Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 9
9 Fimmtudagur 22. febr. 1990 Júlíus Jónasson stórskytta: HÆFILEGA BJARTSÝNN Á GÓDAN ÁRANGUR Július Jónasson er einn þeirra ungu leikmanna sem vakið hafa mikla athygli i leikjum landsliðsins að undanförnu. Hann er 25 úra gamall og hefur leikið um 140 landsleiki, þannig að hann er eng- inn nýgræðingur i landsliðinu, hefur þó mótt sætta sig við að vera i skugganum af félögum sinum Alfreð Gislasyni og Héðni Gilssyni en það er greinilegt öllum sem fylgjast með handknattleik að Július er vaxandi leikmaður og á ún efa eftir að leika stórt hlutverk i landsliðinu þegar fram liða stundir. Jútíus leikur um þessar mundir í fyrstu deildinni en hver skyldi vera Frakklandi og hefur staðið sig ákaf- helsti munurinn á íslenskum hand- lega vel þar í vetur. Hann er einn bolta og frönskum og sömuleiðis markhæsti maðurinn í frönsku helsti munurinn fyrir hann á því að Héðinn Gilsson stórskytta: BOGDAN VEIT HVAÐ HANN ER AÐ GERA „Það er engin spurning, held ég, að Sovétmenn muni standa uppi sem sigur- vegarar eftir mótið i Tékkóslóvakiu. Jafnvel þótt þeir eigi hugsanlega við ein- hver vandamúl vegna meiðsla að striða breytir það litlu, þvi breiddin er slik hjú liðinu. Það er ekki gott að segja hverjir munu lenda ú móti þeim i úrslitunum, mér dettur nú samt i hug að það gæti orð- ið S-Kórea, eins og i Kóreu á sinum tima.## Þetta sagði Héðinn Gilsson FH-ingur þegar hann var spurður hverjum hann spáði heimsmeistara- tigninni i Tékkóslóvakíu. Stórskytt- an Héðinn sagði að á hinn bóginn væri ómögulegt aö vita hversu langt íslenska liðið myndi ná. „Ég satt að segja veit ekki hvort við náum upp svipaðri stemmningu og við náðum í B-keppninni. En við erum óþreytt- ir, enda hefur álagið ekki verið mik- ið á okkur. Bogdan veit hvað hann er að gera." — Hvaða árangur gerir þú þér vonir um með íslenska liöið? ,,Ég er þokkalega bjartsýnn á að við höldumst i A-grúppu, þ.e. að við lendum a.m.k. í 8. sæti. Ég vonast auðvitað til að við lendum ofar og þá horfi ég á 6. sætið — það er eng- inn að spenna sig of hátt og í raun er allt umfram 6. sætið plús fyrir okk- ur.“ — Ertu ánægður með undirbún- inginn? ,,Já, hann hefur verið þokkalegur, ég veit ekki hvort við hefðum með meiri undirbúning að gera. Ef til vill hefðum við mátt fá fleiri leiki á lengri tima, en á hinn bóginn var auðvitað nauðsynlegt að reyna marga leiki á stuttum tíma eins og undanfarið, enda verður það veru- leikinn þegar á mótið er komið." — Hvað segir þú okkur um liðin sem eru í riðli með íslandi? „Kúba er með svakalega hávaxið lið með sterkum skyttum, sem geta skotið úr kyrrstöðu af löngu færi. Þeir hafa staðið í sterkum liðum, en eru á hinn bóginn ekki mjög tek- nískir gera yfirleitt mikið af feilum, eins og að láta dæma á sig skref og ruðning. Spánn er með nokkuð nýtt lið með blöndu af yngri og eldri leik- mönnum. Á þá er út af fyrir sig ekki mikil pressa, þar sem þeir verða sjálfkrafa með á heimsmeistaramót- inu 1992, sem gestgjafar. Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að það komi þeim til góða að hafa ekki þessa pressu á sér. Okkur hefur gengið ágætlega með Júgóslava, en það eru að koma inn í liðið á ný gamlir jaxlar úr liðinu sem varð heimsmeistari 1986 og þá spurning hvort þeir ná aftur upp sama styrk- leika og þá," sagði Héðinn. Það er enginn að spenna grúppu. sig of hátt — aðalatriðið er að halda sér í A- taka þátt í undirbúningi landsliðsins nú og þegar hann lék hér heima? „Það er meiri breidd i handbolt- anum í Frakklandi og heimaleikirn- ir skipta meira máli en þeir gera hér. Sérstaklega þegar farið er út fyrir París og leikið á litlum stöðum þar sem áhorfendurnir lifa fyrir íþrótt- irnar. Það er meiri áhugi á hand- bolta á litlum stöðum í Frakklandi, en áhugi á handbolta hefur aukist mjög þar í kjölfar B-heimsmeistara- keppninnar sem fram fór í fyrra. Fyrir mig er helsti munurinn á und- irbúningnum sá að ég er ekki að vinna fulla vinnu meðfram. Ég get einbeitt mér að handboltanum, þarf ekki stöðugt að vera að rjúka í og úr vinnu. Þetta er reyndar líka helsti munurinn fyrir mig að leika hér heima og í Frakklandi." — Hvernig líst þér á keppnina í Tékkóslóvakíu? „Ég er hæfilega bjartsýnn, það hefur verið góð stígandi í leik okkar þessar síðustu vikur og nú þurfum við bara að nota þann tíma sem eftir er til að fínpússa leikinn, sérstak- lega í sókninni. En það er auðvitað hægt að laga endalaust. Það kom reyndar fram smáþreyta hjá okkur í leikjunum við Sviss en það er kannski bara andleg þreyta sem skiptir ekki minna máli. En i heild hafa þessir leikir við Rúmena og Svisslendinga verið góðir." — Andstæðingarnir? „Við erum óheppnir með það að við höfum fengið sterkustu and- stæðingana úr neðsta styrkleika- flokknum, þ.e. Kúbu. Þeir eru langt frá því að vera slakir, þetta eru stórir og sterkir leikmenn sem tapa sjald- an stórt. Leikurinn við þá er langt frá því að vera unninn. Varðandi Spánverja og Júgóslava tel ég að við höfum jafna möguleika, fyrirfram held ég að Spánverjarnir verði erfið- ari — við höfum alltaf haft eitthvert tak á Júkkunum og þeir eru ekki eins sterkir og þeir hafa oft verið áð- ur.“ — Ertu sæmilega sáttur við stöðu þína í landsliðinu? „Auðvitað vildi maður alltaf fá að spila meira en ég reyni að svekkja mig ekki á því. Maður getur ekki annað en barist fyrir sínu sæti og séð svo til." — Þú ert 25 ára, átt að baki um 140 landsleiki. Ertu farinn að hugsa um framhaldið? „Ég á fullt eftir ef áhugi og geta endast. Ég er a.m.k. ekkert farinn aö spá í að hætta ennþá. Júlíus Jónasson hefur vaxið mjög sem leikmaður en má sætta sig við að verma varamannabekkinn í landsliðinu. Kannski gott dæmi um hversu íslenska landsliðið er í raun og veru gott. ARMULA 1, 108 REYKJAVIK, SIMI 82555. Ilún vinnur einfaldlega betur!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.