju í hlutverkum. Annars held ég að ég sé tiltölulega umburð- arlyndur gagnvart fólki og fordæmi ekki fólk sem hefur aðrar skoðanir eða siði en ég. Þar af leiðandi tekst mér oft á tíðum bærilega að setja mig inn í hvers vegna fólk er svona eða hinsegin og lít á eiginleika þess sem eiginleika en ekki galla". Vann fyrir sér með uppþvotti Frá fjögurra ára aldri fram á ungl- ingsár dvaldi Karl Ágúst utan borg- arinnar á hverju sumri: „Ég var þó ekki í hefðbundinni sveit, heldur hjá ömmu minni og afa, Laugu og Ragn- ari. Þau bjuggu í Hrútafirði þar sem afi var kennari við Reykjaskóla en á sumrin fóru þau í vegagerð vestur í Dali. Þar var afi flokksstjóri og amma ráðskona og þegar ég var átta ára fór ég að fylgja þeim í þetta flökkulíf. Ég var svo stálheppinn að föðurbróðir minn, Gísli, er jafngam- all mér og við höfðum því nóg að gera. Þegar við komumst aðeins á legg fórum við að vinna fyrir okkur með uppvaski og ýmsu snatti." Á þrjár krónur inni hjá kaupfélaginu I Búðardal Hann dregur við sig að svara þeg- ar ég spyr hvort það hafi þá verið — þar sem ég var nokkurn veginn ákveðinn í að verða leikari — sagði ég félögum mínum að ég myndi nú trúlega'taka einhver háskólapróf meðfram þessu. Þetta sagði ég svona til að láta i það skína að ég ætlaði ekki að verða algjör auðnu- leysingi!" Á sömu dögum og Karl Ágúst las undir stúdentsprófið 1977 var hald- ið inntökupróf í Leiklistarskóla ís- lands. „Ég lét mig hafa það að þreyta þetta inntökupróf á sömu dögunum og ég var að Ijúka stúd- entsprófi og var svo hundheppinn að komast inn í skólann, einn af átta." Ungur, reiður og ógæfusamur Sumarið 1981 gerðist Karl blaða- maður á Helgarpóstinum þar sem hann sá um unglingasíðu: „Ég var bæði í því að taka viðtöl og þýða poppfréttir og kunni ágætlega við sinni að það er stundum eins og að eiga aukabarn sem þarf að sinna öll- um stundum. Starfið er leikurum mikil ástríða — og ég er þar ekki undanskilinn. Annars eru leikarar auðvitað alla vega og ekkert hægt að alhæfa um þá fremur en sambýl- isfólk þeirra, sem er að sjálfsögðu misjafnlega skilningsríkt!" Óðs manns æði að skrifa áramótaskaupið Hann segir Spaugstofuna hafa orðið til fyrir tilviljun og reyndar viti enginn nákvæmlega hvernig hún varð tii: „Það má rekja upphaf Spaugstofunnar til þess að sumarið 1985 var haft samband við mig frá sjónvarpinu og ég beðinn að skrifa og leikstýra áramótaskaupi. Ég samþykkti þessa uppástungu þótt það hafi auðvitað verið óðs manns æði, því það er eitthvað það erfið- asta sem hægt er að gera. Áramóta- sem setur upp skeifu og er tilbúið til að veitast að manni. En það er langt í frá að mér þyki þetta starf van- þakklátt..." Hvort þeir sem grín er gert að, til dæmis stjórnmála- menn, séu viðkvæmir svarar Karl: „Þeir eru auðvitað misjafnlega við- kvæmir eins og annað fólk. Þó er það yfirleitt fólk úti í bæ sem lætur sér mislíka fyrir hönd einhvers sem við erum aö skopast að." Hann hugs- ar sig um örlitla stund: „Nei, ég man ekki eftir neinu tilfelli þar sem ein- hver þekkt persóna hefur tekið illa því sem við höfum gert.“ Hann segir þá ekki liggja yfir dag- blöðum og fréttatímum til að fá efni í þáttinn. „Við reynum helst að fylgj- ast með sjónvarpinu, því það er það sem við erum einkum að fjalla um,“ segir hann. „En ég held ekki að við fylgjumst meira með fréttum en aðr- ir. Kannski liggjum við meira yfir hlutunum — reynum að komast til botns í málum — heldur en megnið af fólki gerir, en það er náttúrulega ekki fyrir nokkurn mann að lesa öll dagblöðin eða fylgjast náið með öll- um fjölmiðlum. Það yrði til að æra óstöðugan, já og þó svo hann væri sæmilega stöðugur." Höfum ekki teljandi áhrif á stjórn landsins! Spaugstofan þykir meðal annars dugandi i því að veita stjórnmála- mönnum aðhald: „Það er miklu flóknara mál en svo að hægt sé að fullyrða að það sé með vilja gert," svarar hann. „Auðvitað vitum við af ALLTAÐ ÞVÍ r að þvo upp og ganga frá áður en hann settist niður. Hann segist nefnilega vera ekta sporðdreki: „Þess vegna er ég mjög duglegur i húsverkunum," segir hann og bætir við „í svona tvær vikur í senn. Svo tek ég mér frí frá þeim í tvö ár!" Píndur til að leika í leikriti Hann segist hafa verið tiltölulega seinn í gang á bernskuárunum, „í öllu falli í námi" segir hann. „Ég var fyrst í Vogaskóla og síðar í Lauga- lækjarskólanum en við fluttum í Mosfellssveitina þegar ég var tíu ára. Skólinn þar átti miklu betur við mig en hinir, hann var minni, færri börn og trúlega mjög góð kennsla. Að minnsta kosti tel ég mig alla tíð hafa notið góðs af því að hafa sótt þann skóla. Til að mynda hafði ég frábæran íslenskukennara, Ásgerði Jónsdóttur, og það var hún sem fyrst fékk þá hugdettu að ég gæti leikið. Já, ég viðurkenni það alveg að strax í tíu ára bekk fannst mér leiklist kitl- andi — jafnvel þótt þaö hafi þurft að pína mig í að leika í fyrstu tvö skipt- in. En eftir það sóttist ég eftir því eins og gulli að vera á sviði..." Nú halda allir að ég sé að Ijúga Þegar ég spyr hvers vegna hann telji að sér hafi liðið betur í fámenn- um skóla, hvort hann hafi verið feiminn, svarar hann: „Já ég var feiminn — og er það ennþá. Nú halda náttúrulega allir að ég sé að ljúga því, og það sé í tísku að leikar- ar þykist vera feimnir, en þetta er nú tilfellið. Feimnin hefur örlítið farið af mér með aldrinum en ég finn allt- af eitthvað fyrir henni. Mér líður best innan um fólk sem ég þekki vel.“ Það að vera í öðru hlutverki en sínu eigin segir hann lítið hjálpa hvað feimninni viðkemur, „en ef mér liði ekki vel við að leika þá væri ég ekki leikari. En ég er ekki endi- lega að flýja sjálfan mig með því að amma hans sem benti honum á að uppþvottur væri ekki eingöngu kvennaverk: „Ja — á, — nema við höfum verið svona fégráðugir, og hún hafi notfært sér það! Við feng- um 25 krónur á viku fyrir að þvo upp og það var borgað út á fimmtu- dögum. Tuttugu og fimm kallinn settum við í rauðkálskrukku sem var geymd uppi á skáp og skiptum gróðanum milli okkar eftir sumarið. Nei, þetta voru ekki miklir pening- ar,“ svarar hann, „en fyrir pottorma eins og okkur var þetta töluvert fé. Við höfðum líka fleiri klær úti, söfn- uðum til dæmis hagalögðum og seldum þá í kaupfélaginu. Reyndar var það aldrei greitt út þannig að við eigum ennþá innleggsnótu í Kaupfé- laginu í Búðardal upp á svona þrjár krónur og tuttugu og fimm aura! Sjálfsagt höfum við ætlað okkur að taka vörur út á þetta þó aldrei hafi af því orðið. Mér fannst því svolítið skemmtilegt að lesa um það í blaði um daginn að nú sé stefnt að því að gera þetta að aukabúgrein. Ég hef greinilega verið svona á undan minni samtíð!" Enginn úr fjölskyldunni í svona vafasömum bransa Þótt hann hafi ekki viðurkennt það fyrir neinum í þá daga ákvað hann fimmtán ára að gera leiklistina að ævistarfi. Hann segir engan ann- an í fjölskyldunni hafa leiklist að at- vinnu þótt innan um séu áhugaleik- arar. „Ég þorði aldrei almennilega að viðurkenna að ég ætlaði að verða leikari, en held ég hafi ákveð- ið það með sjálfum mér fimmtán ára gamall. Ég þekkti engan sem hafði lagt svona vafasaman bransa fyrir sig. Allt mitt fólk var í tiltölulega stabílli og heiðarlegri vinnu...! For- eldrar mínir settu sig ekkert upp á móti þessu en ég fann það allt í kringum mig að það þótti svosem ekki neitt starf að vera leikari. Jafn- vel í gegnum allan menntaskólann þetta starf. Um haustið fékk ég svo hlutverk í leikritinu „Undir álmin- um" sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi. „Ég get nokkurn veginn sagt með góðri samvisku að ég hafi aldrei leikið hreinræktað gamanhlutverk á sviði," segir hann. Eben í „Undir álminum" var gríðarlega átakamik- ið og dramatískt hlutverk og því var nú eiginlega spáð að ég ætti eftir að leika þessa ungu, reiðu og ógæfu- sömu menn eitthvað framan af aldri — eða þangað til ég færi að leika reiða miðaldra menn ... !“ Hann segist aldrei hafa grunað að síðar yrði fyrst og fremst litið á sig sem gamanleikara: „Ég vil ekkert fullyrða um það hvort henti mér betur gamanhlutverk eða drama- tísk. Ég hef ánægju af því að leika, hvort sem það er á léttari eða þyngri nótum." Eins og að eiga aukabarn Á þessum fyrstu árum leikaralifs- ins var Karl Ágúst í sambúð og á einn son, Eyvind, sem nú er átta ára. Hann samsinnir því að sambúð með leikara geti verið flókið fyrir- bæri: „Meðal annars vegna þess að vinnutími leikarans er oft langur og óreglulegur. Þeir hlutir sem maður er að fást við hverju sinni hafa mis- munandi áhrif á mann og það getur vafist fyrir fólki að samræma þetta. Þar að auki hefur leikhúsfólk yfir- leitt það brennandi áhuga á vinnu skaupið var á þessum tíma nánast eini skemmtiþátturinn sem sjón- varpið framleiddi á árinu; þáttur sem þjóðin beið eftir, og aðallega til þess að hakka hann í sig! Ég féllst á þetta, sennilega vegna þess að ég var of vitlaus til að átta mig á að þetta væri vonlaust verk. Nema hvað, nokkrum vikum eftir að ég hafði samþykkt að skrifa skaupið var aftur haft samband við mig frá sjónvarpinu. í þetta sinn var það nýr dagskrárstjóri, Hrafn Gunnlaugs- son, sem spyr hvort það geti hugsast að eitthvað hafi verið minnst á ára- mótaskaupið við mig. Ég hélt nú það. Þá sagði hann mér að hann hefði allt aðrar hugmyndir um þetta, hann væri búinn að ráða Sig- urð Sigurjónsson sem leikstjóra. Eg varð hálfhvumpinn yfir að þessu skyldi hafa verið breytt, og svo að ég yrði ekki ævinlega móðgaður hefur Hrafn sennilega beðið Sigurð að leyfa mér að vera með. Ég þekkti Sigga sama og ekkert á þessum tíma en tók boðinu. Þetta áramótaskaup leiddi mig á fund þessara manna sem ég hef unnið með meira og minna síðan." Fólk sem setur upp skeifu Karl segist telja að fólk kunni yfir- leitt að meta Spaugstofuna: „Fólk kann að meta það sem vel er gert og ég vil því leyfa mér að áiíta, að við skilum okkar hlutverki sæmilega. Auðvitað er alltaf til fólk innan um því að við erum að gera eitthvað í þá veru ... Ég lít nú kannski ekki svo stórt á okkur að við höfum teljandi áhrif á stjórn þjóðfélagsins, en hins vegar skynjar maður það oft á tíð- um að það er eitthvað sem við höf- um gert sem hefur haft óbein áhrif. Ja, viljandi eða óviljandi, það er ekki hægt að orða það þannig. Efn- istök okkar eru hins vegar þannig að þau gera það að verkum að fólk tekur mið af okkur, þótt það taki ekki endilega mark á okkur! Eins vona ég að okkur takist af og til að benda á ákveðna hluti sem fólk hef- ur ekki áttað sig á að nokkuð sé bog- ið við. Þess vegn'a er vinna okkar oft að miklu leyti fólgin í því að finna réttan flöt á hverju máli. Ákveðin mál liggja svo beint við að það er nánast ekki hægt að taka þau fyrir. Þegar almenningsálitið hallast óeðlilega þungt á aðra hliðina finn- um við okkur oft knúna til að taka hinn póstinn — reyna að rétta slag- síðuna aðeins. í þess konar tilfellum getur verið gott að bera málin undir menn eins og Ragnar Reykás, þenn- an skoðanaglaða fulltrúa almenn- ingsálitsins, sem oftast nær verður að sætta sig við það að það eru tvær hliðar á flestum málum." Hann segir oft vera samvisku- spurningu hvernig eigi að skopast að hlutunum: „Okkur hefur örugg- lega oft mistekist þótt ég geti ekki játað á okkur nein grundvallarmis- tök. Við höfum stundum aðeins bit- ið okkur í handarbakið og spurt hver annan hvort við séum að

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.