Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 19 F JL lest bendir til að til kosninga komi milii Ellerts B. Schram, for- seta íþróttasambandsins, og Júlíus- ar Hafstein, for- manns íþrótta- bandalags Reykja- víkur, á næsti þingi íþróttasambandsins. A síðasta þingi börð- ust þeir um stöðu varaforseta. Ellert hafði betur eftir harða keppni. Eftir að Sveinn Björnsson lést tók Ellert við sem forseti. Júlíus vinnur nú að framboði gegn Ellert... s k/em kunnugt er hefur Kristján Arason ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið sem keppir í B-keppninni í Aust- urríki. Um leið er ljóst að Sigurður Sveinsson verður ekki með liðinu þar, en hann hafði gefið i skyn að það væri mögulegt. Ekki mun þó hafa tekist samkomulag við Sig- urð um hvernig vinnutap yrði bætt. Rætt hefur verið um að Kristján hafi farið fram á að síðustu þremur um- ferðum íslandsmótsins fyrir B-keppninna yrði frestað og mun nú verið að skoða þann möguleika . .. Hverfi á vitlausum stað í grein PRESSUNNAR í síðasta blaði um krakkana í 12 ára bekk A í Hlíðaskóla árið 1964 var farið rangt með staðsetningu hverfis í kringum fyrrverandi sjúkrakamp ameríska hersins. Rétt er að þetta hverfi var þar sem Veðurstofa ís- lands er nú, en í greininni var það sett niður þar sem Borgarleikhúsið er. Leiðrétting í síðustu PRESSU birtist lítill fréttamoli þar sem sagði að Eggert Þorsteinsson, forstjóri Trygginga- stofnunar, væri staddur á Kanaríeyj- um ásamt hópi psoriasissjúklinga á vegum stofnunarinnar. Þetta er ekki rétt og biður PREiSSAN hlutaðeig- andi velvirðingar á rangherminu. Heildarlausn... SKIPHOLT117 • 105 REYKJAVIK SIMI: 91- 627333 • FAX: 91-62 8622 aco---- Traust o g örugg þjónusta í 15 ár — ...við netvæðum þig I nútímafyrirtæki er nauðsynlegt að allir þættir vinni vel saman. Þannig verður vinnan auðveldari, öruggari og hagkvæmari. Hjá ACO finnur þú það sem þarf til að NOVELL tölvu- og netvæða fyrirtækið þitt. ACO býður nethug- búnað frá Novell sem er útbreiddasta netkerfi í heimi. Þú getur tengt saman þær tölvur sem fyrir eru og samnýtt: • viðskiptahugbúnað (ÓpusAllt, Bústjóra, TOK, TM2000 o.s.frv.) . notendahugbúnað (Windows, Word, Excel, WordPerfect osfrv.) • prentara og önnur jaðartæki ACO býður allt sem þarf til netvæðingar í fyrirtækinu þínu: • HTM bandarískar hágæðatölvur (einmenningstölvur, útstöðvar á neti og netstjóra) •Seagate harða diska í flestar gerðir tölva • Seikosha, QMS nótu-,lista-, og geisla- prentara af öllum stærðum og gerðum • Segulbandsstöðvar fyrir afritatöku og varaaflgjafa til að tryggja rekstraröryggi •Microtek myndskanna Hönnun og uppsetning á netkerfum sniðin að þörfum þínum. Fullkomin þjónusta og viðhald. Auðvelt er að bæta tölvum og tækjum inn á netið eftir þörfum. FÍB, samtök 7000 bifreiðaeigenda, hefur gert tryggingasamning við okkur! Hefur þú gert upp hug þinn? Nú hefur þú tækifæri ; til að tryggja þér lægri iðgjöld bifreiðatrygginga! Við erum við símann 12 tíma á dag, frá 9 til 21. S: 629011. Grænt númer 99 6290. ^&Skandia ísland

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.