Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. febr. 1990 * HM í handknattleik: Hver jir eru MÖGULEIKARNIR? í þessu greinar- korni verður tekist á við tvö verkefni, annað er erf itt en hitt er óleysanlegt svo að eitthvert vit sé i. Erfiöa verkefnið er fólgið í því að greiða úr þeirri flækju sem keppnis- fyrirkomulag í alþjóðakeppni í handbolta er mörgum handknatt- leiksunnendum (en þeir eru meiri- hluti þjóðarinnar þær stundir sem íslenska landsliðið stendur í stór- ræðum) en óleysanlega verkefnið felst í því að spá fyrir um röð efstu þjóða á heimsmeistaramótinu í Tékkóslóvakíu sem hefst í lok þessa mánaðar og jafnframt um hvaða sæti íslenska landsliðið hafnar í. Heimsmeistarakeppnin í Tékkó- slóvakíu er keppni sextán bestu handboltalandsliða heims. Hún er því réttnefnd A-heimsmeistara- keppni en handknattleikskeppni á Ólympíuleikum er einnig kölluð A- keppni. Liðin sem keppa í Tékkó- slóvakíu hafa tryggt sér þátttökurétt með eftirfarandi hætti: Sovétríkin, Suður-Kórea, Ungverjaland, Júgó- slavía, Svíþjóð, Tékkóslóvakía og Austur-Þýskaland tryggðu sér þátt- tökurétt með því að hver þeirra náði einu af sjö efstu sætunum á Olymp- íuleikunum í Seoul 1988. (Tékkó- slóvakía tryggði sér þátttökurétt strangt til tekið með því að vera gestgjafi en þar sem liðið náði einu af sex efstu sætunum í Seoul þá tryggði sjöunda sætið þar beinan þátttökurétt en ekki það sjötta eins og oftast áður.) ísland, Pólland, Rúmenía, Spánn, Frakkland og Sviss tryggðu sér þátttökurétt með sex efstu sætunum í B-heimsmeist- arakeppninni og Japan, Alsír og Kúba með sigri í undanriðlum liða utan Evrópu. Sjö eða átta efstu sætin í heims- meistarakeppninni að þessu sinni tryggja þátttökurétt á Ólympíuleik- unum á Spáni 1993. Nái Spánverjar einu af sjö efstu sætunum þá nægir áttunda sætið til að ná þessu tak- marki en annars þarf sjöunda sætið til. Þau lið sem ekki ná þessu marki fá tækifæri í B-heimsmeistara- keppni 1992 til að keppa um laus sæti á Ólympíuleikunum. Sjöunda eða áttunda sætið í Tékkóslóvakiu er því að öllum lík- indum það takmark sem íslenska landsliðið setur sér en vitanlega reyna menn að ná eins langt og þeir mögulega geta. Það þykir sérstak- lega góður árangur að tryggja sér sæti í A-keppni (Olympíuleikar eða A-heimsmeistarakeppni) beint og án þess þurfa að taka þátt í B- keppni, en hins vegar má segja að það lágmark sem þarf til að teljast stórþjóð í handbolta sé að tryggja sér yfirleitt þátttökurétt í A-keppni, hvort sem það er gert með því að ná einu af efstu sætunum í næstu A- keppni á undan eða einu af efstu saetunum í B-keppni. í stuttu máli sagt: 16 bestu lið heims keppa á HM í Tékkóslóvakíu, en þau lið sem ná einu af sjö til átta efstu sætunum þar munu teljast vera í alveg sérstökum úrvalsflokki. En vegna þess hve bestu liðin eru orðin jöfn að getu þá getur munur- inn á þessu tvennu falist í einu marki til eða frá. Það er vissulega ástæða til að vonast eftir því að ís- lenska liðið nái einu af sjö eða átta efstu sætunum en það er hins vegar engin ástæða til að vera með móð- ursýki og svartagallsraus þó að það markmið náist ekki. Allt getur gerst í keppni af þessu tagi, heppnin er þar í öðru aðalhlutverki á eftir get- unni og í rauninni er það nægilegt til að teljast í hópi bestu liða að hafa yf- irleitt tryggt sér þátttökurétt í A- heimsmeistarakeppninni enda er handknattleikur spilaður í 130 lönd- um. Hvernig fara leikir íslenska liðsins? Og þá er best að byrja að spá. Það er erfitt og skemmtilegt að spá fyrir um úrslit í íþróttum. Menn geta allt- af verið vissir um að eitthvað gerist sem enginn gat séð fyrir. Eina ör- ugga leiöin til að eiga enga mögu- leika á 12 réttum í getraunum er að spá engum óvæntum úrslitum. Það sama á við um handboltakeppni. Hver átti von á því að íslendingar ynnu gullverðlaun í B-keppninni í fyrra og að V-Þjóðverjar féllu niður í C-riðil? Hver átti von á uppgangi Suður-Kóreumanna í íþróttinni? í eftirfarandi spá verður því gert ráð fyrir óvæntum úrslitum en án allrar ábyrgðar um að spáin rætist nema að takmörkuðu leyti. Greinarhöf- undur er hæfilega bjartsýnn fyrir hönd íslenska liðsins og vill taka fram að hann gerir sér vissulega raunhæfar vonir um að liðið nái enn lengra en gert er ráð fyrir í spánni. íslendingar leika í riðli með Kúbu, Spáni og Júgóslavíu. Fyrsti leikur- inn er gegn Kúbumönnum og hann óttast margir. Vitað er að Kúbuliðið A-RIÐILL B-RIÐILL Ungverjaland Suður-Kórea Svíþjóð Tékkóslóvakía Frakkland Rúmenía Alsír Sviss C-RIÐILL D-RIÐILL Júgóslavía Sovétríkin ísiand A-Þýskaland Spánn Pólland Kúba Japan er á mikilli uppleið og með því leika nokkrir mjög sterkir leikmenn. Það er alltaf erfitt að eiga við andstæð- inga sem ekki státa af glæstum ferli en eru sívaxandi. Margt bendir hins vegar til þess að íslendingar muni fara með réttu hugarfari í leikinn gegn Kúbverjum og því spáum við öruggum sigri eftir erfiðan leik framan af og mjög jafnan fyrri hálf- leik. Næst mætum við Spánverjum og spáum við nauniii tapi. Spánverj- ar eru álitnir í svipuðum gæðaflokki og íslendingar en okkur hefur ávallt gengið illa gegn þeim. Eftir tapið gegn Spánverjum fara strákarnir síðan froðufellandi í leikinn gegn Júgóslövum og sigra í besta leik sín- um í keppninni. Kúbumenn koma síðan á óvart með sigri gegn Spán- verjum sem ennþá eru í gleðivímu eftir sigurinn gegn íslendingum. Júgóslavar sigra síðan Kúbumenn og þeim tekst líka að sigra Spán- verja. Þrjú lið af fjórum tryggja sér keppnisrétt í miliiriðli en eitt lið verður að fara heim. Það mun koma í hlut Kúbumanna að sitja eftir þrátt fyrir sigurinn gegn Spánverjum, yegna lakari markatölu en hin liðin. í milliriðli mætum við þjóðum úr D- riðli. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að þær verði Sovétríkin, A-Þýskaland og Póliand. Greinarhöfundur gerir hins vegar ráð fyrir að Pólverjar tapi óvænt fyrir Japönum sem eru skæð- ir andstæðingar sem ekki má van- meta, en eftir góða frammistöðu í B- keppninni í fyrra hafa Pólverjar staðið sig afleitlega í landsleikjum í vetur og virðast vera í hópi þeirra austaiitjaldsliða sem láta undan síga fyrir nýjum stórþjóðum í handbolt- anum (lsland, Frakkland, Spánn o.fl.) eftir að hafa borið höfuð og herðar yfir þessi lið fyrir u.þ.b. tíu árum. í milliriðli munu íslendingar gera jafntefli við Austur-Þjóðverja, tapa fyrir Sovétmönnum og sigra Japani. Það veltur mikið á úrslitum annarra leikja hversu langt þessi ágæta frammistaða íslenska liðsins mun skila því en greinarhöfundur spáir því að liðið tryggi sér naum- lega þátttökurétt á Olympíuleikun- um á Spáni og telur það vera alveg afbragðsárangur. En það getur bæði farið verr og farið betur og margt spilar þarna inn í. Liðin úr A- og B-riðli sem ná fjór- um af átta efstu sætunum verða Ungverjaland, Svíþjóð, Suður-Kórea og Frakkland. Frakkar munu þarna koma á óvart á kostnað Tékka og Rúmena en ef marka má úrslit á þessu ári (meðal annars tíu marka sigur á Pólverjum fyrir stuttu) og í B- keppninni í fyrra þá er franska liðið að verða geysilega sterkt og það án þess að menn geri sér yfirleitt grein fyrir því ef marka má íþróttaskrif. En fátt er gæfulegra í keppni af þessu tagi en að vera bæði á uppleið og vera vanmetinn. Fullkomlega ábyrgðarlaus en ekki með öllu röklaus spá um hvaða lið tryggja sér þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum og um endanlega röð átta efstu liða er þá þessi: Heimsmeistarar: Sovétríkin Silfurverolaun: Suður-Kórea Bronsverðlaun: Austur-Þýskaland Fjórða sæti: Ungverjaland Fimmta sæti: Júgóslavía Sjötta sæti: Svíþjóð Sjöunda sæti: Island Attunda sæti: Frakkland Þetta verða átta efstu liðin en þar sem Spánverjar verða naumlega undir í hinni hnífjöfnu keppni í milli- riðli C-D, þá nægir áttunda sætið franska liðinu ekki til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Röð efstu liða verður sem sagt ekki tiltakanlega óvænt þó að margt óvænt gerist í keppninni. Röðin er að hluta til sem afleidd af tilteknum grunnatriðum í spánni. Þannig á greinarhöfundur ekkert endilega von á að íslendingar mæti Frökkum í taugaúrslitaleik um síðasta lausa sætið á ÓL SPÁNI '93 heldur leiðir þetta af þeim útreikningi sem verð- ur við spá á öðrum hlutum. Helstu atriðin í spánni, og það sem höfund- ur gerir ráð fyrir og hitt leiðir síðan af, eru eftirfarandi: Sovétmenn heimsmeistarar. Slakt gengi Rúm- ena, Pólverja og Tékka (meðal ann- ars vegna góðrar frammistöðu Frakka). Sjöunda sætið til íslend- inga og staða Spánverja fyrir neðan áttunda sætið. Svo er bara að vona að það sem ekki rætist í spánni sé Is- tendingum í hag en ekki öfugt. #**&cfa8?s: ¦* 3tJssæ&*'-'' - :«t'*í"-rt^-'.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.