Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. maí 1990 5 Heilbrigðisstofnanir og NutraSweet A.G. í Sviss í rimmu við ríkissjónvarpið vegna umrœðuþáttar um sætuefni í matvœlu\ ,AM stvbkársson GUÐJÓs^Stt^ögmaður TuS^U,/í°^ruyERX '■"“‘Val Beykjavm. Aöalsuœl'9 Simi 1 83 54 15. mars 1990 * - ‘“’eC'Z™ A8v • PS °S nouuw i*^. .. i'uv-tfJovalj„ . /Afc, *" ci»il /«/„ ^ ra ’"ratPi Ij-ni i 4. I / vT1" \*sSl ’i’ ••••_ Spp ^Pgre::; Jj ?S£sæs£a sf V“.S1 %*«*2S££ «°*'°9v # rerið . t komist aö l*— "***•* L ö»Uj » rr*nft ■StíSJS b'1’s'1 &Uif u ,t'v^ “£oí *■ “°“ v,‘ - *c ^ /■‘UöUíúíuu o- «£ “*“ A» a ,«£» "“"“““vcm ,:„* “fcf,“»..'M to ^*e“». Lkí, v„ *«■ iuoj „. - íBrifnm í'rfíí” 6Í «».;Tí,'r“f“«S” 'I ••*$**■&V ’&sr-M-*- > ” .. d & ;; o> - °*zst2?4 rnSned ta ^^slgniHcant changej 'SeHencesin healthy nduits. Neytendaþættir Kristinar Kvaran i rik- issjónvarpinu um sætuefni hafa valdið miklu fjaðrafoki og bréf gengið ó milli sjónvarpsins annars vegar og eiturefna- nefndar, Hollustuverndar rikisins og lög- fræðings NutraSweet A.G. i Sviss hins vegar. NutraSweet telur sig haf a skaðast af meðferð sjónvarpsins og hefur lótið framkvæma skoðanakönnun i kjölfar sjónvarpsþóttanna til að meta hvort þeir hofi skaðað imynd vörunnar i huga ís- lendinga. Hugleiðir fyrirtækið skaða- bótamól ói hendur sjónvarpinu fyrir at- vinnuróg að sögn B jarna Sigtryggssonar, upplýsingafulltrúa NutraSweet hér ó landi. . —^■asHB EFTIR: OMAR FRIÐRIK5SON Þann 7. mars sl. sendi Dr. Þorkell Jóhannesson hjá eiturefnaneínd bréf til Sveins Einarssonar dagskrár- stjóra þar sem kvartað var yfir vinnubrögðum Kristínar Kvaran dagskrárgerðarmanns og hún sök- uð um að hafa ekki viljað fá faglegar upplýsingar hjá nefndinni. Orðrétt segir Þorkell m.a.: „Undirritadur hefur œlid lagl áherslu á gód samskipti vid fjöl- midla, en verdur því midur ad stað- festa, aö þau hafa œtíö veriö stirð- ust viö sjónvarpið m.a. vegna þess, að þar hafa einnig áður gengið um garða og fengið að ganga lausir þvermóðskufullir og einstrengings- legir fréttamenn og dagskrárgeröar- menn á borö við Kristínu Kvaran. M.t.t. framansagöra atriða eru það eindregin tilmœli til dagskrár- stjóra innlendrar dagskrár, að sjón- varpið cetli nokkurn tíma til hlut- lœgrar kynningar á aukefnum og notagildi þeirra á vegum aukefna- nefndar og Hollustuverndar rikisins til þess að vega á móti þeim villandi upplýsingum, sem Kristín Kvaran virðist hafa ítrekað í frammi um þetta efni." Hollustuvernd neit- ar þótttöku Gagnrýni eiturefnanefndar og hollustuverndar má rekja til neyt- endaþáttar í sjónvarpinu 27. febrúar þar sem rætt var við Hallgrím Magnússon lækni. Hélt hann því fram að neysla aukefna væri al- mennt skaðleg og gæti valdið hrörnunarsjúkdómum. Telja þessar stofnanir að Hallgrímur hafi ekki þekkingu á þessum málum og rang- færi staðreyndir. Til stóð að halda annan neytendaþátt um sama efni 13. mars og átti fulltrúi frá hollustu- vernd að koma þar fram. í bréfi sem hollustuvernd sendi Pétri Guðfinns- syni, framkvæmdastjóra RÚV, þann 5. mars er farið fram á að þættinum verði frestað þar til Kristín Kvaran hefur komið á fund til hollustu- verndar og aflað sér þar upplýsinga um málefnið. Jafnframt er lýst yfir að stofnunin muni ekki taka þátt í þættinum ef Hallgrímur Magnússon læknir verði þar þátttakandi. I bréf- inu segir m.a.: „/ síðustu viku óskaði starfsmað- ur stofnunarinnar eftir því að Krist- ín Kvaran kœmi og rœddi við fram- angreinda aðila, en vegna anna taldi hán sér það ekki fœrt fyrr en í lok þessarar viku. Ekki taldi hún mögulegt að fresta gerð eða átsend- ingu neytendaþáttar þar sem fjallaö verður um sœtuefni. Ósk stofnunar- innar kom fram vegna þess aö ráð- gert er að hafa viðtal i þœttinum viö Hallgrím Magnússon lœkni. Hann hefur í útvarpsviötali og einnig í neytendaþœtti RÚV-sjónvarps þ. 27. febrúar sl. komið með villandi upp- lýsingar og beinar rangfœrslur um aukefni og áhrif þeirra á líkams- starfsemi og heilbrigði. Stofnunin telur mikilvœgt að neytendaþœttir Áhorfendur að neytendaþætti og umræðum í sjónvarpinu 27. mars hefur tæpast grunað hvaða fjaðrafoki þátturinn hafði valdið. Holl- ustuvernd samþykkti á endanum að senda Jón Gíslason í umræðurn- ar og frá heilbrigöisráðuneytinu kom Laufey Steingrímsdóttir. Kristín hvikaði hins vegar hvergi frá því að fá Hallgrím Magnússon lækni í þáttinn. Hollustuvernd kalladi Kristínu Kvaran inn á teppid og vildi hafa bein afskipti af undirbúningi þáttarins. séu frœðandi og ekki á nokkurn hátt mm villandi fyrir hinn almenna neyt- anda. Ef RÚV-sjónvarp telur sér ekki fœrt að fresta útsendingu framan- greinds þáttar er þess óskað að af- staða stofnunarinnar komi fram í þœttinum. Stoitnunin hefur tilkynnt Kristínu Kvaran aö ekki komi til Bjarni Sigtryggsson, kynningar- fulltrúi NutraSweet á íslandi, fór utan i vikunni til aö flytja erindi fyrir kynningar- og fjölmiðlafólk í Sviss um vinnubrögð sjónvarps- ins í kringum umfjöllun þess um sætuefni i matvælum. Kristin Kvaran dagskrárgerðar- maður hefur heldur betur fengið að kynnast þvi að ekki er þrauta- laust að vinna að neytendaþátt- um um aukefni þegar stórir hagsmunir rekast á og sérfræð- ingar deila harkalega um vís- indahlið málsins. PRESSAN náði ekki tali af Kristínu við gerð greinarinnar. greina að fulltrúi hennar komi fram í þœtti þar sem Hallgrímur Magnús- son er beint eða óbeint kynntur Sem sérfrœöingur um aukefnamál- efni. .." Bréfinu fylgdi löng greinargerð „til staöfestingar á rangfœrslum Hallgríms Magnássonar lœknis", eins og þar segir, ásamt því sem af- staða hollustuverndar til gervisætu- efna er útskýrð. Sveinn svarar Sjónvarpið brá hart við þessum afskiptum af dagskrárgerð sinni. Sérstaklega hleyptu orð Þorkels Jó- hannessonar prófessors um „þver- móðskufulla og einstrengingslega frétta- og dagskrárgerðarmenn RÚV“ iliu blóði í sjónvarpsmenn. í bréfi sem Sveinn Einarsson dag- skrárstjóri sendi Þorkeli 8. mars seg- ir að vegna þessarar deilu hafi sjón- varpið ákveðið að bjóða upp á um- ræðufund í tengsium við neytenda- þátt 27. mars í beinni útsendingu þar sem þetta aukefnamál verði tek- ið sérstaklega til meðferðar og fái hollustuvernd og eiturefnanefnd að velja fulltrúa af sinni hálfu til að koma fram í þættinum. En Sveinn svarar einnig gangrýninni harðlega og segir: „Eg skildi reyndar samtal okkar Leifs þannig að engir eftirmálar yrðu; talsmaður hollustuverndar myndi koma fram í umrœddum þœtti og lýsa sjónarmiðum sinum. Það er auðvilaö ekki hlutverk Holl- ustuverndar ríkisins að vera með rit- skoðun eða hafa áhrif á dagskrár- gerð Umsjónarmanni hins vegar ber að sjá til þess aö öll sjánarmið komi fram óbrengluð ef skoöanir eru skiptar. Ég varð því hissa að fá bréffrá eit- urefnanefnd i gœr; ég skil ekki hvaöa skjálfta þetta mál veldur, ef allir hafa hreinan skjöld. Ég get ekki betur séð en þessar tvœr ríkisstofn- anir œttu að hafa áhrifavald til að kveða í kútinn „sérfrœðing í fjar- skyldri grein lœknisfrœðinnar", í krafti sinna „réttu" skoöana. Ég kann heldur ekki að meta niörandi ummœli um Kristínu Kvaran og aðra „þvermóöskufuUa og ein- strengingslega fréttamenn og dag- skrárgerðarmenrí' og skil ekki hvaða tilgangi slík skrif þjóna." Og í lok bréfsins segir* Sveinn: „Þaö er hins vegar ekki í verka- þessara stofnana að ráða aörir fá aö koma fram í sjón- u og lýsa skoðunum sínum,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.