Pressan - 18.01.1990, Qupperneq 8
8
Fimmtudagur 18. jan. 1990
ÞresSSmn
VIKUBLAD Á FIMMTUDÖGUM
Útgefandi: Blaó hf.
Ritstjórar: Jónína Leósdóttir Omar Krióriksson
Blaóamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Páll Vilhjálmsson
Ljósmyndari: Einar Ólason
Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir
Prófarkalestur: Sigríður H. Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, simi: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun. Blaöaprent hf.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaöió:
1000 kr. á mánuði. Verð i lausasölu: 150 kr. eintakið.
SUNDRUNG
EÐA SAMVINNA?
Það er lýöræöislég skylda minnihlutaflokka í stjórn-
málum aö mynda skýran valkost í|egn meirihlutanum,
hvort sem um er að ræöa vettvang löggjafarþings eöa
sveitarstjórna. Um skeið hefur Birting staðiö fyrir til-
raunum til aö fá minnihlutaflokkana í borgarstjórn
Reykjavíkur til aö koma sér saman um sameiginlegan
framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Sundrung og tortryggni innan vinstri flokkanna hafa
staöið í vegi þessara tilrauna.
Einsflokksveldi Sjálfstæðisflokksins í borginni er svo
rótgróiö aö engin rök hníga lengur aö sundurslitnu smá-
flokkaframboöi á vinstri vængnum. Ekki veröur lengur
séð hvernig það má þjóna hagsmunum borgarbúa aö
minnihlutaflokkarnir sitji áhrifalausir undir einsflokks-
veldi Sjálfstæðisflokksins árum saman og bítist svo
árangurslaust í framboösslag á fjögurra ára fresti. Sundr-
ungarstimpill hvílir á endurteknum flokksframboöum
vinstri flokkanna. Árekstralítil samvinna félagshyggju-
flokkanna í ríkisstjórn gefur tóninn fyrir samvinnu í
sveitarstjórn. Undir merkjum jafnaöar og félagshyggju
eiga minnihlutaflokkarnir aö geta myndað sameiginleg-
an framboðslista með opnu prófkjöri og skapað fríska
pólitík, sem gefur kjósendum trúveröugan valkost í
borgarstjórn.
hin pressan
Pólitísk þankabrot skrifa BirgirÁrna-
® ^son, aðstoðarmaður viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, Einar Karl Haraldsson,
ritstjóri Nordisk Kontakt, og BolliHéð-
insson hagfræðingur.
Orói í Aserbœsjan
. . . veldur taugatitringi í vestri
„Fyrir okkur sem horfum ó atburðina úr
fjarlægð er engu líkara en Eystrasalts-
þjóðir Sovétríkjanna, Eistar, Lettar og
Lithóar, leiki sér vísvitandi að eldi."
Hann Gorbatsjoff á samúö
mína alla. Eftir þau umskipti
sem hann hefur fóstrað í
Austur-Evrópu er erfitt aö
horfa upp á erfiðleikana sem
hann glímir við heima fyrir
og geta oröið honum að falli.
Fyrir okkur sem horfum á at-
burðina úr fjarlægö er engu
líkara en Eystrasaltsþjóðir
Sovétríkjanna, Eistar, Lettar
og Litháar, leiki sér vísvitandi
að eldi. Þannig finnst okkur
aö þeir ættu að sjá hættuna
sem í því er fólgin ef Gorbat-
sjoff hyrfi frá völdum og aftur
yröi snúið til fyrri stjórnar-
hátta. Hætt er við að þau rétt-
indi sem þeir nú þegar hafa
áunnið sér hyrfu sem dögg
fyrir sólu. Ættu þeir að fara
mun hægar í sakirnar því
Gorbatsjoff virðist reiðubú-
inn aö gera nánast allt fyrir
þá nema það eitt að sleppa
þeim úr ríkjasambandinu.
Þannig var það reyndar líka
með Abraham Lincoln þegar
Suðurríkin sögðu sig úr
Bandaríkjum Norður-Ámer-
íku. Lincoln þótti sú ástæða
ærin til að fara með hernaði á
hendur þessum samlöndum
sínum. Hætt er við aö ef
flæöa tekur undan Gorbat-
sjoff þá gæti flætt undan
fleiru, þ.á m. öllum þeim
gleðilegu atburðum sem
hjálpuðu til viö að gera áriö
1989 svo eftirminnilegt.
o — o — o
Talandi um hlutina í
Austur-Evrópu, þá heföi nú
veriö gaman að komast yfir
eitthvað af gögnum þeim
sem lágu hjá „Stasi" (Staats
Sicherheitsdienst) í Austur-
Berlín. Þarna hafa sjálfsagt
farið forgörðum gögn um alla
íslendinga sem Sósíal-
istaflokkurinn sendi út til
náms á sínum tíma og
Heimdallur hefði getaö gefið
út sem framhald af SIA-
skýrslunum, sem hann gaf út
hér um árið. Annars er það
meira en lítið furðulegt, en
hinsvegar í góðu samræmi
við aðra fráleita hluti í „bjúró-
kratíinu" þar eystra, að til
hafi verið flokkur þúsunda
manna sem starfaði við það
eitt að fylgjast með náungan-
um. Lesa bréf, hlera símtöl og
halda uppi fyrirspurnum og
hvaðeina sem taliö var að að
gagni mætti koma. Er með
ólíkindum að til skuli vera
fólk í sæmilega siðmenntuðu
samfélagi, sem hefur geð í sér
til að skoða náunga sinn svo
ofan í kjölinn. Innrás austur-
þýskrar alþýðu á höfuðstöðv-
ar lögreglunnar færir okkur
heim sanninn um að ekki er
sopið kálið þó í ausuna sé
komið. Það verður ekki fyrr
en við höfum séð allar þær
kosningar, sem þar eru fyrir-
hugaðar á næsta ári, fara
fram með friði og spekt, — þá
fyrst skyldi maður ætla að
mesta hættan á að slái í bak-
seglin veröi liöin hjá. E.t.v.
þyrftum við að bíða næstu
kosninga þar á eftir til aö
verða í rónni, þegar þessi ný-
frjálsu lönd verða búin að
ganga í gegnum stjórnar-
kreppur og samsteypustjórn-
ir, — þá fyrst sjáum við
hversu traust lýöræðiö verö-
ur þar í sessi.
o — o — o
Nú er verið að telja okkur
trú um, að í sambandi viö
endurbæturnar á Þjóðleik-
húsinu sé það brýnasta nauð-
syn að umturna áhrofenda-
salnum svo um muni.
Menntamálaráðherrann hélt
fund í leikhúsinu til skoðana-
skipta og áróðurs fyrir breyt-
ingunum en gleymdi aö
bjóða þangað þeim sem mál-
ið mest varðar. Hann gleymdi
að bjóða þangað þjóðinni
sem leikhúsið er nú einu sinni
kennt við! Mér vitanlega var
næsta fátt um fólk úr hópi
óbreyttra leikhúsgesta í saln-
um hjá menntamálaráðherr-
anum og lét hann heyra sínar
skoðanir. Eg hef sjálfur aldrei
orðið var við né heyrt raddir
úr hópi annarra áhorfenda
um þetta brýna niðurbrot á
áhorfendasalnum. Salurinn,
með sínum tvennu- svölum,
hefur alla tíð heillað og á eftir
að gera það um ókomna tíð ef
skammsýnir ráðamenn ná
ekki undirtökunum. Þaö er
mesti misskilningur að nú sé
eitthvert lag í þjóðfélaginu til
að eyðileggja leikhúsið. Þjóð-
leikhúsið er ein af fáum ríkis-
stofnunum sem alla tíð hafa
notið almenns velvilja og
ekki minnsta ástæða til að
ætla að svo verði ekki áfram.
Því fellur hræðsluáróður ráð-
herrans, um að það verði að
grípa gæsina meðan hún
gefst, um sjálfan sig, enda ef
svo sannaðist að til að fá fram
endurbætur verði að rasa um
ráð fram hlýtur að vera skyn-
samlegra að bíða og fá sæmi-
lega þjóðarsátt um breyting-
arnar. Þó leikarar geti haft
mikið um það að segja í
hvaða átt breyta eigi húsinu,
þá er það þjóðin sem hlýtur
að eiga síðasta orðið.
Porsteinn minnir
mig alltaf á vel
hirtan og þveginn
dreng sem aldrei
hefur verid neitt
uppeldi á.
— Regína Thorarensen fréttaritari i
DV (um Þorstein Pálsson).
Maður hvarf en kom aftur
mánuði síðar, fór beint inn í
kjallara, klauf á sér höfuðið
með öxi, hellti síðan yfir sig
bensíni og kveikti i.
— Ur grein um sakamál í Timanum.
Þetta er ekkert merkilegra fólk
en við.
— Sigurjón Sighvatsson, eigandi
Propaganda Films í Kaliforníu, i viö-
tali viö Morgunblaöiö um stór-
stjörnur eins og
Madonnu, Prince og Sting.
Jesús Kristur hefði ekki fengið
aðrar eins móttökur ef hann
hefði birst hér á landi 1. mars
1989.
— Úr pistli Eddu Björgvinsdóttur
leikkonu i Morgunblaðinu.
Styrkur Morgunblaðsins felst
í því aö þar færðu á einum stað
upplýsingar um það sem er að
gerast. Ég hætti um tíma að
kaupa blaðið en komst brátt
að því að ég var vart viðræðu-
hæfur um menn og malefni.
— Úr pistli Ólafs M. Jóhannessonar
í Morgunblaöinu.
Það er stíll sjálffstæðis-
manna að hafa próffkjör.
— Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæöisflokksins, í samtali við DV.
Skuldir þá hins
vegar bankanum
þínum 500 millj-
ónir þá átt þá
bankann.
— Úr grein í DV.
Auðvitað skilja þessar pemp-
íur ekki þegar ég tala um
ábyrgð, því þær hafa aldrei
þorað að taka á sig neina
ábyrgö.
— Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans, i samtali viö
Morgunblaöiö (um Kvennalistakon-
ur).