Pressan - 22.02.1990, Síða 13

Pressan - 22.02.1990, Síða 13
Fimmtudagur 22. febr. 1990 13 BjarniFel. verður við hljóðnemann í Tékkó — handboltalýsingar eru hörkupuð: Sveittur, þreyttur og með BROSTIN RADDBÖND ..Ríkisútvarpiö gerir mikiö fyrir þetta mót" sagði Bjarni, þegar viö röbbuöum viö hann á dögunum, en þá var hann aö Ijúka undirbúningi fyrir þátttöku sjónvarpsins í leikun- um. „Áhuginn hjá almenningi er mikill og nútímamaðurinn vill fá að sjá leikinn um leiö og hann er leik- inn. Ressar óskir getum við hjá sjón- varpinu uppfyllt og gerum þaö, leikjunum verður sjónvarpaö beint um gervihnetti, frá upphafi til enda. Fyrsti leikurinn hefst í sjónvarp- inu miðvikudaginn 28. febrúar og hefst kl. 18.55. Fins og áður hefur gerst riðlast hefðbundinn fréttatími sjúnvarpsins eitthvað af þessum sökum. Fyrsti keppinautur okkar er Kúba — og Bjarni segist minnugur þess að enginn leikur er unninn fyrirfram. slíkur hugsunarháttur er varhuga- verður. „Einmitt fyrsti leikur í HM-keppn- inni í Genf fyrir fjórum árum er sá leikur sem mér hefur alltaf fundist hafa verið erfiðastur allra lands- leikja í handbolta. Við spiluðum þá viö Suöur-Kóreu, lið sem flestir hér heima héldu að við rúlluöum upp. Sú varö nú aldeilis ekki raunin, þeir unnu okkur meö 9 marka mun, 30:21. Ég reyndi allt hvað ég gat að koma þeirri staöreynd á framfæri aö Kóreumennirnir væru með mjög gott liö, og það voru þeir og komu þarna mjög á óvart með getu sinni og hafa gert þaö síðan. En leikurinn tók sannarlega á mann, það er nefnilega erfiðara að lýsa tapleik en sigurleik, — og sérstaklega þegar tapið er stórt, þegar allir bjuggust við stórsigri." Bjarni Felixson er þekktari fyrir annað en handbolta. Árum saman var hann einhver sterkasti varnar- maður KR og landsliðsins í knatt- spyrnu og |>aö var |)á sem haiin hlaut viðurneíni sitt, „Rauöa Ijónið". Bjarni kann sanit skil á handknatt- leik, lék liann á yngri árum með KR, — auk þess sem hann á son sem komst lan'gt í handknattleik, Gísla Felix, markvörðinn góðkunna. „I>aö er býsna gaman að lýsa handbolta, leikurinn er liraður og fjörugur, mörkin mörg og svipting- arnar slíkar að liö geta breytt því sem virðist tapstaöa í sigur á stutt- um tíma. Mér hefur hinsvegar alltaf fundist leikurinn erfiður, ég held ég sé stundum eins þreyttur og leik- mennirnir eftir að leik er lokið, sveittur, þreyttur og raddböndin oft brostin, og líkaminn sem lurkum laminn. F.n allt er þetta tilvinnandi. þegar vel gengur,” sagöi Bjarni. Lýsingar Bjarna á handboltanum hafa náð fádæina vinsældum, — og svo voru menn farnir að gera því skóna að landsliöiö yiini ævinlega ef Bjarni lýsti leiknum! „I>ví miður er það nú ekki svo, betur eí svo væri. Eg ætla hinsvegar að gera mitt besta í Tékkóslóvakíu til að koma á framfæri lýsingum af leikjum okkar þar — auövitaö von- um við að þar verði um sigurleiki að ræða — en það veröur þá leikmönn- um okkar að þakka en ekki því að ég sit við hljúönemann og lýsi því sem fyrir augu ber,” sagði Bjarni Fel- ixson vesturbæingur, KR-ingur og Arsenal-aðdáandi að lokum. - JBP Bjarni Fel — „rauða Ijónið", eins og hann var kallaður i eina tið, verður ,,heimilisfastury/ hjá flestum lands- mönnum frá og með 28. febrúar og næstu viku á eftir, þegar hann lýsir leikj- um Islands i heimsmeistarakeppninni i handknattleik. Það er vitað mál að á nær þvi hverju heimili er sjónvarpstækið opið þegar lýst er frá HM, — áhuginn er grið- arlega mikill — meiri fyrir þessu sjón- varpsefni en flesttu öðru sem þar er sýnt. BJARNI FEL. — menn eru farnir að hafa trú á því að landsliðið tapi ekki — bara að hann lýsi leiknum. „Ábyrgð" hans er því mikil. Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri ríkisútvarpsins, um framlag sjónvarps og rásar 2 til HM í Tékkóslóvakíu: „Við sendum vinningsliðii á vettvang" Handbolti er ótrúlega vinsælt sjón- varpsefni, — sérstaklega þegar Islend- ingar eru að keppa i heimsmeistara- keppni eða á Ólympiuleikum. Þegar ís- land keppti til úrslita á B-heimsmeist- aramótinu i Frakklandi i fyrra var sett ís- landsmet i sjónvarpsáhorf i. SKÁÍS mældi áhorfið hjá rikissjónvarpinu það kvöld 81%. Og nú er þetta met kannski i hættu! Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri ríkisútvarpsins, og hans menn eru a.m.k. á því að gera sitt besta. Á mánudaginn hélt íþróttadeildin lokafund sinn til að fínpússa allan undirbúning. Og það er margt fram- undan fyrir sólgna handboltafíkla, — meirihluta þjóðarinnar. Veislan hefst eftir tæpa viku, 28. febrúar, kl. 18.30. Leiktímar (íslenskur tími) eru á öðrum stað hér í blaðinu. „Við munum bjóða upp á beinar lýsingar frá öllum leikjunum, bæði á skjánum og eins á rás 2. í sjónvarp- inu lýsir Bjarni Fel., og á rás 2 er það Samúel Örn, — við segjum eins og Englendingarnir: Breyttu aldrei vinningsliði! Því sendum við „vinn- ingsliðið" okkar á vettvang í Tékkó- slóvakíu. Peir Bjarni og Samúel lýstu einmitt frá B-keppninni og allir vita hvað það gekk vel fyrir sig," sagði Ingólfur þegar við ræddum við hann. Auk leikja Islands verða beinar lýsingar á leikjum um 3. sætið og auðvitað úrslitaleikurinn sjálfur, — og vissulega vona menn að íslend- ingar verði aðilar að öðrum hvorum leiknum, þótt þeir ættu að varast að gera sér fyrirfram gyllivonir um slíkt. „Við höfum verið að undirbúa sér- stakan HM-fréttaþátt, sem verður bæöi í sjónvarpi og á rás 2 hálftíma fyrir leikina. Þar munu ýmsir mætir menn koma saman til að spjalla; gamlar handboltastjörnur, stjórn- málamenn, þekktir menn úr þjóðlíf- inu, og við verðum með hjá okkur börn og unglinga. Þá verður mikið lagt upp úr ýmsum fréttum, á morg- unrásinni og í fréttatímum, auk þess sem öðrum leikjum keppninnar veröa gerð góð skil. Við ákváðum aö fyrsti gesturinn í þessu HM-stúd- íói okkar yrði eins konar leynigest- INGÓLFUR HANNESSON — íþróttastjórinn mun stjórna hér heima, og þar mun verða í mörg horn að líta, því fram- undan er handboltaveisla hin mesta. ur, það má ekkert kvisast út hver hann verður,” sagði Ingólfur. Búið er að teikna einkennismerki HM-sjónvarpsins, og setja saman einkennislag HM, útvarps og sjón- varps. Vinnan hefur verið mikil og staðiö nokkra hríö. Ingólfur segir að allt liðið á íþróttadeild bafi unniö að undirbúningi, sjö manns í allt, þar af fjórir fréttamenn. Undirbún- ingurinn hefur verið svipaöur og gerist þegar Ólympíuútsendingar eru á ferðinni. Fréttamennskan í Tékkóslóvakíu mun kosta allmargar milljónir króna, en Ingólfur sagði aö líflegt væri yfir auglýsingum tengdum beinu lýsingunum og ættu þær að brúa kostnaðinn. Sjónvarp frá Tékkóslóvakíu kem- ur frá EBU, sem ræður yfir eigin gervihnetti. Tekið er á móti mynd- merkjum í jarðstöð útvarpsins við Efstaleiti, en undanfarið hefur því miður borið á tæknibrestum í mót- töku. Sagðist Ingólfur vona og biðja að til slíks kæmi ekki meöan á út- sendingum frá HM stæði, en liins- vegar væri það ekkert launungar- mál að jarðstöðin væri alltof veik. Þá skal þess getið að stutt er síðan EBU tryggði sér útsendingarrétt frá HM, áhuginn fyrir handbolta hjá því fyrirtæki er ekki nema í meöallagi. Hinsvegar gerði EBU samning til fjögurra ára, sem tryggir ríkisút- varpiuu móttöku á HM í Svíþjóð 1993. SAMÚEL ÖRN ERLINGS- SON — hann verður við hljóðnemann fyrir þá sem ekki komast að sjónvarpinu og magnaðar lýsingar hans munu hljóma á ré

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.