Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 Halldór Blöndal Vill jeppa á gömlu kjörunum Halldór Blöndal sam- göngu- og landbúnaðarráð- herra er í þann veginn að ganga frá kaupum á nýjum ráðherrabíl. í desember var samþykkt reglugerð sem kveður á um að Innkaupa- stofnun ríkisins beri að sjá um kaup og sölu á öllum bíl- um ráðuneytanna. Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Inn- kaupastofnunar, sagði í sam- tali við PRESSUNA að enn hefði ekki borist staðfesting eða nánari útlistun á reglu- gerðinni til stofnunarinnar frá fjármálaráðuneytinu. Meðan þessi staðfesting hefur ekki borist er gamla kerfið enn í fullu gildi og ráð- Jöfur herrar geta sjálfir valið sína bíla án afskipta Innkaupa- stofnunar. Enn er því mögu- leiki fyrir Halldór að ganga frá kaupum án þess að Inn- kaupastofnun komi þar nærri. „Ráðherra er á fjögurra ára gömlum bíl sem kominn er á viðhald og hann verður end- urnýjaður mjög fljótlega," sagði Sigurgeir Þorgrímsson, aðstoðarmaður Halldórs í landbúnaðarráðuneytinu. En er ekki búið að ganga frá kaupum? „Það má vel vera að búið sé að ganga frá þeim. Mér er ekki kunnugt um það og get því hvorki svarað því játandi né neitandi," sagði Sigurgeir. Stefnir ríkinu vegna 10 milljóna tollalækkunar Ríkistollstjóri úrskurðaði nýverið að bílafyrirtækið Jöf- ur skyldi greiða tæpar 10 milljónir í viðbótartoll, þar sem komið hefði í ljós að upp- gefnar þungatölur yfir 60 sjálfskipta Jeep Che- rokee-jeppa hefðu reynst rangar. Jöfur tók við umboði fyrir jeppana í nóvember 1989 og lagði í tolli fram gögn byggð á tölum fyrri umboðsaðila og skráningu Bifreiðaeftirlitsins og voru engar athugasemdir gerðar. Um áramótin 1990/91 tóku gildi strangari reglur um vigtun og kom þá í ljós að bílarnir voru þyngri en upp var gefið, sem þýðir 10 prósentum hærri toll. Ríkis- tollanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Jöfur hefði ver- ið í góðri trú, en var fyrirtæk- inu þó gert að greiða tæplega 10 milljóna króna viðbótar- toll. Ragnar Ragnarsson fram- kvæmdastjóri staðfesti þetta í samtali við blaðið. „Við höf- um greitt þetta að mestu, en við höfum í höndunum lög- fræðilega álitsgjörð og á grundvelli hennar teljum við stöðu okkar það sterka að við ætlum í mál við ríkið,“ sagði Ragnar. Hann staðfesti einnig aðspurður að Jöfur hefði selt hluta sinn í fasteigninni Auð- brekku 2 fyrir 90 milljónir króna. Kaupandinn að bróð- urparti fasteignarinnar er Geymsluþjónustan hf. „Þessi sala er alls ekki í tengslum við tollamálið. Við erum ein- faldlega að losa um peninga," sagði Ragnar. Staðsetning íbúða Byggingar- sjnðs ng dreiting þjnðarinnar Suðurland Austfirðir Norðurland Vestfirðir Vesturland Suðurnes Höfúðborgarsvæðið ’89-'90 ’90—’91 Fólksfjöldi (58 íbúðtr) (64 íbúðir)__________________ Húsnæðisstofnun Hefur aldrei átt fleiri íbúðir Á síðustu árum hefur færst í vöxt að Húsnæðisstofnun ríkisins leysi til sín húseignir vegna vanefnda lántakenda hjá stofnuninni. Um síðustu áramót átti stofnunin þannig 66 íbúðir sem er það mesta sem hún hefur átt. Árið á undan voru þær 64 en 58 ára- mótin þar á undan. íbúðir þær sem húsnæðis- stofnun á eru nánast allar úti á landsbyggðinni. Þar gengur oftast mjög erfiðlega að selja og er þá oft gripið til þess ráðs að setja íbúðirnar inn í félags- lega kerfið til að koma þeim út. Ástand margra íbúðanna sem Húsnæðisstofnun hefur tekið til sín er mjög bágt og þær vart seljanlegar nema með verulegum endurbót- um. Að sumu leyti má því segja að stofnunin sé að taka skref í áttina að því að úrelda lélegar íbúðir á landsbyggð- inni. Ef fram heldur sem horf- ir verður hreinlega að fara að taka frá fjárupphæðir til slíkr- ar úreldingar. Þrátt fyrir að stofnunin hafi aldrei átt fleiri íbúðir munu skilin á afborgunum á síðasta ári hafa verið betri en nokkru sinni fyrr. TOKU 500 MILLJÚNIR AD LÁNIERLENDIS Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er slæm og hefur farið versnandi. Þrátt fyrir það hafa bæjaryfirvöld ákveðið að nýta sér ekki heimild til að hækka útsvar. Verr hefur gengið að selja lóðir en til stóð. Heildarskuldir bæjarsjóðs í árslok voru rúmir tveir og hálfur millj- arður króna. Tekjur bæjarins duga ekki fyrir rekstri og fjármagns- kostnaði. Þetta þýðir að taka verður allt framkvæmdafé að láni. Bæjarstjórnarfundur í Kópavogi. Guðni Stefánsson Sjálfstæðisflokki og Sigurður Geirdal bæjarstjóri og fulltrúi Framsóknarflokksins í samræðum. Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs hefur tekið hálfan milljarð að láni erlendis. Það var íslandsbanki sem hafði milligöngu um lánið, ekki Búnaðarbankinn, sem er og hefur verið helsti viðskipta- banki bæjarins. Skuldastaða Kópavogs er hrikaleg og hefur farið ört versnandi. í lok síðasta árs voru skuldir bæjarins um tveir og hálfur milljarður. Tekjur bæjarsjóðs duga ekki fyrir rekstri og fjármagns- kostnaði. Allt framkvæmdafé verður að taka að láni. Fyrir- sjáanlegar eru miklar fram- kvæmdir á vegum bæjarins, sem koma til með að auka skuldirnar enn fremur. Á bæjarráðsfundi, sem haldinn verður síðdegis í dag, kynnir meirihlutinn skulda- stöðuna formlega og leggur fram drög að fjárhagsáætlun þessa árs. Áætlunin verður til fyrri umræðu á bæjarstjórn- arfundi 28. janúar. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarins á þessu ári losi tvo milljarða króna. ERLENT LÁN Það er fátítt að sveitar- stjórnir grípi til þess ráðs að taka lán erlendis. Þegar það hefur verið gert er það oftast í þeim tilgangi að standa straum af fjárfrekum fram- kvæmdum, framkvæmdum sem gefa fljótt af sér arð. Hluti þessa láns var notað- ur til skuldbreytinga, þ.e.a.s. óhagstæðari lán voru greidd niður. Hluti lánsins er til rekstrar. Það þarf ekki að vera verra að taka lán erlend- is, en það vekur upp þá spurningu hvort lánamarkað- urinn hér heima sé þurraus- inn, hvort lánstraust Kópa- vogsbæjar fari þverrandi. Meirihlutinn hefur ekki haft hátt um þessa lántöku. Öðrum bæjarfulltrúum verð- ur ekki skýrt frá láninu fyrr en á bæjarráðsfundi í dag. Valþór Hlööversson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalags, sagðist hafa heyrt af þessu láni, en ekki frá bæjarstjóra eða öðrum meirihlutamönn- um. Skuldir bæjarsjóðs eru um tveir og hálfur milljarður, eins og áður sagði, eða tals- vert hærri en árstekjurnar. Þetta er alvarlega staða og allsendis óvíst að Kópavogur sleppi við gjörgæslu félags- málaráðuneytisins. Komi til hennar verður Kópavogur langstærsta sveitarfélagið sem hefur þurft að þola af- skipti ráðuneytisins af fjár- málum sínum. ÖLL LÁN ERLEND „Það má segja að öll lán séu erlend. Það er nánast sama hvar þau eru tekin," sagði Sigurdur Geirdal bæjar- stjóri. Hann sagði að stóra lánið hefði að mestu verið notað til að greiða niður skammtíma- lán. Mikið af eldri lánum ætti að greiðast á allra næstu ár- um. Nýja lánið er til tíu ára og Sigurður sagði að það lagaði greiðslustöðu bæjarsjóðs tals- vert. Hefdi ekki verið ástœda til ad hœkka útsvarid í Kópa- vogi í Ijósi stööu bœjarsjóös? „Það hefði gefið okkur á annað hundrað milljónir að hækka útsvarið í 7,5 prósent. En þar sem erfiðleikar eru í þjóðfélaginu vildum við halda sköttum í lágmarki. Reyndar trúðum við að aðrir mundu einnig gera það. Við erum enn með 6,7% útsvars- prósentu." Bæjarstjórnin hefur ákveð- ið að lækka fasteignaskatta og hækka vatnsskatt. Þegar allt kemur til alls er þetta skattahækkun, ekki mikil að vísu. LÓÐUMÁ NÓNHÆÐ SKILAÐ Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs keypti talsvert byggingarland, Nónhæð. Með kaupunum var ætlunin að bjarga bæjarsjóði út úr verstu skuldunum. Nú virðast þessi landkaup ætla að verða bænum dýrkeypt. Búið er að úthluta talsvert mörgum lóðum. Sá hængur er þó á að mikið af lóðum hef- ur komið inn aftur. Sem dæmi má nefna að tvær af fimm blokkarlóðum hafa komið aftur og sama er að segja um fjölda raðhúsalóða. A allra síðustu vikum hefur á annan tug raðhúsalóða verið skilað. Ármannsfell hf. fékk lóðir undir háhýsi. Með öllu er óvíst hvenær Ármannsfell hefur framkvæmdir og enn óvissara hvenær fólk flytur inn í húsin. Með landkaupunum var ætlunin að fjölga gjaldendum í Kópavogi og auka þannig tekjustofnana. Þegar fólk flytur í hús sín í þessu nýja hverfi verður bærinn að vera búinn að ljúka ýmsum fram- kvæmdum, svo sem holræsa- gerð, vatnsveitugerð, gatna- gerð, lýsingu og fleira og fleira. Á næstu dögum verður boðin út vinna við gatnagerð á Nónhæð. Kostnaðaráætlun er um 180 til 200 milljónir króna. Peninga fyrir þessum framkvæmdum verður bæj- arsjóður að taka að láni. Við það aukast skuldirnar enn frekar. TÍU TIL TUTTUGU ÁR Þeir sem til þekkja halda því fram að ævintýri eins og þetta fari ekki að skila raun- verulegum tekjum fyrr en eft- ir kannski tíu til tuttugu ár. Gatnagerðargjöldin sem íbúðarbyggjendur greiða eiga að standa straum af kostnaði við gatnagerð og fleira. Talsvert vantar á að bú- ið sé að selja allar lóðir. Þrátt fyrir það verður að gera hverfið tilbúið, að minnsta kosti að mestum hluta. Þess vegna verður bæjarsjóður að fjármagna , mismuninn, kannski eitt hundrað milljón- ir. Þá er ekki allt talið. Vænt- anlegir íbúar þurfa þjónustu, svo sem skóla og dagvistar- stofnanir. Allt slíkt kostar mikla peninga. Það blasir því við að bæjarsjóður Kópavogs þurfi enn að auka skuldir sín- ar um vel á annað hundrað milljónir króna, bara vegna Nónhæðar. Þar sem allar tekjur bæjar- ins duga ekki fyrir rekstri og fjármagnskostnaði er ljóst að framkvæmdir þessar verða ekki fjármagnaðar nema með stórfelldum lántökum. Sigurjón Magnús Egilsson 2500 2000 // Skuldir 1500 /^bæjarsjóðs Kópavogs Þannig hafa skuldir bæjarsjóðs Kópavogs aukist frá bæjar- stjórnarkosningum 1990. 1000 30/6 31/12 30/6 31/12 1990 1990 1991 1991

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.