Pressan - 07.12.1989, Page 29

Pressan - 07.12.1989, Page 29
Fimmtudagur 7. des. 1989 kynlHsdálkurimi Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. HJÓNAVANDI „Við erum fertug og búin að vera gift í sex ár. Maðurinn minn tók upp á þvi fyrir ári að flytja í annað herbergi, sem ég er ekki alveg sátt við — hann er með endalausar afsakanir. Svo er ég á blóðþrýstilyfjum (Tensól). Það veldur áhugaleysi, þunglyndi og minni kynlífslöngun o.fl. o.fl. Persónulega segist hann ekki hafa neina kynlífslöngun til mín — segir að ég sé of feit. Ég er 1,65 á hæð og 72 kíló — ekki finnst mér það nú mikill þungi því hann er rúmlega 100 kíló og alltof feitur að mínu mati. Hann þjáist að einhverju leyti af minni- máttarkennd. Hann segir að ef ég sætti mig ekki við þetta þá geti ég bara skilið ef ég vilji. Nú erum við góðir vinir og félagar — ekkert framhjáhald til staðar — en mér finnst það bara alls ekki nógu gott að geta ekki lifað saman einstaka sinnum. Við eig- um tveggja ára barn saman, en eldri börnin, sem við áttum í fyrri hjónaböndum, eru öll farin að heiman. Ég spyr: Á ég að sætta mig við þetta, er þetta hjónaband? Mér líður óskaplega illa, er hætt að borða og sofa. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Ein áhyggjufull.“ Kæra kona, mér finnst þú vera bú- in að svara spurningunni sjálf — um hvort þú eigir að sætta þig við þetta. Eftir bréfinu að dæma ertu greini- lega ósátt við samband ykkar hjóna eins og það er núna. / öllum hjónaböndum koma upp erfidleikar Einnig spyrðu hvort þetta sé hjónaband. 1 öllum hjónaböndum koma upp erfiðleikar. Síðan er það spurning um hvort báðir aðilar vilja leggja eitthvað af mörkum til að leysa erfiðleikana. Hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvað er í húfi og hvort þið elskið hvort annað nóg til að vinna í málunum. Eins er afar mikilvægt, að mínu mati, að skilja að þegar hjónabands- erfiðleikar koma upp er það vanda- mál beggja, ekki bara hans eða hennar. Það er ódýr leið að segja: ,,Ef þér líst ekki á ástandið getur þú bara sótt um skilnað." Slíkt hugarfar ber ekki vott um þann vilja sem þarf til að vera í hjónabandi. Það hlýtur að vera sárt fyrir þig að heyra þetta. Samskiptin þarf að „hreinsa“ En þessi orð geta líka bent til þess að hann viti ekki hvernig á að taka á þessum vanda. Með því að flytja inn í annað herbergi var hann greinilega að gefa eitthvað í skyn — óbeint. Óskýr, bjöguð eða lítil tjá- skipti verða stundum allsráðandi milli pars þegar þarf að ræða erfið mál. Þú talar um að áhugi þinn á kynlífi hafi breyst við að taka inn blóðþrýstingslyf. Þú þarft að ræða það við lækninn þinn og biðja um annað lyf ef hægt er eða fá skömmt- unum breytt. Lyf eru eitt af því sem getur valdið áhugaleysi. Óleystir til- finningahnútar, s.s. reiðibæling og barnsfæðing, eru önnur dæmi sem geta verið samverkandi. Samskipti hjóna eru „samtengd". Ef hann hef- ur fundið fyrir áhugaleysi hjá þér getur hafa safnast fyrir gremja hjá honum sem hann tjáir þér óbeint með því að flytja inn í annað her- bergi. Það að setja út á útlit þitt — að þú sért of feit — er þá kannski ekki málið, enda ertu með fullkomna kjörþyngd samkvæmt hæð. Sameiginlegan uanda þurfa bœöi aö leysa Þegar ég las bréfið flugu mér of- angreindir þankar í hug sem þurfa ekki endilega að vera réttir, en ég er viss um að ef að er gáð er fleira í gangi hjá ykkur en það sem kemur fram í béfinu. Þú ert að gera rétta hluti með því að leita aðstoðar í þessu máli. Alltof mörg hjón og sambúðarfólk koma of seint til að leita sér aðstoðar hjá hjónabands- ráðgjöfum. Ráðgjafa finnur þú í gulu síðunum í símaskránni. Að viður- kenna að vandinn sé til staðar og að hann hverfi ekki af sjálfu sér er fyrsta skrefið til að leysa hann. Síð- an þurfið þið að ákveða hvort ykkur þyki nógu vænt hvoru um annað til að leysa vandamáliö sameiginlega. Skilnaður er alltaf síðasta og ódýr- asta lausnin og leysir ekki neitt í raun og veru. Ef þið getið í samein- ingu tekist á við þessa erfiðleika, þú segir að þið séuð góðir vinir, þá mun samband ykkar verða nánara fyrir vikið. Gangi þér vel. Kuedja, Júna. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆÐINGUR SKÚTUVOG116 SÍMI 687700 Fondusett fyrir 6 manns kr. 6.224,- 00^ Ljóskastarar kr. 3.343,- í verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar jólagjafir við allra hæfí og á jólamarkaði á 2. hæð er mikið úrval skrauts og gjafavara. í Húsasmiðjunni fæst einnig allur húsbúnaður og heimilistæki, öll áhöld og efni sem þarf til að fegra og prýða heimilið fyrir jólin. Holz-her hleðsluborvél kr. 16.079,- Jólatilboð Húsasmiðjuraiar Peugeot juðari/pússivél kr. 4.894,-

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.