Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. febr. 1990 13 BjarniFel. verður við hljóðnemann íTékkó — handboltalýsingar eru hörkupuð. Sveittur, þreyttur og með BROSTIN RADDBÖND Bjarni Fel — „rauða Ijónið", eins og hann var kallaður i eina tið, verður „heimilisfastur" hjá flestum lands- mönnum frá og með 28. febrúar og næstu viku á eftir, þegar hann lýsir leikj- um íslands i heimsmeistarakeppninni i handknattleik. Það er vitað mál að á nær þvi hver ju heimili er sjónvarpstækið opið þegar lýst er f rá HM, — áhuginn er grið- arlega mikill — meiri fyrir þessu sjón- varpsefni en flestu öðru sem þar er sýnt. sigurleik, — og sérstaklega þegar tapið er stórt, þegar allir bjuggust við stórsigri." Bjarni Felixson er þekktari fyrir annað en handbolta. Árum saman var hann einhver sterkasti varnar- maður KK og landsliðsins í knatt- spyrnu og það var þá sem haún „Ríkisútvarpið gerir mikið fyrir þetta mót," sagði Bjarni, þegar við röbbuðum við hann á dögunum, en þá var hann að Ijúka undirbúningi fyrir þátttöku sjónvarpsins í leikun- um. „Ahuginn hjá almenningi er mikill og nútímamaðurinn vill fá að sjá leikinn um leið og hann er leik- inn. Þessar óskir getum við hjá sjón- varpinu uppfyllt og gerum það, leikjunum verður sjónvarpað beint um gervihnetti, frá upphafi til enda. Fyrsti leikurinn hefst í sjónvarp- inu miðvikudaginn 28. febrúar og hefst kl. 18.55. Eins og áður hefur gerst riðlast hefðbundinn fréttatími sjónvarpsins eitthvað af þessum sökum. Fyrsti keppinautur okkar er Kúba — og Bjarni segist minnugur þess aö enginn leikur er unninn fyrirfram. slíkur hugsunarháttur er varhuga- verður. „Einmitt fyrsti leikur í HM-keppn- inni í Genf fyrir fjórum árum er sá leikur sem mér hefur alltaf fundist hafa verið erfiðastur allra lands- leikja í handbolta. Viö spiluðum þá við Suður-Kóreu, lið sem flestir hér heima héldu að við rúlluðum upp. Sú varð nú aldeilis ekki raunin, þeir unnu okkur með 9 marka mun, 30:21. Ég reyndi allt hvað ég gat að koma þeirri staðreynd á framfæri að Kóreumennirnir væru með mjög gott lið, og það voru þeir og komu þarna mjög á óvart með getu sinni og hafa gert það síðan. En leikurinn tók sannarlega á mann, það er nefnilega erfiðara að lýsa tapleik en BJARNI FEL. — menn eru farnir aö hafa trú á því aö iandsliöið tapi ekki — bara að hann lýsi leiknum. „Ábyrgð" hans er því mikil. hlaut viðurnefni sitt, „Rauða Ijónið". Bjarni kann samt skil á handknatt- leik, lék hann á yngri árum með KR, — auk þess sem hann á son sem komst larigt í handknattleik, Gísla Felix, markvörðinn góðkunna. „Það er býsna gaman að lýsa handbolta, leikurinn er hraður og fjörugur, mörkin mörg og svipting- amar slíkar að lið geta breytt því sem virðist tapstaða í sigur á stutt- um tíma. Mér hefur hinsvegar alltaf fundist leikurinn erfiður, ég held ég sé stundum eins þreyttur og leik- mennirnir eftir að leik er lokið, sveittur, þreyttur og raddböndin oft brostin, og líkaminn sem lurkum laminn. En allt er þetta tilvinnandi, þegar vel gengur," sagði Bjarni. Lýsingar Bjarna á handboltanum hafa náð fádæma vinsældum, — og svo voru menn farnir að gera þvi skóna að landsliðið ynni ævinlega ef Bjarni lýsti leiknum! „Því miður er það nú ekki svo, betur ef svo væri. Eg ætla hinsvegar að gera mitt besta í Tékkóslóvakíu til að koma á framfæri lýsingum af leikjum okkar þar — auðvitað von- um við að þar verði um sigurleiki að ræða — en það verður þá leikmönn- um okkar að þakka en ekki því að ég sit við hljóðnemann og lýsi því sem fyrir augu ber," sagði Bjarni Fel- ixson vesturbæingur, KR-ingur og Arsenal-aðdáandi að lokuni. - JBP Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri ríkisútvarpsins, umframlag sjónvarps og rásar 2 til HM í Tékkóslóvakíu: ##Við sendum vinningsliiii á vettvang u Handbolti er ótrúlega vinsælt sjón- varpsefni, — sérstaklega þegar íslend- ingar eru að keppa i heimsmeistara- keppni eða á Ólympíuleikum. Þegar is- land keppti til úrslita á B-heimsmeist- aramótinu i Frakklandi i f yrra vnr sett ís- landsmet i sjónvarpsáhorf i. SKÁÍS mældi áhorfið hjá ríkissjónvarpinu það kvöld 81%. Og nú er þetta met kannski i hættu! unrásinni og í fréttatímum, auk þess sem öðrum leikjum keppninnar verða gerð góð skil. Við ákváðum að fyrsti gesturinn í þessu HM-stúd- íói okkar yrði eins konar leynigest- Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri ríkisútvarpsins, og hans menn eru a.m.k. á því að gera sitt besta. Á mánudaginn hélt íþróttadeildin lokafund sinn til að fínpússa allan undirbúning. Og það er margt fram- undan fyrir sólgna handboltafíkla, — meirihluta þjóðarinnar. Veislan hefst eftir tæpa viku, 28. febrúar, kl. 18.30. Leiktímar (íslenskur tími) eru á öörum stað hér í blaðinu. „Við munum bjóða upp á beinar lýsingar frá öllum leikjunum, bæði á skjánum og eins á rás 2. í sjónvarp- inu lýsir Bjarni Fel., og á rás 2 er það Samúel Örn, — við segjum eins og Englendingarnir: Breyttu aldrei vinningsliði! Því sendum við „vinn- ingsliðið" okkar á vettvang í Tékkó- slóvakíu. Þeir Bjarni og Samúel lýstu einmitt frá B-keppninni og allir vita hvað það gekk vel fyrir sig," sagði Ingólfur þegar við ræddum við hann. Auk leikja íslands verða beinar lýsingar á leikjum um 3. sætið og auðvitað úrslitaleikurinn sjálfur, — og vissulega vona menn að Islend- ingar verði aðilar að öðrum hvorum leiknum, þótt þeir ættu að varast að gera sér fyrirfram gyllivonir um slíkt. „Við höfum verið að undirbúa sér- stakan HM-fréttaþátt, sem verður bæði í sjónvarpi og á rás 2 hálftíma fyrir leikina. Þar munu ýmsir mætir menn koma saman til að spjalla; gamlar handboltastjörnur, stjórn- málamenn, þekktir menn úr þjóðlíf- inu, og við verðum með hjá okkur börn og unglinga. Þá verður mikið lagt upp úr ýmsum fréttum, á morg- INGÓLFUR HANNESSON — íþróttastjórinn mun stjórna hér heima, og þar mun verða í mörg horn að líta, því fram- undan er handboltaveisla hin mesta. ur, það má ekkert kvisast út hver hann verður," sagði lngólfur. Búiö er að teikna einkennismerki HM-sjónvarpsins, og setja saman einkennislag HM, útvarps og sjón- varps. Vinnan hefur verið mikil og staðið nokkra hríð. Ingólfur segir að allt liðið á íþróttadeild hafi unnið að undirbúningi, sjö manns í allt, þar af fjórir fréttamenn. Undirbún- ingurinn hefur verið svipaður og gerist þegar Olympíuútsendingar eru á ferðinni. Fréttamennskan í Tékkóslóvakíu mun kosta allmargar milljónir króna, en Ingólfur sagði að líflegt væri yfir auglýsingum tengdum beinu lýsingunum og ættu þær að brúa kostnaðinn. Sjónvarp frá Tékkóslóvakíu kem- ur frá EBU, sem ræður yfir eigin gervihnetti. Tekið er á móti mynd- merkjum í jarðstöð útvarpsins við Efstaleiti, en undanfarið hefur því miður borið á tæknibrestum í mót- töku. Sagðist Ingólfur vona og biðja að til slíks kæmi ekki meðan á út- sendingum frá HM stæði, en hins- vegar væri það ekkert launungar- mál að jarðstöðin væri alltof veik. Þá skal þess getið að stutt er síðan EBU tryggði sér útsendingarrétt frá HM, áhuginn fyrir handbolta hjá því fyrirtæki er ekki nema í meðallagi. Hinsvegar gerði EBU samning til fjögurra ára, sem tryggir ríkisút- varpinu móttöku á HM í Svíþjóð 1993. SAMÚEL ÖRN ERLINGS- SON — hann verður við hljóðnemann fyrir þá sem ekki komast að sjónvarpinu og magnaðar lýsingar hans munu hljóma á rás

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.