Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 22.02.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. febr. 1990 15 PRESSAN rœðir við þrjá gamla úr handboltanum HVERNIG LÍST ÞEIM Á? íslenska landsliðið i handknattleik tók þátt i heimsmeistarakeppni i handknatt- leik i fyrsta skipti i ffebrúarlok og mars- byrjun 1958. Þá hafði handknattleikur verið leikinn hér á landi i rúm 20 ár og is- lenska landsliðið átti að baki aðeins 4 landsleiki og haffði ekki spilað landsleik i nærri 8 ár, eða frá hinu stórfurðulega jafntefli sem varð á Melavellinum sum- arið 1950 gegn Finnum, 3:3. Fyrstu tveim leikjunum i Lundi og Kaupmanna- höfn gegn Svium og Dönum lauk með reginbursti heimaþjóðanna. Litla ísland var hreint ekkert efnilegt i þá daga i handknattleik. Feður handboltans á íslandi Handboltinn barst hingað til lands frá Danmörku, eins og flest annað á þessum árum, meðan við vorum undir dönskum kóngi. Það munu hafa verið tveir ágætir íþróttakenn- arar sem ,,fluttu inn" þessa íþrótt. Það voru þeir Hallsteinn Hinriks- son, kennari við Flensborgarskóla, og Valdimar Sveinbjörnsson, íþróttakennari við Menntaskólann í Reykjavík. Valdimar hóf að kenna handbolta hér fyrstur manna upp úr 1925 að talið er, trúlega Ármenningum fyrst, jafnvel ÍR-ingum. en lítið fór fyrir keppni í greininni. Frá 1934 og alla sína kennaratíð lagði hann áherslu á að kenna MR-ingum handbolta, enda áttu þeir lengi sigurstrangleg- asta handboltaliðið. Hallsteinn Hinriksson aftur á móti kynntist talsvert meira þróaðri handknattleik í Danmörku og hóf þegar að þjálfa FH-inga í Hafnarfirði auk þess að kenna leikinn við Flens- borg. Hallsteinn átti eftir að koma verulega við sögu í keppnisgrein- inni handbolta, enda löngum kall- aður, með réttu eða röngu, „Faðir handknattleiksins" á Islandi. Hið séríslenska tilbrigði við handknattleik Hér á landi var handknattleikur iðkaður í allt of litlum íþróttasölum og lengi var íþróttahús Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu vett- vangur meiriháttar leikja í hand- knattleik. Sagt er að íslenskur hand- knattleikur hafi fyrst verið alveg sérstök íþrótt, eins konar ruddalegt Gunnlaugur Hjálmarsson tilbrigði við handknattleiksíþrótt- ina, múgæsingur sannast sagna. Hún bar þess merki að of margir menn voru að keppa á of litlum leik- velli; leikurinn var mest pústrar og „slagsmál," örstuttar sóknir, þar sem menn léku kerfið „allir á móti öllum," allt í einni bendu og skipu- lagsleysi. Úr hreysi í höll. . . Eftir stríð fengu handknattleiks- menn salinn í Hálogalandi, íþrótta- hús sem setulið Bandaríkjamanna hafði notað á stríðsárunum. Salur- inn þar var stærri en áður gerðist, en samt allt of þröngur. Handbolt- inn var líka lengi vel vetrarafþrey- ing knattspyrnumanna og fremur lítið upp úr honum lagt. Auk þess var áhugi áhorfenda á handbolta sáralítill framan af, en jókst við flutninginn að Hálogalandi, að ekki sé talað um þegar flutt var í jóla- mánuði 1965 í Laugardalshöll. Þeg- ar þessi flutningur átti sér stað töl- uðu dagblöðin um að nú væri flutt úr „hreysi í höll' og má það til sanns vegar færa. Hinsvegar er rétt að benda á að í skjóli Hálogalandshúss- ins dafnaði og óx handboltinn, en hvorki leikmenn né áhorfendur settu það fyrir sig að herbragginn gamli fullnægði í engu kröfum heil- brigðiseftirlitsins um húsnæði fyrir starfsemi sem þessa. Eftirlitið horfði í hina áttina og vissi ekkert um margföld brot á reglugerðum? • Vinsælasta íþrótta- greinin í dag Segja má að allt frá 1958 hafi al- vöruuppbygging átt sér stað í hand- bolta á Islandi, sem staðið hefur allt fram á þennan dag. Um það ér ehg- inn ágreiningur að núna er hand- boltinn vinsælasta keppnisgreinin hér á landi, þ.e. áhugi almennings á handbolta er meiri en á nokkurri annarri íþróttagrein. Jafnvel knatt- spyrnan hefur orðið að þoka fyrir vinsældum handboltans. Það sem gerir gæfumuninn er auðvitað gott gengi landsliðs okkar, sem berst um efstu sætin á helstu mótum sem haldin eru í heiminum. PRESSAN hafði tal af nokkrum gömlum stjörnum handboltans á undanförnum þrem áratugum, frumherjum að pVí sem síðar varð. Gunnlaugur ,,Labbi" Hjálmarsson, leikmaóur á HM '58, 61 og '64 Við vorum eins og börn í fyrsta leiknum „Þessi fyrsta heimsmeistara- keppni okkar byrjaði ekkert gæfu- lega. Við skítlágum fyrir Tékkum með 10 marka mun í fyrsta leik. A þessum árum voru engar reglur komnar um tafir. Tékkarnir dúlluðu með boltann í rólegheitum þangað til færi gafst. Við vorum eins og börn, skutum í tíma og ótíma og þetta notuðu Tékkarnir sér, héldu boltanum í 6—7 mínútur og gerðu okkur alveg brjálaða. 1 næsta leik vorum við ekki eins skotbráðir og unnum Rúmena 13:11. Þetta var fyrsti sigur íslands í landsleik. Þetta sama lið Rúmena átti eftir að verða yfirburðalið í heiminum og marg- faldur heimsmeistari," sagði Gunn- laugur Hjálmarsson, margfaldur landsliðsmaður, sem var með í HM 1958, 1961 og 1964. Liðið lék einn leik til viðbótar, tap- aði 16:19 fyrir Ungverjum. Gunn- laugur segir að liðið hafi í sjálfu sér verið skipað markvörðum og stór- skyttum á borð við Ragnar Jónsson, Karl Jóhannsson og Birgi Björnsson auk hans sjálfs, — á línunni voru Karl „Gottli" Benediktsson og Berg- þór Jónsson. „Hornaspil var varla til hjá okkur, enda hofðum við aldrei kynnst homunum, þau voru ekki til í Há- logalandi. Liðið var byggt upp á „freturum" og allt undir því komið að þeir hefðu heppnina með sér," sagði Gunniaugur. Gunnlaugur sagði að landsliðið þá og nú væri ekkert til að líkja saman, aðstöðumunurinn væri slíkur. Landsliðsmenn þess tíma þurftu að borga kostnað af ferðum sínum sjálfir. Þáð sama átti við um þjálfara liðsins, föður handknattleiksins á ís- landi, Hallstein Hinriksson. Hann greiddi fyrir ferðir sínar og gistingu, og fékk aldrei krónu borgaða fyrir þjálfun liðsins. „Ég held að það hafi verið í síðustu ferðinni minni eftir tíu ára keppni og æfingar að ég þurfti ekki að selja happdrættismiða og selja auglýsingar í leikskrá til að fjármagna eitthvað af kostnaðin- um," sagði Gunnlaugur Hjálmars- son, ævinlega kallaður Labbi á ár- um áður. En hvað finnst Gunnlaugi um þró- un mála, hvernig er landsliðið okk- ar í dag í augum gamallar stjörnu? „Nú, þetta er langt í frá að vera gallalaust ef miða á við þessa fimm leiki um daginn gegn Rúmenum og Svisslendingum. Mér fannst allt of mikið af byrjúnarmistökum hjá lið- inu. €n liðið getur lent ofaríéga í kepþninni í Tékkóslóvakíu, — ef þeir lenda ekki í að gera sjö eða átta mistök í sendingum éins og gerðist um daginn. Liðin sem keppa á~ HM eru mjög jöfn. Þettá er spurningin um að gera sem fæstar skyssur í leiknum; sá sem gerir fæst mistökin verður sigurvegarinn. Mér sýnist Geir Hallsteinsson liðið í mjög góðu ástandi líkamlega. Hinsvegar verður að segjast eins og er að nokkrir leikmanna eru að nálgast „ellimörkin". Þegar það ger- ist minnkar eðlilega ánægjan og þessi brennandi áhugi. En við eig- um góða menn sem taka við, svo ekkert er að óttast. Þar má nefna menn eins og Héðin Gilsson og Júlí- us Jónasson. Ég man reyndar eftir Júlíusi þegar hann var að byrja í Valsheimilinu. Hann var satt að segja ekkert efnilegur sem smápolli, bæði klaufskur og stirður. Það er ótrúlegt hvað hann hefur lært sá strákur," sagði Gunnlaugur Hjálm- arsson að lokum. Geir Hallsteinsson, /eikmaóur á HM "'(), '"'/ og'^Hog ÓL ">2 Influensa lagði liðið að velli Geir Hallsteinsson var ein allra skærasta stjarna handboltalands- liðsins árum saman, kom þar inn kornungur og keppti lengi. Hann var með á HM 1970, 1974 og 1978, auk þess að keppa í lokakeppni Ólympíuleikanna 1972. „Mér finnst þessi keppni á Ólymp- íuleikunum í Múnchen alltaf eftir- minnilegust úr ferlinum," sagði Geir Hallsteinsson í viðtali við PRESS- UNA, „það munaði svo litlu að við yrðum í hópi fremstu liða, við misst- um það tækifæri til Tékkanna. Það voru auðvitað mikil vonbrigði. Þá var keppnin í HM í Erhfurt eftir- minnileg og vonbrigðin sömuleiðis mikil. Þá gerðist það að liðið var meira og minna liggjandi í rúminu í inflúensu, sem stakk sér niður í lið- inu okkar. Við fengum þrjá leiki og töpuðum öllum, sem kannski von- legt var." Geir var maður liðsins á sínum tíma, — en jafnframt átti hann það til að gera út um leiki á eigin spýtur ef svo má segja, og stóðst honum þá engin vörn snúning, ef sá var á hon- um gállinn. Hvernig líst honum á landsliðið í dag, sem vinnur að mestu leyti sam- kvæmt þrauthugsuðum leikkerf- um? „Jú, mér líst vel á landsliðið okk- ar. Þetta er jafnsterkt lið og góðir einstaklingar, enda eruíþví at- vinnumenn í handbolta. Liðið hefur að baki mikla reynslu, stífar æfingar og marga leiki. Bak við þetta allt er mikill agi. Mér finnst leikurinn samt stundum dálítið þunglamalegur fyr- ir bragðið. Ég sakna þess að sjá ekki, öðru hvoru í það minnsta, dálítið meira af einstaklingsframtaki. Til dæmis sakna ég þess að sjá ekki Sigga Sveins meira notaðan, — hann finnst mér að ætti að hvíla Kristján Arason meira en gert er." En hvernig hefði Geir Hallsteins- son passað inn í lið eins og íslenska landsliðið? „Ég hreinlega geri mér enga hug- mynd um það," sagði Geir Hall- steinsson að lokum. Ragnar Jónsson, leikmaöur á HM '58, 61 og '64 „Svíarnir lömdu mig niður eins og hund" Ragnar Jónsson var ein af „fall- byssunum" í íslenska landsliðinu. Oft skrifuðu erlendir íþróttafrétta- menn, einkum danskir, um að ís- lenska liðið væri ekkert nema kan- ónur, í leik liðsins væri nánast ekk- ert vit, allt skipulagslaust. Auðvitað voru þetta ýkjur fréttaritara, sem þoldu það illa að gamla nýlendan væri að brúka sig á íþróttaleikvang- ingum. „Svíar; og þá náttúrlega höfuð- paurinn í sænska handboltanum, Curt Wadmark, hafa hatað íslensk- an handbolta alveg frá því að við lögðum Svía í hinum fræga leik á HM í Bratislava í mars 1964. Þetta var gífurlegur átakaleikur og sigur- inn var meiriháttar sigur íslenska landsliðsins. Við höfðum að vísu unnið Rúmena á HM '58, og Frakka á HM '61, en að öðru leyti höfðum við tapað landsleikjum okkar, nema gegn Bandaríkjamönnum, sem voru nýliðar i handbolta þá og kunnu lítið fyrir sér. Þessi sigur var mjög velkominn. Ég man vel eftir leiknum, og jafnframt að þetta var eini landsleikurinn, sem mér tókst ekki að skora í, Svíarnir iömdu mig niður eins og hund. Það sem skipti sköpum í þessum leik var ótrúleg markvarsla Hjalta Einarssonar, enda var hann bókstaf- lega skotinn sundur og saman af Svíunum. Eftir þennan leik voru Svíarnir snúðugir í okkar garð, heilsuðu okkur ekki framar. Curt Wadmark, landsliðseinvaldur þá, hefur alla tíð síðan lagt fæð á ís- . lenskan handknattleik og nánast verið á bakinu á okkur. Um landsliðið okkar í dag segir Ragnar: „Þetta er víst leikreyndasta lands- lið í heimi, — vörnin í síðustu leikj- um hefur verið mjög sannfærandi. Hinsvegar finnst mér Bogdan stíla allt of mikið á miðjuna í sókninni, hornin eru ekki nýtt sem skyldi. Að þessu leyti finnst mér leikurinn of líkur því sem hann var hjá okkur í gamla daga, við kunnum ekki á hornin, því þau voru ekki til í Há- logalandi þar sem völlurinn var nokkrum metrum of mjór. Ef hornin eru notuð opnast vörn andstæðings- ins betur. En liðið er að mörgu leyti gott og gæti náð góðum árangri í lokakeppninni. Það er út af fyrir sig afrek að vera komnir þangað." Ragnar var á sínum tíma helsta fallbyssa islenska landsliðsins. Þó var hann afskaplega grannur og beinaber og hefði fáum dottið í hug að í honum byggi þvílíkur skotstyrk- ur. „Við í Firðinum æfðum þetta upp með snjó- og grjótkasti, æfðum okk- ur að hitta í mark með svampbolt- um, það var allt notað til að æfa sig," rifjar Ragnar upp. Hann segir líka að tímarnir hafi breyst til hins betra. í eina tíð hafi landsliðsmenn orðið að borga fyrir ferðir sínar, Hallsteinn þjálfari líka. Auk þess ,hafi Hall- steinn sjálfur verið eigandi „beggja boltanna, sem landsliðið hafði yfir að ráða". >¦'- tm Ragnar Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.