Pressan - 22.02.1990, Síða 10

Pressan - 22.02.1990, Síða 10
10 Fimmtudagur 22. febr. 1990 Fimmtán landsliðsmenn með trausta fylgdarmenn: í FARIESKINU AÐ HEIMAN ER HANCIKJÖT 0G FISKUR — matseðillinn yfirfarinn daglega af lækni liðsins Fimmtán manna lið handknattleiks- mcmna ffrá íslandi heldur til Tékkóslóvak- iu til heimsmeistarakeppninnar i hand- bolta. Þetta er vaskur hópur, sem ffylgst verður með hér á landi allt frá miðviku- deginum 28. febrúar þar til yfir lýkur. Vonandi ffær liðið sanngjarna déma hjá ahnenningi, en á það heffur nokkuð skort á siðustu árum. Öffgarnar haffa verið miklar, bæði hjá sumum iþróttablaða- mönnum og einnig hinum alntenna áhorfanda. Með landsliðinu í ferðinni verða þeir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Handknattleikssambands íslands, Ólafur Jónsson, varafor- maður sambandsins, en hann mun fylgjast náið með leikjum í D-riðli keppninnar þar sem Sovétbirnirnir frægu, A-Þjóðverjar og Pólverjar berjast. Einmitt þessar þjóðir munu verða keppinautar okkar manna í milliriðli. Með Ólafi í för verður Jens Einarsson, sem tekur leiki upp á myndband. Pá eru í farar- stjórninni þeir Davíð Sigurðsson og Stefán Carlsson. Stefán er læknir liðsins, nauðsynlegur maður, eins og gefur að skilja. Jakob Gunnarsson er hinsvegar sjúkra- þjálfari og nuddari liðsins og ekki síður mikilvægur. Matur í útlöndum getur í mörgum tilvikum reynsl - íþróttamönnum hættulegur eins og dæmin sanna. Gert er ráð fyrir að hafa með í far- angrinum íslenskan fisk og dálítið af hangikjöti, með tilheyrandi. íslensk- ur matur fer því í maga landsliðs- manna okkar á stundum, en annars verður borðað það sem tékkneskir matsveinar hótelanna bjóða. Samt verður matseðilinn yfirfarinn af lækni liðsins, þannig að tryggt sé að ekkert sé í matnum sem gæti mögu- lega skaðað heilsu leikmanna. Landsliðsmenn þekkja nokkuð til í Tékkóslóvakíu, einkum í Bratisla- va, þar sem þeir kepptu í nóvember s.l. í hinni ágætu íþróttahöll staðar- ins. Hinsvegar þekkja þeir ekki til í borginni Zlim, sem fyrir byltinguna hét Gottwaldow, né heldur í Prag, þar sem.sex síðustu leikirnir fara fram. Tollvörugeymslan sparar þér stjan, stúss, vafstur og bjástur Sú mikla fyrirhöfn sem oft fylgir því að leysa vörur úr tolli, heyrir nú nánast sögunni til. Þjónusta Tollvörugeymslunnar hefur stór- aukist, innflytjendum til góða, og nú eru til- færíngar, vinnutap, tímaskortur og bílastæðisvandamál engin vandamál lengur. Hér til hliðar eru nokkur dæmi um þá þjón- ustu sem þér stendur til boða. - Þú getur greitt öll aðflutnings- gjöld og virðisaukaskatt í afgreiðslu Landsbankans í Toll- vörugeymslunni um leið og þú leysir vörur úr toili. - Við gönguni frá tollskjölum fyrir þig og komum þeim til réttrar afgreiðslu. - Við getum sótt vöruna og komið henni þangað sem þú vilt. - Ef þig vantar geymslurými getum við leigt þér það. - Þú getur notað Tollvöru- geymsluna sem vörugeymslu og látið okkur hafa umsjón með vörunni. - Við endursendum vörur og aðstoðum þig ef þú þarft að flytja vörur frá einu landi til annars með viðkomu á íslandi. ■ ^TOLLVÖRU ^GEYMSLAN Héðinsgötu 1-3 105 Reykjavík Sími 91 -83411, telefax 91-680211 - Við viljum endilega fá þig í heimsókn og kynna þér nánar þá þjónustu sem við bjóðum. „Guðmundur hætti í fótbolta þegar hann hafði uppgötvað handbolt- ann," segir Unnur Jónasdóttir meðal annars um son sinn, Gudmund Hrafnkelsson markmann. Úr fótbolta yfir í handboltann Guðmundur Hrafnkelsson markmaður byrjaði feril sinn í fótbolta og móðir hans, Unnur Jónasdóttir, segist í raun aldrei hafa hugsað út í hvort hann yrði efnilegur íþróttamaður eða ekki, hann hafi alltaf iðkað íþróttir: „Guðmundur byrjaði mjög snemma í fótbolta," segir Unnur. ,,l fyrstu var þetta meiri leikur en keppni og hann fann sér ekki strax stað í marki. Hann fór að æfa fót- bolta með Fylki þegar hann var 7 ára en hætti alveg að æfa fótbolta þegar bann hafði uppgötvað hand- boltann." Unnur segir ekki aðra íþrótta- menn í fjölskyldunni, en hins vegar sé mikill áhugi á íþróttum innan hennar: „Yngri systir Guðmundar æfir þó handbolta og viö í fjölskyld- unni reynum að missa ekki af nein- um leik," segir hún. „Við höfum allt- af fylgst vel með íþróttum og fórum snemma að fylgjast með Guðmundi keppa í fótbolta. Það fylgir íþrótta- strákum að mæður þeirra hafa nóg að gera; þær þurfa að passa tímann og þvo búningana!" Unnur segir Guðmund ekki hafa haft það markmið að komast í landsliðiö í handbolta: „Þetta kom af sjálfu sér," segir hún og hikar ekki við að viðurkenna að hún sé stolt af syni sínum. Fjölskyldan sem fer ekki i heimsóknir heldur annaðhvort í iþróttahús eða sund! „Héðinn var látinn horfa á handboltaleiki um leið og hann var far- inn að sjá!“ sagði Rósa Héðinsdóttir, móðir Héðins Giissonar, í sam- tali við blaðið. „Hann komst ekki hjá því að vera viðstaddur keppni í handbolta því pabbi hans, Gils Stefánsson, keppti með FH og ég tók börnin með á þá leiki sem hann tók þátt í.“ Rósa segir að Héðinn hafi byrjað aö æfa 8 ára með FH og sótt jafn- framt æfingar með föður sínum og fylgst með samherjum hans. Hand- bolti hefur einkennt fjölskyldulífið á heimili Héðins, og tvær systur hans æfa með kvennalandsliðinu í hand- bolta, Björg og Olga Kristín Gilsdæt- ur: „Ég þekki ekki annað en að hafa handboltafólk allt í kringum mig," sagði Rósa aðspurö um það atriði. „Sjálf hef ég aldrei leikiö handbolta en starfa mikiö með FH og hef enn mjög gaman af að sjá handbolta- leiki. Svo starfa ég með kvennadeild FH þegar ég kemst frá því að þvo íþróttafatnað!" segir hún hlæjandi. „Ég held það hljóti að vera mikil- vægt að foreldrar hafi áhuga á því sem börn þeirra gera og ég held það hljóti að vera hentugra að allir í fjöl- skyldunni hafi áhuga á sömu íþrótt- inni, það einfaldar hlutina. Yngsta dóttir mín sem er sjö ára er líka farin að æfa handbolta og eitt sinn spurði hún mig hvers vegna við færum aldrei í heimsóknir til fólks: „Alltaf þegar við förum út er það í íþrótta- hús eða sundlaug," segir hún, enda þá búin að heyra frænkur sínar og vinkonur tala um að fara í heim- sóknir." Rósa segir Héðin ekki hafa haft sömu skoðanir á hlutunum: „Heim- ilið hér er þannig að það þótti alltaf eðlilegt að helga handboltanum frí- stundir," segir hún. „Við förum á leiki þegar það eru leikir og ef við erum ekki á leikjum erum við að starfa eitthvað í sambandi viö íþrótt- ir." Hvort hana hafi aldrei sjálfa lang- að til að keppa í handbolta svarar hún hlæjandi: „Nei, þá held ég nú að mælirinn væri orðinn fullur! Það er nauösynlegt að hafa einn á heim- iiinu sem hefur ekki vit á handbolta, þótt ég hafi fylgst meö leikjum i 25 ár. En ég held ekki aðeins með mín- um börnum, heldur miklu fremur FH-félaginu. Jú, ég er svolítið slæm með að lifa mig inn í leikina og ég held að það nálgist veiki þegar hús- móðir eins og ég er farin að fara á handboltaleiki fremur en að sinna húsverkum! Það tekur svolítið á að öskra á leikjum, sérstaklega eftir því sem maður eldist." Hvort hún hafi orðið vör við það hjá Héðni á yngri árum að hann stefndi að því að keppa með lands- liðinu svarar hún: „Nei, það varð ég aldrei vör við. Þetta þróaðist bara sem afleiðing af vinnunni sem hann lagði á sig." „Þessari fjölskyldu þótti alltaf eðlilegt að helga handboltanum frí stundirnar," segir Rósa Héðinsdóttir móðir Héðins Gilssonar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.