Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 GÍSLI Lárusson, forstjóri Skandía, er hetja samkeppninnar í dag. Hann ætlar að fara að láta þá sem valda tjóni borga — nefnilega brjáluðu unglingana sem fá bílpróf. En auðvitað er allt vitlaust í tryggingaheiminum, enda engum dottið í hug að lækka gjöldin áður. Það er vonandi að Gísli geri það sama fyrir tryggingarnar og JÓHANNES Jónsson í Bónus hefur gert fyrir matvörumarkaðinn. Verðstríð er það eina sem neytendurnir vilja og er þá alveg sama þó að einn og einn kaupmaður fari á hausinn inn á milli. En tal- andi um Jóhannes — eng- inn skilur hvernig hann getur boðið svona lágt verð — jólahangikjötið hjá hon- um var til dæmis selt undir heildsöluverði annarra og Makkintossið ódýrara en í fríhöfninni! En er á meðan er. Næst er bara að vona að ÓLI Kr. Sigurdsson hjá Olís, Kristinn Björnsson í Skelj- ungi, og Geir Magnússon hjá Esso fari nú í ærlegt verðstríð úr því þeir eru lausir við rússaolíuna. Danskir neytendur gátu fyrir nokkrum árum keyrt um ókeypis í nokkra mán- uði vegna verðstriðs þar. En þótt Marx hafi ekki séð rússaolíuviðskiptin fyrir er enn hægt að rífast yfir hon- um karlinum. Skiptir þá engu þótt Marx og marxisi- minn séu dauðir; þrætu- snillingarnir lífga hvora tveggju við á samri stundu. Nýjasta innleggið í þau mál á enginn annar en EINAR Már Guömundsson með þvi að leggja Marx þau orð í munn að Albanir væru „geitriðlar". Ungur ís- lenskunemi í Háskólanum, Ólafur Grétar Kristjánsson, tekur upp hanskann fyrir Marx. Þessi deila er óneit- anlega með þeim efnilegri í dag. Er vonandi að aðrir marxfræðingar, svo sem Svanur Kristjánsson (sem varð doktor í Sjálfstæðis- flokknum i Ameríku um leið og hann snerist til vinstri), helsti marxkennari Háskólans, sjái sér fært að vera með. Þurfa að stimpla sig á yfir 100 stöðum á Itverri nóttu Stjórnstöð Vara við Skógarhlíð í Reykjavík. Þar eru lyklar að heimilum þeirra viðskiptavina sem eru með öryggishnappa geymdir. Komi upp neyðartilfelli verður sá öryggisvörður sem á að fara heim til viðkomandi sjúklings að fara fyrst í stjórnstöðina og þaðan heim til hans. Það segir sig sjálft að þetta getur tekið talsverðan tíma. Vaktþjónusta Vara er eng- an veginn á þá leið sem við- skiptavinir fyrirtækisins virð- ast halda. Þetta fullyrða menn sem þekkja vel til hjá fyrirtækinu. Þeir segja að með öllu sé óframkvæman- legt að sinna öllum þeim fyr- irtækjum og stofnunum sem Vari hefur tekið að sér að vakta. Sem dæmi má nefna að ör- yggisvörður verður að koma á yfir eitt hundrað staði á tíu klukkustundum á hverri nóttu. Það er óframkvæman- legt, þótt allt gangi eins og best verður á kosið. Vari er einnig með neyðar- hnappa fyrir gamalt fólk og veikt. Lyklar að íbúðum þessa fólks eru geymdir á stjórnstöð Vara við Skógar- hlíð. Við útkall verður örygg- isvörðurinn fyrst að fara í stjórnstöð að sækja lykil og fara þaðan heim til viðkom- andi sjúklings. Þetta allt getur tekið mjög langan tíma. EINN í 12 TÍMA ,,Það er einn maður á vakt á stjórnstöðinni á næturnar. Hann má ekki yfirgefa stöð- ina allan þennan tíma. Hann verður að matast þar og ef starfsmaðurinn þarf á salerni losnar hann ekki. Á salerninu er sími svo hægt sé að halda vinnunni áfram þar. Ef mikið er um að vera er ekki hægt að ætlast til að þessi eini maður geti sinnt öllu því sem kemur inn. Ofan á þetta bætist síma- þjónusta fyrir Visa,“ sagði einn þeirra sem PRESSAN ræddi við. Vari sér um næturþjónustu fyrir Visa. Þar eru úttektar- heimildir gefnar og eins er hringt þangað ef kort tapast. ÖRYGGISHNAPPARNIR Vari er með öryggishnappa fyrir gamalt fólk og sjúkt. Þessir hnappar hafa til þessa verið þannig að ekki er hægt að koma talsambandi á milli Vara og viðkomandi sjúk- lings, heldur hefur aðeins komið hringing án þess að fylgi hvað er að hjá sjúklingn- um. „Það var blaðamál þegar Securitas var um tuttugu mín- útur til konu í Árbæjarhverfi. Mér þætti gott ef Vari næði að vera tuttugu mínútur í svona útkall," sagði einn við- mælendanna. ,,Allir lyklar eru geymdir í stjórnstöðinni. Ef kemur út- kall frá sjúklingi í Breiðholti, til dæmis, verður öryggis- vörðurinn fyrst að aka í stjórnstöðina tilað sækja lyk- ilinn og fara síðan heim til viðkomandi. Þetta er ekki hægt að framkvæma á fáum mínútum." MEST FYRIR REYKJAVÍKURBORG Vaktþjónusta Vara er fyrst og fremst fyrir Reykjavíkur- borg, sem hefur milli 80 og 90 prósent af allri þessari þjón- ustu fyrirtækisina „Þegar eitthvað kemur upp á er svínað á Reykjavikur- borg. Ferðum fyrir hana er einfaldlega sleppt. Vari sér einnig um nokkur stór hús, svo sem Háskólabíó, Borgar- leikhúsið og Hús verslunar- innar. Sjaldnast hafa öryggis- verðirnir nokkurn tíma til að ganga um þessi hús til að leita af sér grun um hvort eitthvað er að,“ sagði einn þeirra manna sem PRESSAN ræddi við. „Það verður að segja eins og er. Þessi þjónusta Vara er ekki neitt neitt," sagði sami maður. „Ég held að þetta sé svipað og verið hefur. Fyrst eftir að gæslan byrjaði dró úr rúðu- brotum. Þetta er vaktað eftir ákveðnu kerfi, það er alltaf farin sama rútan aftur og aft- ur. Þeir sem ætla sér komast framhjá þessu. Það er fljót- legt að læra á þetta kerfi. Ég hef á tilfinningunni að þetta sé svipað ár eftir ár. Þó ber að geta þess að húsunum hefur fjölgað," sagði Halldór Gísla- son hjá Skólaskrifstofu Reykjavíkur. ÖRYGGISKERFIN Helstu viðskipti Vara eru við fyrirtæki semeru með ör- yggiskerfi tengd stjórnstöð fyrirtækisins. „Ég held að ég geti fullyrt að þessum þætti sinnir Vari mjög vel. Allt sem kemur upp á hjá þessum fyrirtækjum hefur forgang, sem þýðir að önnur þjónusta, svo sem vaktþjónustan, skerðist. Ör- yggiskerfin hafa allan for- gang," sagði einn þeirra sem rætt var við. TILBÚINN UNDIR TRÉVERK „Það kom eitt sinn fyrir að öryggisvörður frá Vara kom að leikskóla þar sem hópur krakka var fyrir utan, rétt eins og væri þjóðhátíð. Það eina sem vörðurinn gat gert var að ryðja sér leið gegnum skrílinn, fara inn og stimpla sig og út aftur og halda ferð- inni áfram. Þegar hann kom næst var leikskólinn tilbúinn undir tréverk." Þetta sagði maður sem kynnt hefur sér málið. Öryggisverðir Vara verða að koma við á yfir 100 stöð- um á einni og sömu nóttunni. Reyndar eru fyrirtækin ekki svo mörg, en þar sem koma þarf þrisvar og allt upp í fjór- um sinnum á hvern stað þurfa viðkomurnar að vera á annað hundrað. Þetta þarf að gera á um tíu tíma vakt. Þetta er strembið og mjög tvísýnt að það náist. Þetta er möguleiki þegar ekkert ber út af, færð er góð og umferð lítil. En þegar eitt- hvað kemur upp á, til dæmis ef ekki er allt með felldu á þeim stöðum sem eru vaktað- ir, er engin leið að þetta kerfi gangi upp. Það er óhugsandi. Þegar svo er sleppa örygg- isverðirnir því að fara í nokk- ur þau fyrirtæki og stofnanir sem þeir eiga að vakta. STIMPLARNIR BILAÐIR „Ég veit að þegar Reykja- víkurborg hefur verið að spyrjast fyrir um hvenær inn- brot eða íkveikjur hafa átt sér stað hafa forráðamenn Vara ekki sagt satt og rétt frá. Það veit ég vegna þess að öryggis- verðirnir hafa ekki mögu- leika á að koma eins oft og ætlast er til á þá staði sem þeir eiga að gæta. Þegar eitt- hvað kemur upp á á þessum stöðum er ferðum bætt við eftir á í dagbókina. Öryggis- verðirnir eiga að stimpla sig þegar þeir koma á staðinn, en það gera þeir auðvitað ekki þegar þeir koma ekki á staðinn! Þetta er Iagfært eftir á. Meðal annars er því borið við að stimpilbúnaðurinn hafi verið bilaður og því hafi þeir ekki getað stimplað sig inn,“ sagði viðmælandi PRESSUNNAR. VIÐBRÖGÐ SECURITAS Eins og áður hefur komið fram í PRESSUNNI hafa orðið umræður um slæleg við- brögð Securitas. Það var þeg- ar öldruð kona lést á heimili sínu eftir að hún hafði verið í sambandi við stjórnstöð Securitas. Það sem þótti vert að at- huga var að eftir að samband milli konunnar og Securitas rofnaði var öryggisvörður sendur til konunnar. Hann kom til hennar um tuttugu mínútum eftir það. Þá var konan látin. Sjúkrabíll kom fáeinum mínútum síðar. Það var gagnrýnt að Securitas skyldi ekki strax kalla á sjúkrabíl og stytta með því biðtímann. Ekki er talið að það hefði skipt sköpum í þessu tilfelli, en þar sem langur tími leið þótti ástæða til að taka málið upp og það hefur verið gert. Securitas er með samning við Tryggingastofnun um ör- yggishnappana en það er Vari ekki með. VARI KAUS AÐ SVARA EKKI PRESSAN leitaði til Baldurs Agústssonar, eiganda Vara, vegna málsins. Hann vildi í fyrstu ekki ræða það í síma. Hann fékk sendarspurningar vegna þessarar gagnrýni á fyrirtæki hans. Baldur kaus að svara ekki. Sigurjón Magnús Egiisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.