Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 9
V 1 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 9 Jón Olafsson í Skífunni rær nú að því öllum árum að því að ná yfirhöndinni í Stöð 2. Hann hefur hagnast ótrúlega á viðskiptum Stöðvar 2 og Skífunnar. Hluta hagnaðarins hefur hann notað til að auka hlutafé sitt í stöðinni. Stöðin sjálf, að frumkvæði Jóns, kaupir nú öll hlutabréf, sem fáanleg eru. Aðrir stórir hluthafar sitja hjá áhrifalausir, en neita að selja hlutabréfin þrátt fyrir að á eftir þeim sé gengið. Mikil valdabarátta er innan Islenska útvarpsfélagsins um meirihlutavöld. Allt bendir til þess að Jón Ólafsson í Skíf- unni, ásamt samstarfsmönn- um, sé að ná undirtökunum og honum hafi tekist að gera stóra hluthafa áhrifalausa. Ljóst er að hann hefur náð til sín þeim hlutabréfum sem boðist hafa á markaðnum undanfarið og voru meðal annars í höndum fyrrverandi stjórnarformanns, Ólafs H. Jónssonar. Jón hefur ráðið ríkjum á Stöð 2 undanfarið misseri með fulltingi félaga sinna í Fjölmiðlun sf., eða öllu held- ur þeim hópi sem myndaði meirihluta innan þess félags. Hópurinn hefur með sér félag sem heitir Fjórmenningar sf. og inniheldur auk Jóns þá Jó- hann J. Ólafsson, núverandi stjórnarformann, Harald Haraldsson í Andra og Gud- jón Oddsson í Litnum. HEFUR NÁÐ HLUTABRÉFUM ÓLAFS H. JÓNSSONAR Rétt fyrir áramót seldi verðbréfafyrirtækið Kaup- þing hlutabréf í Stöð 2 að nafnvirði 15 milljónir króna. Kaupandi var Stöð 2 en það var hins vegar Jón sem stóð á bak við kaupin. Ekki liggur nákvæmlega fyrir á hvaða gengi bréfin voru seld en það mun líklega hafa verið ná- lægt 0,95. Kaupþing á enn eftir 15 milljónir í Stöð 2. Þá er ekki langt síðan þrotabú Hags hf., sem var fyr- irtæki Ólafs H. Jónssonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Stöðvar 2, varð að láta hlutafé sitt í Stöð 2. Nafnverð þess er upp á 62 milljónir en 30 milljónir fóru til fyrirtæk- isins Agústar Ármanns hf., sem átti handveð í þeim. Það- an barst hlutaféð í hendur þeirra Jóns og félaga. 30 milljónir af Hagsbréfunum fóru síðan til Kaupþings eins og áður sagði. FENGU SÝN FYRIR AUGLÝSINGAR Árið 1990 keypti Stöðin fyr- irsjáanlegan samkeppnisað- ila, Sýn hf., og var lengi óljóst hvernig greitt yrði fyrir fyrir- tækið, en fyrst í stað var rætt um að greiðslan yrði í formi hlutabréfa í Stöð 2. Lyktir málsins urðu þær að hluthaf- ar í Sýn; Vífilfell, Hagkaup og Árni Samúelsson í Bíóhöll- Orri Vigfússon. Hann er fulltrúi Eignarhaldsfélags Verzlunarbankans. Orri segist vera búinn að gefast upp á valdastríðinu. inni, tóku út um 90 milljóna króna sölusamning í formi auglýsinga. Þad var Jón Ói- afsson sem beitti sér fyrir þessum greiðslumáta. Hag- kaup á þó eftir 5 milljónir í hlutafé sem það fékk í gegn- um sameininguna við Bylgj- una. Þótti mörgum einkennilegt að fyrirtækið gæti með þessu rýrt eigið fé, sem var ekki of mikið fyrir. Um leið hafa nú- verandi stjórnendur Stöðvar- innar hafnað því að fylgja eft- ir samþykkt síðasta aðalfund- ar og auka hlutafé úr 548 milljónum upp í 815 milljónir. Þetta varð til þess að Orri Vig- fússon, fulltrúi Eignarhalds- félags Verslunarbankans í fyrirtækinu, hefur dregið sig út úr því. Eignarhaldsféiagið á 100 milljóna króna hlut en er valdalaust núna. Hefur Orri margoft krafist þess að hlutafé yrði aukið en fjór- menningarnir ávallt hafnað. KAUPA HLUTAFÉ ANNARRA Á NÆSTU FJÓRUM ÁRUM „Þeir hafa leitað eftir að kaupa allt mitt hlutafé. Það Ólafur H. Jónsson. Hann átti yfir 60 milljónir króna í Stöð 2. Jón Ólafsson hefur séð til þess að mest af því hlutafé er komið í eigu fyrirtækisins sjálfs. kemur ekki til greina að selja þeim það. Ég átti að fá greitt í þrennu lagi. í janúar 1993, ‘94 og ’95. Það er furðulegt að Stöð 2, sem er með veru- lega neikvæða eiginfjár- stöðu, skuli vera að reyna að kaupa hlutabréf og veikja stöðuna enn frekar. Það væri nær að þeir leituðu til okkar um að auka hlut okkar og styrkja þar með félagið," sagði stór hluthafi í Stöð 2. „Það er búið að ýta okkur út í horn. Við erum algjörlega áhrifalausir. Það má segja að Jón Ólafsson sé með pening- ana okkar í gíslingu," sagði sami hluthafi. JÓN HEFUR HAGNAST ÓTRÚLEGA Forráðamenn Stöðvar 2 og Jón Ólafsson gerðu með sér samning sem færði Skífunni og Jóni Ólafssyni rúmar átján milljónir króna á síðasta ári. Það er mat þeirra sem til þekkja. í samningnum er meðal annars ákvæði um að Jón Ól- afsson og starfsfólk hans ráði hluta af dagskrá Stöðvarinn- ar, það er þremur tónlistar- þáttum. Þetta eru langt í frá einu viðskiptin milli Stöðvar 2 og Skífunnar. Þar má nefna kaup Stöðvarinnar á um 200 bíó- myndum af Skífunni. Tíu milljónir króna voru greiddar fyrirfram. Jón notaði pening- ana til að kaupa hlutabréf í Stöðinni. Myndirnar voru hins vegar það lélegar að að- eins lítill hluti þeirra hefur verið sýndur. „Það er varlega áætlað að segja að Jón og Skífan hafi hagnast um 30 til 50 jnilljónir króna á síðustu tveimur árum á viðskiptum við Stöð 2. Það er eins klárt að þessi viðskipti hefðu aldrei orðið nema vegna þess að Jón ræður það miklu á Stöð 2, mun meiru en þessar 60 milljónir hans í fyr- irtækinu segja til um,“ sagði einn þeirra hluthafa sem eru mjög ósáttir við hversu mikl- um völdum Jón hefur náð til sín. RÁÐA VALI TÓNLISTAREFNIS í samningnum sem áður var getið um er ákvæði sem færir Skífunni völd yfir tón- listarþáttum á dagskrá Stöðv- ar 2.1 samningnum segir orð- rétt; „Skífan hf. mun í samráði við dagskrársvið hafa umsjón með vali tónlistarmyndbanda fyrir Stöð 2. Hér er um að ræða þættina Bylmingur, Kjallararokk ásamt þætti þar sem sívinsæl popp- og rokk- lög verða til umfjöllunar. Fjöldi þáttanna skal vera skv. nánara samkomulagi samn- ingsaðila." Síðar segir: „Skífan hf. ber allan kostnað vegna inn- kaupa myndbandaefnis fyrir þætti þessa ásamt greiðslum til umsjónarmanns eða kynn- is, en Stöð 2 ber allan annan framleiðslukostnað vegna þeirra." „Væri mér boðinn sams- konar samningur mundi ég skrifa undir samstundis," sagði Steinar Berg ísleifsson, framkvæmdastjóri Steina hf., aðalkeppinautar Skífunnar. Varðandi tónlistarmynd- bönd segir einnig í samningn- um að Stöð 2 skuli annast gerð myndbanda með ís- lenskum flytjendum. Þá segir að að hámarki skuli þessi myndbönd vera tuttugu, og fyrir hvert þeirra á Skífan að greiða 125 þúsund krónur. Steinum var boðin samskon- ar þjónusta, en fyrir nærri tvöfalt verð. Verðið er sagt miðað við einn dag í myndatöku. Síðan segir í samningnum: „Stöð 2 mun að jafnaði sýna hvert myndband 5 sinnum á kjör- tíma (eftir klukkan 7:00 á kvöldin) innan 30 daga frá út- gáfu hljómplötu viðkomandi flytjenda. Allar birtingar Stöðvar 2 á myndböndum skulu vera að kostnaðar- lausu." 9.000 SPÓLUR Á 550 KRÓNUR Samkomulag var einnig gert um að Stöð 2 annaðist framleiðslu á níu þúsund myndbandsspólum fyrir Skíf- una. Verðið á hverri spólu var 550 krónur. Samkvæmt heimildum PREiSSUNNAR er þetta verð umtalsvert lægra en Stöð 2 hefur boðið öðrum, eða 100 til 150 krónum lægra. En þetta er ekki allt. Skífan fékk einnig tuttugu til þrjátíu auglýsingabirtingar í hverj- um mánuði, með hvorki meira né minna en 95 pró- sent afslætti. Þetta ákvæði er alveg óháð öðrum viðskipt- um milli fyrirtækjanna og skerðir því ekki þá auglýs- ingatíma sem Skífan kaupir, samkvæmt samningnum, og á hæsta afslætti. Þeir sem PRESSAN ræddi við bentu á margt. Jón Ólafs- son leigði fyrirtækinu tæki, sem kostaði 440 þúsund í inn- kaupum, á 220 þúsund á mánuði. Á þessu hagnaðist hann að sjálfsögðu verulega. Þá komst hann, í krafti áhrifa sinna, í tilboð frá öðr- um fyrirtækjum í klippisett fyrir Stöð 2. Það varð til þess að hann gat boðið ívið hag- stæðari kjör en aðrir. EKKI EINS OG ÞAÐ ÁTTI AÐ VERÐA Ástæða þess að menn berj- ast nú um að ná sem mestu til sín í Stöð 2 er fyrst og fremst sú, að samningur sem gerður var milli Fjölmiðlunar og Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans, um meirihlutavöld í Stöð 2, rennur út um mitt þetta ár. Þegar það samkomulag er ekki lengur til staðar skiptir miklu hverjir ná saman um myndun meirihluta. Allt bendir til að Jón Ólafsson komi til með að ráða mestu þar um. „Það var ætlun okkar að breyta rekstrinum, skapa góðan rekstrargrundvöll. Ef allt hefði gengið eftir væri það langt komið núna. Vilji okkar stóð til að gera Stöð 2 að almenningshlutafélagi. Ef það hefði tekist væru ekki þessar klíkumyndanir um allt. Menn virðast oft gleyma því að sjónvarpsstöð má ekki vera einkafyrirtæki eða fyrir- tæki sem er stjórnað af ein- um manni. Að mínu viti verð- ur sjónvarpsstöð að vera al- menningshlutafélag. Ég skil vel að Jón Ólafsson berjist með oddi og egg. Stöð 2 á mikla og bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði einn hluthafanna. Sigurjón Magnús Egilsson og Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.