Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 Á L I T CHARLES COBB Hvernig hefur hagsmuna eigenda sjúðakerfisins verið gætt? rr STEINGRÍMUR ARI ARASON, AÐSTOÐAR- MAÐUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA ,,Hagsmuna þeirra hefur verið mjög illa gætt og opinbera sjóðakerfið misnotað með þeim hætti að við hefðum betur látið ógert að stofna til þess. f stað þess að vera farvegur fyrir aukna ráðdeild og aukinn sparnað hefur það ýtt undir óráðsíu og eyðslu. Hugmyndin var víst sú að kynslóðin, sem stofnaði sjóðina, byggði þá líka upp, þannig að þær yrðu fjárhagslegá sjálfstæðar. Þetta varð bara ekki raunin. Sjóðirnir voru notaðir til þess að taka lán — þar á meðal í útlöndum — og endurlána svo á hagstæðum kjörum. Flestir þeirra hafa því ekki safnað eignum heldur skuldum, sem falla komandi kynslóðum í ska' rr JÓN MAGNÚSSON, HÆSTARÉTTARLÖGMAÐ- UR OG FORMAÐUR NEYTENDASAMTAKA REYKJAVÍKUR „Ég er nú fyrrverandi stjórnarformaður Iðn- lánasjóðs og ég hugsa að hann sé einna skást mm, rekni sjóðurinn, en hluti fjármuna hans var bara lögbundið gjafafé og ég er einfaldlega á móti slíku. Það á ekki að skattleggja atvinnurekstur til þess að veita styrki til einhvers hluta hans. En síðan erum við með pólitísk hneyksli eins og Framkvæmdasjóð og Byggðasjóð, sem hafa ekki gert neitt annað en að henda út peningum almennings. Einnig eru til pólitískir gjafasjóðir eins og Hlutafjársjóður og Atvinnu- tryggingasjóður, sem voru beinlínis stofnaðir í því skyni að henda peningum. í landi þar sem fullt frelsi á að ríkja — bæði um fjármagn sem annað — á að leggja niður alla ríkisbanka og alla svona sjóði, því það eru engin tilvistarrök fyrir þeim lengur. Við höfum dæmi þess, að sjóðum hafi verið siglt beint út í opinn dauðann, en allir firra sig ábyrgð og segja pólitískan þrýsting úr ráðuneyti hafa ráðið ferðinni. En hver og einn er ábyrgur gerða sinna. — Menn eru í stjórn til að stjórna og bera þess vegna líka ábyrgð á gjörðum sínum. Sú málsvörn stjórnarformanns Framkvæmdasjóðs, að hann hafi verið undir pólitiskum þrýstingi, er einfaldíega ekki tæk, því ábyrgðin liggur hjá þeim, sem hafa handhöfn sjóðanna hverju lf INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR ÞING- KONA „Þessi spurning felur í sér of mikla einföldun og alhæfingu vegna þess að maður hlýtur að spyrja sig hvaða sjóðir tilheyra sjóðakerfinu :i svokallaða. Hverjir eru vörslumenn þeirra og hverjir eiga þessa sjóði? Svar mitt hlýtur því að byggja á ákveðnum einföldunum. Ég er almennt þeirrar skoðunar að hagsmuna eigenda hafi ekki verið vel gætt, en fyrir því eru mismunandi ástæður. Stundum má rekja það til ytri aðstæðna sem oftast hafa skapast vegna vondrar hagstjórnar, og í því sambandi vil ég nefna lífeyrissjóðina sem hafa brunnið upp. Stundum má rekja það til vanefnda ríkisvaldsins, sem ýtir sjóðum út í erfiðar lántökur, samanber Lánasjóð íslenskra námsmanna. Og stundum má rekja það til vafasamrar með- ferðar opinbers fjár. í því sambandi vil ég sérstaklega nefna þau hundruð milljóna sem opinberir sjóðir hafa tapað á fisk- eldisfyrirtækjum, gullskipi, sölu Útvegsbanka og fleira slíku." r -VILHJÁLMUR EGILSSON, ÞINGMAÐUR OG í'i FRAMKVÆMDASTJÓRI VERSLUNARRÁÐS ,Ég heid að þegar litið er á atvinnuvegasjóð- ína hafi þróunin á þeirn vettvangi verið ágæt, ; sumsé í þá veru að þeir séu einfaldlega reknir B á viðskiptalegum forsendum eins og hvert annað fyrirtæki, enda hafa þeir ekki lent í neinu stóru tapi. Framkvæmdasjóður var hins vegar sérstakt vandamál, ekki síst vegna þess að honum voru lagðar skyldur á herðar, sem voru ekki alveg í samræmi við fjárhagslegar forsendur, og það sáu allir hvernig það fór. Aftur á móti með félagslegan sjóð eins og Byggðasjóð er í raun merkilegt hvað hann hefur staðið sig vel og komist hjá tapi miðað við hvaða hlutverki honum er uppálagt að gegna. Byggingarsjóðirnir eru önnur sorgar- saga, bæði byggingarsjóðir verkamanna og ríkisins, og Lána- sjóður íslenskra námsmanna hefur ekkert staðið allt of vel. En það er í sjálfu sér ekki við stjórnendur sjálfra sjóðanna að sak- ast. Menn eru þó að mjakast í rétta átt, því stjórnmálamenn eru farnir að taka til í eigin garði, þannig að það sé ekki verið að láta þessa sjóði hafa einhver hlutverk, sem þeir hafa síðan enga burði til að gegna. STEINGRÍMUR HERMANNSSON ÞINGMAÐUR „Ég held að það hafi verið gert af bestu sam- viskusemi af þeim, sem gæta þess. Það er líka | hagsmunamál skattborgara að halda hlutun- f um gangandi, atvinnulífinu í lagi og bjartsýni aam m JBM > þjóðfélaginu. Sjóðirnir eru settir á fót af Al- þingi í því skyni að halda slíku jafnvægi í atvinnulífinu, svo ég held að þeir, sem þar hafa stjórnað, hafi gert það, sem þeir bessi m, cmið í huga — hverju : nm. Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur séð sig knúinn til að leiðrétta þau ummæli Charles Cobb, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, að hann hafi þegið boð sendiherrans um að dvelja á heimili hans í Bandaríkjunum. Orðrétt sagði sendiherrann í Morgunblaðsviðtalinu: „Forsætisráðherra íslands hefur dvalið á heimili mínu í Florida í eina viku, svo og utanríkisráðherrann og Steingrímur Hermannsson. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur dvalið í viku í skíðaskálanum okkar í Bandaríkjunum." Steingrímur staðhæfir að þetta sé misskilningur, enda telji hann ekki koma til greina að ráðherra í ríkisstjórn Islands þiggi slíkt boð frá sendimanni erlends ríkis. Skyggir á vináttu. Steingrímur og Cobb við afhjúpun höggmyndarinnar „Friendship" við Skúlagötuna í fyrra. „Ósammála Steingrími" segir Charles Cobb, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna ,,Ég hef heyrt af þessum misskilningi og það er rétt hjá Steingrími að hann dvaldi aldrei á heimili mínu,“ sagði Cobb í samtali við PRESS- UNA. „Þessi villa slæddist inn í viðtalið, en ég sagði Agnesi Bragadóttur blaða- manni, þegar ég las viðtalið yfir, að þetta væri rangt. Ég sagði henni að ég hefði boðið Steingrími, en hann hefði af- þakkað. Þetta hefur ekki komist nógu vel til skila og af því er þessi misskilningur sprpttinn." A hvaða forsendum af- þakkaði Steingrímur heim- boðið? „Það man ég ekki.“ Ertu sammála Steingrími um að það sé óviðeigandi fyr- ir ráðherra að þiggja slík heimboð? „Nei, með fullri virðingu fyrir Steingrími verð ég að vera ósammála honum um það. Ég nefni sem dæmi að þegar Davíð var hér í heim- sókn hitti hann marga hátt- setta embættismenn og heimsótti íslendingafélagið á Flórída. Jón Baldvin hitti einnig embættismenn, meðal þeirra utanríkisráðherra Ba- hama-eyja, og við ræddum ýmis málefni sem þessar ey- þjóðir eiga sameiginleg, svo sem fiskveiðar og varnarsam- starf við Bandaríkin. Þessar heimsóknir voru því gagnleg- ar. Ég heid að svona heim- sóknir séu jafnviðeigandi ög til dæmis þegar Bush forseti býður heim til sin erlendum kanslara, Margaret Thatcher og Mitterand forseta. Ég vildi að Bush hefði haft tima til að bjóða Steingrími og Davíð heim líka. Hann hafði það ekki, svo ég gerði það í stað- inn.“ Æ sér gjöf til gjalda Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu mun Davíð Oddsson hafa dvalið fáeina daga á heimili Cobbs upp úr miðjum september- mánuði síðastliðnum, dag- ana 17,—18. september eftir því sem næst verður komist. Það munu semsagt hafa verið 2—3 dagar, en ekki vika eins og segir í viðtalinu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra er staddur erlendis og náðist ekkí í hann. Þröstur Ólafsson, að- stoðarmaður utanríkisráð- herra, sagði í samtali við PRESSUNA að sig ræki ekki minni til þess að Jón hefði dvalið hjá Cobb. Þó gæti það verið, en þá hefði hann varla haft þar nema stutta við- komu. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra staðfesti við PRESSUNA að hann hefði dvalið í skíðaskála Cobbs sendiherra. Það hefði þó ver- ið áður en hann varð ráð- herra eða meðan hann var enn óbreyttur þingmaður. Eins og áður kom fram seg- ir Steingrímur Hermannsson að hann telji ekki koma til greina að ráðherrar í ríkis- stjórn Islands þiggi boð af þessu tagi frá sendimanhi er- lends ríkis. Starfsmenn í utanríkisþjón- ustu sem PRESSAN ræddi við eru sömu skoðunar. Að vísu gildi engar reglur um slíkar heimsóknir, en þær teljist þó tæplega við hæfi þegar valdamenn á borð við ráð- herra eiga í hlut. Öðru máli gegni ef til vill um þingmenn. Hér sé hárfín markalína milli þess sem er viðeigandi og ekki viðeigandi. Almennt sé talið fráleitt að ráðherrar þiggi gjafir, og þá sé varla rétt að þeir þekkist slík heimboð frá aðilum sem gætu átt hags- muna að gæta. Diplómati sem PRESSAN hafði tal af vísaði í þekkt orðatiltæki: Æ sér gjöf til gjalda. Þegar menn séu á annað borð farnir að þiggja geti fyrr eða síðar runnið upp sú stund að þeir verði að láta eitthvað í staðinn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.