Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 8
Geir Sveinsson línumaður og varnarjaxl: LIÐIÐ ER BETRA EN í FYRRA Geir Sveinsson er án ef a einn sterkasti varnarmaður islenska handbeltalands- liðsins. Hann er sá klettur sem fflestar sóknir andstæðinganna brotna á. Í landsleikjunum situr Geir giarna á bekknum i sóknarleiknum en kemur svo galvaskur til leiks þegar við verjumst. Hann er ekki ffullkomlega sáttur við þetta hlutskipti sitt, vill gjarna ffá að léika meira i sóknarleiknum, en segir: „Meðan Þorgils Óttar stendur sig vel er ekkert við þessu að gera." Geir leikur ó Spáni sem stendur og hann svarar þvi hvort það hofi áhriff á undirbúning hans að vera ekki hér heima, ffyrsta sinni ffyrir stórmót. „Ég held að þetta breyti litlu, áður tók ég reyndar þátt í öllum undir- búningnum en núna missti ég af hluta, sem mestmegnis var þrek- þjálfun. Það var skaðlaust því við komum vel undirbúnir að utan þar sem æft er 7—8 sinnum í viku í stað- inn fyrir 4—5 sinnum hér heima. Ég hef verið hér í þrjár vikur og held að það sé nægilegt." — Ertu sáttur við undirbúning liðsins fyrir mótið? „Já, ég er það, ég held að þessir fimm leikir sem við höfum leikið síðastliðna sex daga við Sviss og Rúmeníu hafi verið mjög góðir. I Tékkóslóvakíu þurfum við að leika sjö leiki á tíu dögum þannig að þetta kemur sér mjög vel." — Ef þú berð saman stemmning- una í liðinu og undirbúninginn mið- að við Ólympíuleikana 1988 og B-heimsmeistarakeppnina í fyrra. „Stemmningin og léttleikinn í lið- inu eru svipuð og var fyrir B-keppn- ina í fyrra. Við æfðum of mikið fyrir Olympíuleikana að mínu mati, liðið var búið að vera of mikið saman þegar að keppninni kom. Þetta hef- ur ekki verið eins stíft núna og létt- leikinn sem því fylgir mun ábyggi- lega skila sér/' — Hvað finnst þér um liðið sjálft, er það betra eða verra en við höfum áður sent á viðlíka stórmót? „Mér finnst liðið vera betra nú en fyrir B-keppnina í fyrra. Þá lékum við ekki jafnmarga leiki og einhvern veginn var allt í meiri óvissu." — Hvað með andstæðingana, hvar sérðu vænlegasta möguleika? „Ég óttast Kúbu mest, Spánverjar hafa alltaf verið erfiðir en ég hef ein- hvern veginn á tilfinningunni að við eigum ekki eftir að eiga í erfiðleik- um með þá núna. Ég held í því sam- bandi að það komi liðinu mjög til góða að þrír leikmenn leika á Spáni og þekkja vel til spánska liðsins. Varðandi milliriðilinn, þar sem and- stæðingar okkar verða væntanlega Austur-Þjóðverjar, Sovétmenn og Pólverjar, tel ég mestar líkur á við náum að vinna Pólverja. Við verð- um að vinna a.m.k. þrjá lðiki — ég vonast til að við vinnum Kúbu, svo annaðhvort Spánverja eða Júgó- slava og svo Pólverja — þetta eru í raun leikir sem við getum ekki leyft okkur að tapa. Annars er þetta spurning um dagsform, öll liðin eru gífurlega jöfn, nema þá helst Sovét- mennirnir." — Einhver spá um sæti? „Við gætum spilað um 3.-4. sæt- ið en þá þarf allt að ganga upp eins og í Frakklandi í fyrra. Ég tel eðlilegt að við leikum um 5.-6. sætið en hitt gæti líka gerst að við lentum neðar. A bilinu 3.-8. er allt mögulegt." Geir Sveinsson er ekki alltaf sáttur við umfjöllun um hlutverk varnar- mannsins. Hann er heldur ekki sáttur við að leika lítið í sókninni. En menn bíta á jaxlinn, það er árangur heildarinnar sem gildir, ekki ein- staklinganna, og allir vita að góður varnarleikur er ekki síður lykill að velgengni en sóknarleikurinn. Og þar er Geir Sveinsson enginn auka- maöur. Þorgils Óttar Mathiesen línumaður: OKKAR ALSTERKASTA LIÐ „Ég er hóflega bjartsýnn ffyrir heims- meistaramótið. Takmarkið er ffyrst og ffremst að vera áffram A-þjóð, og ég yrði mjög ánægður með að halda sjötta sæt- inu. Það er i raun stórkostlegt i hvert skipti sem islenska liðið sýnir ffram á að það eigi skilið að vera i s jötta sætinu eða þar um kring. Ég er bjartsýnn á að við verðum ffyrir offan 8. sætið en ég tel nokkuð öruggt að við lendum ekki offar en i 3.-4. sæti. En auðvitað getur allt gerst." Þetta hafði Hafnfirðingurinngóð- kunni og geðþekki Þorgils Ottar Mathiesen línumaður að segja þeg- ar PRESSAN spurði hann um vænt- ingar hans til íslenska landsliðsins á . heimsmeistaramótinu í Tékkóslóv- I akíu. Þorgils sagði að undirbúningur- ; inn nú hefði verið með öðrum hætti en fyrir síðustu Ólympíuleika. „Það er ekki gott að segja hvernig hann mun skila sér, en þetta hefur verið nokkuð afslappað og þá í jákvæðri I merkingu þess orðs. Menn þykjast | vita að allt geti gerst og að það muni I kannski muna 1—2 mörkum á því, i' hvort lið leikur um 5.-6. sæti eða I 7.-8. sæti. Það má alltaf segja sem gsvo að undirbúningurinn sé ekki | nægilegur, en ég held að það sé Ivarla hægt að standa öðruvísi að p- þessu, nema með 100% atvinnu- v mönnum." — Hvað segir þú um núverandi lið | íslands, saknar þú einhverra leik- i 't. manna? U „Við teflum fram sterku liði og það er góður mórall eins og alltaf. Að vísu hefur Einar Þorvarðarson verið veikur, en það verður örugg- lega í lagi þegar að mótinu kemur og síðan verður Sigurður Sveinsson með. Ég held satt að segja að við verðum með okkar alsterkasta lið." — Hvaða lið koma til með að raða sér í verðlaunasætin að þínu matí? Eru Sovétmenn nú ósigrandi? „Það er mikið talað um það, já, að Sovétmenn muni örugglega sigra á mótinu. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að ýmislegt óvænt eigi eftir að gerast. Ég reikna vissu- lega með Sovétmönnum í 1. sæti, en samt ekki með fullu húsi stiga. Pól- verjar hafa oft átt það til að taka þá og síðan er aldrei að vita hvað Tékk- ar gera á heimavelli." — Ef við lítum á þann riðil sem ís- land keppir í, hvað er að segja um einstök lið í honum? „Lið Kúbu er stórhættulegt, þetta eru sterkir og hávaxnir karlar og leikurinn gegn þeim er alls ekki unninn fyrirfram. Þeir hafa verið að vinna einhverjar sterkar þjóðir og voru að koma á óvart um svipað leyti og S-Kórea. En liðsmenn Kúbu hafa alltaf haft lítið úthald og að því leyti er það slæmt fyrir okkur að lenda á móti þeim einmitt í fyrsta leiknum. Spánn er með nokkru yngra lið en á undanförnum árum. Þeir verða gestgjafar á heimsmeist- aramótinu 1992 og hafa leyft sér að gera breytingar á liði sínu. Strákarn- ir sem leika á Spáni telja að mögu- leikar okkar gegn þeim séu góðir — svona 50—50. Júgóslavar eru nú- verandi heimsmeistarar og það seg- ir sína sögu. En við höfum haft ákveðið tak á þeim og gegn þeim er allt mögulegt." Sjötta sætið er raunhæft markmið og þá um leið mikiíl bónus að lenda ofar. Valdimar Grtmsson hornamaður: LEIKGLEÐIN ER ALLSRÁÐANDI ##• pMér ffinnst að undirbúningurinn ffyrir heimsmeistaramótið haffi verið góður og þá meina ég sérstoklega að hann hafi verid passlega langur — mér f annst hann haffa verið of langur ffyrir Ólympiuleik- ana i Seoul. Nú finnst mér að leikgleðin sé enn allsráðandi og ekki hætta á þess- ari leikþreytu. Þótt undirbúningurinn haf i að þessu leyti verið minni sýnist mér að við komum vel út úr honum." Þetta sagði Valdimar Grímsson, hægrihornsmaður landsliðsins, í samtali við PRESSUNA. Valdimar telur að leikirnir gegn Rúmeníu og Sviss hafi komið vel út og lofi góðu. „Ég er tiltölulega bjartsýnn fyrir heimsmeistaramótið í Tékkóslóvak- íu. Riðillinn okkar er að vísu sterkur, en ég held að við komumst í gegn- um hann og þá á ég von á því að við náum góðum árangri, sem ég teldi vera að ná 6. sætinu." — Það er að heyra sem flestir bindi vonir við 6. sætið og flestallir eru búnir að taka 1. sætið frá fyrir Sovétríkin. Er ekki raunhæft að gera sér vonir um verðlaunasæti? „Rússarnir eru taldir nokkuð ör- uggir um 1. sætið, en hvað önnur lið varðar grunar mig að það verði geysileg barátta um 3.—10. sæti mótsins. Það kæmi mér ekki á óvart að það yrðu 3 lið jöf n með 6 stig eftir milliriðlana og gæti þá markatala skipt sköpum, þannig að með heppni getur lið lent í verðlauna- sæti en með óheppni gæti sama lið jafnvel lent í 8—10. sæti og fallið niður í B-grúppu. Hvað okkur varð- ar hefur baráttan um 5.-6. sæti ver- ið nokkuð föst á dagskránni síðustu árin, sem ég held að sé raunhæft markmið og allir ættu að geta verið ánægðir með. Það er að mörgu leyti óraunhæft að krefjast meira og þá um leið mikill bónus að lenda ofar." — Þýðir þetta um leið að íslenska liðið sé hvorki betra né verra en það hefur verið á undanförnum árum? „Þetta er að mörgu leyti sama lið- ið og hefur verið að spila i nokkuð mörg ár. Uppistaðan er hin sama og 1986, lið sem búið er að vera geysi- lega sterkt og er að verða jafnvel enn sterkara, sem kemur til með að skila sér vel í Tékkóslóvakíu. Eins og ég sagði áðan er leikgleðin ríkjandi en leikþreyta hverfandi. Þeir eru ýmsir sem telja að liðið sé nú með sterkasta móti og það er nánast óbreytt frá þvi það sigraði í Frakk- landi í B-keppninni á síðasta ári. Það er helst að breytingar séu að verða á markvörðunum og má jafnvel tala um kynslóðaskipti þar, því verið er að gefa nýjum markvörðum tæki- færi." — Þetta er kannski heppilegasta aðferðin, stöku breytingar en engar byltingar, einn og einn dettur út og nýir menn vinna sig hægt og rólega inn í kjarnann? „Já, breytingarnar hafa verið hægar og tel ég það mjög gott hvernig íslenska landsliðið hefur breyst hægt og rólega. Ég held það megi segja að margir úr núverandi kjarna hafi tekið þátt í sínu fyrsta stórmóti á Ólympíuleikunum 1984, en siðan hafa smám saman orðið töluverðar breytingar. Og það hefur verið góður ryþmi í þessum breyt- ingum. Aftur á móti heyrist manni á ýmsum að eftir þetta heimsmeist- aramót verði nokkuð mikið um breytingar. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp og ýmsir nú- verandi landsliðsmenn hafa verið að gefa það út að eftir mótið muni þeir hætta. En ég á reyndar eftir að sjá að þeir standi við þær yfirlýsing- ar." — Að lokum Valdimar. Hvað segir þú um liðin sem eru með okkur í byrjunarriðli, lið Kúbu, Spánar og Júgóslavíu? „Við leikum fyrst við Kúbu og það er lið sem við vitum í raun lítið um og höfum ekki séð í leikjum frá því 1986. En við vitum að í liðinu eru margir sömu menn og frá þeim tíma, mjög hávaxnir og líkamlega sterkir menn. Þá vantar kannski leikreynslu og tækni, en það verður alls ekki hlaupið að því að vinna þá. Spánverjar hafa yfirleitt verið okkur erfiðir, en í liðið eru að koma margir úr þeirra sterka U-21 árs landsliði og núverandi lið því sambland af ung- um og reyndum lejkmönnum. Það er aldrei að vita hvernig blandan kemur út hjá þeim, en margir eru á því að þessar breytingar komi okkur til góða. Nú, Júgóslavía er með geysilega sterkt lið, enda núverandi heimsmeistarar. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að ýmislegt óvænt eigi eftir að gerast. [V 'i,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.