Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3. maí 1990 15 PÁSKAVIKAN í LONDON. . . 'CAllSCHARCIO Al 3*> 01HIR MMtS POBOXn mu&HTY mynd af stúlkukind með kampa- vínsglas og er hún í netsokkabuxum og sundbol einum fata, en hálsmálið á bolnum nær alveg niður á nafla. I texta auglýsingarinnar kemur fram að klúbburinn sér gestum bæði fyrir undurfögrum dans- og drykkjufé- lögum af veikara kyninu. Þegar betur er að gáð úir raunar allt og grúir af auglýsingum frá „klúbbum" af þessu tagi, sem virðast höfða sér- staklega til karlmanna í viðskiptalíf- inu og beitan er „töfrandi dörnur". Kvenfólk, sem er tilbúið að borða, drekka og dansa við einmana gest — fyrir þóknun, sem líklega nemur u.þ.b. vikulaunum vélritunarstúlku. Stefnumótaþjón- usta með ímyndun- arafl En nú er ekki víst að allir hafi áhuga á því að heimsækja rándýra klúbba, þar sem freyðivín er selt á tí- földu verði og dans- og drykkju- dömurnar eru gjarnan mun eldri og þreytulegri en stúlkurnar í auglýs- ingunum. Að sjálfsögðu hefur verið fundin upp þjónusta fyrir þá, sem eru á þeim buxunum: Stefnumóta- þjónusta — þ.e.a.s. önnur grein af sama meiði og hin fyrrnefnda. Stefnumótaþjónustunni er líka ætlað að bjarga fávísum ferða- Prestar kvarta gjarnan yffir þvi að ís- lendingar ffari frekar á skiði en i kirkju á páskunum. í London er þó enn meira til að glepja fólk ffrá kirkjuferðum, þvi þar virðist Mammon einn haffa ell völd. 0898 671/2 668 0898 674/5 668 0898 676/7 668 0898 678/9 668 EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR Páskar í London eru um flest gjör- ólíkir páskum á íslandi. Verslanir eru til dæmis opnar og hafa sumar þeirra m.a.s. sérstaka páskaútsölu, sem lýkur að kvöldi annars í pásk- um. Og í sjónvarpinu er boðið upp á fjölda glæpa- og gamanmynda, m.a. á föstudaginn langa og á páskadags- morgun. Dagskrá, sem mörgum Is- lendingum þætti eflaust vægast sagt óviðeigandi. Þar að auki eru nær öll kvikmynda- og leikhús með dagleg- ar sýningar yfir hátíðina. Krár eru hins vegar lokaðar um miðbik föstu- dagsins langa, en það er líka nánast eina merki páskanna í stórborginni, þar sem mun fleira minnir á Mamm- on en Guð. Drykkju- og dans- félagar til leigu Undirrituð ákvað að láta alla há- tíðarstemmningu lönd og leið þetta árið og dvelja yfir páskana í höfuð- borg Bretaveldis. Fyrir brottförina frá Islandi komst ég yfir eintak af upplýsingaritinu „What’s on in London”, til þess að kanna hvað um væri að vera í stórborginni þessa daga. Blaðið birtir langa lista yfir leikrit og kvikmyndir, sem verið er að sýna, og upptalning á veitinga- og skemmtistöðum virðist næstum óendanleg. En hvað gera þeir, sem finnst innantómt að fara einir út að borða eða stunda skemmtanalífið í stórborginni? Jú, þeim bjóðast ýms- ar lausnir á því vandamáli, sam- kvæmt „What’s on’! Aftarlega í blaðinu er fjöldinn all- ur af auglýsingum, sem koma blá- eygum einfeldningum frá Fróni mjög spánskt fyrir sjónir. í einni þeirra eru karlmenn t.d. boðnir vel- komnir í „mest spennandi karla- klúbb í London”. Meðfylgjandi er Bert kvenmannshold er óspart notað í auglýsingum karlaklúbba, sem höfða til karlkyns ferðalanga í London. DATA - MATE SPIX’IAI.IST I.INES l'clcphonc Djting - Jusl Diul & l.islcn Mistress/Slave Line.. 0898 446 493 Alternative Line....0898 446 494 WUMKM.INII N IO MI.N iMaster/Slave Line... 0898 446 495] [Alternatlve Llne.....0898 446 496 | (• \N MEN SI IM S Slave Line.......... 0898 < Master Line......... 0898 < Loather Llne........ 0898 t Denim Llne.......... 0898 c Rubber Llne....... 0898 < Uniform Line....... 0898 < Sklnhead Line...... 0898 4 Bodybuilder Line... 0898 A D.I.Y. Line........ 0898 A Mud/OII Line........ 0898 A Lycra Line...........0898 A PVC Line............ 0898 A Sportswear Line... 0898 A City Gent Line.... 0898 A Chubby Line......... 0898 4 Teddy Bear Llno.... 0898 4 Clone Line......... 0898 4 Tattoo Line........ 0898 4 Biker Line......... 0898 4 Construction Line.... 0898 4 Dæmigerðar auglýsingar frá fyrir- tækjum, sem sérhæfa sig í að para saman fólk. Slave Line..........0898 446 491 Mis Ine...... 0898 446 492 *r t'nquiritk ()l • 733 9593 mannaræflum í London frá þeim hrikalegu örlögum að vera einir með sjálfum sér. Og þeir þurfa ekki að koma á einhvern hæpinn skemmtistað til að dansa og drekka. Það nægir að hringja í ákveðin símanúmer og þá komast einmana ferðalangar í samband við fólk í svipuðum hugleiðingum. Þetta á því að virka nokkurn veginn eins og einkamáladálkur í dagblaði, en eins og flestir vita eru þess nú dæmi að slíkir dálkar séu misnotaðir. Það er hins vegar önnur saga... Símastefnumótin eru að því leyti ólík fyrrnefndum klúbbum að þau eru eicki eingöngu fyrir karla. Kon- ur geta einnig hringt í uppgefin símanúmer til þess að komast í kynni við karlmenn, sem til eru í eitthvert tusk. Það eru líka sérgtök númer fyrir samkynhneigt fólk í leit að félagsskap, að ógleymdu tvíkyn- hneigðu fólki, klæðskiptingum og fleiri hópum, sem falla utan hins hefðbundna mynsturs. í sumum auglýsingunum geta hommar m.a.s. hringt í um tuttugu mismunandi símanúmer eftir því hvernig „týp- ur’’ þeir eru, sem ber vott um sér- deilis frjótt ímyndunarafl þeirra að- ila sem reka þessi símafyrirtæki. Það er t.d. sérstakt númer fyrir homma, sem klæðast helst fötum úr denim-efni.. Annað fyrir feitlagna homma og enn annað fyrir þá, sem eru hrifnir af húðflúri. Svona mætti lengi telja. Nuddstofur eða hóruhús? Upplýsingaritið „What’s on in London’’ birtir líka mikið af auglýs- ingum frá gufubaðs- og nuddstof- um. Sum fyrirtækin virðast raun- verulega bjóða upp á gufu og nudd, en í mjög mörgum tilvikum eru slík- ar stofur þó hreinræktuð hóruhús. Eða hvað á maður að halda, þegar eftirfarandi ber fyrir augu? „Vingjarnleg, dásamlega falleg og brjóstastór nuddkona. Hikaðu ekki við að panta!" „Forkunnarfalleg, ung stúlka frá Egyptalandi mun þjóna þér, eins og þú værir konungur.” „Lagleg og sérdeilis hárprúð stúlka frá Tahiti, sem nuddar þig með öllum líkama sínum.’’ Það er sem sagt ekki veriö að aug- lýsa nudd, heldur kynmök, og þetta er nokkuð sem fjölmargir siðprúðir Bretar hafa áhyggjur af. Yfir pásk- ana var nefnilega stofnað félag á Bretlandi, með þekktar stórstjörnur og stjórnmálamenn í broddi fylking- ar, í þeim tilgangi að reisa nuddið aftur tii fyrri virðingar í þjóðfélag- inu. Það veitir greinilega ekki af. Það er hins vegar dálítið fyndið að ástarsöguhöfundurinn Barbara Cartland skuli vera fremst í flokki þeirra, sem stofnuðu þetta nuddað- dáendafélag í síðustu viku. Barbara er móðir seinni konu föður Díönu prinsessu (þetta er nú ekki svo flókið!), en nuddstofur eru afar við- kvæmt mál í bresku kóngafjölskyld- unni eftir að upp komst að faðir Söru Ferguson (Fergie) hafði verið fastagestur á einni slíkri stofnun af vafasömu gerðinni. Cliff Richard með dömu Sem betur fer verður „venjuleg- ur“ ferðamaður í London lítið var við þá hlið borgarinnar, sem fjallað hefur verið um hér að framan, nema leita hana sérstaklega uppi. Sumum finnst næturlífið og skugga- hliðarnar hins vegar eitthvað kitl- ’ andi og eiga þess vegna erfitt með

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.