Pressan - 01.08.1991, Qupperneq 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991
Þau eru alltaf að segja okkur
eitthvað. Þau eru alltaf í frétt-
unum, hafa alltaf eitthvað til
málanna að leggja. Flest haida
þau fram ákveðnum skoðunum
og vilja að við verðum þeim
sammála. Þau eru alltaf að tjá
sig, alltaf að orða hugsanir sin-
ar og koma þeim til skila. En
þau eru misgóð. Sum eru vel
máli farin, með vænan orða-
forða, skipuleg í framsetningu.
Og svo eru þau sem eru þumb-
araleg og koma máli sínu á
framfæri á flatneskjulegan og
leiðinlegan hátt.
PRESSAN fékk fimm menn til að
leggja dóm á málfar 22 einstakl-
inga sem ýmist segja okkur frétt-
irnar eða eru mikið í fréttum. í
dómnefndinni sátu: Mördur Árna-
son málfræðingur, Sigurdur G.
Tómasson, útvarpsmaður og ís-
lenskufræðingur, Jóhanna Sueins-
dóttir íslenskufræðingur, Arnór
Benónýsson leikari og Ingólfur Mar-
geirsson ritstjóri. Þau voru meðal
annars beðin að taka tillit til mál-
stíls, rökhugsunar og framburðar
og hversu smekklega menn nota
líkingar og myndmál. Hver dóm-
nefndarmaður gaf sjö plúsein-
kunnir, frá einum og upp í sjö.
(Einn fékk einkunnina sjö, einn
sex, einn fimm og þannig koll af
kolli niður í einn.) Eins var farið
að með mínuseinkunnir; þar fékk
versti málsóðinn mínus sjö í ein-
kunn, næstversti mínus sex, niður
í mínus einn.
Þegar einkunnir dómnefndar-
manna voru dregnar saman voru
niðurstöður mjög skýrar, eins og
sjá má af listunum yfir þá sem eru
best og verst máli farnir.
Auk þeirra 15 sem eru á listun-
um voru þessir í 22 manna hópn-
um sem dómnefndin var beðin að
leggja mat á: Ásmundur Stefáns-
son, forseti ASÍ, Bogi Ágústsson
fréttastjóri, Gudmundur J. Gud-
mundsson, formaður Dagsbrúnar,
Jón Sigurdsson iðnaðarráðherra,
Kristján Ragnarsson, formaður
LIÚ, Sigurveig Jónsdóttir, frétta-
stjóri Stöðvar 2, og Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra. Þau
voru öll sitt hvorum megin við
núllið en ekki nálægt því að kom-
ast á lista, hvorki yfir þá verstu né
bestu.
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON ut-
anríkisráðherra varð langefstur:
„Hann er sá eini í stjórnarliðinu
sem er með beygingakerfið á
hreinu og sjálfsagt kýs ég hann á
endanum út á það!“ „Hann er vel
máli farinn, með skýra framsögn
og framsetningu. Hins vegar hætt-
ir honum til að verða of kennara-
legur." „Ótrúlega góður íslensku-
maður. Hefur auðugt ímyndunarafl
og það skilar sér í frumiegum og
skýrum myndlíkingum." „Vígreifur
baráttumaður."
STEFÁN JÓN HAFSTEIN útvarps-
maður varð næstefstur. „Hann er
skýrmæltur og hefur þægilega og
viðkunnanlega rödd. Er ekki með
stæla eða yfirhlaðinn stíl þótt
hann geti látið vaða á súðum.
Hann er yfirleitt til sóma og er
greinilega á réttum stað.“ „Stefán
Jón er „sympatískur" frekjudallur."
„Hann hefur sigrast á þágufalls-
sýkinni á afar kynþokkafullan
hátt.“
SVAVAR GESTSSON alþingismaður
lenti í þriðja sæti: „Hann hefur
náð furðanlega vel að leggja niður
leshringjatungutakið sem hann
lærði af Einari Olgeirssyni og ná
tökum á þeirri Dalamannastemmu
sem honum er eiginleg." „Svavar
er vel máli farinn og hefur ævin-
lega fullt vald á texta. Hann hefur
um úr dómefndinni: „Hún notar
uppskrúfað mál og er lítt frjó í
hugsun. Kannski geldur hún fyrir
embætti sitt."
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLA-
DÓTTIR alþingismaður lenti í
sjötta til sjöunda sæti og hlaut
hæstu einkunn hjá einum úr dóm-
nefndinni: „Hún notar málið til að
skýra og skilgreina en ekki til þess
að auka völd sín.“ „Hún er skýr-
mælt og notar einfalt og sterkt
mál." „Tekst að forðast stofnana-
málið. Það gerir hana trúverðugri
en ella.“
DAVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra
lenti í sjötta til sjöunda sæti:
„Hann er af sömu kynslóð og
„fyndna kynslóðin" svokallaða í
bókmenntum. Sjálfur er hann
fundvís á hið fyndna og getur
gripið til orðaleikja á skemmtileg-
an hátt.“ „Hann er ekkert alltof
klár í málfræðinni og framsögnin
er beinlínis gölluð. Þannig sleppir
hann atkvæðum aftan við áherslu-
atkvæði. Nýtur sín best í stuttum
tilsvörum og setningum en er ekki
góður ræðumaður." „Notar ekki
hinn dæmigerða tón stjórnmála-
mannsins.“ „Skýr og skorinorður.
Bestur þegar hann hæðir and-
stæðingana en vantar enn að
hann sé trúverðugur þegar átaka
er þörf í stjórnmálum."
sögulega vídd og það geta dottið
upp úr honum sögulegar tilvísanir
fram og aftur; kannski hefði hann
átt að leggja fyrir sig skáldskap."
GUÐRÚN HELGADÓTTIR, alþingis-
maður og rithöfundur, lenti í
fjórða sæti: „Hún er vel máli farin
en setur sig oft í varnarstöðu og
missir við það sannfæringarkraft-
inn.“ „Guðrún hefur mjög næma
máltilfinningu og hún notar einatt
óvæntar og skemmtilegar líkingar.
Það er eiginlega alltaf gaman að
hlusta á hana.“ „Notar frjótt mál
og er skemmtileg." Einn dóm-
nefndarmanna gaf Guörúnu mínus-
einkunn: „Hún er stundum svo
bitur að hún piprar á manni hlust-
irnar. Oftast er hún þó bara flaum-
ósa og æst."
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR forseti
varð fimmta: „Maður fær á tilfinn-
inguna að hún hugsi það sem hún
segir." „Hún vandar sig. Hún er
ekki alger nákunningi málsins en
henni þykir greinilega vænt um ís-
lenskuna." „Hún snertir „lýrískan"
streng." Vigdís fékk mínus hjá ein-
B E S T I R
2. Ste(éut (á*t 'ffyciýiteút
3. Smzowi ýedtá&Mt
4. fycobui*t 0i4ely<zoLðtti*
5. 4/iydt& *?út*t&6y<zelátt&i
6. 'Jtupi&ýöny SáOiiut týZáladóttiz
7. Ðcwcoi öddá&ut
Tekið saman af Hrafni Jökulssyni.