Pressan - 22.02.1990, Side 12

Pressan - 22.02.1990, Side 12
12 Fimmtudagur 22. febr. 1990 Handboltahetjurnar á yngri árum: ÞÁ VORU ÆFINGAR STUNDUM I STOFU... Þær eiga öruggleaa stóran þátt i velgenani sona sinna. Hefðu þeir ekki gleymt að mæta á handboltaæfingu ef MAMMA hefði ekki mmnt á tímann? Hvernig hefðu buningarnir litið út ef MAMMA hefði ekki séð um að þvo þá? Hvar væru handboltastjornurnar okkar i dag ef þeir hefðu ekki átt heimsins þolinmoðustu MÖMMUR sem ennþá taka þátt i leikjum sona sinna af lífi og sál? Mæður fimm handboltastjarna rif ja upp fyrstu kynni sona sinna af handboltanum. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON Fann sér strax stað i markinu Margrét Einarsdóttir, móðir Einars Þorvarðarsonar markmanns, er oft kölluð „mamma handboltans" í Kópavogi. Nafngiftina fékk hún þegar Einar sonur hennar og nokkrir vina hans stofnuðu HK, Handknattleiksfélag Kópavogs, fyrir 20 árum, en þá studdu Margrét og maður hennar, Þorvarður Áki Eiríksson sælgætisgerðarmeistari, við bakið á þeim: ekki að það hafi nokkurn tíma verið markmiðið að komast í landsliðið. Hann tjáði sig ekki mikið um það að minnsta kosti, enda er Einar þannig að hann lifir í núinu og gerir sér ekki miklar grillur um framtíðina." ,,Viö höfum alltaf haft mikinn áhuga á handboltanum og vildum sýna þeim stuðning okkar," segir Margrét. Hún segir Einar snemma hafa sýnt tilburði í þá átt að verða markmaður: „Einar stillti sér strax upp í mark- inu þegar hann fór að æfa," segir Margrét. „Hann æfði líka fótbolta með Breiðabliki og þar var sama sagan; hann fann sér stað í markinu. Það var svo einkennilegt að það var enginn sem setti hann þar en hann vissi strax hvar hann vildi vera." Markmaðurinn Einar Þorvarðar- son byrjaði snemma að æfa sig: „Hér var boltanum hent milli dyra- stafa og allt þaö," segir móðir hans, sem sjálf segist fylgjast vel með handboltaleikjum ennþá: „Ég lifi mig óskaplega inn í leikina og ef ég fer ekki á þá fylgist ég með í sjón- varpi eða útvarpi." Á heimilinu eru fleiri íþróttamenn því yngri bróðir Einars, Eiríkur, er markmaður í fót- bolta hjá Breiðabliki: „Faðir þeirra lék handbolta með KA áður fyrr og var markmaður í fótbolta, en ég æfði aldrei íþróttir. Einar fór snemma að fara með okkur á fót- bolta- og handboltaleiki og lifði sig strax inn í þennan heim. En ég held „Einar stillti sér strax upp í markinu." MargrétEinarsdóttir móöir Ein- ars Þorvarðarsonar minnist þess meðal annars þegar sonurinn æfði sig í að henda milli dyrastafa. „Eigum við ekki bara að segja að hann hafi alltaf verið mikið fyrir aö hreyfa sigl" segir Guðmunda Þorieifsdóttir móðir Júlíusar Jónasson- Varð þreyttur á að púsla og lita! Það er kannski fullsterkt til orða tekið að segja að Júlíus Jónasson hafi æft sig í boltakasti inni í stofu hjá móður sinni en hún myndi heldur ekki fullyrða að hann hafi setið sem ljós þar: „Auðvitað segir mamman að hann hafi verið besti drengur, enda á ég ekkert nema yndislegar minn- ingar," segir Guðmunda Þorleifs- dóttir, móðir Júlíusar. „En hann var alla tíð mikið fyrir að hreyfa sig, ef við orðum það þannig. Það var ein- kenni hans allt frá upphafi." En ekki þannig að það myndi kall- ast „fyrirferðarmikið barn“?! „Jú, það myndi einmitt kallast það!" segir Guðmunda. „Hann sat aldrei kyrr og þurfti mikið að hreyfa sig. Július lék sér skemmtilega, var mik- ið úti við og hafði ríkt hugmynda- flug. Þannig urðu bæði hann og leikfélagar aö nýjum persónum í leikjunum og flestir leikirnir ein- kenndust af athafnasemi. Júlíus var lítið fyrir að púsla og lita, enda sagði hann það afskaplega erfitt og hann yrði þreyttur af slíku! En þrátt fyrir það var hann samt rólegastur af mínum strákum á unglingsárunum og fékk útrás fyrir orku sína i íþrótt- unum þótt hann væri líka mjög virk- ur í félagslífi." Guðmunda segir soninn snemma hafa fariö að leika sér með bolta: „Hann byrjaði snemma að sparka bolta en í handboltanum byrjaði hann ekki að ráði fyrr en 12 ára gamall," segir hún. „Á tímabili æfði hann jöfnum höndum handbolta og fótbolta." Hvort hún hafi séð hand- boltastjörnu í syni sínum svarar hún að bragði: „Nei, það sá ég ekki. Hins vegar sá elsti bróðir hans hand- boltastjörnuna í ho'num og hann var sá fyrsti sem byrjaði að þjálfa Júlíus í handboltanum." Eldri bróðirinn. heitir Þorleifur og hefur leikið hand- bolta og fótbolta, líkt og tveir aðrir bræður Júlíusar: „Við foreldrarnir vorum hins vegar hvorugt í íþrótt- um, en maðurinn minn fylgdist ágætlega með handboltaleikjum. Ég byrjaði á slíku þegar Júlíus fór að keppa. . .“ Guðmunda segist stundum fara í höllina þegar sonurinn er að keppa, en ekki vill hún viðurkenna að hún sé ein þeirra mæðra sem öskra sig hásar á slíkum leikjum: „Ég er af- skaplega dugleg að halda aftur af mér á því sviði!" segir hún. Galdurinn var að búa til mikinn mat og hollan á engum tíma! Það er varla hægt að segja annað en Alfreð Gíslason sé kominn úr íþróttafjölskyldu. Móðir hans, Adalheidur Alfreðsdóttir, æfði og keppti í handbolta með Þór á Akureyri þar til hún fór sjálf að fram- leiða íþróttastjörnur og faðirinn, Gísli Bragi Hjartarson, keppti í fót- bolta og körfubolta, var Akureyrarmeistari á skíðum og æfði golf, sem reyndar er sú íþrótt sem þau hjónin stunda mest í dag. Aðalheiður segir Alfreð hafa veriö rólegt og skapgott barn, sem hafi verið ánægt með lifið og tilveruna. „Ég gætti þess alltaf að eiga ekki brothætta hluti á heimilinu, enda urðu þeir alltaf skammlífir," segir Aðalheiöur, sex barna móöir, skrif- stofustjóri og nemandi í öldunga- deild: „Einu sinni fór skenkur hér á magann með öllu sem tilheyröi. Þá voru Alfreð og Gunnar bróðir hans að æfa sig inni i stofu. Gunnar er knattspyrnumaður og keppir meö Hekke í Gautaborg, þar sem hann er búsettur." Alfreð og Gunnar eru þó ekki einu íþróttamennirnir í fjöl- skyldunni. Hjörtur bróðir þeirra, sem nýlega lauk sérfræðinámi í skurðlækningum, keppti i hlaupi og tvíburarnir Garðar og Gylfi sem búa í Svíþjóð keppa i lyftingum. „Yngsta barnið, dóttirin Lilja, er sjúkraliði og sú eina í fjölskyldunni sem ekki hef- ur æft íþróttir," segir Aðalheiður. Á heimilinu ríkti allt nema ró og friður þegar fjölskyldan var þar öll samankomin: „Ég lærði snemma að búa til nógu mikinn mat, nógu fljótt og hafa hann nógu hollan," segir Að- alheiður. „Svo þurfti að vera snögg- ur að koma búningunum og hand- klæðunum í þvottavél og hengja upp og yfirleitt voru ekki þvegnar færri en þrjár vélar á dag. — Strák- arnir voru mjög athafnasamir og höfðu mikinn félagsskap hver af öðrum enda stutt á milli þeirra, allir fimm fæddir á árunum 1958—1963. Það var heilmikið fjör hér á heimil- inu og ekki mjög dauflegt i hádeg- inu. Hverjum syni fylgdi svo vina- hópur svo hér var lif og fjör." Aðalheiður segir þau hjónin hafa fylgst með sonunum keppa í öllum þessum íþróttagreinum: „Það var slys ef maður var ekki mættur til aö horfa á keppni," segir Aðalheiður. „Já, ég lifði mig inn í þetta og stóð með mínum mönnum. Stundum var ég beðin að hemja mig aöeins, því mér hætti til aö láta mikiö í mér heyra á leikjunum." Þegar Aðalheiður er spurð hvern- ig barn Alfreð hafi veriö svarar hún: „Hann var félagslyndur, kátur og léttur og það sem hefur alltaf ein- kennt hann er að hann sér spaugi- legu hliðarnar á öllum málum. Al- freð tók handboltann mjög alvar- lega þegar liann á annað borð var byrjaður að æfa og lagöi heilmikið á sig. Hann byrjaði að vísu í fótbolta en lagði hann alveg á hilluna eftir að hann hafði kynnst handboltanum." Og lokaspurningunni hvort hún sé ennþá jafnstolt af sonum sínum og hún var þegar hún horfði á þá keppa í fyrsta sinn svarar Aðalheið- ur: „Já það er ég. Þeir hafa ekki gef- ið mér tilefni til annars. Það getur vel veriö að það sé grobb að segja svona en börnin okkar eru okkar bestu félagar. Við vorum ung þegar við fórum að stofna fjölskyldu og út- koman varð sú að við urðum meiri vinir barnanna okkar heldur en yf- irvald." „Það var í það minnsta ekki dauflegt hér á heimilinu!" AðalheiðurAI- freðsdóttir móðir Alfreðs Gíslasonar á auk hans fjóra aðra syni og eina dóttur. Allir synirnir hafa keppt í íþróttum.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.