Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 22. febr. 1990
Jón Hjaltalín Magnússon í PRESSU-viðtali; hann er maður óragur
við að gera stóra hluti og hann
SKðP VfiLMENNI
FYRIR ALVERIP
oe h andboltÁlið á
HEIMSMÆ LIKVARÐA
„Það fara i þetta áhugamál þúsund
klukkutimar á ári. Ég gæti áreiðanlega
gert eitthvað annað við þennan tima, en
ég er ánægður með það sem er að gerast
og sé ekki eftir einni minútu sem i starfið
hefur farið. Okkur hefur tekist á þessum
tima að halda okkur i hópi A-þ|óða i
handknattleik, ef frá eru skyldir nokkrir
mánuðir sem við vorum B-þjóð i fyrra."
Það er Jón Hjaltalín Magnússon,
formaður Handknattleikssambands
íslands, sem segir svo. Hann hefur
stýrt HSÍ í nærri 6 ár, og á þeim bæ
hafa verið gerðar róttækar breyt-
ingar. Sumum finnst handknatt-
Ieikssambandiö hafa færst allt of
mikið í fang, — aðrir hrífast af dugn-
aði og þori forráöamanna sam-
bandsins, bæði Jóns og félaga hans
í stjórn og nefndum sambandsins.
En hverfum eins og þrjátíu ár aft-
ur í tímann. Þar sést til ungs og
spengilega vaxins unglings vestur í
KR-heimili á æfingu hjá Þrótturum.
Hann er einn á vellinum fyrir æfing-
una og notar sér völlinn til hins ýtr-
asta, skýtur í netin svo hvín í.
,,Þarna er maður framtíðarinnar,"
segir einn af eldri Þrótturum.
En Jón Hjaltalín á ekki eftir að
skora mörkin fyrir Þrótt. Fjölskylda
hans flytur skömmu síðar í Bústaða-
hverfi, og þaö eru Víkingar sem fá
Jón til liðs við sig. Enn síðar er það
félagið Lugi í Lundi í Svíþjóð sem
nýtur krafta hans og hífir sig upp i 1.
deild og veröur Svíþjóðarmeistari í
handbolta utanhúss.
Ferill formanns HSÍ í íþróttinni
var því óvenju glæsilegur, bæði hér
heima sem og erlendis. Jón keppti
með landsliði íslands og var ein
helsta skytta liðsins. Hann tók þátt í
HM '70 í Frakklandi og eins í loka-
keppni Olympíuleikanna í Múnchen
1972.
Jón Hjaltalín er alla daga á ferð-
inni, hann er mjög önnum kafinn.
Öft á tíðum væri það fullt starf að
stjórna HSÍ, — en á honum hvíla
ýmis önnur störf, og ekkert síður
mikilvæg.
( Jón lærði rafeindaverkfræði í
Lundi og starfaöi um sex ára skeiö
viö skipasmíðastöðina Kockum. Þar
hafði hann það verkefni að þróa
tölvukerfi fyrir olíuflutningaskip,
auk þess sem hann annaðist mark-
aðsfærslu kerfisins vítt og breitt um
heiminn. Einmitt þessi reynsla hefur
gert það að verkum að Jón á auð-
velt með samskipti við erlenda við-
skiptaaðila, bæði á vegum HSÍ og
eins verkfræðiskrifstofu sinnar.
Eftir að heim kom settist Jón
Hjaltalín ásamt konu sinni, Sonju
Guðmundsdóttur, og börnum þeirra
aö á Akranesi þar sem hann starfaði
hjá Járnblendifélaginu í sambandi
viö tölvu — og stýrikerfi verksmiðj-
unnar. Þaðan lá leiðin til heima-
borgarinnar, Reykjavíkur, þar sem
Jón stofnaði eigin ráðgjafar- og
verkfræðiþjónustu, sem hann rekur
enn.
Jón Hjaltalín er maður hug-
myndaríkur í meira lagi og fylgir
hugmyndum sínum fast eftir. Meðal
þess sem hann hefur verið að vinna
að á verkfræðistofu sinni má nefna
róbóta-kerfi, sem notað hefur verið
hjá ÍSAL í 2 ár og gefið góða raun.
Róbótinn eða vélmennið heitir JHM
Robot 10 og hefur það verkefni i ál-
verinu að setja álkraga utan um
tinda á rafskautum. Verk sem þótti
leiðigjarnt og einhæft. Alver víða
um heim hafa fylgst með þessu tæki
og sýna því mikinn áhuga eftir að
hafa kynnst reynslu ÍSALS af því. Þá
hefur Jón þróað forrit fyrir fjölfatlað
fólk, sem ekki getur tjáð sig á eðli-
legan hátt. Er það forrit nú reynt í
Öskjuhlíðarskóla og þykir hafa gefið
góða raun og með því fylgst af stofn-
unum erlendis.
En hvernig er það að vera formað-
ur í Handknattleikssambandi Is-
lands? Er það þakklátt starf eða van-
þakklátt? Við veltum spurningunni
til Jóns Hjaltalíns Magnússonar.
„Þetta starf er hvort tveggja, en
fyrst og síðast er það ánægjulegt.
Það hefur komið í ljós að menn átta
sig ekki allir á þeim langtímasjónar-
miðum sem við höfum unnið eftir.
Við höfum gert mikið og verið órag-
ir við að leggja á brattann. Eg held
að árangurinn af starfi okkar segi
alla söguna um hvernig til tókst. En
auðvitað er það með handboltann
eins og aðrar íþróttir að misvel tekst
til hjá liðunum okkar. Takist vel eru
allir ánægðir og hreyknir af frammi-
stöðunni. En takist okkur ver upp
rísa óánægju og gagnrýnisraddir.
Sérstaklega þykir mér leitt að hafa
orðið var við öfundarraddirnar frá
forráðamönnum annarra sérsam-
banda. Þeir menn ættu fremur að
samgleðjast okkur og reyna að feta
i fótspor okkar," sagði Jón Hjaltalín
Magnússon, formaður HSÍ, að lok-
um.
JÓN HJALTALÍN MAGNUSSON
á góðri stundu ásamt samstarfs-
mönnum sínum í aðalstarfi. Með
honum á myndinni eru sérfræð-
ingar frá GTECH í Bandaríkjun-
: um, daginn sem Lottóið hóf
göngu sína á íslandi. Jón var að-
alráðgjafi íslenskrar getspár í
sambandi við val á tölvukerfi og
uppsetningu á þvi.
— Handboltanum sinnir hann af
ástríðu og hugsjón.