Pressan - 22.02.1990, Síða 3

Pressan - 22.02.1990, Síða 3
Fimmtudagur 22. febr. 1990 3 „Við núverandi aðstæður og skipulag hefur landsliðið engin tækifæri til aö æfa meðan íslands- mótið stendur yfir. Einn leikur í deildinni á viku er alltof lítið til að halda mönnum við efnið. Æfing fjórum til fimm sinnum í viku, rúm- lega klukkutíma í senn, dugir engan veginn til að halda mönnum í topp- æfingu. Það dugir ekki til að halda mönnum í fremstu röð. Þetta nægir einfaldlega ekki til að vinna lið eins og þau bestu t.d frá Sovétríkjunurm Austur-Þýskalandi eða Júgóslavíu. í þessum löndum er æft átta til tólf sinnum á viku allt árið um kring. Við höfum haft tækifæri til að æfa í þrjá mánuði og erum að komast í góða æfingu. Ef við hættum að æfa eins og við höfum gert og létum okkur duga að æfa með félagsliðun- um myndum við strax dala í formi. Þetta eru vandræðin með æfingar með félagsliðunum. Landsliðið æfir helmingi meira en félagsliðin gera." — Hvernig eru samskipti þín við HSÍ? „Það er erfitt að ræða það mikið, en síðustu tvo mánuðina hafa öll okkar samskipti gengið eins og í sögu." — Kemur þú til með að halda áfram að þjálfa íslenska landsliðið í handbolta? „Já, ég hef nú gert samning við HSÍ um að þjálfa landsliðið fram til ársins 1993. Þó er gert ráð fyrir að hægt sé að endurskoða samninginn á tímabilinu." SKY MOVTES SKY ONE SKYNEWS EUROSPORT SCREENSPORT MTW THE CHILDRENS CHANNEL RTL-V LEFESTYLE FILMNET , SAT-1 RTL PLUS PRO 7 TELECLUB TV3 TV5 EBC NORDIC CHANNEL WORLDNET SUPER RAIUNO RAIDUE TVEl 3 SAT A ASTRA EUROPE'S 16 CHANNEL TELEVISION SATELLITE imSnn Breytingarnar í Austur-Evrópu — Hvernig líst þér á þær breyting- ar sem nú eiga sér víða stað í Aust- ur-Evrópu og eiga uppruna sinn ekki síst að rekja til Póliands? „Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þrjú, fjögur ár hverju þessar breyt- ingar koma raunverulega til með að skila okkur. Vandamál okkar Pól- verja númer eitt, tvö og þrjú er efnahagsmálin. Ef okkur tekst að ná tökum á efnahagsmálunum hjá okk- ur þá er ég ánægður. Það mun þó taka nokkur ár." — Mörg Austur-Evrópuríki hafa staðið mjög framarlega í íþróttum. Hvað áhrif heldur þú að breyting- arnar muni hafa í för með sér á stöðu íþróttanna? „Ég tel að þær verði ekki íþrótta- árangri þessara þjóða til framdrátt- ar. Þeim fylgir ákveðin lausung sem verður ekki afreksíþróttum til góða. Hins vegar munu þær vafalaust verða almenningsíþróttum mjög til framdráttar." Ranghugmyndir um trúarlíf Pólverja — Pólverjar eru almennt taldir mjög trúaðir og góðir kaþólikkar. Ert þú trúaður? „Ég tel mig ekkert trúaðri en gengur og gerist. Annars er mjög erfitt að fara í djúpa umræðu um trú og trúarlíf Pólverja. Oft finnst mér aðrar þjóðir hafa ranghugmyndir um trúarlíf okkar Pólverja." Hefur þú fylgst með íslenskum stjórnm^lum? „Auðvitað veit ég sitthvað um ís- lenska pólitík. En það er ekki mitt að segja að Hannibalsson sé númer eitt, Steingrímur númer tvö og Vig- dís forseti númer þrjú. Það er ekki mitt vandamál og ég dvel hér aðeins sem gestur." — Þú hefur á stundum þurft að vera lengi fjarvistum frá fjölskyldu þinni vegna þjálfunar landsliðsins. Hefur það ekki verið bagalegt? „Jú, vissulega hefur það oft verið vandamál. Ég á tvo stráka sem ganga í skóla í Póllandi. Þegar þeir voru yngri var þetta minna vanda- mál en nú þegar þeir eru orðnir stærri og þarfnast manns kannski meira en áður," sagði Bogdan að lokum og við óskum honum og strákunum góðs gengis í heims- meistarakeppninni í Tékkóslóvakíu. Okkur tókst ab útveqa allt ab 200 qervihnattadiska meö ótrúlequm afslætti. Samningur oíkar við bandaríska fyrirtækib EchoStar byggist á magn-innkaupum og er um 4 afgreiðslur ab ræba: 1. hluti: Pöntun verbur að berast fyrir 1. mars 1990 2. hluti: Pöntun verbur ab berast fyrir 16. mars 1990 3. hluti: Pöntun verbur ab berast fyrir 1. apríl 1990 4. hluti: Pöntun verbur ab berast fyrir 16. apríl 1990 Afgreibslumáti: Væntanlegir kaupendur panta gervihnattadiska fyrir einhverja áöurnefnda dagsetningu og greiba 30% staöfestingargjald. Afhendingardagur er u.þ.b. 2-3 vikum seinna og þá er hægt ab: Ganga frá eftirstöbvunum meb Euro-, Samkorts- eba Visa-samningum og þá er gefinn 23% afsláttur, eba stabgreiba eftirstöbvarnar og þá fæst 30% afsláttur. Verblisti: Verb: Afb.samn.ver5 (-23%): Stgr.samn.ver5 (-30%): 1,2 m sporöskiulaqa diskur, mono móttakari m/þrábl. fjarstýringu, pólfesting, pólskiptir og lágsubsmagnari (LNB 1,3 dB) EchoStar SR-1 99.980,-_____________________76.980,-____________________69.950,- 1,2 m sporöskjulaga diskur, stereo móttakari m/þrábl. fjarstýringu, pólfesting, pólskiptir og lágsubsmagnari (LNB 1,3 dB) EchoStar SR-1500 129.980,-_____________________99.300,-____________________89,980,- 1,2 m sporöskjulaga diskur m/snúninstjakki, mono móttakari m/þrábl. fjarstýringu, pólfesting, pólskiptir og lágsubsmagnari (LNB 1,3 dB) EchoStar SR-4500 149.980,- 115.480,-___________________104.980,- 1,2 m sporöskjulaga diskur m/snúningstjakki, stereo móttakari m/þráðl. fjarstýringu, pólfesting, pólskiptir og lágsubsmagnari (LNB 1,3 dB) EchoStar SR-5500 179.980,-_______________138.580,-___________________125.980,- smmfa&méB stnmx — . .... ^ Pi MKKKRM Æ~ E ViSA Smnkort EUROCAPD kJ—— S Vib tökum vel á móti þér! greiöslukjör til allt aö 12 mán. SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.