Pressan - 22.02.1990, Side 2

Pressan - 22.02.1990, Side 2
i 2 ,, Viö erun/ f 80 % þjálfun" segir Bogclcin Kowalezyk, c'// hcinti hefur iiú veriö ráöitin til 100j setn Icinclsliösþjálfari — Ilatin segir í eftitfarctncli riötali aö sjöuncla scetiö og allt þar fyrir ofctn rceri fráhcer árangur — allt þar fvrir neöan Allir íslendingcw sem eitthvad ffylgjast með i|Mrettwm vita hver Begdan, þjálfari islenska handknattleikslandsliðsins, er. Þessi Fetverji heffwr verið dáðwr þegar vel heffwr gengið hjá liðinw en að sama skapi gagnrýndwr þegar verr hefwr gengið. Engu að síður hefur Bogdan tekist að halda íslendingum í fremstu röð handknattleiksþjóða. Við hittum Bogdan fyrir landsliðsæfingu á mánudaginn og ræddum við hann um handknattleik og fleira. — Hvenær komst þú fyrst til ís- lands? ,,Ég kom hingað fyrst fyrir 14 ár- um. Þá tók ég þátt í Evrópukeppni með liði mínu Slask Wroclaw og við lékum þá gegn FH. Ég var mark- vörður liðsins en jafnframt þjálfari." — Hvenær hófst þú svo þjálfun á íslandi? ,,Það var fyrir tólf árum. Fyrst þjálfaði ég Víking í fimm ár en síðan hef ég þjálfað íslenska landsliðið í sjö ár eða frá árinu 1983.“ Sjötta sætið í Sviss besti árangurinn — Hvern telur þú bestan árangur landsliðsins síðan þú tókst að þjálfa það? ,,Það er erfitt að segja til um. Lík- lega hefur það verið þegar við náð- um sjötta sætinu í heimsmeistara- keppninni í Sviss." — Hver er staða íslenska lands- liðsins í dag? ,,Ég held að liðið sé núna í svona 80% þjálfun. Það hefur reynst erfitt að halda liðinu í æfingu þar sem um helmingur leikmanna ieikur erlend- is. Það kemur í veg fyrir að liðið geti æft saman. í haust og fyrripart vetr- ar var greinilegt að leikmenn liðsins voru ekki í nógu góðu formi. Við höfum æft alltof lítið eftir að B-keppninni í Frakklandi lauk." — Island þykir leika nokkuð harð- an handbolta. í B-keppninni í Frakk- landi misstum við nokkra lykil- menn út af en þeir voru útilokaðir eftir að hafa verið visað af velii í þrí- gang. Er hætta á að við lendum í svipuðum vandræðum í Tékkóslóv- akíu? ,,Það er bara hluti af leiknum. Þetta verður ekkert vandamál. Við leikum til sigurs og ef við fáum að spila fast þá verðum við að notfæra okkur það.“ Með smáheppni getur allt gerst — Hvaða möguleika á íslenska landsliðið í heimsmeistarakeppn- inni í Tékkóslóvakiu? ,,Við lendum í mjög erfiðum riðli. Þar er eitt lið sem er yfir öll önnur lið hafið, það er að segja Sovétríkin. 011 önnur lið eigum við að geta unn- ið, — en við getum einnig tapað fyr- ir þeim öllum. Þegar geta liðanna er jafnálíka og raun ber vitni er mikið undir heppninni komið. Við þurfum Fimmtudagur 22. febr. 1990 að vera í toppformi bæði andlega og líkamlega og með smáheppni ætti allt að geta gengið upp hjá okkur. Það er erfitt að flokka liðin ná- kvæmlega niður eftir getu. Þau geta verið að rokka frá þriðja sætinu og upp í það tíunda á miili einstakra móta. Fyrir B-keppnina í Frakklandi stóðu Vestur-Þjóðverjar t.d. mjög vel að vígi, höfðu unnið heimsbikar- inn í Svíþjóð og liði þeirra hafði gengið mjög vel fyrir keppnina en síðan féllu þeir niður í C-riðil þegar til kastanna kom." — I hvaða sæti komum við til með að lenda í heimsmeistarakeppn- inni? „Ég hef búið mér til þrjár áætlan- ir. Það er lágmarksárangur að kom- ast áfram í milliriðil. Það yrði frábær árangur ef okkur tækist að halda okkar sæti sem A-þjóð í handbolta. Björninn er að öllu leyti unninn tak- ist okkur að vinna okkur þátttöku- rétt á næstu Ólympíuleikum. Sjö- unda sætið og allt þar fyrir ofan er frábær árangur en allt þar fyrir neð- an að sama skapi ekki nógu gott." Fagurfræðileg sjónarmið og skemmtigildi — Hver er eftirminnilegasti leikur landsliðsins undir þinni stjórn? „Það er erfitt að segja til um það. Líti maður til síðustu leikja þá þótti mér annar leikurinn á móti Rúmen- um nú um daginn mjög góður. Þá voru leikirnir við Sviss mjög lær- dómsríkir fyrir mig persónulega. Út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og hvað varðar skemmtigildi fyrir áhorfendur voru leikirnir gegn Vest- ur-Þjóðverjum og Pólverjum í B-keppninni í Frakklandi vafalaust þeir bestu." — Hvað með slaka leiki? „Við áttum til að mynda mjög slaka leiki gegn Norðmönnum nú í desember. Það voru lélegir leikir. En desember er desember og íslend- ingar eru með hugann við annað en handbolta á þeim tíma. Allir eru að hugsa um jólin og mikið um að vera." Félagsliðin halda mönnum ekki i æfingu — Hvernig hafa samskiptin við fé- lagsliðin verið? Gaupi — Guðjón Guðmundsson: HM eins og sexfan miða happdrætti Miðinn kostar sautján milljónir en aðeins einn fœr stóra vinninginn Gwðjón Gwðmwndsson, aðstoðarmað- wr Bogdans landsliðsþjálfara, hefwr staðið við hlið hans öll þaw sjö ár sem Bogdan heffwr þjálffað landsliðið og rawn- ,\ ar lengwr þvi leiðir þeirra lágw fyrst sam- an þegar Bogdan þjálfaði Viking. — Nú hefur þú verið aðstoðar- maður Bogdans þau sjö ár sem hann hefur verið með landsliðið. Hverja telur þú raunhæfa mögu- leika liðsins núna? „Liðinu hefur aldrei gengið eins vel og á þessu tímabili. Það er eng- inn samjöfnuður til frá fyrri tíð. Þrátt fyrir að ýmsir gamlir handknatt- leiksmenn vilji meina það þá er það ekki hægt. Um möguleika okkar í keppninni. Ég hef nú eiginlega ekki náð að hugsa svo langt ennþá. Ég vil líkja keppninni við happdrætti þar sem gefnir eru út 16 miðar og hver miði kostár 17 milljónir. Það verður bara einn sem fær stóra vinninginn og svo verða það sex aðrir sem fá litla vinninga. Þessi keppni verður erfið en hins vegar er það ljóst að liðið er mjög gott og á alla möguleika á að ná góðum árangri. Það hefur alla möguleika á að gera góða hluti og standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til þess. En umfram allt þurfa menn að vera jarðbundnir og taka ein leik fyrir í einu og sjá svo bara til." — Hvernig hafa samskipti þín og Bogdans verið í gegnum tíðina? „Þau hafa verið mjög góð. Þetta hefur verið erfiður tími og oft á tím- um mikið að gera. Nú hefur undir- búningurinn t.d. verið á fullu frá því í desember og sú törn stendur til 12. mars. Maður er farinn að lýjast á þessu með árunum og farinn að spyrja sig hvort það borgi sig að standa í þessu." — Hefur þetta verið þitt aðalstarf allan tímann? „Nei, það hefur nú ekki verið. Ég hef unnið hjá handknattleikssam- bandinu síðastliðin þrjú ár samhliða að ýmsum verkefnum og þetta hefði aldrei gengið upp öðruvísi. Þegar lið er komið í gæðaflokk eins og landsliðið þarf að hugsa fyrir ákaflega mörgum hlutum. Þetta er ekki bara fjögurra vikna vinna eins og sumir virðast halda. Það á líka við um suma þá sem eru kjörnir i t.d. stjórn HSÍ og þeir sjást nú ekki alltaf nema rétt fyrir stórmót og eru þá til- búnir til að hjálpa. Það á sérstaklega við um tvær síðustu vikurnar en það er enginn viðlátinn næstu tíu mánuðina á undan. Þannig leggst vinnan yfirleitt á mjög fáa aðila. Þó hefur t.d. Davíð Sigurðsson, sem er i landsliðsnefndinni, hjálpað mér mjög mikið. Ég held nú að án hans hefði þetta ekki verið hægt." — Hvaða sæti spáir þú liðinu í heimsmeistarakeppninni? „Ég vil ekki spá neinu sæti. Það er óskhyggja að ætla sér einhvern góð- an árangur. Ég vona að við lendum í sjöunda sæti. Það er lágmarks- árangur til Ólympiuleika og í heims- meistarakeppnina í Svíþjóð árið 1993. Þetta er sjöunda stórkeppnin sem við förum á þannig að ég vona að þetta eigi allt eftir að haldast í hendur." — Hvenær hefur þú orðið ánægð- astur með liðið á þessum tíma og hvenær hefur þú orðið fyrir mestum vonbrigðum? „Ég held að ég hafi orðið ánægð- astur með sjötta sæti í heimsmeist- arakeppninni í Sviss árið 1986. Við tryggðum okkur þá þátttökurétt sem A-þjóð til ársins 1988. Eins var árangurinn á Ólympíuleikunum 1984 mjög góður. Ég held nú að stærstum vonbrigðum hafi leikur- inn á móti Austur-Þjóðverjum í Seoul valdið mér. Það var hálfgert reiðarslag en þrátt fyrir góðan leik töpuðum við honum með einu marki. Síðan upplifðum við allir stórkostlega hluti í B-keppninni í Frakklandi," sagði Guðjón að lok- um.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.