Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 3. maí 1990 PRCSSAN VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi: Blað hf. Kramkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Jónína Leósdóttir Omar Kriöriksson Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Friðrik Þór Guömundsson Ljósmyndari: Einar Olason Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir l’rófarkalestur: Sigríður H. Gunnarsdóttir Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið. 1000 kr. á mánuði. Verð i lausasolu: 150 kr. eintakið. VALDBOÐ OG FRÉTTAMENNSKA Deila fréttastofu útvarpsins og útvarpsráös hefur vakið furöu. Ekki verður með nokkru móti séð annað en aö sjálfstæði og ábyrgð fréttastofunnar hafi verið gróflega skert með ályktun þeirri sem útvarpsráð lét frá sér fara sl. laugardag þar sem því er lýst yfir að yfirlýsing fréttastofunnar um að hún standi viö hina umdeildu frétt sé ómerk. Traust almennings til fréttamiðla er grundvallarundirstaða sjálfstæðrar fjölmiðlunar. Með valdboði aö ofan er gróflega grafið undan þessu trausti. Ef eölilegur frétta- flutningur á að geta viðgengist í nútíma þjóðfélögum verða allir að viöurkenna að endanleg ábyrgö fréttanna hlýtur og á að vera í höndum þeirra sem þær flytja. Áðeins dómstólar geta útskurðað um þá ábyrgð. í PRESSUNNI í dag er fjallað um annað deilumál sem komið hef- ur upp og beinist að ríkissjónvarpinu. Aðilar innan heilbrigöis- þjónustunnar hafa gagnrýnt að ákveðnum skoðunum um áhrif svokallaðra aukefna í matvælum skuli gert hátt undir höfði í sjón- varpinu. Hér er um umdeild sjónarmið að ræða og eðlilegt aö sjónvarpið komi þeim af hlutleysi á framfæri við áhorfendur. En eins og rakið er í greininni kröfðust opinberir aðilar þess að farið yrði að þeirra óskum við gerð þessa sjónvarpsefnis og höföu i frammi íhlutun í dagskrárgerð sjónvarpsins. Mikilvægi fjölmiðla í lýðræðisríkjum hvilir á þeirri grundvallar- reglu að þeir sem fjölmiðlunum stjórna hafi alltaf síðasta orö um það hvað í þeim birtist og hvernig það er framreitt og því er ábyrgð þeirra að sama skapi rík. Enginn á sjálfkrafa heimtingu á því að fá skoðanir sínar birtar í fjölmiðli eða ráðskast með hvernig fjölmiðlar matreiða efnið. Sá hinn sami getur hins vegar leitað til dómstóla telji hann á sig hallað. Allir úrskurðir eða valdboð um annað ganga harkalega á skjön viö viðurkenndar skýringar á prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Fjölmiölarnir eiga alltaf síðasta orðið ef þeim á að vera treystandi. pélitisk þankabrot /Yilitísk þankabrot sknfa: Biri{ir Árnason, adstodarmuö- ar ridskipta- aff idnadarrúdherra, Bolli Héöinsson, efnu- huysráöiyafi forsætisrúdherru, oy Einar Kurl Huraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt. Paö sem helst hann varast vann. . . „Borgarstjórinn stendur með pólmann í höndunum sem sigurvegari að aflokinni atburðaröð sem opinberaði vanhæfni hans til að gegna embætti sínu/' Ógæfu stjórnarandstöð- unnar í borgarstjórn verður allt að vopni. Með ólíkindum er hvernig vopnin snúast í höndum þeirra manna er síst skyldi. Hið ólíklegasta mál, lekinn í áburðarverksmiðj- unni, færir okkur nú heim sanninn um það. Borgarstjór- anum, sem krafðist þess að borgarbúar yrðu látnir byggja nýtt hverfi rétt ofan í áburðarverksmiðjuna með allri þeirri áhættu sem því fylgdi, hefur tekist að koma þvi inn hjá fólki að hann sé spámaðurinn sem borgarbú- um beri að reiða sig á til að losna við verksmiðjuna. Undir öllum venjulegum kringumstæðum væri það náttúrulega þessi sami borg- arstjóri sem ætti um sárt að binda eftir þau reginmistök að berjast fyrir byggð ofan í verksmiðjuna og með réttu ætti hann að vera einn úti í horni og vinalaus. Þessu er hins vegar sérdeilis öfugt far- ið á okkar landi. Borgarstjór- inn stendur með pálmann í höndunum sem sigurvegari að aflokinni atburðaröð sem opinberaði vanhæfni hans til að gegna embætti sínu. -o-o-o- Eftir óhappið leituðu fjöl- miðlar eðlilega eftir við- brögðum við yfirvofandi vá og lá beint við að snúa sér til borgarstjórans til að núa hon- um því um nasir hvers vegna hann hafi látið byggja ofan í verksmiðjuna. Hann nær hins vegar að snúa viðtölun- um upp i það að býsnast yfir hættuástandi sem hann hefur sjálfur átt þátt í að skapa. Hér gætu menn gert sér í hugarlund hversu miklu myndu muna fyrir stjórnar- andstöðuflokkana að hafa út- breitt dagblað á borð við Morgunblaðið tii að freista þess að snúa atvikarásinni við og benda á veilurnar í málflutningi borgarstjórans til að snúa vörn í sókn. Vitanlega verður áburðar- verksmiðjan að hverfa þaðan sem hún stendur nú, um það er ekki deilt, en fyrst farið er að tala um áhættu af þessu tagi sem steðjar að borgarbú- um þá væri ekki úr vegi að menn huguðu að annarri hættu sem ógnar okkur dag- lega og jafnvel oft á dag. Það er Reykjavíkurflugvöllur og öll flugumferð um hann. Dag- lega þarf fjöldi Reykvíkinga að búa við þá áhættu að flug- véiar í aðflugi að flugvellin- um (þetta gildir um vesturbæ- inga í Kópavogi líka) hrapi of- an á höfuðið á þeim. Ekkert endiiega vegna tæknilegra mistaka, miklu heldur mann- legra. -o-o-o- Einkennileg er sú ákvörð- un stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram við byggðakosn- ingarnar í vor að útiloka áróður í sjónvarpi og útvarpi. í reynd er þetta aðeins sam- þykkt um það að styrkja Morgunblaðið, sem er eini fjölmiðillinn sem þá verður til að dreifa að auglýsa í. Um Tímann, Þjóðviljann og Al- þýðublaðið tekur ekki að ræða, enda ekki fjölmiðlar í venjulegum skilningi þess orðs, heldur dagleg fréttabréf til flokksmanna sem greiða fyrir þau í gustukaskyni. Mun heppilegra hefði verið að semja um hámark fjár- hæða eða fjölda mínútna sem hverjum flokki yrði heimilt að nýta í kosningabaráttunni. Lög eða reglur um störf og starfsháttu stjórnmálaflokka eru engin til hér á landi og þegar ákvörðun sem þessi, um að auglýsa ekki í Ijósvaka- miðlum, er tekin hlýtur það að leiða hugann að því hvort tímabært gæti verið að setja slík lög. Sérstaklega þyrfti lagasetningu um fjármögnun flokkanna, hámark einstakra framlaga og skyldu þeirra til að veita upplýsingar um hverjir það eru sem veiti fé til flokkanna. Þess háttar lög- gjöf tíðkast víða um lönd og er þá sett til að reyna að draga úr yfirburðum flokka sem eiga greiðan aðgang að fyrirtækjum og ríkum ein- staklingum yfir þeim flokk- um sem eiga það ekki. PRESSAN PRENTUÐ í ODDA Síðastliðinn sunnudag var gengið frá samningum þess efnis Ekki stendur til að flytja vélar Blaðaprents að sinni, þó hugs- að Prentsmiðjan Oddi hf. keypti vélar og tæki Blaðaprents anlega komi að því er fram líða stundir. Blaðið verður því hf. og tæki við verkefnum þess frá og með 1. maí 1990. Prent- áfram prentað á Lynghálsi 9, þó svo eigendaskipti hafi orðið un PRESSUNNAR verður því í framtíðinni í höndum Odda hf., á vélabúnaði og tækjum. en þetta er fyrsta tölublaðið eftir þessa breytingu. „Ellefu er ansi merkileg tala. Hún stendur fyrir það þegar einn tugur er búinn og annar byrjar." — Megas í viðtali við Nýtt helgar- blað. hin pressan „Þeir sem eru í bisness á íslandi eru oft á tíöum siövilltir götu- strákar sem þekkja engar reglur og engin siöalögmál.“ - Megas i viðtali við Nýtt helgar- blað „Fólk gleymir að hlusta á lík- amann' — Anna Kristín Kristjónsdóttir sjúkraþjálfari i Nýju helgarblaði. „Ekki útför heldur brúðkaup." — Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, í 110130001 um yfirtöku Landsbaok- ans á Samvinnubankanum. „Það er Bjarna Degi að þakka að ég er hættur að flauta á ökumenn fyrir framan mig sem ekki geta drattast af stað þegar komið er grænt Ijós þó svo ég sé orðinn of seinn í vinnuna." vÉg lærði þó í barnaskóla aö Island væri grænt en aö á Grænlandi væri ís." — Tom Jones í viðtali við Morgun- blaðið. „Ég endaði í Hattabúð Reykja- víkur sem selur kvenhatta og þar fékk ég hatt." — Jón Múli Árnason um hattinn sinn i DV. — Auglýsing í Timanum um flokksfund framsóknarmanna. „Ef borgarstjóri krækir í Hótel Borg er hann klókari stjórn- málamaður en þingmenn þessa lands eru." — Guðrún Helgadóttir, forseti Al- þingis, í Morgunblaðinu. „Atvinnufrelsi án einhvers- konar eignarréttar eða einka- afnotaréttar er eins og brosið án kattarins í skáldsögu Lewis Carrols, Lísu f Undralandi." — Hannes Hólmsteinn Gissurarson i Morgunblaðinu. — Kjartan Gunnar Kjartansson í fjöl- miölapistli DV. „Létt spjall á laugardegi. Vímuefnavandinn I Reykja- vik.## ,,En hvaö meö ballettinn, list- grein sem í aug- um flestra eru hvítklœddar, goö- umlíkar verur sem svífa um sviöiö aö því er * viröist í litlum tengslum viö lífiö fyrir utan.“ — Grein í Alþýöublaöinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.