Pressan - 07.12.1989, Síða 27

Pressan - 07.12.1989, Síða 27
Fimmtudagur 7. des. 1989 27 A KÖFLUM" svarar hann brosandi þegar ég spyr. „Reyndar er ég rísandi Bogmaður sem mér er sagt að bæti mjög úr skák." Hvort hann trúi á stjörnu- merki svarar hann eftir smáum- hugsun: ,,Ég trúi á allan fjandann án þess endilega að lifa eftir því. Með aldrinum hef ég forðast að útiloka nokkurn hlut þótt ég hefði á ungl- ingsaldri ekki viðurkennt að ég tryði á nokkuð annað en það sem ég gat þreifað á. Nú viðurkenni ég fús- lega að það er ýmislegt í tilverunni sem ég get ekki útskýrt. Og svo er ég ofboðslega hjátrúarfullur," bætir hann við. ,,Sú hjátrú varðar einkum ýmsa hluti sem tengjast leikhúsinu. Ég passa mig vel og Jvandlega að þakka aldrei fyrir þegar einhver óskar mér góðs gengis, ég flauta aldrei inni í leikhúsi, hræki á eftir þeim s'em er að fara á svið og nefni ekki ákveðnar persónur úr leikbók- menntunum. Almennt geng ég ekki undir stiga en svartan kött hef ég ekki séð í mörg ár, guði sé lof." Hefði orðið heimakær ísienskukennori Karl Ágúst Úlfsson segist vera lítið fyrir að fara út að skemmta sér og sé töluvert heimakær. Hann er í sam- búð með Ásdísi Olsen kennara og á heimilinu eru tvær dætur hennar, 3 og 6 ára: „Það skiptir mig geysilega miklu máli að eiga heimili og fjöl- skyldu. Ásdís er ekki bara góður grunnskólakennari — hún hefur líka kennt mér sitt af hverju, einkum og sér í lagi hvernig vinnuþjarkur eins og ég ver best frístundum sín- um til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Hún er mikil manneskja, góð og tilfinningarík, og hún er ein- hver hreinskilnasta manneskja sem ég hef kynnst. Þar með er hún líka óvægnasti gagnrýnandi sem ég þekki. Hún liggur ekkert á því ef henni finnst mér ekki takast vel upp, og auðvitað er ómetanlegt að njóta aðhalds frá manneskju sem maður treystir. Já, ég er töluverður fjöl- skyldumaður. Dætur Ásdísar, Berg- þóra og Valgerður, eru í hópi með mínu uppáhaldsfólki. Ég vona að ég sé þokkalegur pabbi — jafnvel nokkuð góður. Reyndar á Eyvindur, sonur minn, heima norður í landi hjá mömmu sinni, og ég sé hann alltof sjaldan, en þegar allt gengið er samankomið er oft líf í tuskunum á heimilinu. Mér þykja börn mikið ágætisfólk og þau gefa mér mikið. Börn og fullorðnir eiga að tala mik- ganga alltof langt með þessu atriði eða hinu en það hefur aldrei náð neitt lengra en að spyrja! Þegar þátt- urinn hefur farið í loftið og maður hefur kvíðafullur spurt fólk hvort því fi'nnist þarna hafa verið of langf gengið hefur því afdráttarlaust ver- ið svarað neitandi. En auðvitað er- um við mjög ’mísjafnlega fyndnir og oft sér maður atriði í þætti sem átti að vera drepfyndið en er það ekki." Eins og undin tuska Karl Ágúst er sá sem skrifar hand- ritin fyrir Spaugstofuna. Hann segir þá hittast á þriðjudögum og mið- vikudögum til að viðra hugmyndir, en eiginlegar handritaskriftir hefjist ekki fyrr en á fimmtudögum: „Það er ekki þreytandi á neikvæðan hátt að skrifa þættina," segir hann. „Hins vegar fer mikil orka í að búa þá til og oft fer ansi mikið sálarstríð og sálar- angist í þá vinnu. En það er líka full- nægjandi þegar það heppnast. Auð- vitað er maður oft eins og undin tuska þegar þátturinn fer í loftið klukkan hálfníu á laugardögum og frágangi hefur ekki lokið fyrr en klukkustund áður. Þá á ég oft langar vökunætur að baki, með tilheyrandi kaffidrykkju og reykingum, enda þarf ég ekki á aðstoð förðunardeild- arinnar að halda við að gera Pétur fréttastjóra þreytulegan og úttaúg- aðan í útliti ég lít einfaldlega svona út á laugardagsmorgnum. Seinni hluti vikunnar og helgin er gríðarlega hörð og mikil „törn“. Hins vegar er þessi vinna ekki þreytandi í þeirri merkingu að mað- ur fái leið á henni. Sem betur fer höf- um við allir ennþá geysilega gaman af þessu, enda ættum við skilyrðis- laust að hætta á þeirri stundu sem við fengjum nóg. Það er auðvitað vonlaust að framleiða gamanþætti og hafa ekki gaman af þeim sjálfur." Hann viðurkennir að auðvitað sé hann ekki alltaf í skínandi skapi til að setjast niður og skrifa: ,, Auðvit- að stend ég frammi fyrir því, og meira að segja ekkert mjög sjald- an!“ segir hann og hlær. „En þá er það þessi sjálfsagi sem maður þarf að beita sig. Það er í rauninni tvennt í þessu. Stundum sest maður niður tii að skrifa hugmynd sem er algjör- lega gefin og hún nánast skrifar sig sjálf. Stundum sest maður niður gagngert til að fá hugmynd og það getur orðið fjandi mikil glíma. En við höfum skrifað töluvert mikið, og með þetta mikla reynslu af því hvaö virkar og hvað ekki, þá getur maður ekki leyft sér að hætta eða gefast upp fyrr en maður finnur það sem þarf. Þess vegna þarf maður oft að beita sig hörku og vera fyndinn með handafli." Semja leikrit fyrir Þjóðleikhúsið Jafnhliða því að semja vikulega þætti situr Spaugstofan að skriftum fyrir Þjóðleikhúsið: „Við vorum beðnir að skrifa verk fyrir Þjóðleik- húsið — og punktur," segir Karl. „Við fengum alveg frjálsar hendur með hvernig þetta ætti að vera eða í hvaða formi. Þetta verður einhvers konar þjóðlegur söngleikur; harm- saga með dulrænu og gamansömu ívafi, sem verður frumsýndur í vor. Þessi vinna er ólík ,,'89 á Stöðinni" því þar skrifar maður örstutt atriði; atriði sem aldrei eru lengri en 3 mín- útur hvert og niður í 8—10 sekúnd- ur. Leikrit þarf að hanga saman í einn og hálfan tíma og kallar á flóknari vangaveltur. Þó svo að þetta verk okkar sé kannski ekki skrifað í anda Ibsens, þá eru aðrir hlutir sem við verðum að hafa í huga í sambandi við persónur, upp- byggingu á söguþræði og fleira." „Hjátrúarfullur og trúi á allan fjandann## Þegar ég spyr hann hvérnig hann lýsi sjálfum sér skellihlær hann: „Ég er lítið fyrir að skilgreina hluti," svarar hann. „Ég vil miklu fremur (inna fyrir því hvernig hlutirnir eru því mér finnst það betri aðferð til að upplifa fólk, heiminn í kringum mig og lífið yfirleitt. Eitt af því sem ég skilgreini mjög lauslega er ég sjálfur og geri það helst ekki nákvæmlega. En ... " segir hann, „ætli ég sé ekki hægur og rólegur maður, þegar ég er eins og ég á að mér, og líklega besta skinn inn við beinið. Mér gengur yfirleitt mjög vel að vinna með fólki, er, eins og ég sagði áðan, nokkuð umburðarlyndur; einum of stundum þannig að ef fólk er þannig innrætt þá getur það fært sér það í nyt. Ég stekk ekki upp á nef mér við minnsta tilefni... Að öðru leyti held ég að ég sé, eins og flest fólk, svolítið þversagnakenndur. Ég á það til að vera óttalegur galgopi, bjart- sýnn og háfleygur draumóramaður, en ég á það líka til að vera jarðbund- inn og allt að því þunglyndur á köfl- um. Eg er að sjálfsögðu Sporðdreki," ið saman — það hafa allir gott af því, því það má læra ýmislegt um lífið af börnum," segir hann. „Húslegur? Já, já, svona í sæmilegu meðallagi. Ég.vil helst .vera heima hjá mér og reyni þess vegna að hafa bæril.ega reglu á hlutunum þar." Þegár ég spyr hann hvort hann hefði trúað því þegar hann tók ákvörðun um að verða leikari að Þjóðleikhúsið ætti eftir að leita til hans eftir verki svarar hann: „Nei, það grunaði mig aldrei. Ég hef nefnilega aldrei ætlað mér að verða rithöfundur! Ég ætlaði fyrst og fremst að verða leikari, þótt ég hafi síðar lent í því að gera ýmislegt ann- að sem tengist leikhúsi. Sumt af því hefur bara komið til vegna þess að ég hef þurft að hafa í mig og á.“ Síðustu spurningunni, hvort hann hafi einhvern tíma séð eftir þeirri ákvörðun að gerast leikari, svarar hann án nokkurrar umhugsunar: „Núna í augnablikinu sé ég ekki eft- ir því, nei. En af og til koma þau augnablik að maður spyr sjálfan sig hvað í fjandanum maður sé eigin- lega að gera sjálfum sér og þjóðinni. Hefði ég hins vegar tekið þann kost- inn að setjast í háskóla væri ég ábyggilega núna starfandi íslensku- kennari vestur á fjörðum ...!“

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.